Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 13 Vilt þú vinna heima? (13.3.2000) Hlutastarf 2-3 tímar á dag, fullt starf 4-6 tímar. Upplýsingar í síma: 482 4259. ATVINNA ÓSKAST Ræstingar, aukavinna (6.3.2000) Oska efdr aukavinnu við ræstingar. Uppl.í s: 695 2773 eða 437 1362 efdr kl. 17:00. BÍLAR / VAGNAR / KERRUR MMC-Lancer '87-'88 (13.3.00) Oska eftir boddývarahlutum að framan í MMC Lancer árg '87-'88. Kemur til greina að kaupa bíl, má vera ógangfær. Upplýsing- ar í síma 431 5151 á vinnutíma og 431 2773 eða 695 8456 efrir kl. 18. Toyota Tercel. (7.3.2000) Til sölu Toyota Tercel árg. '85. Upplýsingar í síma 431 1887 eða 695 8738. Einn ódýr (7.3.2000) Toyota HiAce árg '88. 8 manna, þarfnast smá lagfæringar. Upplýsingar í síma 861 6246. Ferrosa (7.3.2000) Til sölku Daihatshu Ferrosa árg '90. Ekinn 180 þús. Verð 350 þús. Ath. skipti á dýrari bíl. Upplýsingar í síma 431 4110. Nissan Sunny (7.3.2000) Til sölu Nissan Sunny árg. '86 skemmdur efrir umferðaróhapp, selst í heilu lagi eða í pörtum. Upplýsingar í síma 431 3464 eftír kl.17. Vélsleði (6.3.2000) Til sölu Polaris 500 efi vélsleði. Skráður ’95. Ekinn 2000 mílur. Upplýsingar í síma 695 2262 eða 433 8714 (á kvöldin). Leðurhomsófi. (14.3.2000) Til sölu Leðurhornsófi, selst ódýrt. Upplýs- ingar í síma 553 2307. Homsófi (14.3.2000) Oska eftir notuðum hornsófa til kaups. Upplýsingar í síma 435 1562. Bmnstad leðursófasett. (7.3.2000) Til sölu Grátt Brunstad Leðursófasett 3-1-1 sem nýtt. Upplýsingar í síma 431 3206. LEIGUMARKAÐUR Óska efirir íbúð tíl leigu (13.3.2000) Óska efrir íbúð til leigu ffá og með 1. april. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingum í síma 861 0199 efrir kl.17. Vantar íbúð á Akranesi (6.3.2000) Vantar stóra íbúð til leigu á Akranesi. Upp- lýsingar í síma 431 2371. ÓSKAST KEYPT Fjórhjól (13.3.2000) Óska efrir fjórhjólum, mega þarfhast mikilla lagfæringa. Uppl. í síma 898 7916. Jóker spil (14.3.2000) Danskur maður sem safnar jóker spilum óskar eftir skiptum. Hafið samband við Sveinbjörn í síma 435 1266. Borgarfiörður. Fim. - föst. 16. mar - 17.mars: , Skilaboðaskjóðan kl 17 og 20 í Félagsmiðstöðinni Oðali. Ævintýrasöngleikur í flutningi Nemendafé- lags Grunnskólans í Borgarnesi. Leikstjóri: Stefán Sturla Sigurjónsson. Tónlist samdi Jóhann G. Jó- hannsson. Leikur, söngur, grín og glens. Síðustu sýningar. Állir velkomnir. Snæfellsnes. Fimmtudag 16. mars: Opið hús - talnaspeki kl 20:30 í Verkalýðshúsinu, Stykkishólmi. Hermundur Sigurðsson talnaspek- ingur verður með kynningu á talnaspeki. Komið og spáið í málin með okkur. Hermundur verður ein- nig með einkafundi dagana 17. - 19. mars. Pantanir á einkafundum em hjá Ingibjörgu í símum 438 1800 og438 1326. Sálarrannsóknarfélag Stykkishólms. Borgarfjörður. Föstudag 17. mars: Félagsvist kl 21:00 í Lyngbrekku. Umf. Egill Skallagrímsson. Borgarfjörður. Föstudag 17. mars: Spilakvöld kl 20:30 á Hlöðum. Þriggja kvölda félagsvist hefst á Hlöðum föstudaginn 17. mars. Næstu tvö kvöld verða auglýst síðar, ef næg þátttaka verður fyrsta kvöldið. Kvenfélagio Lilja. Borgaríjörður. Föstudag 17. mars: Dansleikur kl 11 - 3 í Búðarkletti. Jón Finnsson þenur nikkuna ffam á nótt. Akranes. Föstudag 17. mars: Dixielandsveit á Grandrokk Akranesi. Dixielandsveit Arna Isleifssonar heldur tónleika föstudaginn 17. mars. Níu þaulreyndir spilarar troða upp og áhersla er lögð á fjörlega hamingjusveiflu. Akranes. Laugardag 18. mars: Sjávarlist - opnunarhátíð kl 20 í Bíóhöllinni. Samstarfsverkefni Akranesbæjar og Reykjavíkur, menn- ingarborgar 2000. Lúðrasveit, söngur, leiklestur og spuni. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Börn velkomin í fylgd fúllorðinna. Léttar veitingar til sölu. Borgarfjörður. Laugardag 18. mars: Dansleikur kl 11 - 3 í Búðarkletti. Þotuliðið sér um fjörið. Akranes. Mið. - fim. 22. mars - 23.mars: Arshátíð Grundaskóla kl 18 - 20. Miðasala hefst hálftíma fyrir hverja sýningu. Miðaverð 500 kr. fýr- ir fúllorðna og 200 kr fyrir börn. Borgarfjörður. Fimmtudag 23. mars: Karlakórinn Heimir, Skagafirði kl 21 í Reykholtskirkju. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Akranes. Laugardag 25. mars: ,,Lifðu“ - frumsýning. Frumsyning Skagaleikflokksins á „Lifðu“ eftir Kristján Kristjánsson í leik- stjórn hans. Um tónlist sér Orn Harðason. Snæfellsnes. Laugardag 25. mars: Spurningakeppnin - úrsut kl 22 í Röst, Hellissandi. (Þar mætast stálin stinn) Undanúrslit og úrslit spurningakeppninnnar í Röst. Stjómandi er Þorkell Cýrusson. ALkranes: Sunnudag 26. mars Ljóðalestur í Kirkjuhvoli Vegur um Klifhniun í Breiðuvík í framhaldi af ffétt í Skessuhorni 2. mars sl. um snjóflóð í Botnshlið og Smálækjahlíð, þá um næstliðna helgi, og í tengslum við þann at- burð, svo og í framhaldi af grein Kristins Kristánssonar í blaðinu 9. mars, koma hér á efrir tvö bréf sem ég skrifaði annað einn en hitt ásamt fleirum út af vegagerðinni um Klif- hraun. Fyrra bréfið er svohljóðandi: Laugarbrekku, HeLInum, 12. 9. 1994. Umhverfisráðherra, Össur Skarphéðinsson, Náttúruvemdar- ráð, Skipulag ríkisins, Reykjavík. Af gefnu tilefni vil jeg undirritað- ur láta í ljósi skoðun mína og reynslu á vegakaflanum um Stapa- bom og við Stapafell að Arnarstapa. Þessi vegarkafli hefur um langa tíð reynst mörgum vegfarendum erfið- ur á vetmrn vegna snjóa, hálku og illviðris. Efrir því sem sögur herma hafa verið tíð snjóflóð á þessu svæði. Stærsta snjóflóðið sem jeg man efrir var árið 1968 en síðan hafa fallið þarna að minnsta kosti 5 nokkuð stór snjóflóð. Þá hefur hrunið grjót á veginn bæði í Stapa- bomi og við Stapafell. Jeg hef lent í því að velta steinum af veginum. A þessari leið er mjög snjóþungt og mjög svellasamt, þarna í krikanum þiðnar snjór og klaki afar seint. Sól- ar nýmr ekki þarna nema skamman tíma að vetrinum og ekki þegar sól er lágt á loftí, þegar hvasst er eru þarna mjög hvassir sviftívindar. Jeg lít svo á að það væru mjög al- varleg mistök ef sú leið yrði farin að endurbyggja veginn þar sem hann liggur nú. Það eru liðnir margir áramgir síðan fyrst var farið að huga að því að leggja nýjan veg frá Sleggjubeinu yfir Klifhraun að Am- arstapa. Svo lengi er búið að bíða eftir þessum langþráðu vegafram- kvæmdum. Arið 1989 bárust fféttir um að hefja ætti framkvæmdir en svo fór að því áformi var frestað. Þetta voru slæm vinnubrögð og sárt að þurfa að bíða effir að fá þessar samgöngu- bæmr sem bundnar voru góðar vonir við. Nú loksins þegar maður hélt að það ætti að gera alvöru úr því að hefja þessar vegaframkvæmdir þá kemur það yfir mann eins og þruma úr heiðskíru loftí að hætta eigi við að leggja nýjan veg frá Sleggjubeinu um Klifhraun, en þess í stað að end- urbyggja veginn á sama stað og hann liggur nú, í sama snjóabælinu um Stapabom og við Stapafell. Þetta er að mínum dómi fyrir neðan allar hellur og jeg fæ ekki skilið slík vinnubrögð. Það hefur aldrei heyrst annað en að nýr vegur yrði lagður þar sem áður um getur yfir Klifhraun. Það er mín skoðun að nýr vegur frá Sleggjubeinu yfir Klifhraun falli bemr við umhverfið og byggðina heldur en þar sem hann liggur nú og mjer sýnist að hann geti farið vel í hrauninu. Þegar um bráðnauðsynlegar ffamkvæmdir er að ræða eins og þessa þá þarf að skoða vel alla þætti málsins af raunsæi og sanngimi og hlusta á raddir þess fóks sem best þekkir til, en fara ekki út í neinar öfgvar, eins og of oft vill brenna við. Nú er það svo að í að þessu máli hefur Náttúruverndarráð lagst gegn því að nýr vegur verði lagður yfir Klifhraun og telur æskilegt að endurbyggja veginn um Stapabom samkvæmt bréfi til Skipulagsstjóra ríkisins dagsett 18. júlí 1994. Það gleður mig að Náttúru- verndarráð neitar ekki nýjum vegi um Klifhraun. Jeg hef alla tíð verið hliðhollur Náttúmverndarráði og er smðningsmaður þess og hef starfað með því að ýmsum málum varðandi náttúravernd og friðlýs- ingar hjer á sunnanverðu Snæfells- nesi. Jeg starfaði fyrst með Nátt- úravemdarráði þegar Árni Reynis- son var framkvæmdastjóri, þá starf- aði jeg með Eyþóri Einarssyni og Gísla Gíslasyni svo nokkrir séu nefhdir. Jeg vil nota tækifærið og þakka þeim mönnum sem jeg hefi nefnt og öðra náttúruverndarfólki mjög gott samstarf og vona að jeg eigi eftir að leggja ráðinu lið. Hvað varðar þær vegafram- kvæmdir sem hér um ræðir þá tel jeg það alvarleg mistök ef vegurinn um Stapabotn og við Stapafell yrði endurbyggður því vegur um Klif- hraun hlímr að koma og hvers vegna þá að ffesta því ? Það era nú vinsamleg tilmæli mín tíl Náttúraverndarráðs að það end- urskoði afstöðu sína og samþykki að nýr vegur verði lagður yfir Klif- hraun. Jafnframt beini jeg þeim sömu óskum til Skipulagsstjóra rík- isins. Ef Náttúraverndarráð og Skipu- lagsstjóri ríkisins verða ekki við þessum tilmælum mínum skora jeg á Umhverfisráðherra að hann felli úr gildi úrskurð Skipulagsstjóra og heimili vegalögn um Klifhraun samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar. Jeg óska eftir góðri afgreiðslu þessa máls. Finnbogi G. Lárusson Ég tel mig hafa fengið jákvætt svar ffá Umhverfisráðuneyti. Ur- skurður þess er dagsettur 10. nóv. 1994. Ráðuneytið telur að í um- hverfismatinu og í úrskurði Skipu- lagsstjóra liggi ekki fyrir nægar upplýsingar um hvort unnt sé að meta það að “lagfæringar og endur- gerð á núverandi vegi muni leysa snjóa-, snjóflóða- og grjóthruns- vandamál að því marki að telja megi að fullnægjandi samgöngubætur náist fram“. Með þessu er ráðu- neytið að mínu mati að taka undir athugasemdir mínar og annarra hér á heimaslóð og er að biðja um stað- fesringu Vegagerðarinnar á þeim athugasemdum með gerð ffekara umhverfismats. Vegagerðin hefur valið þá leiðina að ffesta gerð þessa umhverfismats þótt engir viti betur en sú stoífiun að allt það sem við höfum lagt ff am í þessu máli er rétt. Þegar liðin vora rúm tvö ár ffá því að dagsetningu úrskurðar Um- hverfisráðuneytisins skrifuðum við eftirfarandi bréf til Vegagerðarinn- ar í Borgarnesi. Efnislega svipuð bréf vora send bæjarstjóra og bæj- arfulltr. Snæfellsbæjar og Alþingis- mönnum Vesturlandskjördæmis: Snæfellsbæ, 11. des 1996. Vegagerðin Borgamesi , Birgir Guðmundsson, umdæmisverk- ffæðingur. Með þessu bréfi viljum við undir- ritaðir lýsa vonbrigðum okkar yfir því að þótt 10. nóv. s.l. hafi verið liðin tvö ár ffá því að Umhverfis- ráðuneyrið kvað upp úrskurð sinn um að gera skyldi nýtt umhverfis- mat vegna vegalagningar um Klif- hraun við Arnarstapa virðist málið standa þannig að slíkt mat hafi ekki verið gert. I niðurstöðu ráuneytisins kemur fram að það telur sig ekki hafa (í áður framl. gögnum m.a. umhverf- ismati) fullnægjandi upplýsingar um snjóa-, snjóflóða- og grjót- hraunsvandamál né hvert sé vernd- argildi Stapaboms sem útivistar- svæðis. Þessi atriði era tengd um- ræddri endurgerð á núverandi vegi. Oll atriðin liggja ljós fyrir þótt þau hafi ekki komið fram í áður gerðu umhverfismati. Vegagerðin hefur kannað þetta svæði við breyti- legar aðstæður. Aðstæðurnar hafa ekkert breyst og ekki era líkur á því að þær breytist í næstu framtíð. Við ítrekum stuðning okkar við tillögur Vegagerðarinnar um stað- semingu nýs vegar og vænmm þess að með forasm Vegagerðarinnar og með smðningi heimamanna komist nú skriður á þetta mál og ekki líði langur tfmi þar til nýtt umhverfis- mat liggi fyrir og í eðlilegu ffam- haldi af því verði gerður nýr vegur yfir Klifhraun. Við leyfum okkur einnig að vekja athygli á því að umferð á veginum um Breiðuvík og fyrir Jökul var árið 1993 samkv. mælingum Vegagerð- arinnar 160 bíla sumardagsumferð og 100 bíla árdagsumferð. Það er því mikil nauðsyn á því að vegurinn um Breiðuvík og fyrir Jökul verði uppbyggður og lagður bundnu slit- lagi. Síðusm sumur hefur borið á því að fýrirtæki í ferðaþjónustu hafi bent fólki á að eyða ekki tíma á Vesturlandi vegna vegarins vestast á Snæfellsnesi en ferð einmitt um það svæði er oftast meginhvati að skoð- unarleiðangri um Vesturland. Við sem eigum hér heima við rætur Snæfellsjökuls teljum okkur þurfa á betri vegum að halda til stuðnings mannlífs og eflingar byggðar. Með þökk fyrir samstarf. Með besm kveðjum. Hallsteinn Haraldsson, Stefán Þórðarson, Tryggvi Konráðsson, Guð- rún G. Bergmann, Finnbogi G. Lár- usson Mér finnst rétt að málflutningur minn og samherja minna sé nú upp- lýstur með því að birta þessi bréf. Náttúran hefur nú staðfest eftir- minnilega upplýsingar okkar varð- andi snjóflóð bæði nú um síðustu mánaðarmót með stórflóðum í Botnshlíð og Smálækjahlíð og einnig vemrinn 1999 með snjóflóð- um á þessum stöðum svo og einnig þá snjóflóðum úr Stapafelli. Við þurfum ekki að bíða eftir erfiðleik- um vegna snjóþyngsla eða hálku í Stapabomi. Of margir vegfarendur hafa þurft að fjarlægja grjót af þess- um vegi til að um það þurfi að leita fleiri vitna. Bíðum ekki eftir fleiri aðvörunum ffá náttúranni. Leimm nú samstarfs allra um að nýr vegur verði lagður um Klifhraun. Með þökk fyrir birtinguna. 13. mars 2000 Finnbogi G. Lánisson [Ath. Stafsetning bréfa að hætti höfundar]

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.