Skessuhorn - 27.01.2000, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2000
SSESSliHOSM
Elsti núlifandi Vestlendingnrinn segir frá
Vinnan var mikil og erfið
Segir Þórdís Þorkelsdóttir sem verður 105 ára í haust
Mynd: SB
manneskju sem lifað hefur rúma
öld. Aðspurð um merkustu ffam-
farirnar á þessu viðburðaríka tíma-
bili segir hún rafmagnið standa upp
úr. “Eg man hve mikill munur það
var þegar rafmagn kom á bæinn.
Það gerðist ekki fyrr en að við flutt-
um úr Fljótunum. Það gerbreytti
öllu til hins betra. Þeir leituðu í
Fljótunum til dæmis að heitu vatni
en það fannst aldrei neitt í jörðinni.
Það var mikið mælt og leitað en
aldrei fannst neitt. Það komust
heldur aldrei bílar í Fljótin meðan
ég var þar en um það leyti sem við
erum að hætta búskap koma bílarn-
ir. Lagður var vegur, ef hægt er að
kalla það veg, í Fljótin. En ef að
læknir þurfti að komast þangað var
bíllinn alltaf fastur og það þurfti að
draga hann upp. Ég hef samt aldrei
keyrt bíl, en þeir hafa létt mönnun-
um lífið mikið og núna kemst mað-
ur allt án teljandi vandræða”.
Þórdís segir að sér hafi aldrei
leiðst á langri æfi, ekki heldur nú
þegar skrokkurinn er farinn að lin-
ast. Hún finnur sér ávallt eitthvað
til dundurs. “Skáldin ortu mikil
ljóð sem gaman er að lesa. Alveg
ljómandi ljóð. Ég hlusta mildð á út-
varpið. Mest gaman er að hlusta á
samtölin við fólk. Gömlu lögin eru
líka góð en ég slekk á útvarpinu ef
að þau nýju koma. Það er ekkert
varið í þau. Eins les Didda dóttir
mín oft uppúr blöðunum fyrir mig
sem er gaman.”
Dætumar það meridlegasta
Að lokum er við hæfi að spyrja
hvað Þórdísi þyki eftirmynnilegast
það sem af er langri æfi og þá svar-
ar hún án umhugsunar “Þessar dæt-
ur mínar, þær standa allar nýjungar
af sér. Ætli þær séu ekki það merki-
legasta. Eitt sinn hugsaði ég um
þær og nú hafa þær hugsað um mig
til skiptis”
SB
Þórdís Þorkelsdóttir.
aftur og lagar gleraugun “Dagný
systir var líka hjá okkur, en hún
hjálpaði til. Dagný saumaði mikið.
Já, já hún saumaði. Þó hún væri
veik. Það skipti engu hvað hún
gerði, fór til lækna um allt og þeir
gátu ekkert gert. Dagný dó 1969 úr
taugalömun.”
Arið 1954 lögðu Þórdís og
Skarphéðinn af búskap í Fljótum og
fluttu í Borgarfjörð. “Við eltum
börnin í Flókadalinn enda maður-
inn orðinn heilsulaus”. “Skarphéð-
inn dó 1958 eftir mikla vinnu og
þrældóm. Hann var búinn að þræla
svo mikið með gamla laginu”.
Rafinagnið
Við spjöllum um allt á milli him-
ins og jarðar, komum víða við í tali
okkar enda margs að minnast hjá
Þórdís Þorkelsdóttir segist vera
orðin dauðleið á að segja fólki
hve gömul hún er og það skal því
upplýst í eitt skipti fyrir öll að
hún er fædd 26. október 1895
og því elsti núlifandi Vestlend-
ingurinn.
Þórdís býr á Akranesi en er
reyndar Skagfirðingur að uppruna,
fædd á Unastöðum í Kolbeinsdal en
ólst upp í Sléttuhlíð. Foreldrar
henpar þau Þorkell Dagsson og
Sigríður Þorláksdóttir voru frá
Olafsfirði. Þau voru rétt að hefja
búskap þegar harðindin gengu í
garð og þau þurftu að flýja frá
Olafsfirði. “Margir flýðu þá úr
Olafsfirðinum,” segir Þórdís. Þór-
inn var það mikill, miklu meiri en
hann er í dag.” Menntun Þórdísar
var hinsvegar ekki mikil miðað við
skólagönguna í dag. Hún lærði að
lesa og draga til stafs. Stærðfræði
lærði hún í grunnatriðum. “Ég átti
að læra dönsku og annað en það var
búið þegar bróðir minn dó. Þá
þurfti ég að fara að vinna meira. Ég
hef samt verið að læra allt lífið” seg-
ir hún og hlær. ”Skólaganga er ekki
allt. Ég hef lesið mikið gegnum æv-
ina. Ég var í lestrarfélagi í Fljótun-
um þar sem við fengum lánaðar
bækur og nú seinni ár hlustað á
spólur svona eftir að sjónin fór”.
Hún gefur sér stund, eins og það
sé henni sár minning að rifja þessa
daga upp. “Ég byrjaði samt ekki að
ÍJ
I
Byggt firá grunni
Eiginmaður Þórdísar var Skarp-
héðinn Sigfússon sem einnig var
ættaður frá Olafsfirði. “Foreldrar
hans flýðu líka harðindin, fluttust í
fram Skagafjörðinn.” Skarphéðinn
var átta árum eldri en ég en við
hjónin vorum bræðrabörn. Það
þekktist víða þá og engir aumingjar
komu út úr því. Það sá enginn neitt
að þeim ráðahag”
Fyrstu sex búskaparárunum
eyddu þau hjón í Asgeirsbrekku.
Þaðan fóru þau í Sléttuhlíðina og
bjuggu þar í 10 ár. “Fyrst bjuggum
við að Mið-Hóli og vorum þar í tvö
ár. Svo fluttum við að Ysta-Hóli í
sömu sveit. Það var yndislegt að
vera í Sléttuhlíðinni,” segir Þórdís
og brosir. “Sléttuhlíðin var yndisleg
en því miður er meira en helming-
urinn af henni komin í eyði. Frá
Sléttuhlíðinni fórum við í Fljótin.
Það hefur verið 1933. Jörðin Sjö-
undastaðir var í eyði og feyki mikil
vandræði að fá jörð. Því settumst
við þar að. Þetta var eyðikot, alveg
niðurbrotið þegar við komum
þangað og þar eyddum við kröftum
okkar í yfir 20 ár. Við byggðum allt
frá grunni. Það var harðbýlt í Fljót-
unum en gott að vera þar. Snjóalög-
in mikil og vinnan erfið. Við hjónin
vorum búin að ryðja allt með
handafli og ári seinna kom ýtan.
Við náðum aldrei að nýta okkur
þessa tækni sem kom seinna en sem
betur fer hafa framfarirnar í sveit-
unum verið miklar, því vinnan var
svo mikil og erfið”.
Mikill þrældómur
Þórdís segir þau hjónin hafa búið
lengi saman áður en að þau eignuð-
ust dæturnar Sigríði og Aðalbjörgu.
“Það var ekkert með fleiri börn að
gera. Hún segir að hinsvegar hafi
alltaf verið mikið af aðkomukrökk-
um hjá þeim í sveitinni. “Nokkrir
strákar voru sendir til okkar, því
það var svo gott að vera í sveitinni.
Agætis strákar. Ég sá alltaf eftir
þeim á haustin þegar þeir fóru. For-
eldrar mínir voru líka hjá okkur og
dóu heima. Pabbi var blindur síðus-
tu 11 ár ævinnar”. Hún hallar sér
Úr Fljótunum.
dís er yngst átta systkina. Aðeins
fjögur þeirra komust á legg, þrjár
stelpur og einn drengur. Aðspurð
um hvernig lífið í sveitinni hafi ver-
ið á uppvaxtarárunum gefur hún lít-
ið út á það.”Við vorum með lítinn
búskap, nokkrar kýr og kindur. Við
systkinin lékum okkur þegar tími
gafst til en við byrjuðum að vinna
strax og hægt var. Það þurftu allir
að hjálpast að. Mér var hinsvegar
sagt að ég hefði verið óttalegur ræf-
ill þangað til ég fékk kíghóstann. Ég
fékk kíghósta ung og lá fyrir í 16
vikur en ég man lítið fyrir þann
tíma. Ofan í kíghóstann fékk ég
lungnabólgu líka og var nærri stein-
dauð þá,” segir Þórdís. Hún kveðst
hafa farið að braggast þegar hún var
um 10 ára aldurinn en þá fluttu for-
eldrar hennar á sjávarjörð. “Þá át ég
margt og ýmislegt upp úr sjónum
og ffískaðist snarlega og varð log-
andi spræk”.
Mynd úr einkasafni
slá fyrr en ég var sautján ára. Þegar
að bróðir minn var dáinn”. Hún
brosir en sorgarsvipurinn leynir sér
ekki. “Pabbi vildi ekki að ég myndi
slá enda ræfill frá barnæsku en ég
vildi fá að prófa. Eftír að ég lærði að
nota orf þá sló ég þó alltaf með
honum. Það lá mest á því að slá í
þurrki. Það þýddi ekkert að láta
grasið bíða, allir sem gátu urðu að
slá”. Spurð um hvort það hafi ekki
verið aukafólk á bænum segir hún
lítið hafa verið um það” Hjá forel-
drum mínum var eldri kona sem
eyddi ellinni hjá okkur. Hún hafði
áður verið vinnukona á bænum”
Hef lært allt lífið
Ferming Þórdísar fór fram í
Fellskirkju í Sléttuhlíð. Séra Pálmi
Þóroddsson fermdi hana og sjö
önnur börn úr sveitinni. Þórdís var
komin á hálft fimmtánda ár. “Þá var
ekkert um gjafir enda ekkert til að
gefa. Ég fékk þó nýjan kjól til að
fermast í. Foreldrar mínur vorum
bara fátækir leiguliðar og þurftum
meðal annars að hrökklast tvisvar í
burtu af jörðum sem við leigðuin af
því eigendurnir þurftu að nota
þær. “Þetta var bara svona með fá-
tæklinga” segir Þórdís og strýkur
um gleraugun.
Þórdís fékk tækifæri til að ganga í
skóla í stuttan tíma fyrir ferming-
una og minnist þess þegar hún og
stelpan af næsta bæ voru samferða.
“Við fórum oftast á skíðum. Snjór-
Sjöundastaðir í Fjótum þangaó sem Þórdísflutti árið 1933.
Mynd úr einkasafni