Skessuhorn - 27.01.2000, Qupperneq 7
oikiaálíHoSSJ
FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 2000
7
Vegir, símalínur,
flugvellir og hafiiir
Vel sóttir fundir samgönguráðherra
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra stóð fyrir tveimur opn-
um fundum um samgöngumál á
Vesturlandi fyrir stuttu. Sá fyrri
var á veitdngastaðnum Kristjáni
IX í Grundarfirði miðvikudaginn
19. janúar en sá síðari á Hótel
Borgamesi síðastliðinn mánu-
dag. Fjölmenni var á báðum
fundunum enda samgöngumál í
heild sinni það sem hvað mest
brennur á fólki í hinum dreifðu
byggðum.
Sturla Böðvarsson reifaði á fund-
unum helstu mál sem heyra undir
hans ráðuneyti, vegamál, ferðamál,
fjarskiptamál, siglingamál og flug-
mál. Meðal annars fór hann yfir
helstu framkvæmdir í vegamálum á
Vesturlandi. Vegaáætlun er í endur-
skoðun á Alþingi þessa dagana og
aðspurður kvaðst ráðherra ekki
geta sagt til um nýjar áherslur á
þessari stundu. Auk þeirra stór-
framkvæmda sem farnar eru af stað
ræddi hann meðal annars um hugs-
anlega brú yfir Kolgrafarfjörð og
endurbætta Uxahryggjaleið. Þá
sagði hann að með tilkomu Hval-
fjarðarganga væri gífurleg umferð-
araukning á vestlenskum vegum,
eða sem nemur 1297 bílum á dag.
Sagði hann að nauðsynlegt væri að
skoða hvemig tekið yrði á þessu
aukna álagi á vegakerfið.
Kolgrafarfj örður
Ráðherra kynnti helstu áherslur í
nýjum fjarskiptalögum og lagði
áherslu á að íbúar í dreifbýli ættu að
sitja við sama borð og þéttbýlið
varðandi fjarskipti og gagnaflum-
ing. Á fundinum á Snæfellsnesi fór
hann einnig yfir haftiarmálin sér-
staklega og urðu þar allmiklar um-
ræður um þann málaflokk. Meðal
annars kom fram sú hugmynd að
gera Hellnahöfn að skemmtisigl-
ingahöfn. Þá lögðu fundarmenn
áherslu á áframhaldandi uppbygg-
ingu hafharmannvirkja á þéttbýlis-
stöðunum.
I umræðum um vegamál á Snæ-
fellsnesi var lögð áhersla á að það
ráðherra að hann beitti sér fyrir úr-
bótum á þeim vettvangi.
Ekki flutt í heilu lagi
Á fundinum í Borgarnesi var
meðal annars rætt um hugsanlega
umferðarmiðstöð, framkvæmdir
við flugvöllinn á Stóra - Kroppi og
framtíðarvegarstæði í Borgarnesi.
Fyrirspumir komu meðal annars
um hugsanlega brú yfir Hvítá hjá
Fráfuiidi samgönguráðherra í Borgamesi.
væri eindreginn vilji fyrir því meðal
sveitarstjórnarmanna að samhliða
vegagerð yfir Vamaheiði yrði veg-
urinn yfir Fróðárheiði byggður
upp. Þá spunnust miklar umræður
um nauðsyn þess að brúa Kolgraf-
arfjörð og tók ráðherra undir þau
sjónarmið heimamanna. Þá ræddu
fundarmenn um að stór hluti Snæ-
fellsness væri afskiptur hvað varðar
GSM samband og beindu því til
Mynd: GE
Stafholtsey og fluming Vegagerð-
arinnar í Borgarnes. Samgönguráð-
herra sagði á fundinum að menn
hefðu ekki góða reynslu af flutningi
stórra ríldsstofnana úr Reykjavík í
heilu lagi. Hann sagðist hinsvegar
leggja áherslu á að flytja í smærri
einingum það af starfseminni sem
auðveldlega væri hægt að starffækja
utan höfuðborgarsvæðisins.
GE
Framsókn á faraldsfæti
í gær, miðvikudaginn 26. janúar,
hófst fundaherferð þingmanna
Framsóknarflokksins undir yfir-
skriftinni „Á miðju íslenskra
stjórmnála“.
Þingmennirnir munu halda 14
opna fundi víðs vegar um land þar
sem sérstök áhersla verður lögð á
að ræða atvinnu-, fjölskyldu- og
byggðamál sem og verkefni Fram-
sóknarflokksins í ríkisstjórn. Fund-
irnir eru öllum opnir og verða tveir
þeirra haldnir á Vesturlandi:
Mánudagur 31.janúar kl 20.30.
Hótel Borgamesi
Ræðumenn: Ingibjörg Pálma-
dóttir, Páll Pémrsson, Kristinn H.
Gunnarsson og Guðni Ágústsson.
Fundarstjóri: Sigurgeir Sindri Sig-
urgeirsson.
Mánudagur l.fehrúar kl 20.30.
Hótel Framnes, Grundarfirði
Ræðumenn: Halldór Ásgríms-
son, Ingibjörg Pálmadóttir og
Kristinn H. Gunnarsson. Fundar-
stjóri: Ragna Ivarsdóttir
(Fréttatilkynning)
nú er kominn tími fyrir þorrablótið í
logalandi stopp haldið föstudaginn 4.
febrúar stopp vissara að panta tímanlega
því útlit er fyrir metaðsókn stopp gísli
einarsson ritstjóri og húmoristi stýrir
veislunni stop fundist hefur fín
hljómsveit; bingó stop fundist hefur
listakokkurinn kristján fredriksen stop
fundist hafa tveir ýturvaxnir og
þaulvanir dansarar frá hvíta rússlandi
sem munu sjá um súluna og lofa djörfum
dansi og listrænum tilþrifum stop fundist
hafa horfnar vísur frá dísu í hrísum og
verða þær sungnar stop fundist hefur
miðaverð, það sama og í fýrra 3500
krónur stop fundist hefur bjór og léttvín
sem koma þarf í lóg stop fundist hefur
fyrri partur og verður samkeppni um
flottasta “botninn” stop fundist hafa
verðlaun fyrir hann stop fundist hefur
símanúmer til að panta í miða stop það er
435 1143 stop síðustu forvöð að panta
miða eru nk. þriðjudag stop
rASON ficfl.
og skipasali
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
Nýtt á söluskrá
Mávaklettur 16, Borgarnesi.
Einbýlishús ásamt innbyggðri bílgeymslu, samtals
209 ferm. Stofa og borðstofa parketlagðar, arin.
Nýjar innréttingar í eldhúsi, flísar á gólfi. Baðherbergi
flísalagt, bæði sturta og kerlaug. Ljós viðarinnrétting.
Fjögur svefiiherbergi, eitt flísalagt, eitt dúklagt og tvö
parketlögð, skápar í þremur herb. Þvottahús dúklagt.
Forstofa, hol og gangur flísalagt. Gestasnyrting
flísalögð. Áhvílandi 1,7 millj.
Verð: kr. 11,5 millj.
Borgarvík 12, Borgarnesi.
Einbýlishús (ferm. 136) og bílgeymsla (ferm. 45).
Stofa parketlögð, viður í lofti. Eldhús dúklagt, ljós
viðarinnrétting. Baðherbergi dúklagt, bæði sturta og
kerlaug. Fjögur svefnherbergi, öll dúklögð með
skápum. Forstofa flísalögð með stórum skápum.
Þvottahús. Gestasnyrting flísalögð. Áhvilandi 5,7
millj.
Verð kr. ll.Omillj. s cJSSCEmJ30mLÆ3m
BORGARBYGGÐ
Menntamálaráð-
herra í FVA
Björn Bjarnason Menntamála-
ráðherra kom í heimsókn í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands Akranesi
síðastliðinn fimmtudag. Með í för
voru aðstoðarmaður hans og þrír
starfsmenn menntamálaráðuneytis-
ins.
Ráðherra átti klukkustundar
fúnd með nemendum á sal skólans.
Þar sagði hann ffá nýjum nám-
skrám fyrir skólastigin þrjú, frá
leikskóla til framhaldsskóla. Fram
kom að markmiðið væri að gera
námið fjölbreytilegt og markvisst
og auka val nemenda og ábyrgð
þeirra. Stefnt er að því að efla
starfsnám og tengsl menntunarinn-
ar við atvinnulífið. Ollu námi á að
geta lokið með stúdentsprófi ef
nemendur ætla að hefja nám á há-
skólastigi en það á eftir að skil-
greina það nám á öðrum brautum
en bóknámsbrautum.
Einnig skýrði Björn frá þeirri
áædun að öllum nemendum fram-
haldsskólanna yrði gert kleift að
eignast tölvu til að nota í náminu.
Það verkefni væri enn í vinnslu. Að
nemendafundi loknum fundaði
ráðherrann með kennurum. Þar
var einkum rætt um ýmis útfærslu-
atriði námskrárinnar og mál sem
varða FVA sérstaklega. Ráðherra
lýsti yfir ánægju með heimsóknina
og að sögn Þóris Ölafssonar skóla-
meistara sagðist hann hafa skynjað
ánægju nemenda og kennara með
heimsókn ráðherra. SB
AUGLYSING
um breytingu á gjaldskrá um
gatnagerðargjald í Borgarnesi
Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt breytingu á gjaldskrá
um gatnagerðargjald í Borgarnesi, Borgarbyggð, þannig ao 2. mgr.
2. greinar verði svohljóðandi:
“Hundraðshluti byggingakostnaðar ákvarðast eftir hústegund
svo sem hér segir.
Einbýlishús...............................6,0 %
Par-, rað- og fjöleignahús................4,0 %
Fjöleignahús (6 íbúðir eða fleiri)........2,5 %
Verslunar- og skrifstofuhúsnœði...........3,0 %
Iðnaðar- og geymsluhúsnœði................3,0 %
Annað húsnœði (svo sem gripahús)..........2,0 %.”
Borgarnesi 17. janúar 2000.
Bæjarstjórinn í Borgarbyggð,