Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 13.01.2000, Blaðsíða 7
gaeSSUH©BH FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 2000 7 y Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar: Iþróttahúsið aðalmálið Umtalsverð aukning skulda vegna framkvæmdanna Bygging íþróttahúss er stóra málið í fjárliagsáætlun Snæfells- bæjar sem tekin verður til ann- arrar umræðu á fundi bæjar- stjómar í dag, fimmtudag. Aætl- að er að verja 170 milljónum til að Ijúka byggingu hússins en ekki er gert ráð fyrir öðmm stórframkvæmdum á þessu ári. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að heildarskatttekjur ársins 2000 verði um 343 milljónir króna en tekjur af málaflokkum um 88,5 milljónir. Rekstur málaflokka er áætlaður um 386 milljónir króna. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku upp á 214 milljónir króna en að skuldir verði greiddar niður um 74 millj- ónir. Það er því um verulega skuldaaukningu að ræða en á síð- asta ári voru skuldir hinsvegar minnkaðar umtalsvert. Aukning skulda Rekstur skólanna þriggja er stærsti pósturinn í rekstri sveitarfé- lagsins eins og flestra annarra og tekur sá þátmr um 52% af skatt- tekjum en um 9% fara til félags- þjónustu. Gert er ráð fyrir að verja 1,5 milljónum í fyrsta áfanga klæðning- ar skólahússins í Olafsvík en gerð hefur verið þriggja ára áætlun fyrir þá framkvæmd. Þá verður 6 milljónum varið til gatnagerðar og fer sú upphæð öll í malbikun Smiðjuvegar á Rifi. Einnig verður einhverju fé varið í frágang á opn- um svæðum og til annarra um- hverfismála í sveitarfélaginu. Loks er gert ráð fyrir að styrkja masters- verkefni Bjarna Reys Krisjánssonar sem fjalla mun um vatnsból í Snæ- fellsbæ. Nokkuð góð sátt mun vera um fjárhagsáætlunina innan bæjar- stjómar enda svigrúmið lítið þar sem þegar liggja fyrir ákvarðamir um stærri framkvæmdir. GE AKRANESKA UPSTAÐUR INNHEIMTA Eigendur fasteigna á Akranesi athugið! Alagniiigu fasteignagjalda fyrir árið 2000 er nú lokið. Alagningar- og greiðsluseðlar verða sendir til greiðenda á næstu dögum. Gjalddagar eru 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní og 15. júlí. Dráttarvextir reiknast 30 dögum eftir gjalddaga. Eins og síðastliðin ár sér Landsbanki íslands, Akranesi, um innheimtu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2000. Lækkun fasteigna- og holræsagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega hefur verið færð til lækkunar hjá þeim sem falla undir reglur um þá lækkun. Samvinna á Nesinu Kærur vegna álagningar skulu vera skrifLegar og studdar fullnægjandi rökum og sendar bæjarskrifstofunni Stillholti 16-18. Á fundi Héraðsnefndar Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu í síð- ustu viku var rætt um hugsan- lega sameiningu félagsþjónustu og skólaþjónustu sveitarfélag- anna á Nesinu. Barnaverndarnefndir sveitarfé- laganna hafa þegar verið sameinað- ar og hefur það samstarf gengið vel að sögn Bjargar Ágústsdóttur sveit- arstjóra í Grundarfirði. Hún sagði menn hafa til hliðsjónar tilhögun þessara mála í Þingeyjarsýslu og hefur Soffia Gísladóttir félagsmála- stjóri í Þingeyjarsýslu unnið að málinu með Snæfellingum. Búðardal þann 17. niaí nk. For- unum að þúsund ár em liðin ffá svarsmenn Afengís og tóbaks- því Dalamaðurinn Leifur heppni verslunar ríkisins kynntu þessi fann Ameríku. Skömmu áður áform fyrir sveitárstjóra Dala- verða aðrir Dalamenn búnir að fá byggðar í heimsókn í Búðardal á sitt Vínland og þurfa ekki lengur þrettándanum. Þessi ákvörðun að leggja í siglingar til að nálgast kemur í framhaldi af beiðni frá brjóstbirtuna. Það á síðan efdr að heimamönnum. Á næsm dögum koma í ljós hvort þessara tíma- verður síðan auglýst eftir sam- móta verður minnst á veglegan starfsaðila til að hýsa og sjá um hátt eftir þúsund ár. rekstur útsölunnar. GE Vidaust veður á Nesinu Aftaka veður var á mest öllu vestanverðu landinu síðastliðinn sunnudag og firam eftir mánu- degi. Vest var veðrið þó á utan- verðu Snæfellsnesi en í Hólmin- um var fast að því blíða eins og einn viðmælenda blaðsins komst að orði. Að sögn Adolfs Steinssonar lög- regluþjóns í Snæfellsbæ var hávað- arok og slydduél í Olafsvík og ná- grenni allan sunnudaginn og fram eftir mánudegi. Það gekk á með slydduéljum og snjókomu á víxl en rigningu á mánudag. Adolf sagð að þrátt fyrir lætin hefðu menn að mesm sloppið við eignatjón og ekki var vitað um fok eða skemmdir á húsum. Tvö umferðaróhöpp urðu þó sem rekja má til veðurhamsins en ekki urðu slys á fólki. Á sunnu- dag fauk bifreið út af veginum við Rif og lenti ofan í alldjúpu vami við veginn. Farþegar og bílstjóri slup- pu með skrekkinn og varð ekki meint af volkinu. Onnur bifreið fór út af veginum á sömu slóðum á sunnudag og þar urðu heldur ekki slys á fólki og bifreiðin nánast óskemmd. I Ólafsvík féll minniháttar snjó- flóð ofan við heilsugæsluna á sunnudag en náði ekki neðar en í miðjar hlíðar. GE Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hef- hann þær nú vera orðnar full- ur í tengslum við fjárhagsáætlun komlega samanburðarhæfar. samþykkt niðurfellingu á fast- “Þessar reglur þýða það að ein- eignaskatti elli- og örorkulífeyris- staklingar og hjón geta haft veru- þega í Snæfellsbæ. Að sögn bæjar- iega hærri tekjur en undanfarin ár stjóra er með þessum reglum ver- til að fá niðurfellingu á fasteigna- ið að samræma Snæfellsbæ við skatti,” sagði Kristinn Jónasson nágrennasveitarfélögin og segir bæjarstjóri. GE “Ekkert þessara sveitarfélaga hefur bolmagn til að hafa sérstakan félagsmálastjóra í fullu starfi en með því að standa sameiginlega að þessum málum sjáum við fram á að hægt væri að auka þjónustuna til muna,” sagði Björg. Til greina kemur að reka sér- staka skólaþjónustu fyrir sveitarfé- lögin á Nesinu en einnig verður skoðaður sá möguleiki að starfs- menn á vegum skólaskrifstofu Vesturlands verði staðsettir þar. GE Frekari upplýsingar um álagningu gjaldanna veitir starfsfólk innheimtudeildar Akraneskaupstaðar. Athugið áð veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur verði gjöldin áð fullu greidd í síðasta lagi 15. febrúar n.k. INNHEIMTA AKRANESKAUPSTAÐAR. n BORGARBYGGÐ - ATVINNA - LIÐVEISLA Starfskraftur óskast sem fyrst í liðveislu fyrir fatlaðan einstakling að Varmalandi. Um er að ræða dagvinnu, 6 tíma, alla virka daga, 75% starf. Spennandi og gefandi starf í boði fram til vorsins. | Einnig vantar starfskraft í liðveislu í Borgarnesi. Um er að ræða 3 tíma á viku. * K. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra skal eftir föngum gefa fötluðum kost á I liðveislu. Með liðveislu er einkum átt við persónlegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Umsóknir berist undirritaðri á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut I I, 310 Borgarnesi, fyrir 20. janúar 2000. Aðstoðarmaður félagsmálastjóra Steinunn Ingólfsdóttir BORGARBYGGÐ TIL SÖLU PARHÚS FYRIR ALDRAÐA OG ÖRYRKJA Borgarbyggð auglýsir til sölu 2ja herbergja parhús að Ánahlíð 16, Borgarnesi. Parhúsið sem er byggt skv. reglum um íbúðir fyrir aldraða og öryrkja er 69 fermetrar að stærð. Ásett verð er kr. 8 milljónir en óskað er eftir tilboðum í íbúðina. Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofuna að Borgarbraut 11, merkt “TILBOÐ ÁNAHLÍÐ 16” fyrir 2l.janúar n.k. Athygli er vakin á því að innlausnarskylda sveitarfélagsins fellur niður við sölu íbúðarinnar skv. lögum, en um hana gilda samþykktir sem bæjarstjórn Borgarbyggðar setti þann 9. desember 1999 varðandi sölu og leigu þjónustufbúða. Nánari upplýsingar gefa: Steinunn Ingólfsdóttir, aðstoðarmaður félagsmálastjóra og Eiríkur Ólafsson, bæjarritari í síma 437 1224.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.