Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. JUNI 2000 ...r.YVim.. Rjúpa ræðst ákylfing í golfíþróttmni þykir leikmönn- um gott að fá “fiígl”, það er að segja að leika einn undir pari. Að fá í sig fugl í golfi er þó öllu verra, en það henti næstum því kylfing á móti í Borgamesi um síðustu helgi. Aðdragandinn að því var sá að tvær rjúpur flugu á miklum hraða hring eftir hring í kringum golfskál- ann að Hamri í Borgamesi. I síðasta hringflugi þeirra var kylfingur á 8. teig um það bil að fara að slá upp- hafshöggið. Rjúpurnar stefndu beint á hann á ógnar hraða líkt og orrustuvélar sem stefna að ákveðnu marki. A síðustu stundu tókst kylfingnum að forðast árekstur með því að beygja sig niður og félagar hans er stóðu aftar á teignum sluppu naumlega. Ahorfendum var skemmt en leikinanninum var ekki hlátur í huga því upphafshöggið misheppn- aðist, kúlan small í golfskálanum og hrökk af honum niður í brekkuna. II Nýr slökkviliðs- bíll á Akranes Bæjarráð Akraness hefur nú sam- þykkt að veita innkaupanefhd heim- ild til að bjóða út kaup á nýrri slökkvibiffeið. Að mati Jóhannesar K. Engilbertssonar, slökkviliðs- stjóra, er kominn tími til að festa kaup á nýrri biffeið þar sem eldri bílamir eru ffá ámnum 1981 og 1963. Ætlunin er að eiga þá áfram. Nýja biffeiðin verður með tvöföldu húsi og ber fleiri slökkviliðsmenn. Jóhannes segir dælugetu bflsins vera svipaða og eldri bílanna en á móti kemur að hann er fjórhjóladrifinn, með betri bremsur og mun kraft- meiri. Tilboðin verða opnuð þann 10. júlí næstkomandi. SÓK Frá opnun Upplýsingamiðstöðvarnmar á Reykhólum. Upplýsingamiðstöð á Reykhólum Mikill fjöldi gesta og heima- manna var samankominn sunnu- daginn 25. júní s.l. þegar opnuð var upplýsingamiðstöð í Samkomuhús- inu á Reykhólum. I upplýsingamið- stöðinni liggja frammi kort, bæk- lingar auk ýmiss fróðleiks um Reykhólasveit og nærliggjandi sveitir. Samhliða opnun upplýs- ingamiðstöðvarinnar var einnig opnuð handverkssýning eftir heimamenn. (%) fjW-LASKO KK 2000 ( JSl) \ w / 2000 Þriðjudaginn 4. júlí verður gengið/skokkað frá Grund í Vesturhópi yfir Vatnsnesfjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi (tjaldsvæðinu) á Hvammstanga. Þetta er um 11 km leið. Aætlaður ferðatími er um 2-3 klst. Gangan/skokkið er keppni þar sem gildir að vera sem fyrstur yfir fjallið, en að sjálfsögðu getur hver og einn gert þetta eftir sínu höfði, keppt við aðra, sjálfan sig eða farið þetta án þess að vera að keppa yfirleitt. Aðalatriðið er að vera með og hafa ánægju af þessu. Keppnin er aldursflokkaskipt 15 ára og yngri, 16-39 ára og 40 ára og eldri. Veittur er verðlaunapeningur fyrir efsta sætið, konum og körlum í hverjum aldursflokki. Þegar komið er niður í Kirkjuhvamm bíður grill og drykkur eftir þátttakendum og verðlaunapeningur. Að lokum verða útdráttarverðlaun þar sem alhr þeir sem ljúka ferðinni eru með í pottinum. 1. verðlaun kr. 15.000.-, 2. verðlaun kr. 7.000.- og 3. verðlaun kr. 3.000.-, samtals kr. 25.000.-í verðlaunafé. Mæting er í Kirkjuhvammi kl. 16:30, lagt af stað með rútu frá Kirkjuhvammi kl. 17:00, áætlaður komutími að Grund kl. 17:20. Gangan/skokkið hefst stundvíslega kl. 17:30 frá Grund. Björgunarsveitirnar SVFI Káraborg og FBS V-Hún. verða á staðnum og veita leiðsögn yfir fjallið og aðstoð ef þörf er á. Einnig verður búið að setja stikur á hluta leiðarinnar eða alla leiðina. Þátttökugjald, kr. 700.- fyrir 16 ára og eldri og kr. 500.- fyrir 15 ára og yngri og fleiri en einn úr sömu fjölskyldu (innifahð er rútan, griUið og verðlaunapeningur) Athugið að hafa með ykkur góða skó, hlý föt og góða skapið! Fjallaskokkið er hluti af íþróttahátíð ÍSÍ. Góða skemmtun. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu USVH í síma 451-2760 eða 869-8099. Einnig tekur Friðgeir Guðjónsson við skráningum í síma 451-2222 eða 451-2212. USVH, SVFÍ Káraborg og FBS V-Hún. Fjallaskokkid er styrkt af: Vélaverkstæði Forsvarehf. Höfðabraut 6,530 Hva Hjartar Eiríkssonar sf. Búlandi 1, 530 Hvammstanga ... un, - Sími 451 2514 - Far 451 2713 forsva/@forSvar is I ræðu sem Einar K Guðfinns- son, þingmaður Vestfirðinga flutti þegar hann opnaði með formlegum hætti upplýsingamiðstöðina, kom fram að margt hefði breyst í sam- göngumálum Islendinga undanfar- in ár. “Þverun Gilsfjarðar, tilkoma Hvalfjarðarganganna, og bundið slitlag ásamt nýjum vegum hafa opnað greiðari leið fyrir ferðafólk. Með tilkomu upplýsingamiðstöðv- arinnar á Reykhólum, hefur gátt- inni að Vestfjörðum verið endan- lega lokið upp, enda stutt í allar átt- ir ffá Reykhólum, þar sem er Vest- ur Barðastrandarsýsla og Breiða- fjörðurinn í suðri,” sagði Einar K Guðfinnsson. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps flutti ávarp og minnti menn á að þótt samgöngur væru að batna vantaði þó enn talsvert uppá til að allir gætu talist ánægðir. Að loknum ræðum var boðið upp á veitingar og utandyra gátu menn virt fyrir sér þrjú ökutæki, sem tals- vert eru komin til ára sinna. Um er að ræða Willys jeppa árg. '56, Land Rover árg. ’51 og Farmal Cub árg. ’59. Oll eru þessi ökutæki gangfær og í góðu lagi þrátt fyrir aldur og fyrri störf. Farartækin eiga bænd- urnir Unnsteinn Ólafsson og Stef- án H. Magnússon ffá Seljanesi. EE Þróunarstyrkir til FVA Menntamálaráðuneytið lauk fyrir nokkru úthlutun styrkja til þróunarverkefna í ffamhaldsskól- um og fékk FVA að þessu sinni styrki til að vinna tvö slík verkefni. Annað þeirra er verkefnið Hug- búnaðargerð fyrir kennslu á vef, en umsjón með því hafa þær Harpa Hreinsdóttir kennari og Hafdís D. Hafsteinsdóttir bóka- safhsffæðingur. Hitt verkefnið er sameiginlegt verkefni Fjölbrauta- skóla Vesturlands, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja um mótun náms á al- mennri námsbraut. SÓK Nýhw rar Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru ferðar hamingjuósldr. Þyngd:4S95-Lengd:S5 cm. Foreldrar: Margrét Helga Jóhannsdóttir og Bjöm Ingi Kristvinsson, Akranesi. Ljósmóðir: Bima Gunnarsdóttir. 22júní kl 06:51-Meybam- Þyngd:3370-Lengd:49 cm. Foreldrar: Asdts Amý Sigurdórsdóttir og Finnur Ingi Finnsson, Rróksfjarðamesi. Ljós- móðir: Helga Höskuldsdóttir. 22.júní kl 09:03-Meybam- Þyngd:434S-Lengd:S3 cm. Foreldrar: Sigríður Berglind Birgisdóttir og Sig- urður Rúnar Leifsson, Akranesi. Ljós- móðir: Anna Bjömsdóttir. 22.júní kl 19:39-Meybam- Þyngd:2595-Lengd:46 cm. Foreldrar: Minney Ragna Eyþórsdóttir og Einar Ottó Jónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Bima Gunnarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.