Skessuhorn - 06.01.2000, Page 5
§aiSSliH©2íS
FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 2000
5
n a i m i b F 1 o s a
Stigið á stoki
Þá eru áramótin í rénun, þó aldamótin séu aö
vísu aö sumra dómi enn ókomin.
Ofátið og ofdrykkjan aö baki, messugerðir og
helgislepja aö komast í eölilegt horf og galaveisla
verslunarstéttarinnar, stórdansleikur kaupmanna
kringum gullkálfinn, afstaöinn, Finnur kominn á
sinn staö, grár hversdagsleiki hins nýja árs í upp-
siglingu og allir -að mér meötöldum- búnir aö stíga
á stokk og strengja þess heit aö byrja nýtt líf.
Hætta aö reykja, hætta aö drekka, hætta aö
éta, hætta aö berja krakkana og kellinguna, hætta
aö naga neglurnar, bora í nefiö og klóra sér í rass-
inum. Jafnvel hætta viö að hætta hinu og þessu.
Ég er búinn að vera í því heila mannsæfi aö
stíga á stokk og strengja heit, án þess aö hugleiða
nokkurn tímann hvaöa skollans stokkur þaö var
sem ég var sístígandi á.
Manni hefur bara alla tíö þótt afskaplega nota-
legt aö stíga svona á stokk vegna þess aö eftir-
fylgjan er venjulega engin. Einfaldlega
hægt að halda uppteknum hætti eftir sem áöur.
Já, já, maður hefur svosem um hver áramót
stigið á stokk og strengt þess heit að hætta að
reykja, hætta aö drekka mjólk eöa rjóma útá
sveskjugrautinn, hætta aö éta bingókúlur og skafís
með súkkulaðidrulli og hætta aö ágirnast hús, asna
og eiginkonu nágranna síns.
Þegar ég svo hugleiði þessi mál af einlægni og
alvöru er mér nær aö halda aö eftir hverja sunnu-
dagssteik hafi ég -miöur mín af ofáti- stigiö á stokk
og strengt þess heit aö hætta alveg aö boröa mat.
Þegar svo maginn hefur farið að láta vita af sér
aftur er einsog heitstrengingin hafi orðið ósköp létt-
væg, vel að merkja þar til ég var orðinn belgfullur
aftur. Þá er ég óöar stiginn á stokk strengjandi
þess heit að smakka aldrei framar matarbita.
Svo -þegar öllu er á botninn hvolft-, er heldur
notaleg tilfinning að stíga á stokk á meðan á því
stendur og engar aukaverkanir eöa vesen á eftir.
Þegar ég svo steig á stokk á dögunum, fór ég
aldrei þessu vant, svona einsog aö hugleiöa hvaö
þetta eiginlega væri sem öll þjóöin tekur uppá að
gera um hver áramót.
Aö stíga á stokk.
Eftir því sem ég komst næst mun þetta hafa
verið háttarlag manna til forna, þegar þeir ultu
svefn- og öldrukknir framaf bekkjunum, eöa setun-
um sem lágu meö veggjum í svefnskálum forfeör-
anna.
Semsagt aö stíga á stokkinn eöa fótskörina fyr-
ir framan setin bugaöir af timburmönnum og tuldra
í þynnkunni að nú væru þeir hættir aö drekka.
Fá sér síðan mjöö í horn og halda áfram að
drekka.
Stíga svo, eftir drykklanga stund, aftur á stokk í
ölæöi og strengja þess heit aö drepa mann og ann-
an.
Og svíkja þaö líka.
Og þar sem mér hefur alltaf verið mikiö í mun
aö glata ekki þeim hluta þjóðarauðsins sem ís-
lenska þjóöin á einan eftir; nefnilega menningararf-
leifðinni, steig ég á stokk á gamlárskvöld um leiö
og ég fór uppí og strengdi þess heit að hefja nýtt líf
viö aldamótaárhvörfin og verða betri manneskja
meö því aö hætta aö drekka kaffi.
Á nýársdagsmorgun vaknaöi ég svo hress og
kátur, gekk til stofu í slopp, með viðkomu í eldhús-
inu þar sem ég setti kaffivélina í gang og bjó mér til
lútsterkt expressókaffi meö rjóma útí, en sleppti
koníakinu afþví ég er nú einusinni þorstaheftur.
Og sem ég lygndi aftur augunum og dreypti á
blessuðu kaffitárinu -sjálfum aldamótasopanum-
rifjuðust upp fyrir mér orö Jóhannesar Páls páfa
þegar hann sagði:
“Kaffi er svo gott að þaö hlýtur að vera synd”.
Svo þakkaði ég forsjóninni fyrir þaö hvaö ég
haföi verið afskaplega þjóölegur kvöldiö áöur.
Að stíga á stokk.
Flosi Ólafssson
Baulan óskar Vestlendingum
öllum gleðilegs árs.
Viðskipti ykkar stuðla að
auknu vöruúrvali og
lœgra vöruverði
BAULAN s. 435 1440
ZLi I
Nú stendur yfir fjáröflun til stuðnings
n...1 -J 11 ff | fp | ff f f /
íjolskyldu Helgu Fossberg Helgadottur
frá Þorgautsstöðum.
Þeir sem vilja styðja fjölskylduna
geta lagt inn á reikning nr. 3648 í
Sparisjóðs Mýrasýslu.
Kvenfélag Hvítársíðu.
Janúartilb©ð á
békhaldsvðrum
Bréfabindi
Pappír
Plöst
M illib löð
Komdu bókhaldinu á hreint - komdu til okkar!
Bóka/iskemman A
Stillholti 18 - Sfmi 431 2840