Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 2000 Selhóll á Hellissandi Mynd: GE Mikil eftirspum eftir lóðum í Snæfellsbæ Það er einfaldlega gott að búa héma ^ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Mikill skriður virðist vera að komast á byggingu íbúðarhúsnæðis í Snæfellsbæ en eins og víða annars staðar á landsbyggðinni hefur lítið verið byggt undanfarin ár. Að sögn bæjarstjóra og bæjartæknifræðings Snæfellsbæjar er þegar farið að sækja um lóðir í nýju hverfi á Hellissandi sem verið er að auglýsa deiliskipulag fyrir. Nýja hverfið er á svokölluðum Selhól með útsýni yfir Keflavík og þykir eftirsóknarverð staðseming. Þá er fyrirhugað að fara í deiliskipulag fyrir nýjar götur í Olafsvík. Að sögr. Arnar Tryggva Johnsen bæjartæknifræðings er þegar búið að sækja um þrjár lóðir á Hellissandi í byggðum hverfum og tvær í nýja hverfinu á Selhól. Þá eru tvær lóðaumsóknir á Rifi og þrjár á Arnarstapa . í Ólafsvík og á Rifi hefur einnig verið sótt um lóðir fyrir atvinnuhúsnæði. “Þá höfum við fengið mikið af fyrir- spurnum og óstaðfestum umsóknum en áhuginn virðist vera geysilega mikill,” segir Örn. “Það verður að sjálfsögu tryggt að nægi- legt framboð sé á lóðum á öllum þéttbýlisstöðunum og nú er meðal annars að hefjast gerð aðalskipulags fyrir Arnarstapa til að halda utan um mikla uppbyggingu þar.” Kristinn Jónasson bæjarstjóri sagði aðspurður um skyndilega eftirspurn eftir lóðum að það ætti ekki að koma á óvart. “Samgöngur eru að batna, atvinnuástand er gott og ég held að fólk sjái að það er ein- faldlega gott að búa hér. Bjartsýni ríkir í bæjarfélaginu og hún er á rökum reist,” segir Kristinn Kristinn Jónasson h<ejarstjóri Fjárhagsáæuun Borgarfj arðarsveitar Fulltrúi minnihlutans leggur fram tillögu um sölu eigna Fjárhagsáætlun Borgarfjarðar- sveitar fyrir yfirstandandi ár var samþykkt á tvíframlengdum fundi hreppsnefndar í Brún sl. föstudag. Rekstrartekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 153 milljónir króna. Til reksturs ýmissa málaflokka 133,5 milljónir og til fjárfestinga er áætl- að að verja 31 milljón. Þannig er gert ráð fyrir að fjármagna þurfi hluta fjárfestinga með viðbótarlán- tökum upp á 11,4 milljónir króna. Líkt og í öðrum sveitarfélögum rennur stærstur hluti tekna til fræðslumála, eða samtals 62% af rekstrarkostnaði. Til félagsþjón- ustu renna 13% og til yfirstjórnar tæplega 8%. Aðrir málaflokkar kosta mun minna eða frá hálfu pró- senti til tveggja. Helstu framkvæmdir sem ráðist verður í á árinu er stækkun leik- skólans á Hvanneyri, gamagerð í Reykholti og vinna vegna aðal- skipulags. Tillaga um sölu eigna Fulltrúi H lista, Guðmundur S Pétursson lagði fram tillögu á fundinum um að stefnt skuli að sölu húseigna sveitarfélagsins og koma þannig í veg fyrir auknar lán- tökur. I tillögu hans segir: “I ljósi slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfé- lagsins sbr. nýsamþykkta fjárhagsá- ætlun samþykkir sveitarstjórn að setja ákveðnar fasteignar á opin- bera sölu. Sett verði á sölu: Félags- heimilið Brún ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Aðrar eignir í eigu sveitarfélagsins (sjá upptalningu í skriflegu svari sveitarstjóra til full- Guómimdur S. Pe'tursson trúa H-lista er lagt var ffam á 23. fundi HB 14. október 1999). Salan verði vandlega undirbúin og sérstaklega kannaðar lagalegar hliðar mála varðandi skuldbinding- ar og samninga sem gerðir voru þegar sveitarfélagið eignaðist þær eignir sem hér um ræðir. Sveitar- stjórn áskilur sér þó rétt til að hafna öllum tilboðum í einstakar eignir sé það mat hennar að ekkert þeirra sé ásættanlegt. Takist með þessu að losa meira fé en sem nemur áætl- aðri aukinni lánsfjárþörf að óbreyttu á árinu 2000 verði afgang- inum varið til að leysa húsnæðis- vanda í sveitarfélaginu skv. nánari ákvörðun sveitarstjórnar.” Tillaga minnihlutans var rædd á fundinum en ákveðið að vísa henni til þriggja ára fjárhagsáætlunar enda ekki talið að hægt væri að j hnýta henni við fjárhagsáætlun árs- : ins þar sem engar tölur liggja fyrir um hugsanlegt §öluverð viðkom- andi eigna. , MM --HHi- Ungt nesi Síðastliðinn þriðjudag mætti bæjarstjórn Akraness á Kaffihúsa- kvöld á sal FVA. Þar var kynnt skýrsla sem unnin var af ungu fólki um það hvað hægt væri að gera fyrir ungt fólk á Akranesi og hvernig hægt væri að fá það aftur í bæinn eftir nám fjarri heimabyggð. Fram kom á fundinum að vilji væri fyrir hendi til að mæta kröfum ungs fólks og gera umhverfið sem mest aðlaðandi. Einnig var rætt um að koma upp aðstöðu fyrir unglinga á aldrinum 16-20 ára þar sem þeir gætu komið saman án þess að sérstök dagskrá væri í gangi og hljómsveitir gætu fengið æf- ingaaðstöðu. Eftir umræður steig Einar Skúlason á stokk og söng við góðar undirtektir. Hápunktur kvöldsins var þegar Orn Arnason og Karl Agúst Ulfsson skemmtu áhorfendum eins og þeim er ein- um lagið. SB lS.feh. 3995 g - Lengd: 55 cm. Foreldrar: Anna Einarsdóttir og Ricardo Mario Vilblobes, Borgames. Ljósmóðir: Mar- grét Bára Jósefsdóttir. 12 feb. kl 02:13- Sveinbam. - Þyngd: 3815 g- Lengd: 54,5cm. Foreldrar: Sigríður Gróa Sigurðardóttir og Sœvar Haukdal Böðvarsson, Akranes. Ljós- móðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 4140 g- Lengd: 54 cm. Foreldrar: Unnur Asta Hilmarsdóttir og Asgeir Salberg Jónsson, Blönduhlíð, Dalabyg- gð. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 4140 g- Lengd: 54 cm. Foreldrar: Sœdís Björk Þórðardóttir ogjón Heiðarsson, Borgames. Ljósmóðir: Jóní- na Ingólfsdóttir. Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir vel komnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. 18. feb. kl 16:24— Meybam. - Þyngd: 3455 g - Lengd: 53 cm. Foreldrar: Anna Snjólaug Eiríksdóttir og Einar Kr. Gíslason, Akranes. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 07. feb. kl 06:35- Sveinbam. - Þyngd: 3330 g- Lengd: 51 cm - Foreldrar: Asta Margrét Baldursdóttir og Sveinn B. Magnússon, Akranes. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Þami 26.janúar fæddist tþróttafrétta- ritara okkar í Halifax, Jónasi Freyssyni (James Fryer) og konu hans, Carol, smurinn Alexander Reece. Congratulations James and Carol! Nýburar 18. feb. kl 11:40- Sveinbam. - Þyngd: 4005 g - Lengd: 54 cm. Foreldrar: Berglind Þ. Hallgrímsdóttir og Guðlaugur Rafnsson, Akranes. Ljós- móðir: Jónína Ingólfsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.