Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2000, Side 4

Skessuhorn - 06.01.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JANTJAR 2000 aK£»unuw. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi: Borgarbyggð hvetur Skagamenn tíl endurskoðunar Úrsögn Skagamanna úr Samtök- um sveitarfélaga á Vesturlandi hefur ekki vakið mikil viðbrögð, þvert á það sem búast mátti við. Eina bókunin sem Skessuhom hefur upplýsingar um úr öðmm sveitarfélögum var gerð á síðasta bæjarráðsfundi Borgarbyggðar. Það var Guðbrandur Brynjúlfs- son fulltrúi Borgarbyggðarlistans sem færði málefni SSV í tal og var bókun hans eftirfarandi: “Vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness um úrsögn kaupstaðarins úr Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Eg skil mæta vel djúpstæða óá- nægju meirihluta bæjarstjórnar Akraness með vinnubrögð sjálf- stæðismanna innan stjórnar SSV í sambandi við formannskjör í sam- tökunum fyrir skömmu. Þau eiga sér enga hliðstæðu í gjörvallri sögu samtakanna og era lýsandi dæmi um dæmafáa grannhyggni og yfir- gangssemi. 2.1 samþykkt bæjarstjórnar Akra- ness um úrsögn úr SSV kemur fram að ástæðan sé öðra fremur framan- greindur yfirgangur sjálfstæðis- manna. Að mínu áliti er fráleitt að sveitarfélag segi skilið við heildar- samtök á framagreindum forsend- um einum saman. Annað hvort er hér um að ræða tylliástæðu að hluta til, eða þá að reiði og fljótfærni hef- ur borið mannlega skynsemi ofur- liði um stund. Eg er sannfærður um að Akur- nesingar hafa margvíslegan hag af aðild að SSV, ekki síður en önnur sveitarfélög á Vesturlandi, og hvet þá því eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína, sem augljós- lega setur framtíð SSV í mikla óvissu. Klofni SSV mun það veikja Vest- urland, bæði innávið og útávið.” I framhaldi af bókun Guðrandar lagði Guðrún Fjeldsted bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks fram svohljóðandi bókun: “Eg undirrituð lýsi stuðningi mínum við Gunnar Sigurðsson í formannssæti í SSV Eg sat í kjör- nefnd SSV í Reykholti og þar var ákveðið að stjórnin skipti með sér verkum sem og þeir gerðu á lög- mætan hátt.” GE Stefén hættir Samvinnuháskólinn á Bifröst Þórir Páll ráðirm rekstrarstjóri Þórir Páll Guðjónsson hefur frá 1. janúar að telja verið ráðinn fjár- mála- og rekstrarstjóri Samvinnu- háskólans á Bifröst. Helgi Valur Friðriksson fráfarandi fjármála- stjóri mun í framhaldinu hverfa al- farið að kennslu við háskólann að eigin ósk, að sögn Runólfs Ágústs- sonar rektors. Þórir Páll hefur undanfarið ár verið framkvæmdastjóri Heilsu- gæslustöðvarinnar í Borgarnesi, en var áður kaupfélagsstjóri KB til margra ára. Hann hefur fjölbreytt- an náms- og starfsferil að baki, er m.a. útskrifaður sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1965, útskrifað- ur frá Samvinnuskólanum árið 1968 og lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Islands árið 1977. Hann starfaði áður við skólann á árunum 1973-1987, lengst af sem yfirkennari og um- sjónamaður námskeiða fyrir fýrir- tæki og atvinnulíf. Staða sveitarstjóra Dalabyggðar hefur verið auglýst laus til um- sóknar. Stefán Jónsson sem gengt hefur starfinu í hálft annað ár hef- ur ákveðið að segja því lausu og til- greint þá ástæðu að hann hafi ekki náð að festa rætur í þessu starfi. Búist er við að margir verði til að sækja um starfið enda mikið um að vera í Dölunum á nýbyrjuðu ári og væntanlega verður það meðal verkefna nýs sveitarstjóra að taka þátt í skipulagningu á hátíðahöld- um til heiðurs Dalamanninum Leifi Eiríkssyni. GE Nýfæddir Vestlendingar eru bobnir velkomnir í heiminn um leib og nýbökubum foreldrum eru færbar hamingjuóskir. 21. des. kl. 17.12 - Sveinbarn. - Þyngd: 3445 - Lengd: 50 cm - Foreldrar: Særún Gestsdóttir og Maríus L. Heiðarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Jónína Ingólfsdóttir. 28. des. kl. 05.45 - Sveinbarn. - Þyngd: 4185 - Lengd: 54 cm - Foreldrar: Olöf Helga Sigurðar- dóttir og Guðjón Kristjánsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Margrét Bára Jósefsdóttir. 20. des. kl. 18.50 - Meybarn. - Þyngd: 3610-Lengd: 51 cm. For- eldrar: Rósa Emilsdóttir og Helgi Gissurarson, Miðfossum, Borgar- firði. Ljósmóðir: Anna Lísa Jóns- dóttir. 27. des. kl. 19.07 - Sveinbarn. - Þyngd: 3540 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: Helga Guðmundsdóttir og Patrick Bertrand, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 22. des. kl. 07.15 - Meybarn. - Þyngd: 3685 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: Ellen Magnúsdóttir og Guðjón Arnason, Olafsvík. Ljós- móðir: Soffía Þórðardóttir. 28. des. kl. 15.54 - Sveinbarn. - Þyngd: 4050 - Lengd: 56 cm. For- eldrar: Bára Einarsdóttir og Dagur Andrésson, Borgarfirði. Ljósmóð- ir: Jónína Ingólfsdóttir. 22. des. kl. 02.51 - Sveinbarn. - Þyngd: 3875 - Lengd: 55 cm. For- eldrar: Rósa Björk Bjarnadóttir og Jóhann Pétur Hilmarsson, Akra- nesi. Ljósmóðir: MargrétBáraJós- efsdóttir. Júlía stóra systir heldur á bróður sínum. 23. des. - Sveinbarn. - Þyngd: 4395 - Lengd: 54 cm. Foreldrar: Karen Lind Olafsdóttir og Asgeir Sævarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Margrét Bára Jósefsdóttir. 30. des. kl. 19.27 - Sveinbarn. - Þyngd: 4315 - Lengd: 53 cm. For- eldrar: Ragnhildur Osp Sigurðar- dóttir og Kjartan Jónsson, Kópa- vogi. Ljósmóðir: Soffi'a Þórðar- dóttir. 1. jan. kl. 19.35 - Sveinbarn. - Þyngd: 3295 - Lengd: 47 cm - Foreldrar: Ragnheiður Stefáns- dóttir og Þórarinn Kristmunds- son, Reykjavík. Ljósmóðir: Elín Sigurbjörnsdóttir. 2. jan. kl. 04.06 - Meybam. - Þyngd: 3600 - Lengd: 51 cm. For- eldrar: Eygló Sigurðardóttir og Þorgils Gunnarsson, Ölafsvík.. Ljósmóðir: Lóa Kristindóttir. 2. jan. - Sveinbam. - Þyngd: 4580 - Lengd: 56 cm - Foreldrar: Hafdís Rán Brynjarsdóttir og VII- hjálmur Birgisson, Olafsvík. Ljós- móðir: Fanný Berit Sveinbjörns- dóttir. 3. jan. - Meybarn. - Þyngd: 2935 - Lengd: 48 cm - Foreldrar: Linda Kolbrún Haraldsdóttir og Baldvin Bjarki Baldvinsson. Ljós- móðir: Helga R. Höskuldsdóttir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.