Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 15
iíSESíSUHoS'! FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 15 Aðalfundur Þjóts íþróttafélagið Þjótur hélt aðal- fund sinn 9. mars s.l. A dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfund- arstörf. I skýrslu stjórnar kom fram að árið 1999 var í heildina árang- ursríkt. Félagið tók þátt í fjölmörg- um mótum og var árangur góður. Félagið eignaðist fjóra Islands- meistara á síðasta starfsári. Kristín Anna Erlingsdóttir hlaut hvatn- ingabikar IF og minningarbikar Lýðs S. Hjálmarssonar hlaut Krist- mundur Valgarðsson. íþróttamanni Þjóts 1999, Emmu Rakel Björns- dóttur, var einnig afhent viður- kenning frá félaginu. Nýkjörna stjórn Þjóts skipa þau; Olöf Guð- mundsdóttir formaður, Ragnar Hjörleifsson varaformaður, Magn- dís Bára Guðmundsdóttir gjald- keri, Harpa Þráinsdóttir ritari og Sigurveig Runólfsdóttir meðstjórn- andi. PO ---7------™---------- Iþróttamenn Stykkishólms Á síðasta heimaleik meistara- Snæfells að þessu sinni. Hreftia flokks Snæfells í körfuknattleik í dögg hefur náð góðum árangri í vetur var tilkynnt um val á íþrótta- frjálsum íþróttum, sundi og körfu- mönnum Stykkishólms fýrir árið bolta en Baldur hefur um árabil 1999. Það voru þau Hrefha Dögg verið einn af máttarstólpum körfu- Gunnarsdóttir og Baldur Þorleifs- boltaliðs karla. son sem voru útnefnd íþróttamenn GE Glímukappar úr Dölum Um síðustu helgi var íslandsmótið og Grunnskólamótið í glímu haldið í Dalhúsaskóla í Grafarvogi. Keppend- ur komu m.a. ffá Grundarfirði, Olafs- vík og úr Dalasýslu. Arangur Dalamanna þótti sérlega glæsilegur á mótinu því þrír af fjórum fulltrúum þeirra komust á verðlauna- pall. Bestum árangri náði Sólveig Rós Jóhannsdóttir 13 ára sem varð Is- landsmeistari í sínum flokki annað árið í röð og grunnskólameistari í sín- um árgangi þriðja árið í röð. Systir hennar, Svana Hrönn Jóhannsdóttir 15 ára, varð grunnskólameistari í sín- um árgangi og í þriðja sæti á Islands- mótinu í eldri flokki. Björgvin Gauti Bæringsson lenti í þriðja sæti á mót- inu í eldri flokki. Formaður Glímufélags Dala- manna er faðir þeirra systra, Jóhann Pálmason í Hlíð. I samtali við Skessu- hom sagði hann að mildll áhugi væri fýrir glímu í Dölunum. Virkir félagar em milli 20 og 30 talsins og er æft vikulega í Daiabúð yfir vetrartímann. Með Dalamönnum æfir einnig hópur ffá Reykhólum. Jóhann er einnig þjálfari liðsins en segir að einu sinni til tvisvar á vetri komi gestaþjálfari að sunnan og tusld þau dálítið til. Félagar í Glímufélagi Dalamanna hyggjast næst sækja mót á Hvolsvelli 25. mars þar sem keppt verður um sveitaglímubikar Islands. MM Þungt hugsi á Vesturlandsmótinu í briage um síðustu helgi. Iforgrunni Þorualdur Pálma- srn ogfrá vinstriján Viðar Jónmundsstm, Lárus Péttirsson og Sveinbj'ám Eyjólftson. Brídge: Vesturlandsmót í sveitakeppni Vesturlandsmótið í sveitakeppni unnu sér rétt til þátttöku fýrir hönd 2000 var spilað í Logalandi í Reyk- Vesturlands í undankeppni Islands- holtsdal, um síðustu helgi. Það var mótsins í sveitakeppni. Bridgesamband Vesturlands sem að MM venju stóð fýrir mótinu. Alls tóku 6 sveitir þátt í keppn- inni, þar af ein ffá Reykjavík en sú sveit vann jafnframt mótið. Nokkur munur varð á árangri sveitanna á mót- inu eins og sjá má á úrslit- unum. Þrjár efstu sveitirnar Urslit urðu þessi: Sveit Ragnars Magnússtmar, Reykjav. með 106 stig. SoeitAnia Bragasomtr, Aknmesi með 82 stig. Sveit Vímets, Borgamesi með 79 stig. Sveit Kaupfélags Borgftrðinga, Borgatf. með 14 stig. Sveit bmgftrskra henda, Borgaiftrði með 71 stig. GUms-sveitm Borgamesi með 16 stig. Sigurvegarar í opnum flokki í tölti á vetrarleikum Glaðs. Mynd MM. Vetrarleikar Glaðs Vetrarleikar hestamannafé- lagsins Glaðs í Dölum fóru ffam um síðustu helgi í blíð- skaparveðri. Var þetta fýrsta mótið af þremur sem Glaður heldur. Þátttaka var góð á mótinu og ljóst, að sögn Sig- rúnar Olafsdóttur dómara, að helstu kappar hestaíþróttar- innar í Dölum hyggjast leggja mikið á sig til að hreppa heið- urinn “Stigahæsta parið” að mótunum loknum, enda veg- lega verðlaun í boði. Urslit á mótinu á laugardaginn urðu eftirfarandi: MM Tölt, opinn flokkur: 1. Olafur Guðjónsson og Svartnir 8 v. brúnn. Einkunn 5,9. 2. Svanborg Einarsdóttir og Grettir 7 v. grár. Einkunn 5,9 (eftir hlutkesti). 3. Skjöldur Orri Skjaldarson og Hreyfing 7 v. jörp. Einkunn 5,8. 4. Harald O Haraldsson og Marco 7 v. brúnn. Einkunn 5,6. 5. Jón Ægisson og Sandra 6 v. jörp. Einkunn 5,3. Tölt, bamaflokkur: 1. Amar Þór Olafsson og Smiður 8 v. bleikálóttur. Einkunn 4,6. 2. Sandra Sif Sæmundsdóttir og Tvistur 7 v. br.tvístjömóttur. Einkunn 3,9. Tölt, unglinffaflokkur: 1. Auður Guðbjömsdóttir og Surtur 13 v.hninn. Einkimn 5,6. 2. Auður Ingimarsdóttir og Krúnka 9 v. brún. Einkunn 5,2. 3. Sjöfn Sæmundsdóttir og Gloría 6 v. brúnskjótt. Einkunn 4,7. Skeið: 1. Sigurður Jökulsson og Móna 7 v. mósótt. Tími 10,0. 2. Olafur Guðjónsson og Patróna 10 v. grá. Tími 11,60. 3. Finnur Kristjánsson og Blesi 16 v. rauðblesóttur. Tími 13,20. Sundfélags Akraness Aðalfimdur og Uppskeruhátíð Aðalfundur Sundfélags Akraness var haldinn 9. mars á Jaðarsbökk- um. Ný stjórn var kjörin og hana skipa; Gísli Guðmundsson formað- ur, Þröstur Reynisson varaformað- ur, Petrea Emilía Pétursdóttir gjaldkeri og meðstjómendur eru Guðný Tómasdóttir, Lilja Högna- dóttir, Sigrún Amadóttir og Heið- björt Kristjánsdóttir. Sundfélagið hélt sína árlegu Uppskemhátíð 12. mars þar sem félagið veitti viður- kenningar fýrir góðan árangur. Viðurkenningar í ár hlutu: Kolbrún Yr Kristjánsdóttir sem sundmaður Akraness, Karitas Jónsdóttir sem efnilegasti sundmaður félagsins og Bárubikarinn hlutu þau Þórdís Gylfadóttir og Amór Smárason. Sundfélagið veitir árlega viður- kenningu til stuðningsaðila félags- ins og hana fékk að þessu sinni Helgi Daníelsson en hann hefúr stutt félagið á margvíslegan hátt undanfarin ár. PO Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sundmaður Akraness Badmintonfélag Akraness: Islandsmeistaramót unglinga Dagana 3.-5.mars s.l. var haldið á Akureyri Islandsmeistaramót ung- linga í badminton. Á mótið komu 166 keppendur frá ÍA, UMSB, BH, TBR, TBA, TBS, Víkingi, UMFH, UMFA, Keflavík, KR og Þór Þor- lákshöfn. Langfjölmennasti hópur- inn var frá IA eða 35 keppendur en einnig kom góður fjöldi frá UMSB eða 8 keppendur. Spilaðir vom 300 leikir í A og B-flokki í einliða en tví- liða og tvenndarleikir vom opnir flokkar. Mótið tókst í alla staði mjög vel nema hvað veðrið setti smá strik í reikninginn og kostaði það að bæta varð einni gistinótt við þar eð flestir keppendur vom veðurtepptir á sunnudegi og komust ekki til síns heima fýrr en á mánudegi. Keppn- isfólk frá Badmintonfélagi Akraness stóð sig mjög vel á þessu móti og fékk alls 14 verðlaun þ.e. 6 gull og 8 silfur. Þau sem fengu gull era: Karítas Osk Ólafsdóttir, Tátur A- fl. einliða, tvíliða og tvenndarleik (3 gull). Hanna María Guðbjartsdótt- ir, Tátur A-fl. tvíliðaleikur með Kar- ítas. Stefánjónsson og Hólmsteinn Valdimarsson, Sveinar A-fl. tvíliða- leikur. Þau sem fengu silfúrverðlaun: Andri Marteinsson, Hnokkar B-fl. einliða, Lilja B. Jónsdóttir, Tátur B- fl. einliða, Hjalti Jónsson, Hnokkar A-fl. tvíliða, Birgitta R. Ásgeirsdótt- ir, Tátur A-fl. einliða, Magnús Guð- mundsson, Sveinar B-fl. einliða, írena R. Jónsdóttir, Meyjar B-fl. ein- hða, Sveinn Kristjánsson, Drengir B-fl. einliða, Gísh Pétursson, Piltar A-fl. tvíliða. Mjög mikil gróska hefur verið í badmintoniðkun á Akranesi undafar- in ár og hafa nú í vetur verið rúmlega 100 iðkendur og fer stöðugt fjölg- andi. Aðalþjálfari er indverjinn Dipu Ghosh sem hefur séð um þjálf- un í nokkur ár hér á Akranesi en hann er einnig þjálfari UMSB. Mikill árangur hefúr verið af hans starfi og vonandi fáum við að njóta krafta hans eins lengi og hægt er. Þann 19.-20.feb. s.l. var haldið Meistaramót í Öðlingaflokki. I flokki U-40 ára fékk Aðalsteinn Huldarsson IA silfur í einhðaleik og silfúr í tvfliðaleik ásamt Bimi H. Bjömssyni. I flokki U-50 ára þá fékk Jóhannes Guðjónsson IA gull- verðlaun í einhða- og tvíliðaleik og silfur í tvenndarleik. Tveir leildr hjá IA fóm fram í deildarkeppni Badmintonsambands Islands. Fyrsti leikurinn fór fram 23.feb. og áttust þar við IA og HSK/UMFH. Leikar fóm þannig að IA vann 4:3. Seinni leikurinn var við Badmintonfélag Hafúarfjarðar (BH) þann 8.mars og vann IA 7:0. Unglingalandshð Islands fór í frækna keppnisferð til Wales í lok febrúar s.l. og átti Badmintonfélag Akraness einn sþilárá Friðrik Guð- jónsson sem stóð sig mjög vel á þessu fýrsta móti sínu fýrir hönd Islands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.