Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 13
S21SSIfigö£M
FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 2000
13
u:
BILAR / VAGNAR / KERRUR ■ HUSBUNAÐUR / HEIMILI
Toyota Tercel (22.2.2000)
Til sölu Toyota Tercel árg.'85.
Upplýsingar í síma 431 1887 og
695 8738.
Land Rover 1967 (16.2.2000)
Til sölu er Land Rover árgerð
1967, (bensín). Skoðaður '99 en
þarfnast lagfæringa. Nánari upp-
lýsingar í síma 438 1385 eða 438
1207.
DYRAHALD
Reiðhestur til sölu (22.2.2000)
Af sérstökum ástæðum er hestur-
inn minn til sölu. Hann er 12 vetra
klárhestur með tölti. Selst á góðu
verði ef samið er strax. Upplýsing-
ar í síma 437 1665 og 899 6197,
Sigga.
Labrador tík (15.2.2000)
Ellefu vikna Labrador blend-
ingstík vantar heimili. Upplýsingar
í síma 435 1348.
FYRIR BORN
Pössun (22.2.2000)
Oska effir pössun fýrir 2 börn
tvisvar til þrisvar í viku frá kl 5 til 7
á daginn. Er í Borgarnesi. Upplýs-
ingar hjá Svanhildi í síma 437
2171.
Odýrt. (22.2.2000)
Tvíbreið (145 cm) tekk-rúm-
grind með áföstum náttborðum og
rúmbotni. Upplýsingar í síma 431
1887 eða 695 8738.
Vantar að komast í bað(15.2.2000)
Vantar að komast í bað, óska eft-
ir baðkari gefins eða fýrir lítáð.
Upplýsingar í síma 864 0746.
Þvottavél, þurrkari og ísskápur
Til sölu lítið notuð þvottavél og
þurrkari sambyggð og lítill ísskáp-
ur. Upplýsingar í síma 431 3363.
LEIGUMARKAÐUR
Einstaklingsíbúð óskast í Borg-
amesi í sumar (22.2.2000)
Eg er að koma aftur í Borgarnes
í sumar og óska eftir einstaklingsí-
búð ffá 15. maí fram til ágústloka.
Eg er reyklaus. Upplýsingar í síma
435 0179 og 695 9929, Dóra.
Herbergi óskast (22.2.2000)
Reyklaus einstaklingur óskar eft-
ir herbergi eða einstaklingsíbúð í
Borgarnesi. Upplýsingar í síma 898
1223.
Óska eftir íbúð. (18.2.2000)
Óska eftir 3-4 herbergja íbúð á
Akranesi til leigu sem fýrst. Upp-
lýsingar í síma 864 5580.
Til Leigu. (15.2.2000)
Til leigu herbergi í kjallara í
blokk. Upplýsingar í síma 431 3121.
Vantar stóra íbúð í Borgamesi
(14.2.2000)
Væntanlegur starfsmaður
Skessuhorns auglýsir eftir
íbúð/húsi í Borgarnesi til leigu.
Þarf að vera lágmark 90 ferm. að
stærð. Upplýsingar gefur Magnús í
síma 430 2200.
OSKAST KEYPT
Skrúfu á bát. (15.2.2000)
Vantar skrúfu á bát. 11“ x 8 eða
12“ x 8. Fyrir 25 mm skrúfuöxul.
Upplýsingar í síma 431 1593.
TIL SOLU
Panasonic GSM (22.2.2000)
Til sölu Panasonic G 600 GSM
sími, með memo, tösku, hleðslu-
tæki og bílahleðslutæki. Vel með
farinn, lítill og nettur. Upplýsingar
í síma 869 1429.
TOLVUR / HLJOMTÆKI
Byrjendatölva (20.2.2000)
Til sölu Hyundai 486 tölva.
Geislaspilari, Windows 95 og
Office 95. Fín fyrir byrjendur. 10
þús. stgr. Fyrstur kemur, fýrstur
fær. Óli 431 1811.
YMISLEGT
Grásleppuleyfi. (17.2.2000)
Til sölu grásleppuleyfi. Upplýs-
ingar í síma 437 1184.
Fundir - skcmmtanir - mannamót - íþróttir
fimmtudagur 24. febrúar A Akranesi Spilakvöld Félagsvist verður í Jónsbúd í kvöld fimmtudag kl. 20.30. Allir velkomnir
fmi. - lau. 24.feb.-26.feb. í Borgamesi Fagnámskeið iðngreina Námskeið í viðhaldi og endurbætur eldri timburhúsa, verður haldið í Félagsbæ, húsi Verkalýðsfélags Borgamess.Tímasetning: Föstud. 25.febr.kl. 13.00- 20.00 Laugard.26. febr.kl. 09.00-17.00
fostudagur 25. febrúar A Akranesi Hagyrðingakvöld í sal FVA, Akranesi fostud. 25.febr. kl. 20:30. 5 landsfrægir hagyrðingar. Sjá augl.í Póstinum. Forsala. aðgöngumiða í Lionsh. Suðurgötu 108, e.h.: Mánud. 21/2 kl. 19-21 og Miðvikud. 23/2 kl. 19-21. -Lkl.Eðna
fostudagur 25. febrúar Á Hvannejni Málþing um innflutning á nýju mjólkurkúakyni Þann 25. febrúar n.k. kl. 10.00 -16.00 verður efht til málþings um innflutning á nýju mjólkurkúakyni og verður það haldið í matsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Fjölmargjr aðilar halda erindi þar sem mismunandi rök og skoðanir koma ffam. Allir eru hvattir til að mæta.
laugardagur 26. febrúar í Borgarfirði Sölusýning hrossa Hrossaræktendur á Vesturlandi halda sölusýningu á Skáney í Reykholtsdal klukkan 14:00 26. febrúar.
sunnudagur 27. febrúar í Ólafs\ik Bíó Kvikmymdin Mickey Blue Eyes með Hugh Grant í Olafsvíkurbíói kl 21
sunnudagur 5. mars í Olafsvík Bíó Teiknimyndin Tarsan kl 16 í Olafsvíkurbíói
sunnudagur 5. mars í Borgamesi Tónleikar Miðsvetrartónkeikar Samkórs Mýramanna í Borgameskirkju kl. 21.
laugardagur 11. mars í Lundarreykjadal íslandsklukkan - frumsýning yjjMr Leikdeild Dagrenningar frumsýnir íslandsklukkuna í Brautartungu kl 21. Leikstjóri er Halla Margrét.
A döfinni og smáauglýsingar á netínu:
www.skessuhom.is
Askíðum
skemmti...
Loksins kom nægur snjór til að var margt um manninn í fjallinu
opna: skíðalyftuna í Grundarfirði. um helgina enda bauð skíðadeildin
Það hefur ekki veriðhægt síðastlið- í lyftuna og voru margir til að not-
na tvo' vetur vegna snjóteysis. færa sér það.
I .agtæringar hafa nú vérið gerðar á GA
lyftunni og hún öll yfirfarin. Það
Tónleikaröð í
Snæfellsbæ
Tónlistarskóli Hellissands verð-
ur með svokallaða Opna viku, dag-
ana 20.-27. febrúar. Þar verður
boðið uppá fema tónleika:
Miðvikudaginn 23. febrúar
klukkan 17 verður Gísli Helgason
með blokkflaututónleika í Safhað-
arheimilinu á Ingjaldshóli.
Föstudaginn 25. febrúar klukkan
20:30 verður Ingveldur Yr Jóns-
dóttir mezzosopran með tónleika í
Safnaðarheimilinu Ingjaldshóli.
Undirleikari verður Bjarni Jón-
atansson.
Laugardaginn 26. febrúar klukk-
an 15 verður Harmonikkufélag
Reykjavíkur með tónleika í Röst.
Sunnudaginn 27. febrúar klukk-
an 17 verða nemendur og foreldrar
með tónleika í Grunnskólanum
Hellissandi. Það sem boðið verður
uppá er það sem nemendur og for-
eldrar hafa lært þessa viku.
Forsvarsmenn Tónlistarskólans
hvetja íbúa til að mæta og hlýða á
þetta frábæra tónlistarfólk.
MM
Tónlistarfélagið á Akranesi:
Gunni Þórðar
og félagar
Tónlistarfélag Akraness efnir til
tónleika miðvikudagskvöldið 1.
mars nk. í Safhaðarheimilinu Vina-
minni og hefjast þeir klukkan
20:30. A tónleikunum leikur tríóið
Islancio íslensk lög í jazzútsetningu
eftir þá tríómeðlimi Gunnar Þórð-
arson, Björn Thoroddsen og Jón
Rafnsson.
Stjórn Tónlistarfélagsins vill
vekja athygli á því að það er öllum
heimilt að kaupa sig inn á tónleika
félagsins og vill hvetja fólk til þess.
Einnig er hægt að gerast félagi með
því að hfa samband við skrifstofu
Tónlistarskólans á Akranesi á skrif-
stofutíma fyrir hádegi.
MM
Jákvæða byltingu
Það er kominn tími til að Dala-
menn rétti úr kútnum og tileinki
sér jákvætt hugarfar. Upp,upp,
upp úr deyfðinni sveitungar góð-
ir!
Tíðindin úr ■ Dalabyggð síðustu
misseri hafa ekki verið beinlínis
upplífgandi. Þannig er upplýst að
atvinnuástand hafi hvergi verið
dapurlegra í landinu en einmitt þar.
Aðstæður launafólks eru þannig að
launin í Dalabyggð eru 30% lægri
en að meðaltali í landinu samkvæmt
skýrslu Atvinnuráðgjafar Vestur-
lands frá því á s.l. hausti. Þá kemur
fram í sömu skýrslu að búsetuskil-
yrði í Dalasýslu eru 45% lakari en á
landsvísu samkvæmt greiningu er
gerð var á ýmsum atriðum búsetu-
skilyrða.
Þá kemur fram í upplýsingum
Byggðastofununar að hvergi á
landinu er samdrátturinn meiri á
nær öllum sviðum en í Dalasýslu.
Neikvætt hugarfar lamar
Það mætti nefna mörg dæmi um
depurðina sem ríkt hefur í hinni
fögru Dalabyggð upp á síðkastið.
Engu er líkara en neikvæðnilög-
málin hafi verið allsráðandi, enda er
það þannig að þegar samdráttur og
erfiðleikar byrja á einum stað er
hætt við að það breiði úr sér, smit-
ist út. Þetta er víxlverkun hinnar
neikvæðu þróunar. Samdráttur í at-
vinnulífi leiðir til bölsýni sem leiðir
til minni athafnagleði og meiri
samdráttar og bölsýni.
Þannig hefur neikvæðnin hömlu-
laust breitt úr sér og í stað þess að
laða fólk að byggðarlaginu er engu
líkara en stjórnendurnir vilji úthýsa
sem flestum með útburðarmálum
ef ekki vill betur. Þannig virkar það
neikvæða hugarfar lamandi á báða
bóga.
Vertu velkominn
Staðreyndin er sú að Dalabyggð
vantar fleira fólk. Ibúarnir almennt
vilja líka búa svo um hnútana að
það sé auðvelt fýrir fólk að flytja í
Dalina og að það finni að þar sé
gott að búa. Stjórnendur sveitarfé-
lagsins verða líka að finna fýrir
þessum jákvæða þrýstingi til stefnu-
breytingar.
Til að hægt verði að byggja upp
atvinnu-, félags- og menningarlíf
þurfum við á fleira fólki að halda.
Þess vegna vilja íbúarnir auðvelda
fólki búsetu í Dalabyggð og bjóða
nýtt fólk hjartanlega velkomið.
Höfum upp á
margt að bjóða
Dalirnir hafa ekki einungis fram-
tíðarmöguleika vegna sögustaða, en
við eigum eftir að yrkja jörðina
mun frekar og betur en hingað til í
ferðamennsku á söguslóðum Lax-
dælu. I Dalabyggð eru heitar lindir
og náttúruperlur og mikið af góðu
fólki.
Hér vantar djörfung og hug til að
takast á við þau spennandi verkefhi
sem bíða okkar. Leiðin upp á við
byrjar hjá okkur sjálfum, hún byrjar
í huga okkar Dalamanna. Þess
vegna verða menn að temja sér já-
kvæðara hugarfar.
Tækifæri morgundagsins
Ég benti áðan á að við ættum eft-
ir að fullnýta möguleika sem felast í
sögustöðum og ferðamennsku. Bú-
seta í Dalabyggð í byrjun 21. aldar
byggist ekki á landbúnaði að forn-
um sið, heldur öðrum kostum.
Ferðamennska og heitt vam skiptir
miklu í þeirri framtíðaruppbygg-
ingu. En það þarf fjölbreytni í at-
vinnu- og menningarlíf. Og meðal
helsm kosta Dalabyggðar er ein-
mitt nálægðin við höfuðborgar-
svæðið. Leiðin styttist að sjálfsögðu
með göngunum undir Hvalfjörð og
með stórfelldum vegabótum sem
nú eru hafhar um Brötmbrekku
verður hægt að tryggja að vegurinn
verði opinn allt árið. Þessi sam-
göngubót gagnast fleirum en Dala-
mönnum, hún nýtist landsmönnum
öllum. Leggja verður ríka áherslu á
að fá. öfluga sumarbústaðabyggð á
í Dalina
Kristinn Jótisson
svæðið er skapar auknar tekjur inn á
svæðið. Hugsanlega erlenda auð-
jöffa er vildu eignast land og tengj-
ast betur náttúruperlum svæðisins.
Hugarfersbyltingu í Dalina
Eins og hér hefur verið rakið eru
gífurlegir möguleikar í Dalabyggð;
ferðaiðnaðurinn, heitt vam, sam-
göngubylting og þessum möguleik-
um þarf að fylgja effir með lýðræð-
islegum stjórnarhátmm þannig að
sem flestir geti látið samfélagið sig
varða með beinum hætti. Þannig
ætti sveitarstjórnin að hafa opna
borgarafundi um hin ýmsu álitamál
til að fá hugmyndir, vítamín já-
kvæðrar þróunar, við stjórnun
sveitarfélagsins.
Aðalatriðið er þetta: með sama
hætti og víxlverkun verður milli
bölsýni og samdráttar í atvinnulífi
og neikvæð afstaða kallar á nei-
kvæðari afstöðu, -þá er hægt að
snúa dæminu við með sama lagi. Já-
kvætt hugarfar kallar á uppbygg-
ingu í atvinnu- og menningarlífi
sem leiðir til enn jákvæðari afstöðu
fólks til lífsins og tilverunnar.
Við Dalamenn eigum ekki til
nema eina leið upp úr öldudalnum.
Sú leið hefst með hugarfarsbylt-
ingu.
Höfundur er Dalamaður og
stundar nám við
Samvinnuháskólann á Bifröst.