Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 SSESSUHÖ2M Borgarafiindur íHifi í síðustu viku var haldinn opinn borgarafundur í Félagsheimilinu Klifi í Olafsvík á vegum Snæfells- bæjar. Þar voru kynnt helstu atriði fjárhagsáætlunar ásamt helstu fjár- festingum ársins. A eftir voru al- mennar umræður þar sem meðal annars var rætt um nýgerðan samn- ing milli sveitarfélaga á Snæfells- nesi um skóla- og félagsþjónustu, fyrirhugaðan framhaldsskóla í Grundarfirði, íþróttahús í Olafsvík og fleira. Að sögn Kristins Jónassonar bæj- arstjóra var fundurinn friðsamlegur og málefnalegur. “Við túlkum það að sjálfsögðu sem að menn hér séu þokkalega sáttir við það sem við erum að gera,” sagði Kristinn. GE Fundur um ferðaþjónustu Síðastliðinn þriðjudag hélt at- vinnuþróunamefhd Borgarfjarðar- sveitar opinn fund um ferðaþjón- ustu í félagsheimilinu Brún í Bæjar- sveit. Olafur Sveinsson forstöðu- maður Atvinnuráðgjafar Vestur- lands kynnti á fundinum starfsemi stofnunarinnar með tilliti til al- mennrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu og þeirra möguleika sem aðilar í ferðaþjónusm hafa á að sækja um lán og styrki til ýmissa mála. Þá kynnti Oli Jón Olason starfsemi Upplýsinga- og kynn- ingamiðstöðvar Vesturlands og þá möguleika sem miðstöðin skapar varðandi markaðssetningu. Einnig mættu til leiks ferðaþjónustuaðilar í sveitarfélaginu og kynntu starfsemi sína í stuttu máli. Að ffamsöguer- indum loknum vora umræður um framtíðarmöguleika og mögulegt samstarf ferðaþjónustuaðila innan héraðsins til að byggja upp öflugan atvinnuveg. Að sögn Sverris Heið- Ólajur Sveimson jbrstöðumaður Atvinnuráðgjafar Vesturlands. ars Júlíussonar formanns atvinnu- þróunarnefhdarinnar var markmið- ið að efla tengsl þeirra aðila sem málið varðar í þeim tilgangi að nýta betur þá möguleika sem þetta vin- sæla ferðamannahérað hefur. GE Frábært Sj ávarréttakvöld Knattspymufélag IA hélt Sjávar- réttakvöld í Reykjavík 10. mars s.l. M.fl. karla hjá félaginu hafði veg og vanda af skemmtuninni, en naut góðrar aðstoðar dyggra stuðnings- manna. Kvöldið var fjáröflun m.fl. vegna fýrirhugaðrar æfingaferðar þeirra til Spánar 11. til 18. apríl n.k. Sjávarréttakvöld eru haldin í Reykjavík til að koma til móts við þá fjölmörgu stuðningsmenn fé- lagsins sem búa á höfuðborgar- svæðinu. Aðsókn var mjög góð, um 120 manns af Akranesi, Reykjavík, Suðurnesjum og víðar. Meistara- kokkurinn Egill Ragnarsson sá um veisluföngin og á borðum var fjöl- breytt sjávarfang eins og nafhið ber með sér. Boðið var upp á fjöl- breytta skemmtidagskrá; Ólafur Þórðarson þjálfari flutti fréttir af starfi og horfum hjá m.fl. IA, Guðni Agústsson landbúnaðarráð- herra flutti ræðu kvöldsins og var hreint stórkostlegur. Hin síunga Melasveit, sem aldrei hefur verið betri, Abbabb og KK fluttu skemmtiefni í tali og tónum. Einnig tók söngkonan sem Skaga- menn eru svo stoltir af, Hulda Gestsdóttir, nokkur lög. Að lokum var haldið uppboð á keppnistreyj- um nokkurra leikmanna IA sem haldið hafa í atvinnumennsku. Að skemmtun lokinni sá Reynir Jó- hannsson um að koma gestum af Akranesi heilum heim. Leikmenn m.fl. vilja koma á ffamfæri þökkum til allra þeirra er komu að undir- búningi og ffamkvæmd kvöldsins. Einnig vilja þeir þakka stuðnings- mönnum sínum er sóttu skemmt- unina. Skemmtun þessi er stór þáttur í fjáröflun leikmanna vegna æfingaferðar þeirra. Leikmenn IA glöddu svo stuðningsmenn sína strax morguninn eftir, er þeir léku ágætan æfingaleik við ÍR og sigr- uðu 6-1. PO Góð BoQusala í FeUaskjóli Dvalarheimilið Fellaskjól Grundarfirði stóð fyrir bollusölu á bolludag líkt og undanfarin ár. Boll- usalan er ein af fjáröflimmn dvalar- heimilisins og var salan með albesta móti í ár. Fyrirtæki og einstaklingar nýttu sér þessa þjónustu og styrktu gott málefni um leið. GE Verðlaunahafar stcerðfræðikeppninruir Mynd: PO Stærðfræðikeppni grunnskólanna Þann 11. mars s.l. voru afhent verðlaun í Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi. Keppnin fór fram 19. febrúar og sá stærðfræðideild FVA um fram- kvæmd hennar hér á Vesturlandi, en samskonar keppni fór fram í mörgum öðrum framhaldsskólum á sama tíma. Flensborgarskóli í Hafnarfirði útbýr verkefhin og sér um keppnina á landsvísu. Þátttak- endur voru úr nær öllum grunn- skólum á Vesturlandi en alls tóku 125 keppendur úr þremur elstu bekkjum grunnskóla þátt í keppn- inni. Peningaverðlaun eru veitt fyr- ir þrjú efstu sætin; 1. sæti hlýtur 15.000, 2. sæti 10.000 og 3. sæti 5.000. Einnig eru veittar viður- kenningar fyrir 4. til 10. sæti í hverjum aldursflokki. Eftirtalin fyr- irtæki á Vesturlandi styrktu keppn- ina og gáfu verðlaunin: Búnaðar- banki Islands hf. Akranesi, Sigurð- ur Agústsson ehf. Stykkishólmi, Skaginn hf. Akranesi, Versiunin Einar Ólafsson Akranesi og Þorgeir og Ellert hf. Akranesi. Fjölmenni var við verðlaunafhendinguna og þáðu gestir veitingar í boði FVA. Verðlaunahafar voru: 8, bekkur. 1. Ólöf Erla Hauksdóttir, Varmalandsskóla 2. -3. Gísli Laxdal Sturlaugsson, Brekkubæjarskóla 2.-3. Hans Pétursson, Grundaskóla 9. bekkur. 1. Máni Atlason, Grundaskóla 2. Jóhannes Guðbrandsson, Grunnskólanum í Borgarnesi 3. Inga Helga Sveinsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi 10. bekk. 1. Harald Björnsson, Grundaskóla 2. Eyrún Harpa Gísladóttir, Grunnskólanum í Búðardal 3. Páll Óskar Kristjánsson, Brekkubæjarskóla PO Karlakórinn Heimir í Skagafirði Heimismenn verður á tónleika- ferðalagi um suðvesturland og suður- land dagana 23. - 25. mars. Fyrstu tónleikar kórsins verða í Reykholts- kirkju fimmtudaginn 23. mars kl. 21.00. Söngskrá kórsins er mjög fjöl- breytt og má þar nefna íslensk lög, óperukóra, Rússnesk þjóðlög, Vínar- valsa, létt lög og lagasyrpur. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason, Undirleikarar eru Thomas Higger- son og Guðmundur Ragnarsson. Einsöngvarar með kórnum eru Einar Halldórsson, Óskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Föstudaginn 24. mars heldur kór- inn tónleika í Laugalandi í Holtum og laugardaginn 25. mars í Lang- holtskirkju í Reykjavík kl. 16.00. Um kvöldið verður kórinn með Skag- firskt skemmtikvöld á Broadway. Dfarielandsveit á Grandrokk Dixielandsveit Árna ísleifssonar heldur tónleika á Grandrokk á Akranesi n.k. föstudagskvöld. Hljómsveitin er skipuð níu þaul- reyndum hljóðfæraleikurum sem leggja áherslu á fjörlega hamingju- sveiflu sem er ættuð frá New Or- leans. Árni ísleifsson spilaði fyrst í íslenskri dixielandsveit árið 1945 og var með eigin hljómsveit á áttunda áratugnum. Fyrir tveimur árum var honum boðið til New Orleans í Bandaríkjunum en þar er vagga þessarar einstöku tónlistar. Hin nýja sveit Árna er sögð skipuð hreinum galdramönnum enda er samanlagður starfsaldur félaganna mælanlegur í árhundruðum en stemmningin er ávallt jafh fersk og ný. MM .. ....... .. .. . ......... .. ................. . ........ ........................................................................................................................................................................... .... ý.'j'ýý-ip§j nýbökuðum foreldrum eru ferðar hamingjuóskir. 10. mars kl 01:23- Sveinbam. - Þyngd: 5150 - Lengd: 57 cm — For- eldrar: Þrzíður Sigurðardóttir og Ami Baldur Ólafsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 11. mars kl 14:30- Meybam. - Þyngd: 4010 - Lengd: 53 cm- Foreldrar: Hulda Björk Guðmundsdóttir og Gísli Valur Waage, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskiddsdóttir. 10. mars kl 11:31-Meybam. -Þyngd: 4106 - Lengd: 52,5 cm - Foreldrar: Friðrika Eygló Gumiarsdóttir og Krist- ján Þröstur Daðason, Akranesi. Ljós- móðir: María Bjömsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.