Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 2000 L>&t:s3ijnu^ Flutt í nýtt fjós Of hátt kvótaverð helsti þröskulduriim segir Brynjólfur Guðmundsson kúabóndi Undanfarin ár hefur það frekar heyrt tíl undantekninga ef byggð eru gripahús til sveita. Almennur samdráttur og fækkun búa hefur auðkennt ástandið í greininni firemur en bjartsýni og áræðni. Þó eru gleðilegar undantekning- ar á þessu og allra síðustu árin hafa nokkrir bændur hér á Vest- urlandi byggt myndarlega upp bújarðir sínar. Fljá heimilisfólki á bænum Fllöðutúni í Stafholtstungum var stór dagur síðastliðinn fösmdag. Þann dag voru kýrnar á bænum fluttar í nýtt og glæsilegt fjós sem verið hefur í byggingu síðan í fyrra- vor. Fljónin Brynjólfur Guðmunds- son og Sæunn Sverrisdóttir búa í Fllöðutúni ásamt fjórum börnum sínum og föður Brynjólfs og fyrrum 1. mars www. vesturland. is 100 hausa hús Fjósið í Fllöðutúni hefur risið hratt. 860 rúmmetra haughús var steypt sumarið 1998 og síðastliðið vor var steypt gólf og í framhaldi af því reistar veggeiningar frá Loftorku. Byggingin varð fokheld í fyrrahaust og strax hafist handa við innréttingar, mjaltabás og annan frágang. Fjósið er 540 fermetra básafjós fyrir 32 kýr og allt að 60 til 70 geldneyti. Mjaltabás er fýrir 8 kýr. Samfasta hlöðu byggði Brynjólfur fyrir nokkrum árum. Aðspurður um kostnað segir Brynjólfur að með mjaltabás og tækjum fari framkvæmdin í um 15 milljónir króna. Nýbyggingin í Hlöðutúni Flutningur kúnna gekk vel og greinilegt að þar voru á ferðinni kýr sem höfðu sterkar taugar og eru góðu atlæti vanar hjá húsbónda sín- um. Að vísu hljóp nokkuð á þær blessaðar og nýmálaðir veggirnir þörfnuðust vissulega hreinsunar eftir að hinu nýju íbúar voru fluttir inn. Kýrnar tóku þessu þó af stóískri ró og byrjuðu fljótlega að grípa í fóður sem fyrir þær var lagt. Nágrannar Brynjólfs, þeir Tómas á Hofsstöðum og Halli í Munaðar- nesi fluttu kýrnar á hestakerrum milli fjósa auk þess sem nokkrir fleiri sveitungar litu inn og lögðu hönd á plóginn. Kvótínn allt of dýr Aðspurður sagðist Brynjólfur bónda, Guðmundi Brynjólfssyni. Haraldur Jóhannsson í Munaðaruesi aðstoðar inu. bóndi vera feginn því að geta byrj- að að nota nýja fjósið. “Eg geri ráð fyrir að nyt kúnna aukist um allt að fimmtung við að færast í betra hús- næði. Gamla fjósið var allt of þröngt með lélegri loftræstingu, litlum bás- um og ég sakna þess ekkert að geta hætt að nota það”. Brynjólfur segir að nú sé helsti þröskuldurinn að kvótaverð er allt of hátt. “Það er of dýru verði keypt miðað við verð á mjólk til bænda að greiða 185 krón- ur fyrir lítrann af framleiðslurétti”, segir Brynjólfur. Nú á hann 92.000 lítra kvóta og segist ef vel eigi að vera þurfi að auka hann um 50%. Brynjólfur hefur í nokkur ár ætlað sér að byggja fjós en stóð í strögli við Stofnlánadeild landbúnaðarins sem taldi búið vera of lítið til að bera fjárfestinguna. Hann vann þó það stríð og hefur af atorku sem tekið hefur verið eftir byggt fjósið á skömmum tíma. Brynjólfúr segist þó harma þá fækkun sem er í bændastétt. “Fyrir nokkrum árum voru á þriðja tug mjólkurbænda í Stafholtstungum en nú eru þeir innan við tíu og á sjálfsagt eftir að fækka enn frekar. Brynjólfvið að losa kýrnar úr gamlafjós- Myndir.MM Það er eftirsjá í þeim sem þurfa að bregða búi vegna svokallaðrar hag- ræðingar í landbúnaði” segir hann. Þó er lán í óláni fyrir Brynjólf að hann fær að nytja túnin á næsta bæ, Arnarholti, en það gerir honum léttara að geta stækkað búið í rekstrarhæfa einingu. Gamalreyndur mjaltamaður Þess má til gamans geta að við fýrstu mjaltir í nýja fjósinu í Hlöðu- túni var Kristvin Guðmundsson í Valsholti að aðstoða Brynjólf. Krist- vin hefur verið stoð og stytta Brynj- ólfs ffá því hann hóf byggingarffam- kvæmdir og “er alveg ómetanlegur kallinn”, eins og Brynjólfur bar hon- um söguna. Kristvin mun hafa verið fýrstur manna í Stafholtstungum til að mjólka með mjaltavél en það var uppúr 1940 sem það var gert í Efra Nesi í sömu sveit. Sú mjaltavél var bensínknúin og vafalaust í engu lík nútíma mjaltatækni. Kristvin hefur því komið nærri bæði fýrstu og nýj- ustu mjaltatækni í Stafholtstungum. MM Framhaldsskóla- málið í vinnslu Þessa dagana er unnið af fúllum krafti við að kanna möguleika á stofnun framhaldsskóla á Snæfells- nesi. Nefnd sem skipuð var til að vinna að málinu hefur lagt fram nokkur atriði til umræðu í sveitar- stjórnunum á Nesinu og í fram- haldi mun nefndin móta nánari til- lögur. “Þetta eru aðeins minnis- punktar til að byrja á en við tökum þarna fýrir fjölmörg atriði,” segir Björg Agústsdóttir formaður nefndarinnar. “Staðsetningin er meðal þess sem þarna er dl um- ræðu og hvaða hugmyndir menn hafa um námsframboð og fjölmörg önnur atriði. Við erum núna að viða að okkur upplýsingum um fjölda nemenda, árgangastærðir o.fl. Við ætlum okkur síðan tvær vikur til að koma fram með mótað- ar hugmyndir og að þá liggi fýrir hvernig við leggjum málið upp. Stefnan er að hitta menntamála- ráðherra í mars og skýra honum frá hugmyndum okkar” sagði Björg. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.