Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 2000 SSESSIíHÖBKI Astar fífan fauk af stað Oí&nahorniíS í næstsíðasta þætti varð mér það á að eigna Böðvari frá Flnífsdal vísu eftir Isleif Gíslason, lítilsháttar af- bakaða. Umrædd vísa er úr vísna- flokki eftir Isleif þar sem hann leikur sér að búa til nýtísku kenn- ingar og birtist hún því aftur ásamt öðru sem ég hef undir höndum af þeirri framleiðslu. Þessar vísur eru birtar á nokkrum stöðum, mismargar og ekki alltaf þær sömu en ég hef hvergi séð þær allar saman: Astar fífan fauk af stað fyr' legghlífa - njerði. Bónorðshrífu ýtti hann að undirlífa gerði. Undirlífasólin sœt sveiflaði hrífuskafti. Raka þýfi mundi mæt með legghlífa rafti. Kærleiksamboð upp hann tók, ástargambri hreyfði. En hárkamba eyjan klók engin sambónd leyfði. Sé ég vappa á síðkvöldum, sístþó happ að verði, í ástarpappa umbúðum iljatappa gerði. Labbar ettir lágfættur laus, að prettum hniginn, sígarettusoghólkur sem hérfléttar stiginn. Rýmdi klókur vonavöll viður smoking spjara, þegar brókar blúnduþöll brosin tók að spara. Hlynur kvarða kostarýr komst í skarðið vona, en andlitsfarða eikin hýr aldrei varð hans kona. Höfuðskuplu hrundin smá hélt af leynifundum. Pokabuxna baldri hjá bjó hún mörgum stundum. Nú er nýliðinn konudagurinn og af því tílefni væri ekki úr vegi að rifja upp nokkrar ástarvísur. Þór- arinn Sveinsson í Kílakotí yrkir um æskuástina: Minningar um œskuást ævi langa geymast, einkanlega ef hún brást. - En æskubrekin gleymast. Pétur Beinteinsson velti fyrir sér misskiptingu mannanna gæða: Einum lífið ástir gaf óðrum Ijóð á munni. Báðir njótaylsins af endurminningunni. Friðrik Hansen á Sauðárkróki orti um konu sem varð honum minn- isstæð: Horfi ég á hárið greitt háls ogfagurt enni. Ég verð orðinn ekki neitt efég gleymi henni. Jón Magnússon sem gaf út ljóða- bókina Bláskógar minntist liðinna stunda á þennan hátt: Ennþá man ég augun þín öllum demant skærri. Heilög varð hver hugsmi mín heimurinn fegri ogstærri. Og Sveinbjörn Beinteinsson gaf vinkonu sinni þennan vitnisburð: Sortnar flest því sigin er sól að vesturfjóllum, ég á mest að þakka þér þú ert best aföllum. Nokkur skjalfest og óyggjandi dæmi eru þess að fólk dreyrni væntanlega maka sína og vafalaust mörg fleiri sem aldrei hafa verið skráð og jafhvel ekki sögð en eitt- hvað slíkt gæti legið á bak við vísu Halldóru B. Björnsson: Þótt ég leiti heiminn hálfan hvergi ber þigfyrir mig. Leggi ég bara augmi aftur engan sé ég nema þig. Og Guðrún Auðunsdóttir frá Dalsseli hugsar til þess sem helst verður til huggunar í andstreymi lífsins: Hetji angur huga minn og hryggð migfangi vefur, undir vangann þekka þinn þá mig langað hefur. Ellinni var einhverntíma lýst á þennan hátt. “Þú veist að þú ert að verða gamall þegar allt er sárt og það sem ekki er sárt virkar ekki”. Auðbergur Jónsson læknir á Eski- firði hafði þó eftirfarandi huggun- arorð ffarn að færa: Fjölgar árum, bliknar brá, bágt er við að una. Samt er ennþá séns aðfá seinni náttúruna. Eftirfarandi mun vera brot úr minningarljóði eftir Einar H. Kvaran en getur prýðilega staðið eitt sér og verið okkur áminning um að njóta lífsins meðan við get- um: Ein ersú listsem allra dýpsta ég veit og öUum hkctum mundi kjósa frnmtr, þau endalok á okkar gæfukit að eiga emi voriðþegar haustið kemur Samkvæmt upplýsingum sem ég hef nýlega fengið mun vísan “Mærin keypti meðalið” sem ég var að spyrja um höfund að og var talin efrir Hjörleif Jónsson á Gils- bakka, vera eftír Pál Vatnsdal og prentuð í vísnakveri eftir hann og verð ég að telja það örugga heim- ild nema sönnur verði færðar á annað. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1361 * Ur heita pottinum fyrir vestan Upphaf þúsaldar? Penninn Spáin fyrir gamlársdag var þan- nig að hroll setti að skotglöðum brennumönnum, en rokspáin gekk ekki eftír þar sem æðri máttarvöld tóku í tauma fyrir okkur réttláta hér á Vesturlandi og settu lægðina sunnar en reiknað var með, þannig að á gamlárskvöld birti til og gerði hið besta veður. Því gátu Vestlend- ingar skotíð og skotið, meira en nokkru sinni fyrr og allir skemmtu sér hið besta á friðsamlegan hátt. Tvöþúsund vandinn varð ekki til staðar sem betur fer. Mér kom hinsvegar verulega á óvart að “vandaleysið” var sem reiðarslag fyrir ýmsa þá aðila sem voru að mála skrattann á vegginn á síðasta ári. Já góðar fréttir geta verið slæmar. Tvöþúsund vandi okkar hér á Snæfellsnesi var hinsvegar Sif Friðleifsdóttir með úrskurð sinn um vegagerð um fjallgarðinn. Ur- skurður hennar að fjarlægja skuli veg, brýr og ræsi á Kerlingar- skarðsvegi ef vegur verður lagður um Vatnaheiði er hneyksli að mínu mati og af sömu ætt og úrskurður Guðmundar Bjarnasonar um sorp- urðunaraðstöðuna í Fíflholtum á sínum tíma. Guðmundur var að skora stig hjá náttúruelskendum vegna óvinsældar út af Hvalfjarðar- málunum. Sif telur sjáanlega þörf á bættu andrými efrir Eyjabakka. Jeltsín sagði af sér og fól forsætis- ráðherra að sinna embætti forseta fram að kosningum að sumri. Þetta var eins og annað hjá Jeltsín hörku taflmennska. Eg held að sagan muni gera hlut hans meiri en við samtímamenn ætlum. Það var mik- ið afrek hjá Jeltsín að hafa haldið hernum frá stjórnarbyltingu, sem menn óttuðust allan valdatíma hans og óttast enn. Mannfjöldaskýrsla Hagstofunnar frá fýrsta desember var birt rétt fyrir jól og var ekki gleðiefni fyrir landsbyggðarfólk. Margir segja að þenslan á höfuð- borgarsvæðinu geti ekki verið endalaus. Maðurinn leitar alltaf jafnvægis við uppruna sinn, segja menn. Þetta gerðist 1968 þegar kynslóð eftirstríðsáranna var orðin of rík og vildi til baka til náttúrunn- ar. Það bendir margt til þess að umsveiflan sé nær en okkur getur grunað. Rektor Verslunarháskóla sagði á hugarflugsfundi í Dagblað- inu að margt benti til að sú allt sjá- andi og heyrandi upplýsingatækni Ertíng Garðar Jónasson sem snertir hvert mannsbarn nú á dögum fái manninn til krefjast ffið- ar og vilji aðstæður þar sem áreiti umhverfisins er innan ákveðinna marka. Þessi lífssýn er auðvitað grundvöllur þess að liðins árs mun verða minnst í Stykkishólmi vegna mikilla framkvæmda. Fjárfest var fyrir 495 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Þessar framkvæmdir munu hafa meiri áhrif til hagsbóta fyrir íbúa Stykkishólms en okkur getur til hugar komið nú. Þetta upphafsár nýrrar aldar verður án efa árið sem straumhvörf verða í íbúafækkun í Stykkishólmi. Eg er sannfærður um að svo verður. Byggð þar sem til staðar er einset- inn góður skóli, hitaveita og íþróttamannvirki af fullkomnustu gerð, ríkulegt félagslíf, barnvæn- legt umhverfi með framhaldsskóla á næsta leiti og mikil náttúrufeg- urð, hlýtur að vera markaðsvæn í samkeppni sveitarfélaganna um fólkið í landinu. Vilji maður finna frið í sálu og hvíla sig á manngerðri náttúru, tekur bara augnablik að hverfa til fallegra fjalla eða sjávar- stranda þar sem maður gemr verið einn í heiminum um stund, alltaf mitt í náttúruauðlegð Breiðafjarð- ar. Hin sanna auðlegð, sagði bisk- upinn um áramót, er ekki í því fólg- in að eiga mikið heldur í því að þurfa lítið. En ég vil segja á móti, þetta er speki þess sem allt á og þarf lítið, en ekki sá raunveruleiki sem landsbyggðin sér við þá kjaraskerð- ingu sem samfélögin þar hafa orðið fyrir vegna búsetubreytinga. Vegna þeirrar öfugu byggðastefhu sem hér hefur ríkt um áratugi er lands- byggðin sífellt að verða fyrir skerð- ingu á auðlegð sinni í fólki og at- vinnukvótum, en sömu auðlegð og áður þarf til framfærslu þeirra sem eftir sitja. Það verður að vera verk- efni fyrstu ára þúsaldar að sveigja af þessari gjaldþrotaleið. Gerum góðar byggðir betri. Erling Garðar Jónasson Málþing um norskar kýr Föstudaginn 25. febrúar n.k. verður haldið málþing um inn- flutning á nýju mjólkurkúakyni í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Þingið verður sett kl. 10 árdegis og lýkur með kaffi á milli kl. 15 og 16. Markmið með þinginu er að draga ffam sem flesta af þeim þátt- um sem huga þarf að við ákvörðun um slíkan innflutning og styrkja með því umræðugrundvöll málsins. Ræðumenn verða Birgir Oli Ein- arsson hagfræðingur við Hagþjón- ustu landbúnaðarins, Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum, Jó- hannes Hauksson ostameistari Mjólkurbúsins í Búðardal, Inga Þórsdóttir prófessor í næringar- fræði við Háskóla Islands, Emma Eyþórsdóttir erfðafræðingur á Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, Pétur Diðriksson bóndi á Helgavatni, Sigríður Jónsdóttir bóndi í Gígjarhólskoti, Drífa Sig- fúsdóttir námsmaður og Vðar Hreinsson bókmenntafræðingur. Góður tími verður ætlaður fyrir umræður þar sem öllum er ffjálst að koma á framfæri sínum sjónar- miðum. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta og hlýða á og taka þátt í umræðum, bæði bændur og aðrir áhugamenn um þessi mál. Einnig verða erindi send með fjar- fundabúnaði til nokkurra staða á landinu og getur fólk mætt á þá staði til að fýlgjast með. (Fréttatilkynning) Fastagestir kráar nokkurrar voru alveg handvissir um að bar- þjónninn þeirra væri hand- sterkasti maður í hænum svo þeir fóru af stað tneð veðmál. Bar- þjónninn átti að kreista sítrónu í glas með annarri hendi þannig að ekki yrði einn dropi eftir í sítrón- unni. Hver sá sem gæti kreist meira útúr henni myndi vinna 10 þúsund krónur. Ef ekkert kæmi hinsvegar þyrffi viðkomandi að Ieggja jafhháa upphæð í sameig- inlegan drykkjupott. Nokkrir urðu til að reyna og var upphæð- in komin í 80 þúsund þegar einn daginn lítill og væskilslegur mað- ur, með þykk gleraugu og í pól- íester fötum kemur gangandi inn á barinn. Þessi litli maður var alveg til í að reyna fyrir sér í kraffakeppni og þegar viðstaddir höfðu hlegið sig máttlausa í 5 mínútur kreisti bar- þjónninn sítrónu og rétti síðan htla manninum með bros á vör. Sá litli rembist nokkra stund en fær síðan 6 dropa til að falla úr sítrónunni. Vðstadda setur hljóða en loks er litli maðurinn spurður: “Vnn- ur þú sem skógarhöggsmaður, lyftingamaður, eða hvað gerir þu eiginlega?” Nei, svarar sá litli; “ég vinn hjá skattinum”. Huglægur grunnur Styrr eigi alllítill hefur undan- farið staðið um svokallaða hug- lækna. Mish'kar öðram læknum stórlega þjónusta þessara ný- fengnu keppínauta sinna. Segja þeir skottulækna aldrei hafa á læknaskóla gengið og litla stoð vera í því að þeir hafi aðeins milligöngu um læknisþjónustu nafgreindra manna dauðra, þar eð engum sögum fer af því að hinir dauðu hafi neitt frekar fengist við læknislistir á hérvist- ardögum sínum fremur en þeir ódauðu. Huglæknar hreykja sér óspart af því að enn hafi enginn dáið í þeirra félagsskap en læknar hug- lausir undrast mjög þau sannindi þar eð yfirlæknar hugverja eru alhr með tölu löngu látnir. Gremst hínum lærðu þó hvað verst hve fast þeir era krafhir um trúnaðargögn í miðlægan gagna- grunn meðan keppinautar þeirra í hópi seiðskratta sleppa við slíkt eftirht. Nú hefur Heygarði borist til eýrna að hugíæknar hyggist slá þetta vopn úr hondum lærðra með því að senda allar sínar skýrsltir í huglægan gagnagrunn á Astralsviði hjá Sálarrannsóknar- félaginu. Hræðir bömin Bjarki kom dag einn óvenju snemma heím tir vinnunni. Hann fer upp í svefnherbergi og bregð- ur heldur í brún því kona hans liggur nakin í rúmi þeirra hjóna. Bjarki spyr hvað sé eiginlega að ffúnni? “Ég held elskan að ég sé að fá hjartaáfall”, segir hún. Bjarki verður logandi hræddur, ríkur niður í símann til að hring- ja á sjúkrabíl. Þar mætir hann syui sínum sem er alveg hvímr af hræðslu og segir skelfingu lostinn við föður sinn: “Pabbi, það er nakinn maður inni í baðher- bergi”. Bjarki ríkur þangað og sér þá besta vin sinn hann Magga nakinn bak við hurð. “Hvað er þetta Maggi, að þú getir ekki skammást þín. Konan mín hggur inni í rúmi með hjartaáfall á með- an þú hleypur nakinn um og hræðir börnin”.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.