Skessuhorn - 27.01.2000, Page 14
14
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
SKESSUHÖSM
Símenntunarmiðstöðin hefur mörg hlutverk
Pennínn J
Fjöldi Vestlendinga hefur sótt
námskeið sér til gagns og gamans á
því tæpa ári sem Símenntunarmið-
stöðin hefur starfað. Tómstunda-
námskeið eru sá hluti starfseminnar
sem mest ber á, en því fer fjarri að
það sé eina hlutverk Símenntunar-
miðstöðvarinnar að skipuleggja frí-
stundanám. Mig langar í þessari
grein að vekja athygli á þeirri starf-
semi sem hljóðlegar fer.
Símenntun í atvinnulífinu
Eitt hlutverk miðstöðvarinnar er
að auka samstarf atvinnulífs og
skóla og efla menntun vinnandi
fólks. Síkvikur vinnumarkaður ger-
ir síbreytilegar hæfhiskröfur og þeir
sem ekki viðhalda þekkingu sinni
og færni eiga það á hættu að lenda
úti í horni eins og hver önnur af-
lóga vinnuvél. Menntun er ekki
lengur forði sem menn afla sér á
yngri árum heldur þarf að safna
henni í sarpinn alla ævi. Það hlýtur
að vera sameiginlegt verkefni ríkis,
menntastofnana, atvinnurekenda,
stéttarfélaga og sérhvers einstak-
lings að sjá til þess að menntun
þjóðarinnar sé í samræmi við þarfir
atvinnulífsins. Hlutverk atvinnulífs-
ins er að skilgreina menntunarþarf-
irnar og hlutverk skólanna að
bregðast við þessum þörfum. Hlut-
verk einstaklinga er að temja sér
sveigjanleika og búa sig undir að
störfin sem þeir gegna geri aðrar
kröfur til þeirra í dag en í gær. Sí-
menntunarmiðstöðin leitar svo eft-
ir samvinnu allra þessara aðila í því
skjrni að auka menntun fullorðins
fólks.
Á þessu fyrsta starfsári hefur Sí-
menntunarmiðstöðin sérsniðið
talsvert af námskeiðum sem fyrir-
tæki, stofnanir, stéttarfélög og
sveitarfélög hafa beðið um. Hægt
og sígandi er verið að feta sig inn á
þá braut að aðstoða viðskiptavini
við að greina mennmnarþörfina. Þá
er ekki eingöngu verið að hugsa um
að bæta handtökin heldur einnig
hugarfarið því eins og allir vita
skiptir hugarfar stjórnenda og
starfsfólks sköpum í atvinnurekstri.
Fjamám
Það verður æ algengara að fólk
stundi nám án þess að þurfa að
mæta í skólann nema til að útskrif-
ast. Fjarnám er ýmist stundað um
tölvu eða gagnvirkan fjarkennslu-
búnað. Fjamám um tölvu er hægt
að stunda þegar og þar sem nem-
endum hentar, en fjarkennslubún-
aður gerir fólki kleift að sitja
kennslustundir í fjarlægum
menntastofhunum.
Fjarnám og fjarvinnsla hljóta að
vera liður í lausn byggðaröskunar-
vandans. Það fer ekki hjá því að bú-
seta í dreifbýli verður fysilegri kost-
ur þegar hægt er að stunda doktors-
nám við bandarískan háskóla sitj-
andi við ódýra heimilistölvu vestur í
Hörðudal eða að hafa atvinnu af að
svara í síma fyrir alþjóðlegt stórfyr-
irtæki undir Jökli.
Eitt hlutverka Símenntunarmið-
stöðvarinnar er að auka möguleika
Vestlendinga á að stunda fjamám
og kenna þeim að nýta sér það sem
í boði er. I teoríunni era fjarnáms-
möguleikar ótæmandi, en veruleik-
inn er annar. Vandinn er í stuttu
máli þessi:
1) Símkerfið er ekki í stakk búið
til að uppfylla þær kröfur um burð-
argetu sem fjarnám og fjarvinnslu-
störf gera.
2) Enn er ekki ljóst hver á að bera
kostnaðinn sem fylgir því að flytja
framhalds- og háskólanám til
dreifðra byggða.
3) Skólakerfið hefur ekki aðlagast
vinnubrögðum fjarnáms og það á
eftir að kenna kennuram að kenna á
þennan hátt.
4) Almenningur er ekki undir
það búinn að nýta sér þessa náms-
tækni. Það þarf að kenna nemend-
um að læra á þennan hátt.
Þessi vandamál eru ekki óyfir-
stíganleg, en það tekur tíma að
leysa þau. A Vesturlandi hafa sex
þéttbýlissveitarfélög komið sér upp
gagnvirkum fjarkennslubúnaði
þannig að enginn Vestlendingur
þarf að fara um langan veg til að
stunda fjarnám um slíkan búnað. I
vetur hafa fjórir nemendur á Vest-
urlandi stundað nám við HI í
heimabyggð, en fjöldi þeirra fer ör-
ugglega vaxandi þegar fyrrgreind-
um Ijónum verður ratt úr vegi.
Að læra að læra
Tölvulæsi er forsenda fjarnáms
og meðal annars þess vegna hefur
Símenntunarmiðstöðin lagt áherslu
á upplýsingatækni í námskeiða-
framboði sínu. Um þessar mundir
er að fara af stað samvinnuverkefhi
fjögurra þjóða, sem Vestlendingar
taka þátt í. Markmið verkefnisins er
að kenna konum í dreifbýli á tölvur
og gera þeim þannig kleift að stun-
da fjarnám og fjarvinnslustörf. 20
konur víðsvegar af Vesturlandi
stunda nú tölvunám á Varmalandi
þar sem verið er að prófa nýtt
kennsluefni í vefutgáfu.
Tölvufærni er þegar farin að
skipta fólki í stéttir og sú stéttskipt-
ing mun aukast í framtíðinni. Vitað
er að konur standa verr að vígi en
karlar og dreifbýlið stendur höllum
fæti í þessum efnum. Konur í dreif-
býli eru því sá hópur sem helst á
það á hættu að missa af upplýsinga-
hraðlestinni. Þess vegna er þetta til-
raunanámsefni sem unnið er af há-
skólakennurum í fjóram löndum
fyrst prófað í kvennahópum. Þátt-
takendur hér á landi era af Vestur-
landi, úr Eyjafirði og Eyjum. Það er
gaman að geta þess að á öllum þess-
um stöðum hefur þurft að velja úr
hópi áhugasamra umsækjenda á
meðan leitað hefur verið að fólki til
að taka þátt í tilrauninni í Noregi,
Irlandi og Slóvakíu. Þessi tilrauna-
kennsla og tilraunanámsefhi mun
síðar nýtast öðram hópum til að til-
einka sér undirstöðuatriði upplýs-
ingatækninnar og nýta sér þau til
fjarnáms og fjarvinnslustarfa.
Nám er skemmtun
Að lokum langar mig að minnast
örlítið á gildi tómstundanáms.
Sjálfri finnst mér helsti gallinn við
að búa í dreifbýli vera sá hversu
erfitt er að sækja námskeið. Mér
finnst það vera mannréttindi að
geta lagt rækt við áhugamál sín á
námskeiðum. Það er erfitt að halda
úti námskeiðahaldi í fámenni og
sérstaklega er erfitt að fá samfellu í
frístundanámið.
Ein leið til að gera námskeiðs-
hald í dreifbýli mögulegt er að
halda námskeið sem jafnt nýtast
fyrirtækjum, félagasamtökum og
einstaklingum. Dæmi um slík nám-
skeið eru tölvunámskeiðin sem
ll/örg Amadóttir
haldin hafa verið um allt Vesturland
í vetur.
I Grandarfirði er nú verið að
reyna leið til tómstundanáms, sem
mikið er notuð á öðrum Norður-
löndum. Þar er að fara af stað les-
hringur sem les og ræðir um Eyr-
byggju. I leshring fræðist fólk af
öðram um leið og það fræðir aðra.
Þar sem enginn eiginlegur kennari
er á námskeiðinu er kostnaður í lág-
marki og þar af leiðandi þarf ekki
marga þátttakendur til að af nám-
skeiðinu geti orðið. Hópstjórinn
hefur það hlutverk að sjá til þess að
umræður snúist um Eyrbyggju og
ekkert nema Eyrbyggju. Hópurinn
ber sjálfur ábyrgð á að fræðast og
fræða og mörg dæmi era um það að
vel samsettir leshringir lifi áram
saman. Eg óska Eyrbyggjules-
hringnum í Grandarfirði langlífi og
vona að brátt spretti upp leshringir
um önnur efni á öðram stöðum á
Vesturlandi.
Björg Amadóttir,
forstöðumaður
Shnenntimarmiðstöðvar Vesturlands
Iþrótta- og tómstundamál í Borgarbyggð
Penninn
Undanfama mánuði hefur um-
ræða um rekstur íþróttafélaga verið
í deiglunni í Borgarbyggð. A fundi
bæjarstjórnar Borgarbyggðar 17.
janúar 2000 vora samþykkt stefhu-
markandi atriði varðandi aðkomu
sveitarfélagsins að íþrótta- og tóm-
stundamálum.
Stefnumörkunin miðast við að
efla starfsemi félaga en einfalda
jafhframt aðkomu sveitarfélagsins
m.a. með rekstrarsamningum og
markvissarir úthlutun peninga-
styrkja.
Eftirtalin atriði vora samþykkt
sem stefhumörkun:
1. Iþrótta- og tómstundaskóli.
Sett verði fjármagn í að undirbúa
starfsemi íþrótta- og tómstunda-
skóla ffá 1. janúar 2001 í 6 mánuði
í samstarfi við íþrótta- og æskulýðs-
fulltrúa. I ffamhaldi af því verði
stefht að rekstrarsamningi/um um
verkefni skólans og umsjón.
2. Annað æskulýðs- og tóm-
stundastarf. I fjárhagsáætlun ársins
2000 verði settar 2 m.kr. í aðstöðu
fyrir eldri unglinga.
3. Rekstrarsamningar. Stefnt
verði að gerð rekstrarsamninga í
auknu mæli við félög í Borgarbyggð
um rekstur íþróttamannvirkja og
starfsemi er heyrir undir íþrótta- og
tómstundastarf.
4. Styrkveitingar. Arlega verði
veitt fastri fjárhæð til úthlutunar
peningalegra styrkja. Auglýst
verði eftir umsóknum og úthlutað í
samræmi við fyrirfram settar út-
hlutunarreglur. Tómstundanefnd,
ásamt bæjarstjóra, íþrótta-og æsku-
lýðsfulltrúa verði falið að gera til-
lögur um úthlutunarreglur. Fjár-
hæð til úthlutunar verði ákveðin ffá
ári til árs.
Yfirlit yfir framlög til íþrótta-
tómstunda- og æskulýðsmála.
Yfirlit fyrir árin 1998 og 1999
fylgir með til samanburðar.
Þús. Kr 1998 1999 2000
Reikmtð húsa- ogvaUarleiga til ijrróttafélaga
5.689 5.918 7.400
Greiðslur samkv. eldri satnningum
1.867 3.654 4.100
Peningastyrkir til úthlutunar
1.810 778 1.500
Onnur framlög og styrkir
423 400 900
Samtals:
9.789 10.750 13.900
Samtals framlög án reiknaðrar leigu
4.100 4.832 6.500
Eins og sjá má eru greiðslur
vegna eldri samninga nú umtals-
verðar og verða næstu tvö árin.
Reiknuð leiga hefur hækkað nokk-
uð þar sem gjaldskrá vegna íþrótta-
mannvirkja var hækkuð eftir mar-
gra ára óbreytta tölu. Þessi upp-
hæð er millifærð sem tekjur á mála-
flokkinn íþrótta- og tómstundamál
og skuldfærð á íþróttafélögin.
A þessu yfirliti sést líka að beinir
peningalegir styrkir til íþrótta- og
æskulýðsmála hafa aukist milli ára.
Það hefur verið skýr vilji bæjar-
stjórnar að styðja sem best við
íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfé-
laginu. Áður nefnd stefnumörkun
verður unnin í góðu samstarfi við
þau félög sem sinna íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Hugmyndin á bak-
við hana er m.a sú að breyta að-
komu sveitarfélagsins þannig að
ekki koma til styrkir eftir á heldur
vita félög í byrjun árs hvaða fjár-
muni þau fá frá sveitarfélaginu.
Ein upphæð verður eyrnamerkt
sjóði til íþrótta- og tómstundastarfs
sem aðilar í Borgarbyggð geta sótt
um í. Rekstrarsamningar geta
styrkt starf félaganna og gert starfið
markvissara þar sem hlutur sveitar-
félagsins verður minni en félaganna
meiri. Auknir tekjumöguleikar
tengdir þessu verða vonandi til
góðs fyrir félögin.
Víða um land hafa íþróttafélög
átt við gífulegan peningalegan
vanda að stríða. Starfsemi þeirra
byggist að mestu leyti upp á frjálsu
starfi, tekjum af auglýsingum og
velvilja fyrirtækja. Þáttur sveitar-
félaga hefur verið sá að veita eins
góða þjónustu og hægt er hvað
varðar aðstöðu enda bundið í lands-
lögum.
Bein aðkoma sveitarfélaga pen-
ingalega séð hefur verið mjög mis-
munandi. Benda má á að sam-
kvæmt árbók sveitarfélaga fyrir árið
1999 sem sýnir útgjöld ársins 1998
er Borgarbyggð í þriðja sæti á
landsmælikvarða hvað varðar upp-
hæð pr. íbúa til íþrótta- og æsku-
lýðsmála. Aðeins Olafsfjörður og
Grindavík eru hærri miðað við
svipaða stærð sveitarfélags.
Nokkurs misskilnings hefur gætt
varðandi rekstrarsamning um
íþróttavöllinn í Borgarnesi. Borg-
arbyggð hefur undanfarin ár gert
samning við Knattspyrnudeild
Skallagríms um umsjón og rekstur
vallarins. Hér er ekki um beinan
peningastyrk að ræða heldur samn-
ing um rekstur. Borgarbyggð hefur
keypt þjónustu af Knattspyrnu-
deildinni og Golfklúbbi Borgar-
ness, sem séð hefur um sláttinn, og
sést það góða starf á því að við eig-
um einn fallegasta íþróttavöll
landsins.
Styrkur sveitarfélagsins.
Það má alltaf deila um hversu
miklum upphæðum skuli veitt til
íþrótta- og tómstundastarfs. Þetta
er geysifjölbreytt flóra. Annars-
vegar era íþróttir sem iðkaðar era
undir stjórn þjálfara í íþróttamið-
stöð eða tómstundastarf sem m.a.
fer fram í félagsmiðstöð eða undir
stjórn félagasamtaka.
Það er styrkur hvers sveitarfélags
að þar dafni öflugt íþrótta- og tóm-
stundastarf. Ekki aðeins eflir það
börn og unglinga í leik og starfi
heldur er það mikilvægur þáttur í
félagsmótun þeirra fjölmörgu aðila
sem vinna sjálfboðavinnu á vegum
félaga. I Borgarbyggð hefur fjöldi
fólks sinnt íþrótta- og tómstunda-
starfi í sjálfboðavinnu áram saman
Helga Halldórsdóttir
og unnið sveitarfélaginu gríðarlega
gott starf. Slíkt er aldrei hægt að
meta til fjár.
Þegar fólk hyggst flytja búferlum
era nokkrir þættir sem hafa áhrif á
ákvörðun um hvar best þykir að
setjast að. Einn af þeim þáttum
sem þyngst vegur era möguleikar á
tómstundum og íþróttaiðkun. Það
er margsannað að slíkt er aðdráttar-
afl fyrir fólk sem metur þau gæði
meira en margt annað.
Oflugt íþrótta- og tómstunda-
starf er hagur okkar allra og verður
ekki eyrnamerkt einstökum aðilum
eða pólitískum línum. Samstaða
um öflugt starf á þessum vettvangi
er sá styrkur sem við þurfum.
Með von um gott og fjölbreytt
íþrótta- og tómstundaár.
Helga Halldórsdóttir,
formaður tómstundanefndar
Borgarbyggðar.