Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2000, Síða 8

Skessuhorn - 06.01.2000, Síða 8
FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 2000 Frá vinstri: Atli Gtiðjónsson sem tók við viðurkenningu fóður stns, Björg Agústsdóttir og Katrín Rós Baldursdóttir. Mynd: KK Guðjón Þórðarson er Vesdendingur ársins 1999 Björg Agústsdóttir í öðru sæti og Katrín Rós í þriðja Vestlendingur ársins var út- neíndur í annað sinn fimmtu- daginn 30. desember sl. Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Stoke City í Englandi og fyrrver- andi Iandsliðsþjálfari hlaut titil- inn að þessu sinni en í öðru sæti varð Björg Agústsdóttir sveitar- stjóri í Grundarfirði og Katrín Rós Baldursdóttir fegurðar- drottning varð í því þriðja. Verð- launaafhending fór fram á Hótel Barbró á Akranesi en um leið veitti Atvinnumálanefnd Akra- ness viðurkenningar fyrir bestu gluggaútstillingarnar og Atak Akraness veitti Hvatningaverð- launin 1999. Það var Skessuhorn sem stóð fyr- ir kjörinu sem fyrr og var fram- kvæmdin með þeim hætti að 150 aðilum vítt og breitt um Vesturland var gefinn kostur á að tilnefna fimm aðila sem þeir töldu eiga heiðurinn skilinn. Sá sem fyrstur var nefhdur hjá hverjum kjörmanni fékk 5 stig, sá næsti fjögur o.s.fv. Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjú efstu sætin en það voru glæsi- legir áletraðir glervasar og veglegir blómvendir. Guðjón Þórðarson, sem ber titil- inn Vestlendingur ársins 1999, var tilnefndur fyrir glæsilegan árangur með íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu en það náði á árinu einhverjum besta árangri sínum frá upphafi. Þá hafa fyrirætlanir hans með Stoke City vakið verðskuldaða athygli og greinilegt að almenning- ur hefur trú á að honum takist það ætlunarverk sitt að kenna engilsax- neskum boltabullum að leika knatt- spymu eins og gert hefur verið á Skaganum með góðum árangri alla þessa öld. Björg Agústsdóttir sveitarstjóri í Grundarfirði varð í öðru sæti sem fyrr segir. Hún var tilnefnd fyrir góðan árangur í starfi sínu og fyrir að vera kröftugur málsvari dreifbýl- isins. Þá hlaut hún einnig lof fyrir störf sín sem formaður SSV en því embætti gengdi hún á síðasta ári. Katrín Rós Baldursdóttir, sem varð í þriðja sæti, var tilnefnd fyrir góðan árangur í fegurðarsam- keppni. Hún var kjörin ungfrú Vesturland 1999 síðastliðið vor og skömmu síðar ungfrú Island. Þá tók hún þátt í fegurðarsamkeppni á erlendri grund og vakti hvarvetna athygli fyrir fegurð og glæsilega framkomu. Topp tllttllgn Þátttaka í kjarinu var allgóð ogþóttfáir Vteni útvaldir voru að vtmda margjr kallaðn: 1. Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Stoke City. 2. Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri, Grundarfirði. 3. Katrín Rós Baldursdóttir fegurðardrottning, Akranesi. 4. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Stykkishólmi. 5. Gísli Einarsson ritstjóri, Borgarfirði. 6. Kolbrún Yr Kristjánsdóttir sundkona, Akranesi. 7. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Akranesi. 8. Einar Trausti Sveinsson frjálsíþróttamaður, Borgarnesi. 9. Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstj. og oddviti, Búðardal. 10. Bjarki Már Karlsson forstöðum vefari, Hvanneyri. 11. Bjarni Guðmundsson aðstoðarrektor, Hvanneyri. 12. Birgir Leifur Hafþórsson atvinnumaður í golfi, Akranesi. 13. ÓU Jón Gunnarsson bæjarstjóri, Stykkishólmi. 14. Rakel Olsen ffamkvæmdastjóri Sigurðar Agústssonar hf. Stykkishólmi. 15. Runólfur Guðmundsson skipstjóri í Grundarfirði. ló.Gunnar Sigurðsson formaður SSV Akranesi. 17.Gauti Jóhannesson dúx úr FVA, Akranesi. lS.Þórhallur Bjarnason garðyrkjubóndi, Laugalandi. 19. Gunnar Gunnarsson svínabóndi, Hýrumel í Borgarfirði. 20. Pétur Ottesen formaður Sorpurðunar Vesturlands, Akranesi. Frá vrnstri: Fulltníar Sjónglersins þau Sœvar Benediktsson og Gunnbildur Bjömsdótti ogfulltrúar verslunarinnar Bjargs þ<er Asta Gisladóttir og Hrefiut Guðjónsdóttir Gluggaútstillingar verðlaunaðar Bjarg og Sjónglerið flottust Átak Akraness ákvað síðastliðið haust að verðlauna fallegustu og frumlegustu gluggaútstillinguna á Akranesi í desember. Tilgang- urinn var að hvetja verslunareig- endur til að leggja áherslu á þennan þátt og lífga þannig upp á bæinn og vekja enn frekari at- hygli á verslun á Akranesi. Frumlegasta útstillingin var valin í gleraugnaversluninni Sjónglerinu. Skreytingarnar þóttu fallega settar fram, höfða vel til jólanna og bera með sér hlýlegan og skemmtdlegan húmor. Fallegasta gluggaútstillingin var valin í versluninni Bjargi við Still- holt. Gluggarnir þóttu smekklega tmnir og vel úthugsaðir. Það var Halldór Þorgeirsson for- maður Átaks Akraness sem veitti viðurkenningarnar fyrir bestu gluggaútstillingarnar. Atvinnumálanefnd Akraness veitti nú í fyrsta sinn svokölluð hvatningarverðlaun. Markmiðið með hvatningarverðlaununum er að veita viðurkenningu því fýrir- tæki á Akranesi sem þykir hafa skarað fram úr á árinu og verið um leið öðrum hvatning til góðra verka. Heiðurinn kom í hlut Skag- ans hf. Fyrirtækið framleiðir vinnslulínur fyrir fiskvinnslu á sjó og landi. I umsögn dómnefndar segir m.a.: “I ffamleiðslu fyrirtæk- isins sameinast hugvit og tækni sem ásamt vöruþróun eru aðall þess.” Þeir þættir sem hafðir voru til hliðsjónar við val á verðlaunafyrir- tækinu voru: 1. Frumkvœði í sölu eða kynningar- starfsemi. 2. Aukið eða bœtt vöruúrval á árinu. 3. Góð þjónusta við viðskiptavini. 4. Skemmtilegt ttmhverfi íjjrirUekbm. 5. Nýjungar, nýsköpun eða sókn á nýja markaði. Það var Guðni Tryggvason for- maður Atvinnumálanefndar sem afhenti viðurkenninguna en Ingólf- ur Árnason stjórnarformaður og Þorgeir Jósefsson framkvæmda- stjóri veittu henni viðtöku fyrir hönd Skagans hf.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.