Skessuhorn - 27.01.2000, Qupperneq 13
SSEESSUHÖM
FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 2000
13
ATVINNA ÓSKAST
Hjálp (24.1.2000)
Vill einhver hjálpa mér um
vinnu. Helst í vélvirkjun svo ég
geti lokið námi. Flest kemur til
greina. Uppl. í síma 431 2146.
BÍLAR / VAGNAR / KERRUR
Fombíll Land Rover (25.1.2000)
Til sölu Land Rover árgerð 1975
styttri gerð með ökumæli. Er á
góðum heilsársdekkjum og skoð-
aður til okt. 2000.Vegna aldurs er
hann undanþeginn bifreiðagjöld-
um. Uppl. í síma 435 1391.
Nissan Sunny (24.1.2000)
Til sölu Nissan Sunny árg. 1986,
skemmdur eftir umferðaróhapp.
Selst í einu lagi eða í pörtum. Upp-
lýsingar í síma 431 3464 e kl. 17.
Cruiser (21.1.2000)
4-gíra Landcruiser gírkassi +
millikassi m/spilúrtaki. Startari í
Landcruiser. Dana 60 afturhásing
m/íljótandi öxlum 4,10. 350 Chevy
vél. Uppl. í síma:431 3344 eða 896
1172.
Fjölskyldu- vinnubíll (21.1.2000)
Til sölu Toyota Hi-ace '95 dies-
el 4x4 langur. Skráður f. 8. Vel með
farinn einkabíll með sérlega rúm-
góðu farangursrými. Ekinn
165.000. m.mæli. Einn eigandi.
Sumar- og vetrardekk. Verð
1.280.000 krónur. Uppl.: sigur-
dura@aknet.is
Til sölu (20.1.2000)
Saab 900 GLE '82 sjálfskiptur.
Skoðaður '00 en er ekki á númer-
um. Verð: 10.000 kr Sími 434
1371.
Dekk á felgum (18.1.2000)
Fjögur nýleg 13“ heilsársdekk á
felgum til sölu. Upplýsingar í síma
587 1090.
DÝRAHALD
Hey (25.1.2000)
Hey til sölu, vel þurrt í pökkuð-
um stórböggum. Uppl. í síma 435
■1391.
Kvígur til sölu (25.1.2000)
Til sölu nokkrar kvígur, af fyrsta
og öðrum kálfi. Burðartími í febr-
úar og mars. Upplýsingar í síma
433 8838, Vífill.
Vantar pláss (21.1.2000)
Vantar pláss fyrir hestinn minn,
a.m.k. fram á vor. Get tekið þátt í
hirðingu og fleira. Uppl. 431 1811,
Auður.
Gæludýrafóður (21.1.2000)
Nurture gæludýrafóður til sölu á
góðu verði. Hundafóður í 15 kg
pokum á 3830 kr hvolpafóður, fóð-
ur fyrir hunda með hárlos og önn-
ur húðvandamál, diet fóður og reg-
ular fyrir alla hunda. Anton Harð-
arson Suðurgata 19 Akranes s: 896
1427
FYRIR BÖRN
Simo-kerruvagn (24.1.2000)
Nýlegur, blár Simo-kerruvagn
til sölu á 20 þúsund. Einnig er á
sama stað til sölu nýtt baðborð sem
fest er yfir baðkar. Kristín s:899
1578.
Vantar svalavagn (24.1.2000)
Oska eftir notuðum barna-
vagni/kerru fyrir lítið eða gefins.
Kristín s:899 1578.
Til sölu (22.1.2000)
Hvítt eldhúsborð verð 2.000.
Gamalt skrifborð verð 1.000.
Britax barnabílstóll verð 6.000,
barnastóll á reiðhjól + hjálmur.
Uppl. í síma 431 3344 eða
861 6227.
LEIGUMARKAÐUR
Einstaklingsíbúð (24.1.2000)
Oska eftír einstakslingsíbúð til
leigu á Akranesi. Upplýsingar í
síma 431 4236.
Á Akranesi óskast (18.1.2000)
Ungt reglusamt og reyklaust par
óskar eftir 2-3 herbergja íbúð á
Akranesi, ýmislegt kemur til
greina. Oruggum greiðslum heitið.
Upplýsingar í síma 899 7491 eða
431 1562 eftir klukkan 19.
ÓSKAST KEYPT
Jörð óskast (24.1.2000)
Vestfirðir/Snæfellsnes. Oska eft-
ir að komast í samband við jarðar-
eiganda sem vill selja. Jörðin má
vera hluti af jörð hvort sem um er
að ræða jörð í rekstri eða eyðibýli
(jörð án húsa). Allt kemur til
ereina. Uppl. gefur Jón Gunnar í
síma 863 7227.
Fururúm (24.1.2000)
Oska eftir fururúmi, ca 120cm á
breidd. Upplýsingar í síma 431
1549.
Þrekhjól (24.1.2000)
Oska efrir þrekhjóli. Upplýsing-
ar í síma 431 1549.
Notuð PC tölva (18.1.2000)
Vantar notaða PC tölvu, minnst
Pentinum 133. Uppl. í síma 861
7740.
TIL SÖLU
Tilsölu (21.1.2000)
Hvítt elhúsborð verð 2.000,
barnastóll á reiðhjól+hjálmur.
Britax bamabílstóll. Gamalt skrif-
borð v 1.000. Matreiðsluvél.
Uppl.í síma: 431 3344 og 861
6227.
ÝMISLEGT
Gamlir munir (24.1.2000)
Kaupi gamla muni. T.d. Lampa,
ljósakrónur, verkfæri, skrautmuni
og flest sem tengist stríðsáranum
og þaðan af eldra, utan dyra sem
innan. Upplýsingar í síma 437
1148.
10 mínútna förðun (19.1.2000)
Viltu fræðast um umhirðu húðar
og hárs eða læra förðun sem tekur
aðeins 10 mín? 3ja tíma frítt nám-
skeið fyrir allar konur. Náttúruleg-
ar snyrtivörur og förðunarvörur.
Þér gefst kostur á að kaupa að
námskeiði loknu. Guðrún, 566
7374 og 895 0800.
Bamaskapur meiri-
hlutans á Akranesi
Penninn
í Skessuhorni þann 20.janúar
(Morgunblaðinu 21.janúar) sl.
reynir Sveinn Kristinsson, formað-
ur bæjarráðs á Akranesi, enn einu
sinni að verja þær fljótfærnislegu
aðgerðir meirihluta bæjarstjórnar
að segja Akranesbæ úr samstarfi við
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi,
SSV. Sveinn segir orðrétt í fyrr-
nefndu blaði í svargrein við skrifum
Péturs Ottesen í Morgunblaðinu
undir fyrirsögninni „Skot í fótinn“:
„Þar bætir hann (Pétur, innsk.
GS) við nýju einkunnarorði , en
svarabróðir hans í bæjarstjórninni
og núverandi formaður SSV,
Gunnar Sigurðsson, hefur notað
orðið barnalegur. Það er þekkt úr
þrætubókinni að til slíkra einkunna
er gripið þegar hin rökræða um-
ræða er mönnum ofviða.“
Eg ætla hins vegar að láta þá sem
þetta lesa leggja mat á það hvort
framkoma meirihluta bæjarstjórnar
Akraness við úrsögn úr SSV er
barnaleg eða ekki, en staðreyndir
eru þessar:
1. I haust réð stjórn SSV ráð-
gjafafyrirtækið Nýsi hf. til að ræða
við allar sveitarstjórnir á Vestur-
landi. í framhaldi af því var fyrir-
tækinu falið að koma með tillögu
að áframhaldandi starfi SSV
2. Á aðalfundi SSV í Reykholti sl.
haust var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum, þar á meðal
atkvæðum Akurnesinga, að fela
næstu stjórn SSV að skoða ákveðn-
ar leiðir sem skipulagsnefnd aðal-
fundar SSV undir forystu bæjar-
stjórans á Akranesi mælti með.
3. Á þessum fundi var kosin 7
manna stjórn með öllum greiddum
atkvæðum.
4. Á fyrsta fundi nýkjörinnar
stjórnar SSV var kosið um tvo full-
trúa stjórnar í formannsstól. Sigríð-
ur Gróa Kristjánsdóttir fékk 3 at-
kvæði og Gunnar Sigurðsson fékk 4
atkvæði og var því réttkjörinn.
Þetta þoldi meirihlutinn á Akra-
nesi ekki og sagði Akranesbæ úr
samtökum sveitarfélaga á Vestur-
landi. Þetta er það sem ég kalla
barnalegt, „ef við fáum ekki það
sem við viljum þá erum við bara
hætt“. Ef hlutirnir eru ekki þókn-
anlegir meirihlutanum á Akranesi
þá hætta þeir bara að vera með! Það
er augljóst í þessu máli að ekki er
verið að hugsa um hagsmuni Akur-
nesinga eða Vestlendinga.
Málflutningur meirihlutans á
Akranesi er annars með ólíkindum í
Gunnar Sigurðsson
þessu máli.
Á sama tíma og hann segir Akra-
nesbæ úr SSV gefur meirihlutinn
yfirlýsingu um að hann vilji samtarf
á Vesturlandi um þau verkefni sem
Akranesbær getur haft gott af eða
nýtist báðum. Hver leggur trúnað á
svona málflutning? Meirihlutanum
væri nær að hotíá fram á veginn
frekar en að stunda þennan sand-
kassaleik og fara svo bara í fylu! Er
þetta Akranesbæ og Vesturlandi til
heilla?
Gunnar Sigurðsson er bcejarfulltrúi
sjálfstæðismanna á Akranesi og
formaður SSV
Norðurál með
kynningu
Þann 4. febrúar næstkomandi
ætlar Norðurál hf. að vera með
opið hús og kynningu á umhverf-
ismælingum og umhverfisvöktun
í Hvalfirði sem fyrirtækið og Is-
lenska járnblendifélagið hafa
staðið að undanfarin tvö ár.
Kynningin er opin öllum frá kl.
16 til kl 21:30 og verður haldin
að Norræna skólasetrinu á Hval-
fjarðarströnd.
Einnig verða kynntar teikning-
ar af fyrirhugaðri stækkun og
sýndar ljósmyndir og skýringar-
myndir af mengunarvarnarbún-
aði og daglegu framleiðsluferli."
(Fréttatilkynning)
Rússnessldr
snillingar
Rússnesku tvíburamir Fjodor-
ov verða með tónleika í sal
Grundaskóla á Akranesi í kvöld,
fimmtudag 27.jan. kl.20.30.
”Það er mikið happ fyrir okkur
að fá þessa snillinga aftur til okk-
ar,” segir Lárus Sighvatsson,
skólastjóri Tónlistarskólans á
Akranesi. “Þeir léku fyrir okkur
sl. sumar og voru margir sem
misstu af þeim þá. Nú er um að
gera að láta þá bræður ekki ffam
hjá sér fara,” sagði Lárus.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn og mun hluti miða-
verðs ganga til harmonikkusveit-
ar TA sem hyggur á utanlands-
ferð í vor. SB
Símenntun í
atvinnulífinu
Ole Imsland, framkvæmda-
stjóri Rogaland Kurs og Kompet-
ansesenter heldur tvo opna fundi
hér á landi í þessari vilcu um sí-
mennmn í atvinnulífinu. Hann er
hér í boði Símenntunarmiðstöðv-
ar Vesturlands með styrk frá
norska sendiráðinu. Fyrri fund-
urinn verður í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 20.00 í íþróttahús-
inu Jaðarsbökkum á Akranesi en
sá síðari í Fjarkennslustofu HI í
Reykjavík á föstudag kl. 10.00.
^Menning 2000 á Akranesi
Atta listamenn
setja upp verk sín
Þann 15. janúar voru kynnt í
Kirkjuhvoli þau verk sem sett
verða upp í tengslum við Menn-
ingu 2000. Listamönnum á Akra-
nesi og brottfluttum Akurnesing-
um var boðið að senda inn tillög-
ur að umhverfislistaverkum.
Verkin skyldu vera úr náttúruleg-
um efhum og öðrum ódýrum
verkurn t.d rekaviði. Alls bárust
10 tillögur og voru átta tillögur
eftir jafnmarga listamenn valdar.
Þeir listamenn sem setja verk sín
upp eru: Auður Vésteinsdóttir,
Bjarni Þór Bjarnason, Guttormur
Jónsson, Helena Guttormsdóttir,
Jónína Guðnadóttir, Marlize
Wechner, Philippe Richart og
Sigríður Rut Hreinsdóttir.
Verkin verða sett upp á þremur
stöðum, við Leyni, við Langa-
sand og á Elínarhöfða. Verk Jón-
ínu „Himnaríki” og Marlize
„Veðrafiskar” verða staðsett við
Leyni. Verk Auðar „A floti”, Hei-
enar „Liðinn tími” og Sigríðar
“As fiski” verða staðsett á Langa-
sandi. Verk Philippe „Veiðar”,
Bjarna „Tálbeitan” og Guttorms
„Sætí” verða svo staðsett á Elín-
arhöfða.
SB