Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.01.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 2000 ^ntsaunui. / Urslit í jólagetraunum Skessuhoms í jólablaði Skessuhorns var myndagáta og krossgáta fyrir áhugasama lesendur að spreyta sig á yfir hátíðarnar. Það er skemmst frá því að segja að undirtektir voru afar góðar og á annað hundrað lausnir bárust. Síðastliðinn þriðju- dag var dregið úr réttum lausnum en það framkvæmdi Berglind Gunnarsdóttir starfsmaður í Fram- köllunarþjónustunni í Borgarnesi. Lausn Myndagátunnar var: “Engar fréttir eru góðar fréttir nema þær birtist í vikublaðinu Skessuhomi”. Fyrsta vinning, mat- arúttekt í matvöruverslun á Vestur- landi kr. 15.000, hlaut Herdís Jóns- dóttir Hrossholti, 311 Borgarnesi. Aukavinning, myndaalbúm, filmu og framköllun í Framköllunarþjón- ustunni í Borgarnesi, hlaut Lilja Ellertsdóttir Skarðsbraut 11 Akranesi. Lausn krossgátunnar var: “Jóla- kort”. Fyrsta vinning, matarúttekt í matvöruverslun á Vesturlandi kr. Berglind Gunnarsdóttir dregur út vinn- ingshafa í jólaleikjum Skessuhoms 1999. 15.000, hlaut Tómas Sigurðsson, Jaðarsbraut 31 Akranesi. Aukavinn- ing, myndaalbúm, filmu og fram- köllun í Framköllunarþjónustunni í Borgarnesi, hlaut Sigríður G. Olafsdóttir Jörundarholti 42 Akra- nesi. Vmningshöfum er óskað til ham- ingju með árangurinn. Vinningar verða sendir viðkomandi á næstu dögum. MM Fjölmenni við Þrettándabrennu Gífurlegt fjölmenni var viðstatt þrettándabrennu Borgarbyggðar á Seleyrinni sem reyndar var á “fimmtándanum” sökum veðurs. Tröll, forynjur, jólasveinar og Steinka Páls skemmtu gestum en hápunkturinn var stórglæsileg flug- eldasýning sem Björgunarsveitin Brák annaðist en kostuð var af fyr- irtækjum í sveitarfélaginu. Veðrið var ákjósanlegt framan af en at- höfhin hlaut nokkuð skjótan endi þar sem fyrirvaralaust skall á með hríðarbyl. Blandaður Idúbbur í aldarlok Lionsklúbbur Grundarfjarðar sem stofinaður var árið 1972 hélt síðasta fund sinn á öldinni sem leið þann 29. des. sl. Fundurinn var með glæsilegu yfirbragði enda mörg tilefni til að gera hann eftirminnilegan. Fyrir það fyrsta voru teknir inn 10 nýir fé- lagar og voru þeirra á meðal sjö konur og þar með er klúbburinn orðinn einn fárra blandaðra klúbba á landinu. Eiður Örn Eiðsson hótelhaldari að Hótel Framnesi þar sem fundir klúbbsins eru haldnir í vetur töfraði fram gómsæta rétti úr villibráð eins og honum er lagið. Tónlistarfólk úr Tónlistarskóla Eyrarsveitar kom fram og kryddaði hátíðina með við- eigandi tónlistaratriðum. Eftir for- réttinn sem var rjúpupaté með til- heyrandi meðlæti hófst inntökuat- höfnin og var það formaður klúbbsins Gunnar Kristjánsson sem stjórnaði henni. Endaði inn- tökuathöfnin með því að nýliðum var afhentur hluti fósturjarðarinnar í formi steinvölu úr Eyrarsveit. Að þessu loknu voru tveir af stofnfélögum Lionsklúbbs Grund- arfjarðar, Guðmundur Runólfsson og Njáll Gunnarsson sæmdir Mel- vin Jones viðurkenningu Lions- hreyfingarinnar. I hvert sinn sem Melvin Jones félagi er tilnefndur er greidd ákveðin upphæð í Alþjóða hjálparsjóð Lions en sjóður þessi er neyðarsjóður sem leggur til fjár- magn þegar skyndileg neyð skap- ast. Hér á landi má minna framlög sjóðsins eftir snjóflóðið á Flateyri og Vestmannaeyjagosið svo eitt- hvað sé nefnt. Að lokinni inntökuathöfn og heiðursviðurkenningum var borinn inn aðalréttur kvöldsins sem var gómsæt hreindýrasteik. Lauk fundi síðan að borðhaldi loknu. Timbri farffað ískjóli skemmtanagildis Segir umhverfisnefiid Akraness Á fundi sínum 4. janúar s.l. sam- þykkti umhverfisnefnd Akraness bókun þar sem gerðar eru athuga- semdir við hvernig staðið var að áramótabrennum við Jaðarsbakka og Kalmansvík á Akranesi. Telur nefndin að ekki hafi verið farið eft- ir samþykktum leiðbeiningum og að Akranesbær sé að farga úr- gangstimbri í skjóli skemmtana- gildis. I bókuninni er þess óskað að eftirleiðis verði farið eftir sam- þykktum leiðbeiningum Ríkislög- reglustjóra, Hollustuverndar og Brunamálastofnunar um bálkesti og brennur. Ný reglugerð um brennur var sett nú í desemberbyrjun og segir Georg Janusson, formaður um- hverfisnefndar Akraness, að ekki hafi verið farið eftir henni þegar kveikt var í kestinum á Jaðarsbökk- um en hann þótti of stór fyrir þrettándagleðina. “Það hefur mikið breyst í þessum brennumálum frá því sem áður var og reglur hafa ver- ið hertar til muna. I nýju reglu- gerðinni er kveðið á um stærð og hvað má vera í bálköstum. Einnig er gefinn upp ákveðinn tími. Þegar kveikt var í bálkestinum á Jaðars- bökkum í stað þess að minnka hann voru menn einfaldlega að farga timbri. Síðan logaði í kestinum í eina þrjá sólarhringa sem er langt umffam það sem reglugerðin leyf- ir,” sagði Georg Janusson. K.K. LÓÐIII Veislijn !>g þjðnusta Uppdráttnr að deiliskipulagi fyrir Bríianorg og nágrenni. Liilll.U.ll.iLU-' -ej '—f 1 ( // // / LÓÐfi / Tn-rrrTrff) /f / 0 111 Bensíiwalu f lC ■ .»■!— rt:Mu-.íki afííivtí.j 9 »?** /■?/dr \ T ! ! I Brúartorg tekur á sig mynd Séð fyrir endann á löngu skipulagsferli Tillaga að deiliskipulagi við Brú- artorg í Borgamesi hefur verið auglýst og er nú loks að skýrast ffamtíðarásýnd þess svæðis sem valdið hefur miklum deilum, fyrst og fremst vegna úthlutunar einstakra lóða. Um er að ræða landssvæði sem afmarkast af Borgarbraut, Brúar- torgi og Þjóðvegi eitt. Svæðið nær til gamla íþróttavallarins, lóða við Borgarbraut og Brúartorg og land- fyllingar milli Þjóðvegar eitt og klettaborgarinnar í miðju svæðis- ins. Á þessu svæði og umhverfis mun rísa nýr verslunarkjarni í Borgarnesi sem þjónar bæði íbúum Borgarfjarðar og ferðamönnum sem um Borgarnes fara. Á svæðinu eru þjónustumið- stöðvar olíufélaganna. Gert er ráð fyrir stækkun á athafnasvæði Skelj- ungs þar sem ný þjónustumiðstöð mun rísa. Kaupfélag Borgfirðinga áætlar að hefja byggingu verslunar- húss við Borgarbraut í vetur sem tekið verði í notkun í sumar. Við þjóðveg eitt er gert ráð fýrir land- fyllingu þar sem Borgarverk hefur fengið úthlutað byggingarlóð. Tjaldstæði verða á svæði gamla íþróttavallarins og hann senn aflagður sem knattspyrnuvöllur. Bætt ásýnd “Með þessu skipulagi er fengin niðurstaða í lóðamál svæðisins og lögð drög að bættri aðkomuásýnd Borgarness,” sagði Stefán Kalm- ansson bæjarstóri í samtali við Skessuhorn. “Til verður nýr kjarni þar sem þjónusta sem nú er neðst í bænum flyst á þetta svæði og ný starfsemi bætist við. Aðstaða fyrir ferðamenn verður bætt en ljóst er að einnig verður að bjóða upp á tjaldaðstöðu annars staðar á mestu álagspunktum. Þá verða gerðar ráðstafanir til að halda umferð og umferðarhraða niðri þannig að ör- yggi vegfarenda verði ásættanlegt. Einnig er gert ráð fyrir tengingu af þjóðvegi eitt til bráðabirgða og framtíðartengingu inn á fyllinguna sunnar. Með þessum aðgerður hef- ur verið lagður grunnur að nýjum miðbæjarkjarna í Borgarnesi sem mun efla bæinn sem verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir allt Borgar- fjarðarsvæðið. Nýjar lóðir hafa einnig verið skipulagðar fyrir atvinnuhúsnæði á Sólbakka og má gera ráð fyrir að á svæðinu þar í kring sjáist frekari uppbygging á næstu árum,” sagði Stefán. Þess má og geta að skipulagstil- lagan liggur frammi á skrifstofu Borgarbyggðar til 26. janúar n.k. fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar. Athugasemdum ber að skila þangað skriflega fyrir 9. febrúar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.