Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 16.03.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 Rocky Horror frumsýnt í Fjölbraut Frábær firammistaða Leiklistarklúbbur NFVA frum- sýndi á föstudagskvöld söngleikinn Rocky Florror á sal Fjölbrautaskól- ans. Söngleikurinn fjallar um ungt kærustupar sem villist af leið á ferðalagi og kemur að kastala ein- um sem reynist mun líflegri en þau áttu von á. Flöfundur þessa söngleiks er hinn víðfrægi Richard O'Brien sem samið hefur þöldann allan af slíkum verkum. Rocky Florror hefur skap- að sér sess sem sígildur söngleikur. Verkið var fyrst sett upp í litlum bíósal í Lundúnum árið 1973. Vin- sældir þess urðu fljótt miklar og hefur söngleikurinn fyllt leikhús víða um heim. I uppfærslu Leiklistarklúbbs NFVA er leikarahópurinn skipaður nemendum skólans. Auk þess sem allur undirbúningur, sviðsgerð og búningahönnun er í þeirra hönd- um. Greinilegt er á þessari upp- færslu að ekki er skortur á hæfi- leikafólki innan veggja Fjölbrauta- skóla Vesturlands og er frammi- staða aðstandenda sýningarinnar þeim til mikillar prýði. I hlutverki Frank NTurter er Sindri Birgisson og leysir hann hlutverk kynskiptingsins með mikl- um ágætum og kallar kvenlegt og ósiðlegt atferli hans oft fram hlátur á meðal sýningargesta auk þess sem hann kemst vel frá söngnum. I hlut- verkum kærustuparsins Brad Majors og Janet Weis eru þau Valur Birgisson og Aldís Róbertsdóttir og standa þau sig mjög vel. Valur er hæfilega vandræðalegur sem Brad og syngur stórvel. Aldís sýnir mik- inn karakter sem Janet auk þess að hafa góða rödd sem hæfir hlutverk- inu vel. Með hlutverk systkinanna Riff Raff og Magentu fara þau Sveinbjörn Hafsteinsson og Silvía Rún Omarsdóttir. Sveinbjörn stendur sig mjög vel sem Riff Raff. Stærsta leiksigurinn í þessari frá- bæru sýningu vinnur Silvía Rún í hlutverki Magentu. Hún syngur stórvel og leikurinn er hreint frá- bær. Þess má geta að á annarri sýn- ingu þurfti Harpa Hlín Haralds- dóttir, með litlum fyrirvara, að hlaupa í skarð sögumanns vegna veikinda og þykir hafa staðið sig vel. Leikstjóri sýningarinnar er Ari Matthíasson, umsjón með tónlistar- flutningi hefur Flosi Einarsson og dansa samdi Indíana Unnarsdóttir. Aætlað er að sýningar verði 9 tals- ins. Blaðamaður innti leikarana eftír því hvað stæði upp úr við uppfærsluna og voru þau sam- mála um að umstangið væri skemmtílegt en jafnframt erfitt. Leikarar lýstu og yfir mikilli ánægju með leikstjórann. Sýning þessi er kraftmikil og uppfyllir vel þær kröfur sem hægt er að gera tíl áhugaleik- húsa.Vel er hægt að mæla með þessari sýningu fyrir unga jafht sem aldna. PO Að ofan: Sindri Birgisson í hlutverki Franks lSTFurter Til vinstri: Aðstandendum sýningar var vel fagnað í lokin. Myndir: PO Forsetinn á frumsýningu íslandsklukkunnar Stórvirki í Brautartungu Ungmennafélagið Dagrenning frumsýndi á laugardaginn eitt af stórverkum íslenskra bókmennta, Islandsklukkuna efrir Halldór Lax- ness. Forseti Islands hr. Olafur Ragnar Grímsson var viðstaddur sýninguna ásamt þingmönnum Vesturlands og er óhætt að segja að þetta frumsýningarkvöld hafi verið með stærri viðburðum í sveitinni síðustu ár að minnsta kosti. Að- standendum sýningarinnar var vel fagnað í sýningarlok og var það mál manna að vel hefði til tekist. Þess má og geta að á frumsýningunni var frumflutt lagið Hvenær drepur maður mann eftir Bjarna Guð- mundsson á Hvanneyri sem hann samdi sérstaklega fyrir leikdeild UMFD. Lagið er flutt af Hildi Jó- steinsdóttur við undirleik Bjarna. Það er mikið stórvirki fyrir lítíð leikfélag að ráðast í uppsetningu slíks verks. Sögu Halldórs Laxness af bóndanum og snærisþjófnum Jóni Hreggviðssyni á Rein á Akra- nesi þarf vart að kynna. Sagan ger- ist í lok sautjándu aldar og í byrjun þeirrar átjándu, á þeim tíma er ís- lendingar máttu þola ofríki Dana auk harðæris og drepsótta. Skáldið tvinnar sögu af örlögum Jóns Hreggviðssonar, Snæfríðar ís- landssólar og Arna Arnasonar við sögu þjóðarinnar. Saga Jóns Hregg- viðssonar er í hávegum höfð á Vest- urlandi enda bóndinn á Rein ein- hver frægasta sögupersóna í fjórð- ungnum. Leikstjóri verksins er Halla Mar- grét Jóhannesdóttir. Halla Margrét útskrifaðist úr Leiklistarskóla Is- lands 1994 og hefur unnið við leik- list síðan, bæði hér heima og er- lendis. Leikmynd önnuðust Arni Ingv- Herra Olafur Ragnar Grímsson forseti Islands baksviðs ásamt Sigurði Halldórssyni sem leikurjón Hreggviðsson fnærisþjóf frá Rein. . , Mynd OHR . Til Vinstri: Etasráðið og fylgdarfrú, leikin af Baldri Bjömssyni og Elvu Jónmundsdóttur. Að neðan: Hið Ijósa man Snæfríður lslandssól leikin afHildi Jósteins- dóttur arsson og leikstjórinn og hefur þeim tekist að skapa mjög skemmti- legt leiksvið. Þau nýta húsið vel og hafa náð að skapa rétt umhverfi fyr- ir söguna. Búningar eru mjög góðir og sýnt er að mikil vinna hefur ver- ið lögð í hönnun og saumaskap, af þeim Kristínu Gunnarsdóttur og Halldóru Ingimundardóttur. Sýningin er í heild mjög góð og leikararnir komast allir vel frá hlut- verkum sínum. Sigurður Halldórs- son á Gullberastöðum leikur Jón Hreggviðsson og nær að túlka hlut- verkið með miklum ágætum. Gervi hans er mjög áþekkt þeirri mynd er blaðamaður hafði gert sér af hinum úfha og hrjúfa bónda er þola varð margvíslegt mótlæti á lífsleiðinni. Hildur Jósteinsdóttir á Skálpastöð- um er stórkostleg í hlut- verki Snæfríðar. Hún nær að koma tíl skila þokka og hugprýði Snæfríðar á ákaf- lega sannfærandi hátt. Stór- kostlegasta leikinn í sýning- unni á þó Jón Gíslason á Lundi sem fer á kostum í hlutverki Grinvicensis. Hann er hreint frábær í hlutverki þessa taugaveikl- aða bókamanns og sýnir einhvern besta leik er blaðamaður hefur séð áhugaleikhúsi. Lunddælingar geta verið stoltir af uppfærslu þessari og víst er að enginn fer svikinn heim af sýningunni. PO

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.