Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 5
T •i&caaunuiL.: FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1999 Sjónarmib Flosa Sjálfbjarga eiginmaður Það er ákaflega bjart yfir mér þessa dagana þegar næturnar eru nýbúnar að vera eins bjartar einsog þær geta bjartastar orðið. Það er einmitt á þessum árstíma sem sálina getur „gripið gömul kæti“ og gamlingjar einsog ég eiga það til að hlaupa svo rækilega útundan sér, úr viðteknu hegðunarmunstri, að undrum sætir. Hið viðurkennda fastmótaða atferli frá degi til dags gengur allt úr skorðum þegar skyndiákvarð- anir um nýjar áherslur í sambúð hjóna eru teknar og oftar en ekki vegna einskonar sumarsturlunar sem á það til að heltaka mann á þessum árstíma. Það var semsagt á dögunum að ég, í einhverju annarlegu, ja mér er nær að halda yfirskilvitlegu sálarástandi, bauðst til að vera konu minni innan- handar við heimilisstörfin, svo hún gæti einsog hin- ar nútímakonurnar, forsómað heimilið og verið að vingsa sér að heiman, út og suður, í tíma og ótíma. Heimilishjálpin sem ég veiti er fólgin í því að ég „hjálpa mér sjálfur", og sýni með því að ég vil vera einsog hinir ungu og mjúku mennirnir, góður við konuna mína. í þessum efnum er víða pottur brotinn og skelfi- legt til þess að vita hvað menn eru margir hverjir einstaklega vondir við konurnar sínar og víst er oft til þess ærin ástæða en þó ekki alveg alltaf, því oft eru þetta eigulegustu konur sem halda í sakleysi sínu að þær eigi erindum að gegna annarsstaðar en heima hjá sér. Á mínu heimili erum við tvö í heimili og auðvit- að er Ijóst að slíkt sambúðarform getur orðið afar flókið ef heimilisfólkið verður afhuga skyldum sín- um við makann. Því er ég að hafa orð á þessu hér að ég kann því illa að hádegisverður sé ekki borinn fram kl.12 og kvöldverður kl.6:30 í gær kom konan ekki með hádegismatinn fyrr en útvarpsfréttirnar voru byrjaðar og kvöldmaturinn kom það seint að ég náði sjónvarpsfréttunum með naumindum. Mér sárnaði þetta, en ákvað að erfa það ekki og hætti við að ganga úr rúmi og sofa í húsbóndaher- berginu í nótt. Og þar sem ég er bæði svona sáttfús og hef alla tíð borið gæfu til þess að vera afar Ijúfur og sveigjanlegur í sambúð og ákaflega opinn fyrir stefnum og straumum í samskiptum kynjanna hef ég afráðið að semja mig að því frjálsræði í heimil- ishaldi sem nú virðist ríkjandi meðal hinna yngri og mýkri. Eitt af því sem nútíma karlmaðurinn verður að geta, er að „hjálpa sér sjálfur". Þó ég segi sjálfur frá er ég snillingur í að „hjálpa mér sjálfur". Þetta getur komið sér afar vel þegar konan þarf að bregða sér af bæ í lengri eða skemmri tíma. Þá verður maður að „hjálpa sér sjálfur". Um daginn fór hún í söngferðalag á Hótel ís- land og var tæpan sólarhring í ferðinni. Og takið nú vel eftir. Ég gerði henni Ijóst áður en hún fór og lagði á það mikla áherslu að ég hefði ekki náð tökum á því að sjóða egg svo vel færi. Að sjóða egg krefst þeirrar nákvæmni sem konur einar virðast hafa til að bera. Þess vegna var afráðið að hún syði fjögur egg sem ég gæti nálgast sjálfur, semsagt hjálpað mér sjálfur, tæki þau úr ísskápnum og borðað þau með teskeið. Og ég sá ekki bara framúr þessu með eggin. Allann tímann sem hún var að heiman hjálpaði ég mér raunar sjálfur. Það er alveg undursamlegt hvað það er einfalt að morgni dags að fá sér kornfleks með sykri og mjólk útá - sjálfur - þegar maður er bara kominn uppá lagið með það. Kaffi hafði hún lagað áður en hún fór og sett á hitabrúsa sem ég gat svo drukkið úr, eftir hendinni - sjálfur. Þá hafði hún steikt litla ketbita sett þá í brúna sósu og soðið kartöflur og sett þessa aðskiljanlegu rétti - ketið, kartöflurnar og sósuna í pott svo ég gæti - sjálfur - brugðið pottinum á heita plötu og fengið mér gúllas á matmálstímum á meðan hún væri í burtu. Svo hafði hún lagt kaffimeðlætið snyrtilega á disk og plastikpoka yfir. Og það get ég sagt ykkur, góðir hálsar, að þennan tæpa sólarhring sem konan mín var í söngferðalaginu lenti ég ekki í neinum ógöngum með húsmóðurskyldustörfin, einfaldlega vegna þess að: ÉG HJÁLPAÐI MÉR SJÁLFUR. Flosi Ólafsson Bergi far Vesturlands Tíu gjaldliæstu einstakling- amir samkvæmt álagningar- skrá skattstjórans í Vestur- landsumdæmi 1. Magnús Guðlaugsson, db. Hjallabrekku 3 Snæfellsbæ kr. 8.560.441 2. Jónas Guðmundsson,verk- taki, Bjarteyjarsandi 3 Hvalfjarðarstrandarhreppi kr. 7.598.995 3. Logi Jóhannsson, kaup- maður, Suðurgötu 38 Akranesi kr. 6.667.311 4. Rakel Olsen, útgerðarmað- ur, Ægisgöm 3 Stykkis- hólmi kr. 6.349.313 5. Jón Þór Hallsson, endur- skoðandi,Brekkubraut 29 Akranesi kr.5.917.911 6. Einar Jón Ólafsson, kaup- maður, Skagabraut 11 Akranesi kr.5.274.987 7. Þórður Ingólfsson, fæknir, Sunnubraut 7 Búðardal kr. 4.574.064 8. Ágúst Guðmundsson, múr- ari, Kveldúlfsgötu 15 Borgamesi kr.4.496.341 9. Gísli Runólfsson, skip- stjóri, Jörundarholti 208 Akranesi kr.4.560.040 10. Pétur Pémrsson, Staðar- bakka, kr. 4.452.120 Vestlendingar! Skrifstofur okkar á Akranesi og í Borgamesi hafa ávallt heitt á ;könnunni - líttu við í spjall eða jhvað sem er. i Starfsfólk Skessuhoms ehf, ■ BORGARBYGGÐ Leikskólinn Klettaborg, , n Borgarnesi Leikskólakennara vantar frá og með 1. september 1999. Tíl að byrja með er laust hlutastarf fyrir hádegi en fleiri stöður losna í kringum áramót. Leikskólinn er þriggja deilda, fyrir börn á aldrinum 2-6 ára. Megin áhersla er lögð á mannleg samskipti og skapandi starf. I Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1999. * Nánari upplýsingar veitir Steinunn t Baldursdóttir í sima 437 1425. Vakin er athygli á því að fáist ekki leikskólakennarar, kemur til greina að ráða starfsmenn með aðra uppelcfísmenntun eða leiðbeinendur. (fíin vinóælu (ýlejjk/ioltbkvöld öU þiífyudagtkvöld LjCdi og ágútt. Menningarkvöldígamansömum stíl. Hjónin í Brekkukoti og danshópurinn Sporið, Fjölskylduvænn matseðill.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.