Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2000, Qupperneq 2

Skessuhorn - 24.02.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 2000 ^•kUsunui. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhom ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og úbm: Gisli Einorsson 852 4098 Vefdeild: Bjarki Mór Karlsson 854 6930 Bloðamenn: Bryndís Gylfadóttir 892 4098 íþróttafréttaritori: Jónos Freysson (Jomes Fryer) Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 Siljo Allonsdóttir 431 4222 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólofsdóttir 431 4222 Prófarkarlestur: Ásthildur Magnúsdóltir og Mognús Magnússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: ísofoldorprentsmiðjo hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur.auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidjo@skessuhorn.is ouglysingar@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Eg vil mat Gísli Einarssort, ritstjóri. Þá er þorrinn loks liðinn og ekki laust við að mér sé að nokkru leyti létt þótt sú tilfinning blandist einnig eftdrsjá og trega. Ekki svo að skilja að mér sé vorkunn að þreyja þorrann og takast á við frost á Fróni á jarðhitasvæði fyrir utan að fáir eiga sér fegra föður- land og hlýrra en ég. Prjónað úr sérræktaðri ull af mórauðri þre- vetlu. Eg er einfaldlega dauðuppgefinn og lurkum laminn eftir að þeytast á milli þorrablóta frá því á bóndadag. Eg efast meira að segja um að ég gæti á mig blóti bætt þótt í boði væri. Það er rétt að taka fram að það er ekki skemmtanafíknin sem rekur mig áfram á þessari þorrablótsvertíð. Ég er þvert á móti fremur lítt sólginn í skemmtanir almennt. Eg er að eðlisfari fram úr hófi hlédrægur og inní mig. Þar af leiðir að ég sækist miklu heldur eftir einveru í mínum frístundum þar sem ég get stundað innhverfa íhugun og úthverfa athugun. Það er heldur ekki dansæði sem dregur mig á dansleiki af þessu tagi. Eg er frábitinn slíku erfiði þrátt fyrir að ég sé afburða dans- ari og öðrum mönnum glæsilegri á dansgólfmu sem alkunna er. Þrátt fyrir að limaburður minn og fótafimi veki alls staðar aðdáun og eftirtekt flíka ég danshæfileikum mínum ekki nema í þeim til- gangi að örva matarlystina. Það er nefnilega matarástin sem leiðir mig í blindni blót af blóti í stormi og hríð, ofsaveðri og ófærum. Orsökin er sú að það er aðeins þennan eina mánuð á ári sem hægt er að ganga að því vísu að fá eitthvað almennilegt að éta. Þegar þessi tími er liðinn taka aftur við djúpsteiktir Camfyló- vængir, bragðlausir hamborgarar, hundómerkilegir hveitistönglar og fírnavondar flatbökur. Það vill nefnilega svo Ijómandi skemmti- lega til að við Islendingar höfum á síðari árum komið okkur upp nýrri matarmenningu með því að hirða allt það ómerkilegasta af borðurn annarra þjóða og hræra því saman í matseðil sem flest veitingahús landsins og flestar húsmæður styðjast samviskusam- lega við. Hin rammíslenska matargerðarhefð varð síðan áð víkja fyrir þessum herlegheitum og er ekki dregin ffam nema í svartas- ta skammdeginu, í einn mánuð. Þótt ég kunni, þegar til Iengri tíma er litið, alltaf best við bless- að lambaketið með rabbarbarasultunni og saltfiskinn með höms- unutn og aðra þjóðlega rétti þá hef ég síst á móti því að kynna mér matargerð annarra þjóða. Því umfram aflt hef ég áhuga á því að ryðja í mig góðum mat hvers lénskur sem hann kann að vera. Hér á landi er að finna matsölustaði sem sérhæfa sig í þjóðarréttum hinna ýmsu landa, s.s. Kína, Indlands, Japans, Danmerkur, Frakk- lands og jafnvel landa sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Það vekur hinsvegar furðu mína að hér skuli varla vera til nokkur sér- íslenskur matsölustaður þar sem eingöngu er að finna íslenska rétti. Víðast hvar er grunnurinn að matseðlinum hamborgari og franskar og sumsstaðar er hægt að fá íslenskar kótilettur og jafnvel íslenskan fisk. Það er því ekki að undra þótt erlendir ferðamenn hristi hausinn þegar þeir eru búnir að flækjast á milli veitingastaða í leit að íslensku æti. Það sem þeim er boðið upp á er akkúrat það sem þeir þurfa að nærast á heima hjá sér. Hvaða Islendingur á ferðalagi í Peking eða París færi að leita að matsölustað sem ffam- reiddi hangiket? Gleðilega Góu Gísli Einarsson þorraþræll Lið FVA talið frá vinstri Lánis, Andvés og Ómar. - Síðasdiðinn föstudag var spurn þetta skjpti m'éð-31 stigi gegn 18. ingakeppnin Gettu bemr haldin >á Mikilstemning myndaðist í salnum sal FVA. Þar kepptu lið FVA og þar sem áhorfendur og hvamings- Menntaskólans við Sund. Það var lið hvöttu sína menn af fúllum lið MS sem bar sigur úr býtum í krafd. BG Lóðamál Björgunarfélags Akraness Engin niður- staða enn Hafnarstjórn hafnaði umsókn Björgunarfélags Akraness um lóð við Faxabraut nr. 3 eins og fram kemur í bókun nefndarinnar og vill fá hafnsæknari starfsemi á lóðina. “1 framhaldi af því hefur hafnar- stjóri verið að skoða málið með okkur,” segir Hannes Frímann Sig- urðsson formaður Björgunarfélags- ins í samtali við Skessuhorn. Hann segist vonast eftir að fljót- lega verði fundin lausn á málinu þar sem um mikilvægt hagsmuna- mál sé að ræða fyrir björgunar- sveitina og ekki síður sjófarendur. “Hafnarstjóri og við hjá félaginu höfum verið að skiptast á hug- myndum um staðsetningu á að- stöðu fyrir okkur og er nú verið að skoða eina tillögu frá hafnarstjóra sem okkur líst ágætlega á. Þau mál hafa að vísu ekki verið rædd form- lega í hafnarstjórn,” segir Hannes. “Við óskuðum eftir að fá að hitta hafnarstjórn á næsta fúndi hennar til að kynna sjónarmið okkar og var þeirri beiðni vel tekið og vona ég að málið verði til lykta leitt fljót- lega upp úr því.” BG Islenska Jámblendifélagið á Gmndartanga Gengið lækkar Gengi bréfa í íslenska Járn- blendifélaginu hefúr fallið töluvert undanfarið. A tímabilinu 7. janúar til 16. febrúar 2000 féll það úr 2.50 í 2.15 eða um 14%. Þann 23. ágúst síðasdiðinn tilkynnti Járnblendifé- lagið um líklegan hallarekstur á fyrri hluta þess árs. Nú bendir allt til þess að taþ verði á árinu í heild. Raforkuskerðing í upphafi ársins, kostnaður við gangsetningu á nýj- um ofni og lágt markaðsverð á járnblendi eru helstu orsakirnar. BG Gnmdar^arðar Togveiðiskipið Helgi SH 135 kom með fúllfermi í síðustu viku til Grundarfjarðar eftír þrjá daga á veiðum. Helgi er annað af tveimur skipum sem Guðmundur Runólfs- son hf. keypti um síðustu áramót. Skipið er 143 brúttólestir, smíðað á ísafirði 1989. Grundfirðingar fjöl- menntu á bryggjuna til að fagna komu skipsins. Um kvöldið var boðið uppá kaffiveitíngar á Hótel Framnesi, haldnar ræður og skip- inu færðar gjafir. Skipstjóri á Helga SH er Sævar Ólafsson. GA Mikið blótað Vestlendingar hafa verið óvenju duglegir að blóta þorra þetta árið. Um síðustu helgi lauk þorrablótavertíðinni en samkvæmt upplýsingum Skessuhorns voru þorrablót alls staðar á Vestulurlandi vel sótt að þessu sinni og víða fjölmennari en verið hefur um árabil. Svo dæmi sé tekið voru 300 manns á þorrablóti í Stykkishólmi fyrir rúmri viku og á Varmalandi í Borgarfirði voru blótgestír 250. Ekki er vitað hvað veldur þessari góðu aðsókn í ár, hvort það er góð- ærí eða skyndileg löngun í góðan mat. GE Stærðfræði- keppni Góð þátttaka var í stærð- fræðikeppni grunnskólanna sem haldin var í Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Alls tóku þátt í keppninni 133 grunn- skólanemendur af öllu Vestur- landi. BG Tæknifræð- ingurinn á Tálknafjörð Tæknifræðingur Grundar- fjarðar, Ólafur M Birgisson, hefur verið ráðinn sveitar- stjóri á Tálknafirði. Ekki er búið að ráða í hans stað en umsóknarfrestur rann út í_gær, miðvikudag. GR Kaffi 15 fær nýja eigendur Veitingastaðurinn Kaffi 15 á Akranesi hefur enn á ný- skipt um eigendur. Karl Sig^ mar Karlsson veitíngamaður frá Reyðarfírði hefur selt ný- stofuðu hlutafélagi, Kaffi 15 ehf., eignir og rekstur kaffi- hússins. Skrifað var undir samning um kaupin í fyrri viku og nýir eigendur hafa þegar tekið við húsforræðum. Það er Anna Kjartansdóttir, sem rneðal annars hefur verið hótelstjóri á Hótel Ósk, sem verður framkvæmdastjóri en með henni í stjórn fyrirtækisins eru Gunnar Kjartansson stjórnar- formaður og Daníel Lárus- son. Að sögn nýju eigendanna eru einhverjar breytingar fyr- irhugaðar á starfsemi hússins og þá sérstaklega í kjállara og risi. ' ■ MM Flensa Flensan illræmda herjar enn. I Brekkubæjarskóla á Akranesi voru forfoll vegna veikinda óvenjumikil síðastliðinn þriðjudag því 74 nemendur voru heima. Sem dæmi eru jafnan 17 nemendur t 2. ID en einungis 3 þeirra voru mættir í skólann þennan dag. MM

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.