Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.1999, Qupperneq 16

Skessuhorn - 16.09.1999, Qupperneq 16
B ORGAFKNIES ÖAPÓTEK sími 437 1 168 Bakvakt 437 1 180 www.simnet.is/apotek Lei&toiöi i Utju tytí&uedi á VeftutUudi —;—n Leigjum út gólfmottur Borgarbraut 55, Borgarnesi. S: 437 1930 Slökkviliðið brást skiótt við þeear kviknaði í trillunni Ama Jónssyni í Olafsvíkurhöfn. Mynd: EMK Eldur í trillu í Ólafsvfkurhöfii Trillan Ami Jónsson KE-109 frá Keflavík skemmdist mikið í eldi sl. mánudag. Mátti telja mikla mildi að ekki fór verr við brun- ann en raun bar vitni. 'l'veir menn voru við störf þegar eldur- inn braust út á svipstundu út firá vélarbilun. Mönnunum tókst að forða sér en ekki mátti miklu muna að illa færi. Slökkvilið staðarins brást skjótt við og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Skemmdir voru mestar í vélarrúmi og í stýrishúsi trillunnar sem smíðuð var í Svíþjóð árið 1988, búin 212 hestafla vél. Hún er byggð úr trefjaplasti og er um 7 brúttólestir að stærð. Skammt er síðan trillan kom til Olafsvíkur. Lögregla vinnur að rannsókn málsins en ekki er talið að eldsvoð- inn hafi borið að með óeðlilegum hætti. -EMK sjóvÆe ALMENNAR Borgarbraut 61,310 Borgarnesi. S: 437 1040 öskus ídir... keytíð S Ungfrúin góða og húsið forsýnd í Olafsvík „Við ætlum að brenna með myndina glóðvolga til Olafsvíkur og sýna hana í Klifi,“ sagði Guð- ný Halldórsdóttir leikstjóri. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á nýjustu mynd henn- ar, Ungfrúin góða og húsið og er ætlunin að forsýna hana í Olafs- vík sunnudaginn 19. september. Hvers vegna Ólafsvík? Aðspurð um hversvegna Olafsvík hefði orðið fyrir valinu sagði Guð- ný að þar sem myndin hafi verið tekin að stórum hluta í Flatey hefðu þau helst viljað sýna hana þar, „en þar er því rrxiður ekkert bíó svo við fórum þá leið að henda flöskuskeyti í sjóinn þegar tökum lauk í Flatey í október á síðasta ári og ákváðum að sýna myndina í næsta bíóhúsi við þann stað þar sem flaskan kæmi að landi. Hún kom að landi í Grund- arfirði en þar er heldur ekki kvik- myndahús svo Ólafsvík varð fyrir valinu.“ Fjölskylduverk Ungfrúin góða og húsið er gerð eftir samnefhdri skáldsögu Hall- dórs Laxness, föður Guðnýjar, en hún er sjálf höfundur handrits. Að sögn Guðnýjar er sagan átakasaga tveggja systra og sögusviðið er þorpið Eyvík og Kaupmannahöfn. „Sagan er afskaplega mikið sögð undir rós en við tókum okkur það bessaleyfi að galopna hana og segja áhorfendum allt. Hinsvegar er söguþræðinum fylgt og við höldum fullri tryggð við upprunalega verk- ið sem slíkt,“ sagði Guðný. Flatey fyrir valinu Eins og fyrr segir er myndin að stórum hluta tekin í Flatey en einnig fóru tökur fram í Danmörku og í kvikmyndaveri í Svíþjóð. Að sögn Guðnýjar var Flatey fullkom- inn tökustaður fyrir Ungfrúna. „Flatey er eina þorpið á Islandi sem enn er eins og um aldamótin. Það hefði kostað formúgur að byggja leikm^md sem stæðist samanburð við þorpið og því var þessi staður tilvalinn. Það var líka mjög vel tek- ið á móti okkur í Flatey og allir voru boðnir og búnir til að aðstoða og dvölin í eyjunni var hin ánægju- legasta.“ Kostnaður um 160 milljónir Guðný sagði kostnað við gerð myndarinnar vera um 160 milljónir sem þýðir að Ungfrúin góða og húsið er með dýrustu myndum sem gerðar hafa verið hér á landi. Fram- leiðendur er Kvikmyndafélagið UMBI og Pegasus en myndin er gerð í samvinnu við danska, sænska og norska aðila. Aðalhlutverkin í myndinni eru í höndum þeirra Ragnhildar Gísladóttur og Tinnu Gunnlaugsdóttur sem leika syst- urnar og með önnur stærri hlutverk fara þeir Egill Ólafsson, Rúrik Har- aldsson, Magnús Ólafsson, Helga Braga Jónsdóttir, auk tveggja Svía, Norðmanns og Dana sem allir eru þekktir kvikmyndaleikarar í sínum heimalöndum. G.E. Söluskrifstofur og Akranes Borgarnes 1 snni 431 3386 simi 437 15 pg 431 2586

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.