Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 13.01.2000, Blaðsíða 15
■1 » *.. . gaiSSliHöBfíI tv/. /'/ /. I •' '■ 1 '• t;»'' FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 2000 fl 15 Stórleikur Skallagríms Skallagrímur - Keflavík: 103-88 Tölumar Nr Nafh Mín HF STO STIG STJORNUR 4 Finnur Jónsson 16 0 3 1 *** 6 Ari Gunnarsson 26 3 2 5 *** 8 Helgi P Magnússon 1 0 0 0 9 Hlynur Bæringsson 25 12 2 11 *** 10 Hafþór I Gunnarsson 4 0 1 0 11 Yngvi P Gunnlaugsson 5 1 0 0 ** 12 Birgir Mikaelsson 21 3 4 12 *** 13 Tómas Holton 30 3 10 24 **** 14 Torreyjohn 36 7 5 30 **** 15 Sigmar P Egilsson 36 0 4 20 *** Skallagrímsmenn héldu upp á þrettándann með því að “valta yfir” Keflvíkinga í Iþróttahúsinu í Borg- arnesi. Borgnesingar höfðu greinilega fengið ómælt magn af sjálfstrausti í jólagjöf því þeir mættu grimmir til leiks og léku sinn albesta leik í lang- an tíma. Strax á upphafsmínútun- um tóku þeir leikinn í sínar hendur og Keflvíkingar fengu einfaldlega ekkert við því gert. Það er óhætt að segja að um hafi verið að ræða flugeldasýningu af hálfu Skallanna því þeir settu niður fjórtán þriggja stiga körfur og tróðu nokkrum sinnum. Með sigrinum komust Skallarnir í níunda sæti og með sama áframhaldi ætti þeim ekki að verða skotaskuld í að koma sér inn í úrslitakeppnina. Liðsheild Skallagríms var firna- sterk í leiknum en bestu einstak- lingarnir voru þeir Torrey John og Tómas Holton. -GE Skellur á heimavelli ÍA-Grindavík: 52-88 Enn er á brattann að sækja fyrir Utlitið er vissulega dökkt hjá Stigin hið unga lið Skagamanna í úr- Skagamönnum, þeir eru einir á ÆgirHJónsson 17 valsdeildinni í körfuknattleik. botni deildarinnar og búnir að Brynjar K Sigurðsson 10 Þeir voru fremur auðveld bráð missa tvo lykilmenn, þá Hjört Brynjar Sigurðsson 9 fyrir hákarlana úr Grindavík og Hjartarson og Magnús Guðmunds- Erlendur Þ Ottesen 7 var um algjöra einstefnu að ræða son. Chris Houch 4 eftir þokkalega byrjun heima- Reid Beckett 4 manna. Halldór B Jóhannsson 1 Oli Þór þjálfar SkaUagrím Óli Þór Magnússon knattspyrnu- maður úr Keflavík hefur verið ráð- inn til að þjálfa meistaraflokk karla í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Jafnframt hefur verið samið við Gunnar M. Jónsson leikmann liðsins um að sjá um þjálíún yngri flokka og verður hann einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Óli Þór er 36 ára gamall og hef- ur leikið um 300 leiki með meist- araflokki og skorað 115 mörk. Hann lék lengst af með Keflavík en einnig hefur hann leikið með Njarðvík ög Tindastóli. Þetta er í fyrsta sinn sem Oli Þór tekur að sér þjálfun meistaraflokks en hann hefur síðustu ár séð um alla þjálfun yngri flokka hjá Víði í Garði. Haraldur Guðbrandsson hjá Knattspyrnudeild Skallagríms segir að deildin vænti mikils af störfum þeirra Óla Þórs og Gunnars og markmiðið er að ná betri árangri í sumar en síðasta ár en þá var Skallagrímur um miðja deild. GE Samið við Samskip Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi hefur gert samkomu- lag við Landflutninga-Samskip um að þeir verði aðalstyrktaraðilar keppnistímabilið 1999-2000. Er þetta mikilvægur stuðningur starf- semi þeirri sem Körfuknattleiks- deild Skallagríms stendur fyrir, bæði í yngri flokkum sem og í meistaraflokki karla sem er að leika í úrvalsdeildinni áttunda tímabilið í röð. Körfuknattleiksdeild Skalla- gríms mun auglýsa Landflutninga- Samskip á búningum og á keppnis- velli. Aðrir aðalstyrktaraðilar Körfúknattleiksdeildar Skallagríms eru Sparisjóður Mýrasýslu og Kaupfélag Borgfirðinga. (Fréttatilkynning) BORGARBYGGÐ ÚTHLUTUN ÚR MENNINGARSJÓÐI BORGARBYGGÐAR ÁRIÐ 2000 Stjóm Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjóm greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast stjóm Menningarsjóðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, Borgamesi fyrir 20. febrúar n.k. Borgarnesi 10. janúar 2000. Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar ! Bíó í félagsmiðstöðinni | Oðali, Borgamesi sunnudaginn 16. janúar kl. 20.00 Bönnuð innan 14 ára Miðaverð kr. 500,- Ungbarnasund hefst 14. janúar í íþróttamiðstöðinni í Borgamesi byrjendanámskeið kl. 16:00 framhaldsnámskeið (fyrir 3-5 ára) kl. 16:45 Upplýsingar og skráning í síma 4371444 Opid hús! Svœdisskrifstofa Vesturlands býdur Vestlendingum ad skoda nýja sambýlid ad Laugarbraut 8, Akranesi, sunnudaginn 16. janúar frá kl. 14 till 6 ATVINNA - ATVINNA - Rekstrarstjóri - Laust er til umsóknar starf rekstrarstjóra í Heiðarskóla í Leirársveit í Borgarfirði frá 15. febrúar n.k. i Umsóknarfrestur framlengist til og með | 19. janúar n.k. Nánari upplýsingar veita Petrína Ottesen í síma 433-8920 og Sigurður Valgeirsson í síma 433-8968. Byggðasamlag Heiðarskóla. ASON hdl. og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Simi: 437-1700 Fax: 437-1017 Fyrirtæki til sölu. Starfsvið: Innflutningur, blöndun og pökkun á komi, fræi, hveiti og baunum í neytendaumbúðir. Ennfremur: Innflutningur á hveiti, rúgmjöli og skyldum afurðum í sekkjum fyrir bakarí, veitingastaði og mötuneyti. i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.