Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 8
T 8 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 fí uaktinni María Sigmjánsdóttir. Á vaktinni þessa vikuna er María Sigurjónsdóttir vakt- stjóri á bensínstöð Olís við Esjubraut á Akranesi. María hefiir unnið hjá Olís síðustu fjögur ár. I hvetju er starfið fólgið? „Starfið fellst í daglegum rekstri bensínstöðvarinnar, bensínsölu og afgreiðslu hér í versluninni ásamt ýmsum við- vikum fyrir viðskiptavinina. Við byrjum hér hálf átta á morgnana nema um helgar en þá opnum við kl m'u. Vinnu- dagurinn er nokkuð langu því við lokum ekki fýrr en hálf m'u að kvöldi og þá á eftir að gera upp og ganga ffá.“ Hveijir eru helstu kostir starfsins? Helstu kosturinn er maður hittir rosaiega marga, það er alls konar fólk sem keraur hér, fóik sem maður þekkir og eins fólk ails staðar að, háir jafint sem lágir. Hér kemur fólk úr öllum þrepum samféiagsins. Allir þurfa einhvern tíma að koma á bensínstöð. Svo getur þetta verið mjög gaman héma og er það oftast." Okostir? „Það var nú eins og núna 1. ágúst þegar bensíhið hækkaði. Þá er maður skammaður fyrir það hvurslags þetta væri eig- inlega að vera alltaf að hækka bensínið svona mikið. Sumir virðast standa í þeirri trú að við starfsfólkíð bemm ábyrgð á bensínverðinu. Það stendur stundum svona illa á hjá sum- um eins og gengur. Vinnutím- inn er líka dálítið langur en það venst ágædega.“ Einhver eftirminnileg atvik? „Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst alltaf rosalega fyndið þegar fólk kemur hér inn og spyr mig hvort það séu ekki einhverjir gamlir sætir kallar héma sem getí skipt um pem. Einhverju sinn kom svo viðskiptavinur sem viidi endi- lega fá að vita hvað ég væri gömul. Eg var ekki búin að svara manninum og var ekki viss um hvort ég ædaði nokk- uð að gefa upp aldurirm þegar 1S ára starfsfélagi minn snar- aðist að manninum og sagði: „Þú spyrð ekki konu hvað hún er gömul. Annað hvort líkar þér það sem þú sérð eða ekki!“ Maðurinn dreif sig út við svo búið.“ Hvað vildir þú helst sjá breyt- ast hér? „Það er nú svo margt að það er erfitt að telja það allt upp. Reyndar er þetta ekki alveg mitt svæði því ég bý aðeins fyrir utan bæinn. Svo ég nefni eitthvað þá var ég til dæmis ekki ánægð með að sjá hross- unum beitt í kríuvarpinu fyrir ofan bæinn í vor.“ K.K Frá hljóm- sveitinni OFL Frumgerð að merki ferðaþjónustunnar á Vesturlandi hannað afBjama Helgasyni. Hvemig kemst ég á Vesturland? Upplýsinga- og kynningarmið- stöð Vesturlands sendi í vikunni frá sér nýjan kynningarbækling. Nefh- ist hann „Hvernig kemst ég á Vest- urland“. Að sögn Sigríðar Hrannar Theódórsdóttur atvinnuráðgjafa í ferðamálum og starfsmanns UKV er bæklingnum ædað að vera sam- eiginlegt uppiýsingarit um hvemig ferðafólk kemst á Vesturland. Þar em upplýsingar um sérleyfishafa og sérferðir þar sem dagsferðir era í boði. Bæklingurinn er gefinn út í 5000 eintökum og er hann eitt af fyrstu verkum UKV en samtökin vora stofnuð í vor sem leið. Að sögn Sigríðar verður næsta verk UKV að skipuleggja þátttöku vesdenskra ferðaþjónustufyrirtækja á Vestnorden sýninguna sem að þessu sinni verður haldin í Færeyj- um 23. september í haust. Sigríður vildi koma því á framfæri að síðustu forvöð tíl að skrá þátttöku er 15. september. Ferðaþjónustufyrirtæki sem skráð eru í UKV greiða lægra gjald fyrir þátttöku á sýningunni. -MM Efdr að hafa stolið senunni á Þjóðhátíð munu ólátabelgirnir í OFL halda áfram prakkarastrikum sínum um helgina. Næstí viðkomu- staður er Kristján IX í Grundarfirði og mun sveitin leika þar á laugar- dagskvöldið, 7. ágúst. Þess má geta að OFL hefur aldrei áður leikið í Grundarfirði en væntíngarnar eru Hljómsveitin OFL „live“ á sviði. miklar þar sem Grundó er annálað „stuðpleis." Mannfall var iítið um verslunar- mannahelgina þannig að sveitín er ennþá skipuð þeim Baldvin, Gumma Kalla, Helga Val, Leifi og Halla. (Fréttatilkynning) Sóknamefndin er kirkjugarðsstjóm: Með lögfræðing á perunni „Hvað þarf marga Hafnfirðinga til þess að skrúfa peru í ljósa- stæði?“ Þessi spurning er vinsælt upphaf að einum Hafnarfjarðar- brandaranum. Eitt aðalsvarið er sex. Einn tíl þess að halda á per- unni og fimm tíl þess að snúa hon- um undir perustæðinu. Sóknar- nefnd Borgarnessóknar er með lögfræðing á sínum snærum til þess að skrúfa yfir sig birtu og yl. Vandamál sóknarnefndar Borg- arnessóknar vegna Útfararþjón- ustu Borgarfjarðar eiga þannig ágæta framtíð, því Iögffæðingur- inn, Ingi Tryggvason hdl., kann ekki skrúfuganginn en tekur lík- lega ágætislaun fyrir að láta sókn- arnefndina halda sér uppi undir perustæðinu eins lengi og sóknar- nefhdin þarf einmitt á svo sér- hæfðum manni að halda. /__ Hver á og rekur UB? í síðasta Skessuhorni ruglast lög- fræðingur sóknarnefndarinnar gersamlega í ríminu um hver eigi og reki Útfararþjónustu Borgar- fjarðar og heldur því blákalt fram að fyrirtækið sé ekki í eigu og rek- stri Borgameskirkjugarðs, heldur sóknarnefndar Borgarnessóknar, skv. leyfisbréfi kirkjumálaráherra frá 07.09.95. Þetta er hyldjúp lög- speki. Texti leyfisbréfsins er nefhilega þessi: „Kirkjumálaráðherra gjörir kunnugt: Að ég hér með veiti sóknarnefnd Borgarnessóknar leyfi samkvæmt lögum um kirkju- garða, greffrun og líkbrennslu nr. 36/1993, til starfrækslu útfarar- þjónustu með öllum þeim réttind- um og skyldum sem því fylgja að lögum.“ 8. gr. þessara laga er þannig: „Hver kirkjugarður þjóðkirkjunn- ar er sjálfseignarstofiiun með sér- stöku fjárhaldi, í umsjón og ábyrgð safnaðar undir yfirstjórn prófasts (í Reykjavík prófasta) og biskups. Sóknamefnd eða sémefnd kjörin af safhaðarfundi, sbr. 9. gr., hefur á hendi umsjón og fjárhald kirkju- garðs samkvæmt því sem fyrir er mælt í lögum þessum. Er hún hér eftir nefhd kirkjugarðsstjórn." 21. gr. þessara laga er þannig: „Útfararþjónustu mega þeir einir reka sem hafa tíl þess leyfi dóms- og kirkjumálaráðuneytísins. Ráð- herra setur nánari reglur tnn leyf- isveitinguna í reglugerð. Þar sem kirkjugarðsstjórnir reka útfarar- þjónustu skal sú starfsemi og fjár- hagur henni tengdur algerlega að- skilin frá lögboðnum verkefnum kirkjugarðsstjórnar." Sóknarnefndinni var sem sé veitt leyfið sem kirkjugarðsstjóm sjálfseignarstofnunarinnar Borgar- neskirkjugarðs, sem aftur rekur Útfararþjónustu Borgarfjarðar enda engin lagaheimild til um annað fyrirkomulag á þessum rek- stri af hálfu Þjóðkirkjustofnana. Brestir í skjóli Þjóðkirkjunnar Málflutningur lögfræðings sókn- arnefndar Borgarnessóknar er al- veg sambærilegur við þær sjón- hverfingar sem beitt var í upphafi þessarar sérkennilegu deilu um hvort kirkjugarðsstjórnir innan vé- banda Þjóðkirkjunnar væru að reka útfarararþjónustu á sambæri- legum forsendum og aðrir sem reka fyrirtæki í þessari þjónustu- starfsemi. Það virðist ekkert duga nema málarekstur fyrir hverju stjóm- valdinu af öðra og báðum dóms- stígum til þess að botna þessa ótrúlegu dellu, sem hefur þegar kostað viðkomandi stofnanir Þjóð- kirkjunnar tugi milljóna króna í skaðabætur og málskostnað. Sóknarnefnd Borgarnessóknar, sem er í þessu dæmi kirkjugarðs- stjórn þótt lögfræðingur hennar fatti það ekki, er á algerum villi- götum. Það má því enn segja að „kristílegu kærleiksblómin spretta f kring um hitt og þetta". Samkeppnisráð hefur birt ákvörðun sína vegna kvörtunar Útfararstofu Þorbergs Þórðarson- ar, en leitað verður úrskurðar áfrýjunarnefhdar samkeppnismála um hana. Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið hefur málið jafnfiramt til skoðunar, en það gefur út leyfi til reksturs útfararþjónustu og hef- ur þar með eftirlitsskyldu um að áskilnaði leyfa sé fylgt. Biskup Þjóðkirkjunnar er að meta málið, enda yfirstjórnandi kirkjugarða. Ríkisendurskoðandi er á vaktínni vegna eftirlitsskyldu með reikn- ingum Þjóðkirkjunnar. Þannig getur kirkjugarðsstjórn Borgarneskirkjugarðs haldið áfram að snúa lögfræðingi sínum á taxta til þess að verja þær gerðir sínar sem hafa verið ólögmætar um langt árabil. Líklega hefur engin kirkjugarðsstjóm játað það jafn afdráttarlaust og sóknarnefnd Borgarnessóknar með umburðar- bréfi sínu í öll hús í prestakallinu í janúar 1997. Var þar verið að stor- ka ríkissaksóknara vegna þess að misfarið hafi verið með opinbert fé? Atvinnugrein í þjónustu Útfararþjónusta er í nútímanum atvinnugrein sem mörg fyrirtæki bjóða og veita á eðlilegum þjón- ustugrundvelli. Viðleitni Útfarar- stofu Þorbergs Þórðarsonar til þess að fá starfsumhverfi sitt metið lýmr ekki að neinu öðru en því að fá notið réttmæts rekstrarum- hverfis, en þar hefur mikið skort á í 5 ára sögu fyrirtækisins vegna misnotkunar á skatttekjum og að- stöðu stofnana Þjóðkirkjunnar. Þetta er sorglega satt og ótrúlegast að Þjóðkirkjan sjálf kostí hvern lögfræðinginn af öðram til þess að verja vonlaus mál vegna þjónustu sem hún hefur boðið og býður á snið við landslög og eiginlegan til- gang. Rétt er að vekja athygli á því að einungis fjögur fyrirtæki í útfarar- þjónustu eru í eigu og rekstri stofnana Þjóðkirkjunnar. I Reykja- vík, þar sem loks hefur verið hreinsað til eftir ítrekuð málaferli og hvern dóminn af öðrum, á Ak- ureyri og loks á Akranesi og í Borgarnesi. Það er óneitanlega sérstök reisn yfir atvinnurekstri Þjóðkirkjunnar í Borgarfirði. Yf- irlæti lögffæðings sóknarnefndar Borgarnessóknar um að vonandi þurfi ekki að koma til frekari at- hugasemda af hálfu nefhdarinnar hitta hann sjálfan fyrir við að skrú- fa í öfuga átt. Herbert Guðmundsson framkvœmdastjóri Nestors.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.