Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2000, Page 10

Skessuhorn - 27.01.2000, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 2000 ^&usunu^. I byrjun Þorra Ýmsar lífsnautnir manna era iðkaðar á Þorrablótum og slíkum samkomum meira en í annan tíma og margt virðist mér benda til að sá sem Böðvar frá Hnífsdal yrkir um hafi verið liðtækur á því sviði: Labbar stéttir lágfœttur lífs er prettum hniginn. Sígarettu soghólkur sem hérfléttar stiginn. Einar hefur maður heitið sem ég veit því miður ekki frekari deili á en fékk eftirfarandi sendingu frá stúlku einni í nágrenni sínu: Einar lifir eins og svín, ekkert honum fróar, hann vill tóbak, hann vill vín, hann vill stúlkur nógar. Einari þótti vísan góð og sendi svar til baka: Ég þakka fyrir þetta prent sem þessum stóð á seðli, enflest afþví sem þar er nefnt þykir mannlegt eðli. Fréttaflutningur er eitt af því sem telst nauðsynlegur hluti hvers þorrablóts og þó árin séu vissulega misviðburðarík eru menn líka verulega misglöggir að sjá fréttnæmu hliðina á því sem er að gerast. Lúðvík Kemp orti eftir- farandi fréttapistla, fyrst góðar fféttir: Margt er ífréttum, mikið ort, messar séra Pétur, engan hefur ennþá skort áfengi í vetur. Síðan slæmar fféttir: Ljótar fréttir, lítið ort, lifi ég eins og Pétur. Enda hefur alltaf skort áfengi í vetur. Steingrímur Baldvinsson í Nesi kvað á þorrablóti: Mjöður er hér afmörgurn sortum mœtur eins og gimist hver. Eg hefsjaldan áður ort um efni sem er kærra mér. Á þorrablótum eru jafnan matföng öll hin gimilegustu og ljóst að hagyrðingurinn Búi hefur ekki ort eftirfarandi við þær aðstæður (nema kannske aðra hendinguna): Mörg er tíðin mæðufull, mig ogfleiri vantar gull. Einafæðið súpusull og soðinn fiskur. Þetta er - Bull! Sveinbjörn heitinn Beinteinsson skemmti oft á þorrablótum á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd á vegum kvenfélagsins og era eftir- farandi vísur upphaf og endir frá árinu 1967: Þá skal hejja þennan brag þorstalaus og mettur raula ég við rammfornt lag rímnastefjaglettur. Þegar ég kem á þennan fund þakinn störfum bragsins þjóna ég eina þorrastund þórfum kvenfélagsins. Verður hver að sjá um sig svona störfum hlaðinn eitthvað fallegt fyrir mig frúmar gera í staðinn. A þvíflesta furðar mest hvað frúmar gátu étið, einni þykja eistun best, annarri hangiketið. Þó égyrki ekki snjallt eða kveði stundum Ijótt kvenfélagið á þó allt undir mér í kvöld og nótt Einstöku sinnum hendir það menn, svo á þorrablótum sem annars staðár, að ganga fullgeyst um gleðinnar dyr og getur þá heimkoman orðið erfið eins og má sjá á stökum Rósbergs G. Snædal: Herðalotinn, haldinn geig, heim í kotiðfer ég. Nú erþrotin nautnaveig, niðurbrotinn er ég. Varð mér heldur dropinn dýr, dómsins hrelldur bíð ég, eftir kveldsins ævintýr undirfeldinn skríð ég. Nokkur undanfarin ár hefur Rás tvö gengist fyrir kjöri á kynþokka- fyllsta karlmanni landsins á bóndadaginn sem er að sjálfsögðu lofsvert ffamtak en hvers eigum við að gjalda aumingjarnir sem aldrei fáum atkvæði! Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum orti á bónda- dag: Engin erþörf að því að gá, -þjóðlegt er skrefið stigið- íslenskir karlar komnir á kynþokkafylleríið. Kjammetið gamla, ket og svið, kraft veitir sveinum ungum, kynþokkinn eykst og eflist við átið á súrum - lundaböggum! Bæði kraftur og kynþokki era þó til lítdls ef enginn fæst mótpartur- irm og þetta var K.N. gamla að fullu ljóst, enda orti hann: Að láta skáldin lúra ein, Ijótur er það siður! Þetta er gamalt þjóðarmein því er ver og miður. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjanur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt S 435 1361. í tindátaleik meðhagstnuni almennings Rökþrota menn, sem hafa vond- an málstað að verja, bregða jafnan á tvö ráð: I fyrsta lagi að kasta ryki í augu lesenda sinna með því að beina sjónum þeirra ffá aðalatrið- um málsins og í öðra lagi að gera umræðuna persónulega. Formaður bæjarráðs Akraness, Sveinn Krist- insson, gerir sig sekan um hvort tveggja í grein hér í blaðinu í síð- ustu viku, þar sem hann bregst við gagnrýni undirritaðs á þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Akraness, að segja bæjarfélagið úr samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. I þessu alvarlegasta máli í bæjar- málapólitík Akraness á síðari tímum vekur það óneitanlega furðu, að formaður bæjarráðs skuli bregða á það ráð, að gera gagnrýnendur sína tortryggilega með vís- un í ungan aldur þeir- Penninn ekki stóru orðin í grein sinni: „valdníðsla“, „pólitískt ofbeldi“, „valdastreitumenn" og „valdarán“. Er nema von að lesendur spyrji: Hvað í ósköpunum gerðist eigin- lega á aðalfundi SSV? Það sem gerðist var þetta: Lýðræðislega kjörnir fulltrúar allra sveitarfélaga kusu stjórn samtakana. Stjórnar- menn greiddu síðan atkvæði um hver skyldi gegna formennsku og var Gunnari Sig- urðssyni fremur treyst til starfans en Sigríðu Gróu Kristjánsdóttur. En þolendur í þessu einkastríði Sveins Kristínssonar og félaga, segir Pétur Ottesen, eru ekki þeir sem vopnunum er beint að. ra og með kostulegum myndlíking- um úr hemaði. Að mati undirritaðs er það mál sem hér er til umræðu mun miklu mikilvægara en svo, að um það sé hægt að heyja einhvern tindátaleik. En það er kannski fyrst við lestur greinar Sveins sem hægt er að skilja hvaða hvatir lágu að baki ákvörðun meirihluta bæjar- stjórnar. Sú ákvörðun að kljúfa Akranes úr samstarfi við önnur sveitarfélög á Vesturlandi, var greinilega ekkert annað en mót- leikur í tindátaleik Sveins Kristins- sonar og félaga í bæjarstjóm Akra- ness; krókur á móti bragði - sjálf- stæðismenn skyldu fá að finna til tevatnsins. Hverjir bera skaðann? En þolendur í þessu einkastríði Sveins Kristinssonar og félaga era ekki þeir sem vopnunum er beint að. Þegar æði ræður för er kannski ekki við öðru að búast en að þolendur verði þeir sem síst skyldi, í þessu tdlviki almenningur á Vest- urlandi, og ekki síst umbjóðendur Sveins Kristinssonar á Akranesi. Er nema von að ákvörðun meirhluta bæjarstjórnar Akraness veki undran og reiði hvarvema í kjördæminu? Skoðanabróðir Sveins Kristins- sonar, Guðbrandur Brynjólfsson, bæjarstjórnarmaður í Borgarbyggð, lét efrirfarandi ummæli falla á bæj- arstjórnarfundi skömmu efrir aðal- fund SSV: „Annað hvort er hér um að ræða tylliástæðu að hluta til, eða þá að reiði og fljótfærni hefur bor- ið mannlega skynsemi ofurliði um stund. Eg er sannfærður tun að Ak- urnesingar hafa margvíslegan hag af aðild að SSV, ekki síður en önn- ur sveitarfélög á Vesturlandi, og hvet þá því eindregið til að endur- skoða þessa ákvörðun sína, sem augljóslega setur framtíð SSV í mikla óvissu. Klofhi SSV mun það veikja Vesturland, bæði innávið og útávið.” Hvað gerðíst í Reykholtí? Og hver skyldi þessi tylliástæða vera? Sveinn Kristinsson sparar Er formaður bæjarráðs Akra- ness í alvöru að halda því ffarn að þetta sé „valda- rán“ eða er hann einungis að kasta ryki í augu lesenda, svo sem áður var minnst á? Það lýsir ekki ein- ungis hroka og lítilsvirðingu í garð lesenda að setja mál sitt fram með slíkum hætti, heldur einnig ákaf- legri málefnafátækt og óöryggi um eigin málstað. Undarlegur samstarfevilji Það er í raun jafh skiljanlegt og það er aumkunarvert, að talsmaður meirihluta bæjarstjórnar í þessu máli grípi til slíkra gífuryrða - hann hefur afar vondan málstað að verja. Kjarni málsins er nefnilega sá, að meirihlutinn fór gróflega yfir strik- ið í tilraun til að ná sér niður á póli- tískum andstæðingum og gerðist þar með sekur um brot á fram- skyldu sinni; að setja hagsmuni al- mennings í öndvegi en ekki sína eigin - tindátaleikurinn var of ffeistandi. Nokkur yfirbót birtist greinilega í niðurlagi greinar Sveins Kristins- sonar, þar sem hann segir orðrétt: „Meirihluti bæjarstjórnar Akraness horfir tíl ffamtíðar í samstarfi að sveitarstjórnarmálum. Hagsmunir Akurnesinga sem annarra sveitarfé- laga á Vesmrlandi felast í því að unnið sé að samstarfi um sameigin- leg verkefhi." Einmitt það já! Svo mælir maður sem átti síst minnstan þátt í því að Akurnesingar slitu samstarfi við önnur sveitarfélög á Vesturlandi. Er formaður bæjar- ráðs Akraness, Sveinn Kristinsson, að henda gaman að lesendum sín- um? En Sveinn og félagar hans í meirihluta bæjarstjórnar Akraness hafa enn tækifæri til að bæta ráð sitt. Með því að taka til baka ákvörðun sína um úrsögn úr sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi, myndi meirihlutinn hugsanlega endurheimta æra sína og öragglega þjóna hagsmunum umbjóðenda sinna betur en með framgöngu sinni í málinu til þessa. Pe'tur Ottesen, bœjarfulltrúi á Akranesi ogjyrrv. formaður SSV. f/eygar&shornið Minningar- grein I minningu íslenskra handbyltínga: I taumlausri gleði og glýju við gerðum út meira en tíu helvíti slynga handbyltinga í krossferð til Króatíu. Menn jjárfestu t freyðinvínspytlum ogflugeldum eigi litlum svofagna vel mætti með fullgildum hætti íslenskum Evróputitlum. Já, hetjumar riðu um hémð en hollari Svtum er Guð og Portúgal dróþá og Danir - á kjöl já! Eytndin var opinbentð. Þeim hældu merm á hverjimt reipttm -hetjunum vorum sleipum- en svofór fyrir pilturn að falla með byltum og snúa til Fróns með sneipum. BMK Heimskar konur Þrír menn vora að ræða saman og umræðumar leiddust út á þá braut hvað konur væra nú óskyn- samlegar. Sá fyrsti sagði að þetta væri með ólíkindum. Konan hans hetði í gær farið og keypt sér saumavél með öllum fídusum, rosa fullkomna - og hún sem kann ekki einu sinni að sauma! Þá sagði annar: Þetta -er nú ekkert. Mín kona fór út í gær og keypti sér nýjan fullkominn Toy- ota jeppa, breyttan með öllu sem nöfhum tjáir að nefha - og hún sem kann ekki einu sinni að keyra. Þá sagði sá þriðji: Hvað má ég þá segja um mfna konu. Hún er að fara til Spánar í ffí og hún keypti sér 50 smokka fyrir ferðina - og hún sem er ekki einu sinni með tippi! Liðagigt Maður sem lyktaði eins og bruggverksmiðja kom inn á Dússabar og settist við hliðina á presti. Bindið á manninum var drallugt, andlitið allt út í rauðum varalit og hálffull ginflaska stóð út úr vasanum á rifha jakkanum hans. Hann opnaði dagblað og byrjaði að lesa. Effir nokkrar mínútur snýr maðurinn sér að prestinum og spyr, heyrðu faðir, hvað veldur liðagigt? Herra minn, henni veldur of mikið næturlíf, að vera með ódýr- um og rugluðum konum, of mik- ið alkóhól og fyrirlitning á ná- unganum. Eg er svo hissa, sagði hálffulli maðurinn, og hélt áfram að lesa daglaðið. Presturinn fór að hugsa um hvað hann hefði sagt við manninn og ákvað að biðjast fyr- irgefningar. Eg biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að vera svona ruddalegur, hvað hefurðu haft liðagigt lengi spurði presturinn. Eg er ekki með liðagigt, ég var að lesa að páfinn hefði hana!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.