Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 11
 FIMMTUDAGUR 29. JUNI 2000 11 Aflabrögð Aflabrögb í síbustu vlku Far vf f tonn Stykkishólmur 18/6-24/6 Grettir bomv 2 64,4 Kvika grásl 1 0,001 Denni handf 1 0,01 Flatey handf 1 0,6 Fönix handf 2 1,9 Glitský handf 4 1,5 Heppinn handf 1 3 Hrísey Karl Þ’or handf 2 0,9 handf 1 1,5 Kári handf 1 0,9 Lára handf 1 0,8 Litli vin handf 2 2,3 Arnar krab 2 2,9 Garpur krab 2 2 Pegron krab S 11,2 Jónsnes lína 2 1,8 Kristinn F. samtals rækjuv 1 13,5 107,3 Ólafsvík 18/6-24/6 Ólafur bomv 1 14,7 Bliki dragnót 3 9,7 Egill dragnót 5 20,7 Egill Halld. dragnót 3 20,6 Ingibjörg dragnót 4 13,3 Olafur B. dragnót 4 39,8 Steinunn dragnót S 81,9 Svanborg dragnót 2 19,4 Armann handf 1 0,5 As handf 3 2,8 Bjarmi handf 1 0,3 Bjami Sig. handf 3 3 Ellý handf 2 0,4 Garðar SH handf 3 1,7 Glaður SH handf 3 2,8 Goði handf 2 1,9 Hulda RE handf 1 0,007 Inga ‘Osk handf 2 2 Jón Bjamason handf 1 0,9 Kópur SH handf 2 1,8 Krían handf 2 2,6 Magnús Árna. handf 3 4,8 Siggi Guðna handf 1 0,5 Snæfell handf 3 2,5 Sædís handf 2 1,3 Sæfari handf 1 0,4 Tjaldur handf 2 2,2 Þrösmr handf 3 1,6 Þytur handf 1 2,3 Ögmundur handf 3 1,8 Asthildur Iína 1 0,6 Elís lína 1 0,9 Geisli lína 2 2,8 Gæjir lína 1 0,8 Hanna lína 2 1,1 Jóhanna SH lína 1 0,9 Kristinn h'na 2 3,1 Linni lína 1 0,3 Magnús I. lína 2 1 Sigurður E. lína 1 4,7 Snorri Afi lína 6 3,9 Sverrir h'na 2 3,9 Asþór net 7 3,8 Bervík net 3 9,5 Herkúles net 4 6,5 Oli Færey. net 5 2,6 Pétur Afi net 5 5,7 Sæfari SH net 4 1,7 Víglundur J. samtals net 8 6 320,3 Grundarfj. 19/6-27/6 Birta handf 1 1,1 Ritan handf 1 1,1 Sæfari handf 3 1,7 Þorleifur handf 1 0,5 Brynjar lína 1 0,9 Már lína 2 1,6 Milla lína 4 3,8 Pémr Konn lína 2 2,4 Farsæll bomv 1 39,5 samtals 53,4 Rifshöfh Bára dragn 5 6,8 Esjar dragn 3 13,1 Fúsi dragn 2 1,2 Andri handf 1 1,9 Armann handf 1 0,2 Denni handf 2 1,4 Diddi SH handf 2 2,9 Kári 11 handf 5 8,3 Kristbjörg handf 1 0,6 Leifur handf 4 6,1 Sæhamar handf 4 4,8 Víglundur handf 1 0,5 Þema handf 1 1,3 Bjössi lína 1 1,2 Guðbjartur lína 2 2,5 Heiðrún lína 1 1 Jóa lína 4 2,1 Sæbliki lína 2 3,1 Örvar net 1 7,1 samtals 76,1 Guðríður komin heim að Laugarbrekku minnismerki afhjúpað á fæðingarstað hennar Guðríðar- og Laugabrekkuhópurinn ásamtforseta Islands og samgönguráðherra. “Guðríður Þorbjarnardóttir er án efa fremst landkönnuða mannkyns- sögunnar úr hópi kvenna,” sagði forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, er hann afhjúpaði minn- isvarða um Guðríði að Lauga- brekku á Hellnum á sunnudag. Hann bætti því einnig við að afrek hennar væru síst ómerkari en landa- fundir Leifs heppna, að honum ó- löstuðum. Guðríður Þorbjarnardóttir fædd- ist á Laugarbrekku fyrir rúmlega þúsund árum síðan og ólst upp þar og á Arnarstapa uns hún fluttist til Grænlands með foreldrum sínum Á Grænlandi kvæntist Guðríður Þorsteini, syni Eiríks rauða, en Leifur Eiríksson var þá í Vínlands- ferð sinni. Hjónabandið var frekar stutt því Þorsteinn lést og var því Guðríður ung ekkja þegar Þorfinn- ur karlsefni kom til Grænlands. Hann var djarfhuga og stefhdi á Vínlandsferð eftir frægðarför Leifs en áður en til hennar kom kvæntist hann Guðríði og fór hún í ferðina með honum. Á Vínlandi fæddi hún þeim son, Snorra Þorfinnsson, og hefur því verið talin vera fyrsta hvíta konan sem fæddi barn í Ameríku. Frá Vínlandi héldu þau Guðríður og Þorfirmur til Grænlands og það- an til Noregs tdl að selja vörur sínar og loks heim til Islands þar sem þau settust að í Skagafirði. Síðar á æv- inni ferðaðist hún til Noregs og suður Evrópu til Rómar þar sem hún dvaldi um langa hríð en sneri þó aftur til Islands þar sem hún lést í Skagafirðinum. Fjölmenni var við athöfnina þeg- ar minnismerkið var afhjúpað við fæðingarstað Guðríðar og meðal gesta var sendiherra Bandaríkjanna á Islandi. Minnisvarðinn er afsteypa af listaverki Ásmundar Sveinssonar sem ber nafnið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Minnisvarðinn er reyst- ur að tilstuðlan Guðríðar- og Laugabrekkuhópsins en hann skipa: Skúli Alexandersson Hellissandi Guðrún G Bergmann Hellnum, Kristinn Jónasson Olafsvík, Reynir Bragason Hellnum og Ragnhildur Sigurðardóttir Staðarsveit. GE Fnunkvöðlaverðlaun í hlut Húsafeflshjóna Umdæmisþing Rótary á íslandi var haldið að Bifröst um næstliðna helgi. Þingið var vel sótt og tókst í alla staði vel að sögn félaga í Rótaryklúbbi Borgarness sem höfðu veg og vanda að þinghaldinu og undirbúningi þess. Þingfúlltrúar veita árlega eina viðurkenningu úr starfsgreinasjóði sem settur var á laggimar árið 1984 í þeim tilgangi að verðlauna framúr- skarandi afrek sem unnin em í ein- hverri starfsgrein hér á landi eða fyrir merkar nýjungar. Fjár er aflað með útgáfu afmælisrits og með sölu styrktarlína. Að þessu sinni fengu hjónin á Húsafelli, þau Krisdeifur Þorsteins- son og Sigrún Bergþórsdóttir viður- kenningu fyrir frumkvöðlastarf þeirra í ferðaþjónustu. Að launum var þeim hjónum á þinginu að Bif- röst færð blóm, heiðursskjal auk peningagjafar. MM Sigrún Bergþórsdóttir og Kristleifur Þor- steinsson taka við verðlaunum jyrir frum- kvöðlastarf í ferðaþjónustu úr hmdi Gre'tars Hrafns Harðarsmar fulltrúa í stjóm starf- greinafóðs Rótary á Islandi. Mynd: ÞPG Þrýstíð á þingmanninn - segja forsvarsmenn Skjás eins “Ef þið viljið fá að sjá Skjá einn, þá er besta leiðin að þrýsta á þingmanninn ykkar. Eins og staðan er í dag, þá er of dýrt að fara út á land,” segir Sverrir Agnarsson yf- irmaður auglýsinga- deildar Skjás eins í samtali við Skessu- horn. Sjónvarpsstöðin Skjár einn fymnti í vet- Starfsfólk á Skjá Einum í heimsókn á Vesturlandi. ur fyrirhugaðar útsendingar utan möguleikar á landsbyggðinni eru Reykjavíkur, meðal annars á Vest- urlandi. Að sögn Sverris er ekki ljóst í dag hvort af því verður, né hvenær. “Við ætluðum að hefja útsend- ingar í mars á þessu ári, en þau plön hafa ekki náð fram að ganga. I- þróttir og landsbyggð em ekki í tísku hjá okkur. Hérna í Reykjavík rekum við fría sjónvarpsstöð byggða á auglýsingum en tekju- litlir. Við eram hinsvegar í samn- ingaviðræðum við Landssímann um línu sem virðist þó ekki liggja á lausu þar sem þeir vilja halda henni af öryggisástæðum. Við erum einnig að skoða möguleika á út- sendingum gegnum ljósleiðara eða örbylgjusamband. Framtíðin verð- ur að skera úr um hvort af okkar á- ætlunum getur orðið,” segir Sverrir. EE Þúsund toim í einu kasti Nótaskipið Víkingur, sem Har- aldur Böðvarsson hf. gerir út, fyllti sig á síldarmiðunum sl. fimmtudag og landaði tæpum 1400 tonnum á Akranesi rúmum sólarhring síðar. Uppistaðan í veiðinni var risakast, 1.000 tonn. Annað skip HB hf., Óli í Sand- gerði, sigldi með 800 tonna afla til Bodö í Noregi en þangað er aðeins 300 mílna sigling af miðunum, borið saman við 800 mílur til Akra- ness. Þá er hráefnisverð hærra í Noregi en hér heima um þessar mundir. SSv. Séo fyrir endann á ritun sögu Akraness Samkvæmt samningi sem gerður var við Gunnlaug Haraldsson er gert ráð fyrir því að ritun sögu Akra- ness ljúki þann 1. október árið 2001. Einhver dráttur verður þó væntan- lega á verksldlum, en vonast er til að verkinu Ijúld eigi síðar en árið 2002. Þá er gert ráð fyrir að út komi þrjú bindi, sem verði sjálfstætt verk, en Jón Böðvarsson ritaði eitt bindi af sögu Akraness, sem gefið var út árið 1992. Upphaflega var ætlunin að saga bæjarins kæmi út í þremur bindum árið 1992, á fimmtíu ára kaupstaðar- afrnæli Akraness. Samningur viðjón þar að lútandi var undirritaður 1986. Honum var rift að ósk beggja aðila og nýr samningur gerður við Gunnlaug. “Eg ber fullt traust til Gunnlaugs og veit að hann mun skila vönduðu verki. Það er hins vegar ljóst að meiri tími hefur farið í gagnasöfhun en reiknað var með en ég geri mér vonir um að Gunnlaugur skili verki sínu í lok árs 2002,” segir Gísli Gíslason bæjarstjóri. SSv

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.