Skessuhorn - 27.01.2000, Page 8
8
FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 2000
^iUissunu.^
Beðið eftir þjóðgarði undir jökli
fara að sjá eitthvað gerast
Segir Pétur Jóhannsson bæjarfulltrúi
um. Ég er ekki í nokkrum vafa um
að þetta á eftir að geta orðið okkar
stóriðja ef maður tekur mið af
Skaftafelli og Þingvöllum og þeim
samgöngubótum sem hér hafa orð-
ið á undanförnum árum og eru í
gangi. Það er mikil samstaða um
þetta mál í sveitarfélaginu en menn
vilja fara að sjá einhverja hreyfmgu.
Heimamenn eru þegar farnir að
vinna sína heimavinnu með stór-
auknum áherslum á umhverfismál
meðal annars og tvær hótelbygg-
ingar eru að rísa í sveitarfélaginu til
að taka á móti aukinni umferð þan-
nig að það er mjög slæmt hve mikl-
ar tafir hafa orðið á þessu,” sagði
Pétur.
Hefur sinn gang
“Þetta verður að sjálfsögðu að
hafa sinn gang eins og annað,”
sagði Þórður Olafsson í umhverfis-
ráðuneytinu í samtali við Skessu-
horn. “Við vitum ekki annað en að
þetta eigi allt að ganga upp því enn
hefur enginn hafnað samning-
aviðræðum. Það hefur þegar verið
gengið frá samningum um ákveð-
Viljum
“Því er ekki að neita að okkur
finnst þetta hafa gengið ansi
seint fyrir sig,” sagði Pétur Jó-
hannsson bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokks í Snæfellsbæ um
undirbúning vegna fyrirhugaðs
þjóðgarðs í kringum jökul.
“Það eru liðin nokkur ár síðan
málið fór af stað og við viljum
gjaman fara að sjá eitthvað gerast.
Fyrsta skrefið átti að vera uppkaup
á jörðum í eigu einstaklinga því
menn töldu æskilegt að ríkið ætti
þær jarðir sem tilheyrðu þjóðgarð-
inum en ég fæ ekki annað séð en sú
vinna gangi óeðlilega seint fyrir sig
og málið sé strand á meðan,” sagði
Pétur.
Pétur segir Snæfellsbæinga binda
miklar vonir við fyrirhugaðan þjóð-
garð undir Jökli. “Menn gera sér
vonir um stóraukna umferð og ný
störf bæði við þjóðgarðinn beint og
í þjónustustörfum honum tengd-
Pétur Jóhannsson bœjarfulltníi
nar jarðir og jarðahluta en enn er
eftir að ganga frá samningum um
fjórar jarðir og jarðahluta og þar á
meðal eru óffágengin dánarbú sem
hafa tafið málið nokkuð."
Þórður kvaðst ekki geta tímasett
hvenær uppkaupum yrði lokið en
unnið væri að því eins hratt og hægt
væri. Aðspurður um hvað tæki síð-
an við sagði hann að næstu skref
yrðu að skipuleggja formlega
hvernig garðurinn á að líta út og
hvernig hann yrði byggður upp.
GE
Samið um lj ármögnun Snorrastofii
Húsnæðið opnað með viðhöfn í lok júlí
Frá vinstri: Bergur Þorgeirsson, Geir Waage, Bjöm Bjamason, Bjami Guðráðsson og
Bjami Guðmundsson
Nýverið undirrituðu Björn
Bjamason menntamálaráðherra
og forráðamenn Snorrastofu í
Reykholti, samkomulag um
ffamlag menntamálaráðuneytis-
ins til stofhkostnaðar og reksturs
Snorrastofu næstu árin. Sam-
komulag þetta tekur mið af þeir-
ri iðkun miðaldaffæða og miðl-
unar þeirra, sem að undanfömu
hefur átt sér stað innan vébanda
Snorrastofu.
Að sögn Bergs Þorgeirssonar
forstöðumanns Snorrastofu felur
samkomulagið í sér að mennta-
málaráðuneytið veitir 26 milljónum
króna til frágangs á húsnæði
Snorrastofu. Þá mun ráðuneytið
greiða 5 milljónir króna til reksturs
á þessu ári og 5,6 milljónir á árun-
um 2001 til 2004. Af hinu árlega
framlagi er ein milljón til viðhalds
og eflingar bókasafhs dr. Jakobs
Benediktssonar, sem afhent hefur
verið Snorrastofu, og 600 þús.
krónur til þátttöku í umhirðu
Reykholtsstaðar. Gert er ráð fyrir
að framlag til bókasafns Jakobs
haldist óskert í tíu ár. A móti ffam-
lagi ríkisins kemur árlega tveggja
milljóna króna framlag frá aðilum í
héraði, þ.e. Borgarfjarðarsveit,
Skorradalshreppi, Hvalfjarðar-
strandarhreppi, Héraðsnefhd Mýr-
asýslu og Reykholtskirkju, eins og
verið hefur undanfarin ár.
Þessa daga er verið að fullklára
húsnæði Snorrastofu og ljúka ffá-
gangi utanhúss en að sögn Bergs er
reiknað með opntm þess með við-
höfn þann 29. júlí nk. Reiknað er
með að nýgerður samningur við
menntamálaráðuneytið dugi
nokkurn veginn til að ljúka fjár-
mögnun verksins. “Þetta framlag er
sérlega mikilvægt fyrir uppbygg-
ingu Snorrastofu sem miðalda-
stofnunar og mun gefa stofnuninni
byr undir báða vængi við áffam-
haldandi eflingu hennar,” sagði
Bergur. GE
Hermann Bjamasson
Fæddur 9/11 1925. Dáinn 24/12 1999.
Minning:
Eg minnist þín frændi
hérna í stuttum orðwn.
Sælt er að deyja
efbaráttan er þung.
En ástvina missir okkar er alltaf átak.
Stöndum saman og hugsum fram,
allt tekur enda að lokum.
Eftirsjá okkar er alltaf til staðar
en lærum að hlú aðþeim sem hafa misst
Og láttu Ijósið þitt upp á nj.
Eg á þér margt óþakkað,
en ég þekkti þig vel.
Bóndinn á næsta bænum,
úr sveitinni minni heima.
Þú kvaddir mig með góðu
og tómt er hjarta mitt.
Tárin samt ég missti.
og kalt er hjarta þitt.
Dalur þinn er tómur
fent í þína slóð,
verk þín eru stopp.
Þúfórst nú þessi jólin
og kvaddir þennan heim.
Eg sé í gegnum tárin
allt var orðið klárt.
Þú þurftir oft að berjast,
það var orðið sárt.
Þú þurftir oft að betjast
þvífátæk vom ár þín.
En ég sé í gegnwn lífið
þú varst samt, nokkuð klár.
Eljótur varst til hjálpar,
ef þú heyrðir bama grát.
Þessa reynslufann ég,
mín litlu bama ár.
Komst mér oft til hjálpar,
og gafst mér góða gjöf.
Efkindina mig vantar,
Þá sagðirðu: komdu næsta vor.
Þií kenndir mér aðferðast,
Vítt um okkar sveit.
Alveg suður dali
og norður á strandabrún.
Þvert og verstu staði
allt á litla mtnum BRUN.
Hrossin þín voru yndi
ogfararskjóti þinn.
Þú hefðir aldrei bílinn,
því var þettað ekkert grín.
Eg minnist þín í orðmn
Og mtmdi þig vel.
Leiðir okkar skyldu
mína seinni árin.
Við það urðum að sættast.
En aldrei ég gleymi þér.
Ég þakka gömlu árin
og samleiðina méð þér.
Minningin um þig,
er það eina sem ég hef.
A í vörslu minni,
gamla mynd afþér.
Fjalla ferðir margar
og árin mín öll.
Þakka öll þín kynni
og geymum þettað vel.
Guð blessi f/tinningu
og ástvini þína alla.
Kveðja
Erla Þórðar.
Vísir að hand-
verksbókasafni
Frá afhendingu handverksbókasafnsins. Frá vinstri Valur Amarson, Steinunn Eiríks-
dóttir, Helga Björk BjamadLóttir, Þuríður Helgadóttir og Anna Sigurlm Hallgrímsdóttir
formaáur félagsins. Lengst til bægri er Guðmundur Guðmarsson forstöðumaður safnsins
sem tók við safnkostinum til varðveislu. Mynd MM.
Handverksfélagið Hnokki í
Borgarfirði færði Héraðsbókasafhi
Borgarfjarðar í síðustu viku vísi að
bókasafni um handverk til varð-
veislu. Safnið hefur að geyma 36
tida og er ætlað notendum bóka-
safhsins til afnota í lesstofu. Að
sögn stjórnarmanna í Hnokka er
safnið vísir að ffæðslu- og upplýs-
ingaefhi um handverk og er ætlun-
in að auka við bókakostinn þegar
fram líða stundir. MM