Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.01.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANPl - 2. tbl. 3. árg. 13 ■ janúar 2000 Kr. 200 í lausasölu Nettó kemur á Akranes Matbær, dótturfyrirtæki Kaupfé- lags Eyfirðinga, hefar tekið á leigu Hensonhúsið á Akranesi og verður opnuð Nettóverslun í húsnæðinu um mánaðamóti mars, apríl. Hann- es Karlsson, deildarstjóri í Nettó segir fyrirtækið fara í rekstur mat- vöruverslunar á Akranesi á sömu forsendum og í Reykjavík. “Þetta er eins og hver annar markaður og að sjálfsögðu höfum við ákveðnar væntingar enda erum við bjartsýnir á reksturinn,” sagði Hannes í sam- tali við Skessuhorn á þriðjudag. Hann segir að ekki sé horft ein- göngu til Akraness með verslunina heldur Vesturland allt. “Fólk hvaðanæva af Vesturlandi ætti að geta nýtt sér þjónustu okkar. Við sjáum fyrir okkur að áframhaldandi uppbygging eigi sér stað á svæðinu og lítum svo á að við séum að efla sameiginlega verslun á Vestur- landi,” sagði Hannes Karlsson. A næstunni mun Matbær auglýsa eftir fóki til starfa í Nettó verslun á Akranesi. Fyrir rekur Matbær tvær Nettó verslanir; aðra í Mjódd í Reykjavík og hina á Akureyri. K.K. Agangur inn- brotsþjófa Þurfti að láta hendur skipta Kristberg Jónsson sem tók við rekstri Baulunnar í Norðurárdal síðastliðið vor hefur haít ærinn starfa við að bægja frá óprúttn- um búðarræningjum jafnt á nóttu sem degi. Fyrr í vetur var brotist inn í verslunina með þeim hætti að bifreið var ekið á dyr í kjallara hússins að næturþeli. Þjófavarnar- kerfi gerði vart við innbrotsþjófana og innan tíðar var Kristberg mættur á staðinn vopnaður haglabyssu og stökkti aðkomu- mönnum á flótta. í síðustu viku varð kaupmaður síðan var við “viðskiptavin” sem af- greiddi sig sjálfur beint í vasana. Þegar hann gerði athugasemd við þessa viðskiptahætti brást kúnninn illa við og sló Kristberg. “Það var ekki um annað að ræða en svara í sömu mint svo ég rétti honum einn á lúðurinn og hann hljóp út vein- andi eins og stunginn grís. Þegar hann var farinn sá ég að hann hafði opnað glugga á snyrtingunni og greinilega ætlað að fara með vör- urnar þá leiðina,” sagði Kristberg. GE Tveir þátttakenda í skrúSgövgu á „fjórtándanum“ á Akranesi kheddir í sitt fínasta púss eins og tilskilið er þegar jólin em kvödd á Skaganum. Mynd: Soffía Bæringsdóttir Biart® fram- undan Loðnan byrjar vel.. h]á flestum! Húsnæðis- © ekla í Snæfellsbæ nskum kartöflum og súperdós

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.