Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1999 aiumsunuk. Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri Aðalskipulag í Borgarfjarðarsveit Vaxandi áhugi á búsetu í sveitarfélaginu Segir Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri Hafin er vinna við aðalskipulag í Borgarfjarðarsveit. Að sögn Þór- unnar Gestsdóttur sveitarstjóra kemur gerð þess í beinu fram- haldi af svæðisskipulagi fyrir hreppana norðan Skarðsheiðar sem lagt var fram í desember 1998. Þau svæði sem tekin eru fyrir í aðalskipulaginu eru þéttbýliskjam- arnir á Hvanneyri, Bæjarsveit, Reykholti og Kleppjárnsreykjum og auk þess Húsafell og Brautar- tunga. Verkefnið er unnið af Guð- rúnu Jónsdóttur arkitekt og Auði Sveinsdóttur landslagsarkitekt í samvinnu við sveitarstjóm. Verkinu á að vera lokið um áramótin 2000- 2001. Þórunn sagði gerð aðalskipulags vera orðið aðkallandi þar sem nauðsynlegt væri að hafa fyrir- liggjandi lóðir undir íbúðabyggð og iðnaðarhúsnæði. „Þótt íbúum sveit- arfélagsins hafi fækkað að undan- förnu erum við bjartsýn. Eg hef fundið fyrir vaxandi áhuga utanað- komandi aðila á að setjast hér að. Fólk hefur verið að leita eftir hús- næði og atvinnu og meira að segja hafa aðilar lýst áhuga á að flytja hingað atvinnurekstur," sagði Þór- unn. Húsnæðisskortur Þórunn sagði að í augnablikinu væri húsnæðisskortur í sveitarfélag- inu. „A Hvanneyri vantar meðal annars húsnæði fyrir kennara en þar hefur nýstofnaður Landbúnað- arháskóli ýtt enn frekar undir áhuga fólks á staðnum. Þá er allt húsnæði í Reykholti nýtt um þessar mundir. Það mun því hafa forgang við gerð aðal- skipulags að gera ráð fyrir bygg- ingalóðum á þessum tveimur stöð- um. Við munum að sjálfsögðu gera það sem í okkar valdi stendur til að laða að fólk og nýjan atvinnurekst- ur en það sem einna helst stendur sveitarfélaginu fyrir þrifum er ein- hæft atvinnulíf,“ sagði Þórunn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Mynd.KK Akranes Kveikt í ruslagámi Laust upp úr klukkan 19 á mið- vikudag var Slökkvilið Akraness kallað að Skagaveri þar sem logaði glatt í raslagámi fullum af dagblöð- um. Lögreglumenn höfðu reynt að slökkva eldinn með handslökkvi- tæki en án árangurs og var slökkvi- liðið því kallað út. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn lögreglunnar er ekki vitað hver eða hverjir kveiktu í raslinu. K.K. skessuhom@skessuhom.is Sælir með Sæludagana Sæludagar í Vatnaskógi þóttu takast einstaklega vel að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni verið fleiri í skóginum. Að sögn Arsæls Aðalbergssonar for- manns Skógarmanna heimsóttu um 800 manns Vatnaskóg um helgina og á fjölmemiustu sam- komunum voru um 500 manns. „Þetta var mjög gaman og gekk alveg vonum framar,“ sagði Ársæll. „Síðusm fjögur ár höfum við ekki fengið svona gott veður. Það var ekki alltaf sól en logn og stillt veð- ur alla dagana. Staðurinn þolir í sjálfu sér ekki meiri fjölda, tjald- stæðin rúma ekki meira og bíla- stæði vora yfirfull.“ Að sögn Arsæls fór allt vel ffam og fátt kom uppá sem spillti gleð- inni. „Það komu upp nokkur þjófn- aðarmál þar sem m. a. var tilkynnt um að farsímar hefðu horfið og telj- um við að þar hafi verið að verki einhverjir sem hafi átt leið um,“ sagði Ar- sæll. „Sunnudagurinn endaði hjá okkur með mikilli og eftirminni- legri flugeldasýningu. Dalurinn nötraði og hvellirnir bergmáluðu fjalla á milli. Það var engu líkara en fjöllin svöraðu okkur,“ sagði Arsæll Aðalbergsson. K.K Arsæll Aðalbergs- son, formaSur Skógarmanna í Vdtnaskógi. Alvarlegt slys við Gufiiá Okumaðurinn grunaður um ölvun við akstur Alvarlegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi við Gufuá um síðustu helgi er fólksbiffeið valt á veginum og hafinaði ofan í skurði. Stúlka á tvítugsaldri sem var í aftursæti bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var hún flutt til Reykjavíkur með þyrlu landhelgisgæslunnar. Aðrir sem í bflnum voru hlutu minniháttar meiðsli. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var það mesta mildi að biffeið- in hafnaði á réttum kili ofan í skurðinum sem var fullur af vatni. Fyrir vikið gekk greiðlega að ná fólkinu út úr bflnum áður en hann fylltist af vami. Okumaður biffeið- arinnar er grunaður um ölvun við aksmr. Tvær aðrar bflvelmr vora í Borg- arfirði um helgina. Fólksbíll valt á Borgarfjarðarbraut við Geitabergs- vam og sluppu ökumaður og far- þegar með skrámur en bíllinn er talinn ónýmr. Þá valt jeppi við bæ- inn Brekku í Norðurárdal. Tvær stúlkur sem í bílnum vora sluppu með skrámur en bíllinn er óökufær. Alls vora fjórir ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við aksmr í um- dæmi Borgarneslögreglunnar um verslunarmannahelgina Þá vora fimmtíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan aksmr og tveir þeirra sjá ffam á að kveðja ökuskírteinið sitt um tíma af þeim sökum. G.E. Nýfæddir Vestlendingar eru bobnir velkomnir í heiminn um leib og nýbökubum foreldrum eru færbar hamingjuóskir. 28. júlí kl. 02.26 - Meybarn. - Þyngd: 4430 - Lengd: 55 cm - Foreldrar: Rita Mieciute og Dari- uze Niecier, Grandarfirði. Ljós- móðir: Anna Björnsdóttir. 29. júlí kl. 22.07 - Sveinbarn. - Þyngd: 3160 - Lengd: 51 cm - Foreldrar: Harpa Hannesdóttir og Arnar Jónsson, Akranesi. Ljós- móðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 28 júlí kl. 14.30 - Sveinbarn. - Þyngd: 4345 - Lengd: 57 cm - Foreldrar: Christel Björg Rudolfs- dóttir og Gunnar Smrla Hervars- son, Akranesi. Ljósmóðir: Margrét Bára Jósefsdóttir. Margrét stóra systir heldur á drengnum. 30. júlí kl. 15.11- Sveinbam. - Þyngd: 3240 - Lengd: 52 cm - Foreldrar: Þórvör Embla Guð- mundsdóttir og Jón Pémrsson, Björk, Kleppjárnsreykjum. Ljós- móðir: Margrét Bára Jósefsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.