Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 3
onUSUtlu.. FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1999 3 Framtíð Steinaríkis íslands óráðin Það gleymdist að kveikja ljósið við enda ganganna Segir Þorsteinn Þorleifsson í júní á síðasta ári opnuðu hjón- in Þorsteinn Þorleifsson og Snjólaug M. Dagsdóttir Steina- ríkið á Akranesi. I sama húsnæði er einnig Maríukaffi og Hval- fjarðargangasafn. Blaðamaður Skessuhoms hitti Þorsteinn að máli og spurði hann nánar út í rekstur Steinaríkisins og ffam- tíðaráform þeirra hjóna en Þor- steinn segir að eftir reynsluna af þessu fyrsta starfsári séu jafnar líkur á því að þau fari með safhið eða hætti rekstrinum eins og að þau haldi honum áfram á Skaganum. Þorsteinn segir nokkra þætti ráða því að þau íhugi að hætta eða flytja: „Þetta húsnæði er of lítið og ekki nógu vel staðsett enda bara tekið á leigu til tveggja ára. Leigusamning- urinn rennur út um áramótin og mun ég ekki endurnýja hann,“ seg- ir Þorsteinn. Hann segir ekki auð- hlaupið inn í húsnæði á Akranesi um þessar mundir og því sé erfitt að segja til um framhaldið. „Það hefur verið óskað eftir safninu ffá öðrum stað og eins og ég sagði eru jafnar líkur á því að við förum með safnið eða hættum rekstrinum eins og út- litið er í dag. Eg átti líka von á því að meira yrði gert til að laða að ferðamenn hér á Skagann og eins bjóst maður við auknum ferða- mannastraumi við opnun Hval- fjarðarganganna en það hefur ekki gengið effir,“ segir Þorsteinn. Akranes - hinn gleymdi bær Hvemig eru aðstæður til að reka svona safn á Akranesi? „Það er eitt sem ég verð sérstak- lega var við hérna en það er að Skaginn er týndur fyrir mörgum, bæði Reykvíkingum og öðrum. Þeir koma upp úr göngunum, keyra inn í hringtorgið og fýrsta beygja er norður. Það er ekkert sem segir vegfarendum að í tíu kílómetra fjar- Til sölu: Endaraðhús 87,1 fm að stærð, að Höfðagurna 1 ^ Akranesi þinglýst eign Halldóru Olafsd. Verð: 85 millj. Upplýsingor gefa: Guorúns: 5812146 Oddrún s: 891 7692 FRAMKÖLLUHARMÓNIISTAN EHF. BRÚARTORGI. 310 BORðARNÉSI - S. 437-1055 lægð sé Akranes með öllu því sem bærinn hefur upp á að bjóða. Sömu sögu er að segja fyrir norðan Akra- fjall og hefur fólk sem er að koma norðan haff orð á því við mig.“ Þorsteinn segir fulla ástæðu til að setja upp stór og góð skilti sem minni á Skagann og upplýsa vegfar- endur um hvað þar er í boði. „Sem dæmi get ég sagt frá því að stór fjöl- skylda sem var að koma hingað til að skoða safhið hringdi þegar þau voru komin upp úr göngunum til að spyrja til vegar.“ Skaginn ekki á korti erlendra ferðamanna „Eg kem hér nýr á Skagann til að opna þetta safn þannig að ég veit ekki hver ferðamannastraumurinn hefur verið hér áður. En örugglega hafa fleiri lagt leið sína í gegnum bæinn á meðan Akraborgin var í siglingum. Það hefur lítið verið gert til að laða hingað ferðamenn. Það er fátítt að hér séu auglýstar uppá- komur til að trekkja að fólk. Það er ekki einu sinni til almennilegt tjald- stæði í bænum nema inni í íbúða- hverfi. Þótt það sé verið að undir- búa nýtt tjaldstæði við Kalmansvík- ina er það eitt af því sem hefði átt að vera komið áður en göngin voru opnuð. Ef bæjaryfirvöld vilja ná inn tekjum af ferðamönnum verða þau að gera eitthvað róttækt í málunum. Akranes er ekki á kortinu hjá er- lendum ferðamönnum eða ferða- skrifstofum. Og höfuðborgarbúar í helgartúr vita ekki hvar Skaginn er. Þorsteinn Þorleifsson í Steinartki Islands. Það segir margt að Langisandur og Báran hætta bæði rekstri í sumar- byrjun. Hér vantar markvissari uppbyggingu í ferðamannaiðnaði og væri full ástæða til að ráða sér- stakan aðila í það til að drífa málin í gegn. Það gleymdist að kveikja ljós- ið við enda ganganna.“ Hvemig er þetta fyrsta ár búið að vera? „Við opnuðum 20. júní í fýrra og höfðum fengið um 4000 gesti um áramót," segir Þorsteinn. „Aðsókn- in var mikil fyrst og spilaði gjaldfrír akstur gegnum göngin vafalaust eitthvað þar inn í. Það voru býsna margir höfuðborgarbúar sem ætl- Æl Kýr óskast til m ‘ slátrunar Sláturhúsið Þríhyrningur hf. Hellu, pantanasími 487 5162 Skessuhorn ehf Borgarbraut 49 310 Borgarnes, Umsokn" uðu sér að skoða allt Vesturlandið á einum degi. Töluvert af skólahópum kom í vetur, margir af svæðinu hér í kring og eins af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandinu. Yngri krakkarnir eru ekki síður áhugasamir að skoða en þeir eldri. Þau geta gleymt sér svo gjörsamlega. Það kom hér kennari sem ætlaði að koma með tvo bekki sinn í hvoru lagi og varaði mig við að annar hópurinn gæti verið erfið- ur. Eftir klukkutíma héma sagðist hann aldrei hafa séð þau svona ró- leg og athugul." Gestirnir fyrsta heila árið eru rúmlega 7.000 og segir Þorsteinn innlenda gesti í miklum meirihluta. „I það heila hefur aðsóknin verið þokkaleg en ég bjóst við meiru,“ segir hann. Stærsta tegundasafh landsins „Eins og einhver orðaði það er það nokkurs konar einkavitleysa að setja upp safn eins og þetta en það er aft- ur mjög gaman að sjá viðbrögð þeirra sem koma að skoða það,“ segir Þorsteinn. Hann segir algeng- ustu spurninguna hjá fólki vera hvort þetta sé virkilega allt íslenskt þegar það kynnist þessum ævintýra- heimi íslenskra steina. „Algengusm lýsingarorðin sem ég fæ að heyra em „Otrúlega skemmtilegt“, „Mjög sérstakt“og „Náttúruperla“. Jón Dagsson mágur minn sem er steinasjúklingur eins og ég kalla það á um 80% prósent af þessu og það sem við var bætt kemur frá tveimur öðmm söfnuram og Náttúmfræði- stofnun. Þetta er stærsta tegunda- safn á landinu og hentar það jafnt almenningi, skólabörnum sem og jarðfræðingum að koma hér. Eg held að það verði erfitt fýrir Akra- nesbæ að fá eitthvað annað sem myndi vera jafn sérstakt og hafa möguleikann á að höfða jafii mikið til jafn margra. Það var afskaplega gaman að búa til þetta safn og ekki síður gaman af viðtökunum. Akra- nes er góður staður til að búa á en framtíðin er óráðin,“ segir Þor- steinn Þorleifsson. KK Sjúkraflutningamenn httga að Skumanni bifreiðarimiar sem var jhmur á Sjúkrahús Akraness. Mynd:KK. Réttindalausir unglingspiltar veltu bíl malarveginum við Skógræktina á Akranesi á fimmtudag. Bíllinn hafn- aði á hvolfi í skurðinum við veginn og þurftu drengirnir að brjóta sér leið út um farangursrýmið. Ökumaðurinn varð fýrir smávægilegum meiðslum og var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Hann fékk að K.K AKRANESI OC NAÚRENNI! KÖRFUBOLTANÁMSKEIÐ KFA. Þrjú námskeid verða haldin í Iþróttahúsinu Vesturgötu. I. 3.-6. ágúst 10- II. 9.-13. ágúst 77 ár °9 Vngri fh III. 16.-20. ágúst Verð 1900 pr. námskeið. Afsláttur fyrir 2 eða 3 námskeið og systkinaafsláttur. UPPLÝSINGAR OC SKRÁNING í $ÍMA 698 5125 Síðustu da^ar útsölunnar. VERZLUNIN SÍMI 431 2007 STILLHOLTI AKRANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.