Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 06.01.2000, Blaðsíða 7
UOlLdSUIIl/iw] FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 2000 7 Hluti húsnæðis Vímets hf. í Borgamesi. Forsvarsmevn KB hyggjast nú selja meirihhitaeign félagsins ífyrirUekinu Mynd: MM KB selur eignir og byggir í vetur Samlagshúsið selt og meirihluti í Vírneti til sölu Stjórnendur Kaupfélags Borg- firðinga vinna þessa dagana hörðum höndum að sölu eigna og endurskipulagningu á fjár- málum fyrirtækisins með það að markmiði að skapa svigrúm til væntanlegra byggingafram- kvæmda við verslunarhús í Borg- amesi í vetur. Nýverið seldi fé- lagið Mjólkursamlagshúsið að Engjaási 1 þar sem Engjaás ehf er til húsa. Kaupandi hússins er Sparisjóður Mýrasýslu og er kaupverð þess ekki gefið upp. Viðræður hafa einnig staðið yfir milli forsvarsmanna Límtrés á Flúðum um kaup á samtals 60% hlut Kaupfélagsins og Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóra í Vímeti hf. í Borgamesi. Skessu- hom tók Guðstein kaupfélags- stjóra tali og innti hann eftir þessum málum og öðmm fram- kvæmdum á vegum KB. Vímet ekki selt hverjum sem er Eins og ffam kom í fjölmiðlum milli hátíðanna var undirrituð vilja- yfirlýsing milli stjórnenda KB og Límtrés á Flúðum um viðræður um sölu á meirihlutaeign KB í Vírneti í Borgarnesi. Kaupfélagið á 48% hlut í fyrirtækinu en Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri á um 11%. “Við sölu á hlut Kaupfélags- ins í Vírneti mun minn hlutur fylg- ja í sölunni enda var hann á sínum tíma keyptur til að styrkja stöðu KB innan fyrirtækisins með því að skapa meirihlutaeign og auðvelda um leið söluna þegar að henni kæmi”, sagði Guðsteinn. Jafnframt sagði hann að sala á Vírneti til Lím- trés væri úr sögunni í bili en áfram yrði unnið að sölu fyrirtækisins til traustra aðila. “Hvernig sú sala mun ganga ræðst af fáanlegu verði og því hver kaupandinn verður en Kaupfélagið mun ekki selja hverj- um sem er þessi hlutabréf. Við telj- um það hvorki henta hagsmunum Kaupfélagsins né Vírnets”, sagði Guðsteinn. Þegar ótti sumra Borgnesinga um hugsanlegan flutning Vírnets frá Borgarnesi samhliða sölu meiri- hluta hlutabréfa fyrirtækisins var borinn undir Guðstein sagði hann að það væri óhugsandi að menn ætli sér að kaupa fyrirtæki af þessari stærðargráðu til þess eins að flytja starfsemina burtu.“ Það sem kemur í veg fyrir slíkt er einfaldlega sú staðreynd að verðmæti fyrirtækisins liggur í staðsetningunni hér í Borg- arnesi og mannauði þess þar og hvergi annars staðar. Það er hrein- lega barnaskapur að halda að menn kaupi meirihluta í Vírneti til þess eins að flytja starfsemina burtu af staðnum. Slík framkvæmd myndi kosta nokkur hundruð milljónir króna”, sagði Guðsteinn og bætti því við að þeir sem væru með hrak- spár um hugsanlegan flutning fyrir- tækisins þyrftu að bæta reiknings- kunnáttu sína. Rekstur Vírnets hefur gengið vel að undanförnu og líkur eru taldar á að rekstrarafgangur fyrirtækisins verði meiri en mörg undangengin ár. Tíu mánaða milliuppgjör bend- ir til þess. Samlagshúsið selt Daginn fyrir gamlársdag var gengið ffá sölu Kaupfélagsins á húsnæðinu að Engjaási 1 í Borgar- nesi sem flestir þekkja betur sem hús Mjólkursamlagsins fyrrverandi. Kaupandi hússins er Sparisjóður Mýrasýslu en kaupverð fæst ekki gefið upp. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á þeim rekstri sem ffam fer í húsinu en að sögn Guð- steins kaupfélagsstjóra hefúr end- urskipulagning Engjaáss ehf. staðið yfir á annað ár með það að mark- miði að hann komist í viðunandi horf á nýbyrjuðu ári. Auk fyrrgreindra fasteigna Kaup- félagsins í Borgarnesi er á söluskrá núverandi verslunarhús félagsins við Egilsgötu, gamla kjötvinnslan og fleiri eignir. Enn sem komið er Guðsteinn Einarssm kaupfélagsstjóri. hafa engin formleg tilboð borist í gamla verslunarhúsið en ýmsir hafa velt fyrir sér hugsanlegri nýtingu hússins sem alls er um 2400 fer- metrar að gólffleti. Eignasala KB er að sögn kaupfélagsstjórans fyrst og fremst til að auðvelda fjárhagslega endurskipulagningu félagsins og byggingu nýs verslunarhúss við hlið Hyrnunnar. Nýtt verslunarhús í sumar Búið er að grófteikna nýja versl- unarhúsið. Það verður staðsett á lóðum gamla áhaldahússins og Bílasölu Vesturlands við Borgar- braut. Horfið hefur verið frá sam- tengingu hússins við Hyrnuna eins og rætt hafði verið um. Hins vegar er frumútlitshönnun hússins lík Hyrnubyggingunni, enda teiknuð af sömu aðilum. Að sögn Guðsteins Einarssonar verður um samnings- verk að ræða eða nokkurs konar al- útboð varðandi byggingu nýja verslunarhússins. Þá er átt við að sami verktakinn taki að sér allt frá lokahönnun hússins til lokafrá- gangs þess og lóðar. “Við stefnum að því að verktakinn ljúki sínu verki 15. maí í vor og að Kaupfélagið flytji starfsemi sína í húsið mánuði síðar. I verslunarhúsinu verður m.a. matvöruverslun Kaupfélagsins, úti- bú fjármálastofnunar, apótek og aðrir sjálfstæðir þjónustuaðilar”, sagði Guðsteinn að lokum. MM Húsið að Engjaási 1 í Borgamesi hefur Kaupfélagið nú selt Sparisjóði Mýrasýslu. MyndMM Dvalarheimilið Höfði Sjúkrali'ðar! Laus er til umsóknar 50% staða sjukraliða við Dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Elín Björk Hartmannsdóttír, hjúkrunarforstjóri í síma 431-2500. Iljúkrunarfræðingar! Laus er til lunsóknar 75% staða hjúkrunarfræðings við Dvalarheimihð Höfða, Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Elín Björk Hartmannsdóttir, hjúknmarforstjóri í síma 431-2500. Ekið var utan í hliðina á bláum Peugeot númerið er RU 736, (sennilega Jeppi) á gamlársdag. Honum var lagt á planinu milii Skagabrautar og Suðurgötu kl. 11:30 og 12. (ská a móti Einarsbúð) Peir sem urðu varir við þessa ákeyrslu vinsamlegast haíið samband við lögregluna á Akranesi eða við Jón í síma 433 8926. Bridgehátið Vesturlands verður haldin í Hótel Borgarnes helgina 8. og 9. janúar. Sveitakeppni á laugardag, m |L mm* - sunnudag. Vestlendingar, fjölmennið og etjið kappi við landsins bestu bridgespilara. Vantar 12 manns sem vllja ná af sér 12 kg. «ða meiru. Hratt, örugglega og varanlega! Hringdu núna! Sími 699 8111 Útsala. Ofefear landsfræga útsala hefst föstudaginn 7. janúar allt að 70 % afsláttur. 1 iðtaU borgorsport brúartorgi 4. s. 437 1707

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.