Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 12
Borgarness apotek L. Sími 437-1168 Bakvakt 437-1180 LæzrtLlvfLíLKerá Þvoum heimilísþvottinn Borgarbraut 55, Borgarnest. S: 4371930 Starfsmenn Byggingarfélagsins Borgar hafa ekki fengið greitt úr ábyrgðarsjóði launa Oskiljanleg vinnubrögð Segir Júlíus Rafnsson trúnaðarmaður starfsmanna Húsnœðið sem hýsti Byggingarfélagið Borg í Borgamesi. „Skiptastjóri sagði okkur að við fengjum greitt í síðasta lagi í byrjun febrúar á þessu ári og við vorum sáttir við það en síðan höfum við ekki fengið krónu,“ sagði Júlíus Rafhsson trúnaðar- maður starfsmanna Byggingarfé- lagsins Borgar sem tekið var til gjaldþrotaskipta í september síð- astliðnum. Tíu mánuðum eftir uppsögn hafa fyrrverandi starfsmenn Borgar ekki enn fengið greitt úr ábyrgðarsjóði launa og segja þeir tafirnar vera vegna seinagangs hjá skiptastjóra. Skiptasjóri þrotabúss Byggingarfé- lagsins Borgar er Jón Sigfús Sigur- jónsson lögmaður á Sauðárkróki. Starfsmennirnir, tuttugu að tölu eiga inni nokkurra mánaða orlof og laun fyrir síðustu tvær vikurnar sem þeir unnu hjá fyrirtækinu. Þá höfðu starfsmennirnir allir þriggja mán- aða uppsagnarfrest og eiga rétt á launum fyrir þann tíma að frá- dregnum öðrum tekjum á því tíma- bili. Starfsmenn mæta afgangi Júlíus sagði að öll gögn hefðu legið fyrir í byrjun janúar en hinsvegar hefði verið ágreiningur um það um tíma hvort greiða skyldi fyrir 40 eða 48 stunda vinnuviku. Hann sagði að síðan hafi verið fallist á rök þeirra fyrir 48 stunda vinnuviku. „Við höf- um ekki fengið neinar skýringar frá skiptastjóra aðrar en þær að þetta mál taki sinn tíma og að hann þurfi einnig að sinna öðrum störfum. Okkur hefur gengið mjög illa að ná í hann og er engu líkara en að hann hafi verið að forðast okkur. Okkar lögfræðingur hefur unnið vel að þessu máli fyrir okkur en það hefur ekki dugað til.“ Júlíus sagði þessar tafir hafa kom- ið sér mjög illa fyrir starfsmennina. „Menn voru náttúrulega búnir að gera ráð fyrir þessum peningum á umræddum tíma og gera ráðstafan- ir út ff á því og hafa þess vegna lent í basli. Mér hefúr skilist að í svona gjaldþrotamálum sé gengið ffá öllu í sambandi við starfsfólk á fyrstu dögum og síðan séu eignir seldar og gengið ffá öðrum hlutum. I þessu tilfelli er löngu búið að ganga ffá öllu öðru en launamálum starfs- manna og þeir eru látnir mæta af- gangi. Þetta eru að mínu mati óskiljanleg vinnubrögð," sagði Júli- us. I samtali við Skessuhorn fyrir helgi staðfesti Björgvin Steingríms- son umsjónarmaður ábyrgðarsjóðs launa að beðið væri eftir gögrnnn ffá skiptastjóra og að þeim fengn- um ætti ekki að líða nema fáeinir dagar þar til hægt væri að ganga ffá greiðslum til umræddra starfs- manna. Klukkan tifaði báðu megin I samtali við Skessuhom síðastliðið þriðjudagskvöld hafnaði Jón Sigfús Sigurjónsson skiptastjóri því að óeðlilegur dráttur hefði orðið á sinni afgreiðslu til Abyrgðasjóðs launa. „Tíminn sem þetta hefur tekið er ekki óeðlilegur og klukkan hefur tifað báðu megin. Það er að vísu rétt að um tíma var ég önnum kafinn og gat ekki sinnt þessu máli á meðan en það tafði það ekki lengi. I svona málum gengur boltinn á milli manna og það tekur tíma. Kröfum var líst of háum og var hafnað. Þá var það hlutverk fyrrver- andi starfsmanna Borgar að rök- styðja sínar kröfur. Það var ekki fyrr en skömmu fyrir Verslunarmanna- helgi sem ég fékk staðfestingu þeir- ra á síðustu atriðtun málsins. Málið er hinsvegar í höfti og verður af- greitt til ábyrgðasjóðs launa á næstu dögum,“ sagði Jón Sigfús. Jón sagði það vera á misskilningi byggt að starfsmönnum Borgar hafi verið lofað uppgjöri í byrjun febrú- ar. „Eg sagði þeim að það gæti orð- ið ef öll gögn lægju fyrir og enginn ágreiningur væri um kröfugerðina. Það hefði hinsvegar verið hægt að afgreiða þann hluta krafnanna sem lá fyrir samþykktur í mars ef þess hefði verið óskað en það var ekki gert. Menn eru einfaldlega óþreyju- fúllir sem eðlilegt er og átta sig ekki á því hvaða tíma þetta tekur,“ sagði Jón Sigfús. G.E. Nýju vetrarbœklingamir verða kynntir á Umboðsskrifstofunni Kirkjubraut 3, Akranesi Kanarí AÍjtarnir (,olf Idinbor** Mcxico \sía (Íh*,lllUlrterl\- ofi T thm(/s Akranesumboð - Kirkjubraut 3 DRVflL UTSYN Sími 4314884, fax 4314883, netfang: thordis@uu.is SitnniiiUiginn S. ngiís/ Kl. 13.00-16.00 Fníbærar lerðir í sól, snjó oi» sjó:

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.