Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 6
6 SgESSUHiíMKI FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1999 Toppskarfurmn lét sér hvergi hregSa þótt Pétur skipstjóri sigldi Brimrúninni alveg ai hreiórum hans. Á ferð um Breiðafjörð Stórhveli, ernir og fjölskrúðugt fuglalíf í ferð með Eyjaferðum Frá júní til loka ágústmánaðar bjóða Eyjaferðir gestum og gangandi í fjölbreyttar ferðir vun Breiðafjörð. Eyjamar óteljandi hafa löngum heillað ferðamenn, eins og nokkrir starfsmenn Skessuhoms fengu nýlega að reyna í ferð með Brimrúnu, stærra skipi Eyjaferða. Skipið er tveggja skrokka ferja sem tekur 120 farþega og lætur af- arvel í sjó. I boði em mislangar ferðir þar sem ýmislegt ber fyrir Pétur Agiístssoti skipstjóri kynnirfyrir gestum sínum krásirnar sem á borð eru bomar í lúxusferðum Eyjaferða. augu. Meðal þess má nefna fjöl- breytt fuglalíf alit frá örnum sem em löngu orðnir vanir viðkomu bátsins, enda sýna þeir sig í hverri ferð með tignarlegu flugi fýrir myndaglaða ferðamenn. I eyjunum er víða að finna sér- kennilegar smðlabergsmyndanir svo sem í Purkey. Víða þar sem eyj- arnar ganga þverhníptar í sjó fram siglir Pémr Agústsson skipstjóri óhræddur alveg að eyjunum, svo nærri að hægt væri að klappa spök- .... > Starfsmannafélagið Ivar Gróskumildð félag Starfsmannafélagið ívar hefur að um við gróðursetningu í Ólafsvík. undanfömu unnið hörðum hönd- Félagið er myndað af starfsmönn- um Fiskiðjunnar Bylgju sem smtt hefur dyggilega við bakið á sínu starfsfólki. Fyrir nokkm sótti félagið um at- hafnasvæði til að gróðursetja í í landi Snæfellsbæjar og fékk úthlut- að svæði sem nemur um tveimur hekmram. Aætlað er að gróður- setja hátt í þrjú þúsund plöntur á þessu sumri en þegar hefur verið plantað um tvö þúsund plöntum. Fjölmargir styrktaraðilar hafa nú þegar veitt félaginu gott brautar- gengi bæði með fjárffamlögum og öðram stuðningi. Helsm smðn- ingsaðilar auk ofangreindra eru Sparisjóður Ólafsvíkur, Fiskimjöls- verksmiðja Gmndarfjarðar ásamt því að Ragnar og Asgeir í Grundar- firði hafa gefið allan flutning. Aætlaður heildarkosmaður er um eitthundrað þúsund krónur en vinnuframlag félagsins verður ekki metið hér í tölum heldur verða verkin látin vaxa og dafna um ókomna tíð. -EMK- Kappróður Það var ekki eingöngu á skipulögðum útihátíðum sem menn komu saman um verslunarmannahelgina. A mánu- deginum fór firam á Grímsá í Lundarreykjadal lítt skipulögð en afar vel heppnuð róðrarkeppni á síldarmnnubát- um. Þrátt fýrir að lítil hefð sé fýrir siglingum í Lundarreykjadalnum mátti þar sjá tilþrif sem vafamál er að hafi sést annars staðar. Á myndinni má sjá prófarkalesara Skessuhorns, Ágústu Þorvaldsdóttur, sigla til sigurs í meist- araflokki. Stuðlaberg í eyjunum á Breiðafirði er allavega að lögun og gerð. um fuglinum, svo sem toppskarfi og mávi á bakið. Toppurinn á tilvemnni er þegar bátsverjar veiða í plóg sýnishorn af skelfiski fjarðarins þar sem hægt er að smakka aflann. Enginn þarf þó að éta sig saddan á ótilreiddum skelfiskinum því innifalin í þessari ferð var skelfiskmáltíð af bestu gerð. Skipstjórinn sjálfur kom nið- ur í sal og útlistaði hvaða matur var á borð borinn. Undir borðhaldi spilaði síðan harmónikkuleikari og gestir gám stigið dans. Gert út frá tveimur höfiium I sumar gerir fýrirtækið bæði út frá Ólafsvík og Stykkishólmi. Ferðir á stórhvalamið era ffá Ólafsvík og að sögn vísindamanna em vesmr af Snæfellsnesi mestar líkur á að sjá stórhveli við íslandsstrendur. Þar á meðal er steypireyður sem er stærs- ta skepna jarðar. Ferðir á stórhvala- miðin taka 5-7 tíma en smáhvala- ferðir helmingi styttri tíma. I smá- hvalaskoðunarferðum er siglt með ströndinni frá Ólafsvík út með Hellissandi og fýrir Öndverðames. Þaðan er siglt með Svörmloftum og fýrir Dritvík og jafhvel suður undir Lóndranga og Malarrif. Á þessu svæði er alla jafna mikið af smá- hvölum og hafa þeir sést í nær öll- um ferðum skipsins og þar af höff- ungar í 85% tilfella. Ferð á Breiðafjörðinn er eitthvað sem allir ætm að prófa og þakkar Skessuhorn hjónunum Svanborgu og Pétri höfðinglegar móttökur. Texti og myndir: MM Hvítu plastkúlumar skreyta nánast óll tún yfir sláttinn í seinni tíð og heyrir til undan- tekninga efheysátur sjást á túnum. Þessar heysátur gafað líta á túni skammt frá þjóð- veginum fyrir ofan Akranes á dögunum og rifjaði sjálfsagt margur vegfarandinn upp ilmandi minningar frá löngu liðnum sumrum. Mynd K.K Borgameskjötvörur kynntu t síðustu viku nýja uppskrift af koníakslegnum nautavöðva. Við það tækiferi gafst gestum á Hymuplaninu í Borgamesi kostur á að skoða Lancerbíl þeirra Páls ogjóa en þeir urðu rallýmeistarar ársins 1998. Mynd: GBF Gullregn í fullum sumarskrúða Þetta gullfallega gullregn vex ígarðinum að Vesturgötu 98 á Akranesi hjá hjónunum Guðbjama Jóhannssyni og Báru Guðjónsdóttur. Að sögn Guðbjama er tréð um 40-50 ára gamalt og telur hann það vera það elsta sinnar tegundar á Skaganum. Tréð er í fidlum sumarskrúða þessa dagana og óneitanlega mikið augnayndi. Mynd:G.E.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.