Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐÁ VESTURLANDI - 11. tbl. 3. árg. 16. mars 2000 Kr. 200 í lausasölu
Leikskólum
verður lokað
Á fundi skólanefndar Akraness þann 7. mars s.l.
var fjallað um mótmæli foreldra leikskólabarna
vegna fyrirhugaðrar lokunar leikskóla bæjarins í
sumar. Skólanefnd lagði fram bókun þar sem fram
kemur að nefndin telur að sú leið sem mælt var með
við bæjarsjórn, að loka hverjum leikskóla á víxl í
tvær vikur, sé eins konar málamiðlun ólíkra sjónar-
miða. Nefndin segir að viðbrögð foreldra komi ekki
á óvart en heldur fast við þá ákvörðun sína að lokað
verði með þeim hætri sem áður hefur verið ákveð-
ið. Hins vegar leggur skólanefhd áherslu á að þeir
foreldrar sem ekki hafa tök á að fara í sumarleyfi á
sama tíma og leikskólinn lokar hafi heimild til að
færa barn sitt á annan leikskóla. Með því að þessi
leið verði farin þá munu allir foreldrar sitja við sama
borð hvað varðar niðurfellingu leikskólagjalds í
einn mánuð. PO
Loðnan í
Breiðafjörð
Vart hefur orðið við loðnu í umtalsverðum mæli
á Breiðafirði að undanförnu og hefur það að vonum
vakið kátínu hjá sjómönnum þar um slóðir. Ragnar
Konráðsson skipstjóri á Orvari sagði í samtali við
Skessuhom í vikunni að þessi loðnuganga gæfi góð
fyrirheit um fiskirí næstu mánuði. “Við tökum vel á
móti loðnunni enda hefur hún gríðarlega mikla
þýðingu upp á að fiskurinn stoppi hérna við. Loðn-
an sást ekki hér í fyrra og afar lítið í hitteðfyrra en
nú lítur þetta vel út og menn em bjartsýnir hér
undir jökli,” sagði Ragnar.
Ragnar sem er á netaveiðum lét þokkalega af
fiskiríi þrátt fyrir tíðarfarið. “Það er búið að vera
misvitlaust veður hér í allan vemr en við höfum þó
verið á sjó flesta daga. Það er búið að vera ágætt
fiskirí héma síðustu daga og við vonum að andsk....
veðrið fari að lagast.”
GE
©Forsetínn
/
a
fimm-
synmgu
Eiríkur
rauði
kominn
heim
ú fi CSCD
allt að 45% afsláttur
nýtt kortatímabil 16. mars
DmQMæsH