Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 9 jntDðunui.. Frá dönskum dögum í Stykkishólmi á síðasta ári. Danskir dagar - f|ölskylduhátíð í Hólminum Aflabrögð H- síðustu viku Akranes Far vf f tonn Erla handf 2 0,6 Fagurey handf 1 0,8 Guðný handf 1 0,2 Lea handf 1 0,1 Mundi handf 1 0,2 Pétur handf 1 0,3 Ebbi lína 2 1,4 Hinrik net 1 1,0 Máni net 3 1,7 samtals 6,3 Arnarstapi Bjössi lína 1 1,6 Dofri handf 1 0,2 Draupnir handf 2 1,3 Dritvík handf 2 0,5 Fanney handf 1 1,3 Hafdís handf 2 0,5 Jóhanna S handf 3 1,8 Krían handf 1 0,3 Krosssteinn handf 2 0,4 Lea handf 1 0,3 Már handf 2 1,0 Rún handf 1 0,5 Salla handf 4 2,1 Straumur II handf 2 0,3 Svalan handf 3 1,3 Von handf 2 1,0 Þerna handf 2 1,1 Samtals 15,5 Rifshöfn Hamar botnv 1 11,1 Gu&bjartur lína 1 0,8 Samtals 11,9 Stykkishóimur Ásberg handf 2 1,1 Dúett handf 2 2,6 Fönix handf 1 1,4 Glitský handf 1 0,6 Heppinn handf 1 0,4 Hrísey handf 2 0,7 Jónsnes handf 1 1,4 Lára handf 1 0,2 Litli vin handf 2 1,5 Ólöf ríka handf 1 0,8 Rúna handf 1 0,1 Valur handf 2 0,9 Ýmir handf 1 0,8 Pegron gildr 3 6,8 Kári lína 1 2,3 Samtals 21,6 Vikan íramimdan 7.8. -8.8.-Borgarnes: Meist- aramót Islands í frjálsum íþróttum, 10-12 ára, á Skallagrímsvelli. 7.8. -8.8.-Flatey: Flateyjardag- ar. 8.8. -Akranesvöllur: Rnatt- spyrnuleikur ÍA-Keflavík. 9.8. -Húsafell: VR mótið; opið golfrnót. 9.8. -Reykholt: Málstofa um Hænsna-Þórissögu í Snorrastofu. 10.8. -Reykholt: Reykholts- kvöld. 13.8. -15.8.-Akranes: Pep- símót 6.fl. í knattspyrnu. 12.8. -15.8.-Stykkishólmur: Danskir dagar. Senn líður að Dönskum dögum, árlegri fjölskylduhátíð í Stykkis- hólmi. Hún verður haldin að vanda þriðju helgina í ágúst, þ.e. dagana 13.-15. ágúst. Reyndar verður „þjófstartað“ að þessu sinni, því að á fimmtudags- kvöldið 12. ágúst verða útgáfutón- leikar hljómsveitarinnar Stykk haldnir á veitingahúsinu Knudsen og á Fosshótel Stykkishólmi verða djasstónleikar þar sem djassistarnir Oskar Guðjónsson saxofónleikari, Þórður Högnason bassaleikari og Einar Scheving trommuleikari stíga á stokk. Annars verður hátíðin með hefð- bundnu sniði og skemmtidagskráin að mesu leyti heimafengin. Á föstudag verður skrúðganga leik- skólabarna með þátttöku trúða og fleiri furðuvera. Fánar verða dregnir að húni og nýja sundlaugin verður formlega vígð. Eyjaferðir bjóða upp á herforingjakvöldverð í grandferð sinni. Um kvöldið verð- ur grillað og sungið við höfnina og síðan gengið út á bryggju þar sem dansað verður til miðnættis við tónlist gleðisveitarinnar Stykk, en þá mun björgunarsveitin Berserkir gleðja gesti með einni glæsilegustu flugeldasýningu aldarinnar. Að henni lokinni geta þeir sem ekki hafa fengið nóg haldið áffam að skemmta sér á veitingastöðunum Knudsen og Fosshótel, eða jafnvel haldið áffarn að syngja í tjaldinu mikla sem sett verður upp. Á laugardeginum verður byrjað á ratleik að vanda, Golfklúbburinn Mostri sér um opið golffnót í létt- um dúr og knattspymumót verður í umsjón Snæfells. Markaðstjald verður opið með fjölbreyttum sölu- og kynningar- básum. Þá verða margskonar skemmtiatriði við og í tjaldinu, leiklist, söngur og dans að ógleym- dri hinni árvissu „aksjón“ Lions- manna. Ekki má gleyma hádegis- verðarferð að hætti hefðarfólks með Eyjaferðum þar sem smur- Af óviðráðanlegum orsökum falla næstu tónleikar í sumartón- leikaröð Stykkishólmskirkju niður, það eru tónleikar Jóns Rúnars Arasonar tenorsöngvara og Þórhildar Bjömsdóttur pí- anóleikara, sem vera áttu nk. sunnudag 8. ágúst. I stað þessara tónleika bendum við á blandaða tónleika heima- manna sem verða í Stykkishólms- kirkju sunnudaginn 13. ágúst í lok Dönsku daganna. Þar verður bæði söngur og hljóðfæraleikur, m.a. brauðsstofan Jómfrúin sér um veit- ingar. Sprell-leiktæki verða við skólann. Þar geta menn spreytt sig á ýmsum þrautum og farið í spenn- andi leiktæki. Barnaball verður í tjaldinu þar sem hljómsveitin Gos mun skemmta og hún mun einnig leika fyrir unglingaballi í tjaldinu um kvöldið. Á laugardagskvöldið verður stórdansleikur á Fosshótel Stykkishólmi þar sem hljómsveitin Sixties mun skemmta, hljómsveitin Stykk verður á Knudsen og dansað verður um borð í Brimrúnu sem sigla mun í grandferð þar sem boð- ið verður upp á herforingjakvöld- verð. Á sunnudag hefjum við leikinn með göngu um gamla bæinn og rifjaðar upp sögur ýmissa gamalla húsa. Göngunni lýkur svo í gömlu kirkjunni, en þar verður messað á dönsku og íslensku. Eyjaferðir fara í hádegisverðarferð eins og á laug- ardag. Sprell-leiktækin opin. Markaðstjaldið verður opið og þar verður skemmtidagskrá sem eng- inn má missa af. Dagskrá dönsku daganna lýkur svo í Stykkishólms- kirkju með tónleikum þar sem ffam koma heimamenn með fjölbreytta efnisskrá, söng og hljóðfæraleik. Má þar nefna Elísu Vilbergsdóttur sópransöngkonu, sem lauk 8. stigi ffá Söngskólanum í vor með hæstu einkunn og er á leið til ffamhalds- náms í Þýskalandi. Danskur matur verður á veit- ingastöðum bæjarins alla helgina. Norska húsið verður opið og með sérstakar uppákomur. Verslanir verða með ýmis tilboð. Seld verða barmmerki á kr. 500 til að fjármagna skemmtunina að hluta og verða allir 13 ára og eldri krafðir um að hafa merki í barmin- um, en kjörorðið er: Enginn barm- ur án barmmerkis. I de herlige Danske Dage vi syn- ger og har det godt! Med venlig hilsen, Jóhanna Guðmundsdóttir mun ung og upprennandi söng- kona Elísa Vilbergsdóttir syngja, en hún er á förum til Þýskalands í ffamhaldsnám. Síðustu tónleikar sumarsins verða svo sunnudaginn 22. ágúst, en þá mun Camilla Söderberg leika á margskonar blokkflautur og Snorri Orn Snorrason á lútu og gítar. Efling Stykkishólms, Jóhanna Guðmundsdóttir Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju Tónleikar falla niður J r Ytur í lífi þjóðar Helgina 14.-15. ágúst nk. verður sýningin Ytur í lífi þjóðar haldin á Hvanneyri. Tilefni hennar er 90 ára saga beltavéla og jarðýtna á Islandi og hlutur þeirra í rækt- un en einnig samgöngubótum í dreifðum byggðum. Að sýningunni standa Búvéla- safhið á Hvanneyri og verktakafyr- irtækið Jörvi hf, með atbeina Veg- minjasafns Vegagerðarinnar, Vega- gerðarinnar í Borgarnesi, Heklu hf og fleiri aðila. Sýndar verða belta- vélar, ýtur og fylgitæki þeirra frá ýmsum tímum, auk þess sem göml- um, fágætum myndum og sögu- þáttum verður brugðið upp í sér- stakri sýningardeild. Laugardagskvöldið 14. ágúst verður Ytumannavaka í Sumarhót- elinu á Hvanneyri. Þangað eru áhugamenn um ýtusögu og ýtu- sagnir velkomnir til þess að rifja upp þætti um ýtur í lífi þjóðar. Á sýningunni verður brugðið á leik með ýtum og ýmislegt verður í boði. Veitingar eru fáanlegar í Sumarhótelinu. I Ullarselinu geta gestir spreytt sig á flókavinnslu og Kertaljósið býður gesti velkomna til þess m.a. að steypa sín eigin kerti. Sýningin Ytur í lífi þjóðar stend- ur kl. 13-18 báða dagana. Ytur nýta ýtar hér, ýtur flýta verki. Ytar! Lídð ýtuher! Ytur nýtast hvar sem er. (BMK) Bjami Guðmundsson Tvennir tímar - önnurfyrsta rœktunaijarðýtan, sem til landsins kom, buslar í Hjalta- dalsá skammt framan Hóla líklega lýðveldisánð 1944 (IjósmÞjms. 1996:210) skessuhom@skessuhom.is www.vesturland.is Vel heppnað sj óstangveiðimót Hið árlega Sjóstangveiðimót Sjósnæ, Sjóstangveiðifélags Snæfellsness, fór fram í Olafs- vík helgina 16 - 17. júlí s.l. Mótið fór hið besta ffam að sögn forsvarsmanna Sjósnæ enda var veður með besta móti. Heildaraflinn var 20.782 kg sem er það mesta sem veiðst hefur á mótum félagsins til þessa. Þátttakendur voru 56 frá sjóstangveiðifélögum vítt og breitt um landið. Aflahæsd karl mótsins var Haraldur Ólafsson SjóAk sem veiddi 825 kg en afla- hæsta konan var Kristín Þor- geirsdóttir frá SjóSigl með 458 kg. Nokkrir keppenda af Skaganum lýsa með látbragði afla dagsins. Mynd: EMK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.