Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
gHSSUIiOBH
Sumartónleikar í
Stykkishólmskirkju 2000
Fimmtudaginn
29. júní nk.kl. 20:30
verða fyrstu tónleik-
arnir í Sumartón-
leikaröðinni í Stykk-
ishólmskirkju. Þar
verða á ferð þau Sig-
urbjörn Bemharðs-
son fiðluleikari og
Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanó-
leikari. A efniskrá
þeirra era verk eftir: Wolfgang
Amadeus Mozart, Pál Pampichler
Pálsson og Igor Stravinsky. Sumar-
tónleikaöðin var fyrst haldin árið
1996 og er þetta því fimmta árið
sem hún er haldin. Það er margt
Guðmundsdóttir
spennadi í boði fyrir tónlistará-
hugamenn í sumar. Tónleikarnir
verða á fimmtudögum og byrja kl.
20:30. Aðgangseyrir er í lágmarki
eða kr. 500 fyrir 14 ára og eldri.
(Fréttatilkynning )
Sigurbjöm Bembarðsson og Anna
Breyttur
Nú í sumar er verið að leggja loka
hönd á breytingar, sem hófust á
Víkurvelli I stykkishólmi fyrir
þremur árum. Gerðar verða þrjár
nýjar brautir og verður völlurinn
við það mun skemmtilegri og fjöl-
breyttari. Afram verður um 9 holu
golfvöll að ræða.
Framkvæmdir hófust með því að
ræst var ffarn mjög blaut mýri. Lít-
ið annað var gert það sumarið, enda
engu tæki fært um talsverðan hluta
af svæðinu. Ljóst var að grunn-
vatnsstaðan yrði alltaf frekar há.
Hannes Þorsteinsson, hönnuður
vallarins, benti þá á að með því að
vera með breiða skurði, hálfgerð
síki, milli brautanna og nota efhið
úr skurðunum til að hækka braut-
imar virkaði það svipað og að lækka
grunnvatnsstöðuna. Þetta var gert
sumarið 1998 og svæðið grófunnið.
A síðastiiðnu sumri var svæðið enn
það blautt að ekki var talið ráðlegt
að fara í fi'nvinnslu og sáningu.
golfvöllur
Gerðar voru nokkrar lagfæringar
og landið hækkað á nokkrum stöð-
um. Nú er lokafrágangur að hefjast
á brautunum tveim sem eru á þessu
svæði. Stefnt er að því að sáningu
verði loldð fyrir miðjan júlí. F'ram-
kvæmdir við fladr og teiga hefjast
með vorinu og vonumst við til að
hægt verði að taka þessar brautir í
notkun seint á næsta sumri. Það er
EB landmótun í Stykkishólmi sem
hefur séð um framkvæmdir í góðri
samvinnu við stjóm Mostra og er
allur ffamgangur verksins verktak-
anum til sóma.
I lokin er rétt að geta þess að
sunnudaginn 2. júlí er opið mót á
Víkurvelli, Rækjunesmótið. Glæsi-
leg verðlaun eru í boði, 10 Palmp-
ilot lófatölvur. Veitt verða verðlatm
með og án forgjafar, nándarverð-
laun og einnig verður dregið úr
skorkortum þeirra sem verða við-
staddir verðlaunaafhendingu.
K. Ben
Um Jónsmessuhelgma var haldin sumarhátíó að Heiöaskóla í Leirársveit, sem var Sólstöðuhátíð og hafði undirskriftina “í hjartans ein-
lœgni". Hátíð þessi hefur verið haldin sex sinnum, en undanfarin ftmm ár hefur hún verið staðsett að Laugalandi í Holtum. Að sögn
Helgu Margrétar Guðmundsdóttur, kynningar- og sölustjóra hátíðarinnar, heppnaðist hátíðin eitistaklega vel og átti veðurblíðan stóran
þátt íþví. Hiín segir Sólstöðuhópinn eiga sérþann tilgang að koma af stað breyfmgu í átt að betra lífi og segir sumarhátíðina vera leið
til þess að kytislóðimar geti mœst, starfað og leikið án vímuefna. Astœðuna fyrir því að hátíðin var haldin í Heiðaskóla að þessu sinni
segir hún vera þá að hvatamenn hátíðarinnar, hjónin higa Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson, fluttu nýverið til Hvítárbakka þar
se?n þau reka meðferðarhehnili fyrir unglinga. Helga segir hátíðina byggjast upp ájjölda námskeiða se?n í boði eru. Námskeiðin standa
frá 10-12 ogfrá 14-17 oggetur hver meðlhnur fjölskyldunnar sótt það námskeið sem honum hentar. Mynd: SOK
Sólstöðuhátíð í Heiðarskóla
Það var dansað og sungið á götum úti ekki síður en á kjötkveðjuhátíðum.
Sölustjóri Herbalife var mœttur í
afmœlið. Myndir GE
Síðastliðinn laugardag var Gunn-
laugsgötu í Borgarnesi lokað fyrir
allri umferð af sérstökum ástæðum.
Ekki var það þó vegna framkvæmda
eða götuóeyrða heldur var verið að
fagna fimmtugsaffnælis góðborgar-
ans Eyglóar Egilsdóttur. Dugði
ekki minna en að taka allt hverfið
undir hátíðahöldin enda var haft á
orði að tæplega yrði meira fjöl-
menni á Kristnitökuhátíð.
Kæru hestamenn, kæra Vegagerð, kæru Borgfirðingar
Undirritaður hefur tamningu og þjálfun
hesta að aðalatvinnu, ásamt fleiru í tengslum
við hross. Eg fór nýlega í stuttan trimmtúr
með tamningahross, og er það í sjálfu sér ekki
í ffásögur færandi. Þetta eru venjulega ferðir
sem taka ca. 4-6 tíma og eru hugsaðar sem
andleg og líkamleg upplyfting fyrir bæði
hesta og knapa.
Eins og við öll vitum er Borgarfjörðurinn
einstaklega fallegur og æ fleiri sem kjósa að
njóta fegurðar hans í formi ýmis konar úti-
vistar. Hestamennskan er grein af þeim
meiði og hangir saman með t.d. ferðaþjón-
ustu ý.k. og annarri útiveru og sporti.
Þetta var eitt af þessum ógleymanlegu vor-
kvöldum; skógurinn að lifna og ýmislegt sem
benti til þess að sumarið væri alveg að koma.
Eg reið sem leið lá vestur ruðning í Stangar-
holt, ffábær leið og lá vel á bæði knapa og
hestum. Heldur var eyðilegt um að litast í
Stangarholti, enda ekki nema von þar sem
enginn býr þar lengur. Gaman var að ríða um
sumarbústaðahverfið við Jarðlangsstaði og sjá
hversu frábærlega fólk hefur komið sér upp
sínum draumastöðum. Nú var meiningin að
fara svokallaðan “Einkunnaveg” sem liggur
ffá Jarðlangsstaðaveginum og endar í hest-
húsabyggð Borgnesinga í Víndási. Þar hafa
verið grafinir skurðir með ca. 15 m millibili og
uppgreffri ýtt út þar á milli. Þetta er þekkt
aðferð hér á Vesturlandi til að þurrka upp
vegarstæði. En bíðið nú við... er ég reið inn á
annars þessa fallegu leið blasti við mér ein-
kennileg sjón; grjóti hafði verið dreift í vegar-
stæðið og var það allt upp í höfuðstóra hnull-
unga. Mér féllust nú hendur og jafnvel fætur
líka. Það var búið að eyðileggja þessa yndis-
legu leið. Fyrst varð ég reiður, og er það
reyndar ennþá, en síðan fór ég að reyna að
hugsa jákvætt og leita skýringa. Eg komst að
þeirri niðurstöðu að þeir ágætu menn sem
bera ábyrgð á þessum “vegabótum” væru trú-
lega afkomendur þeirra manna sem voru
frumkvöðlar í vegagerð vesmr á Mýrum. Þar
var stórgrýti sökkt í verstu fenin þannig að
fært varð yfir fyrir hestvagna og ríðandi um-
ferð. Áffam hélt ég og reyndi að sníða hjá
verstu hnullungunum. Þetta minnti mig á
þegar ég reið Leggjabrjót einu sinni. Þegar
þessi leið var rúmlega hálfnuð biðu mín
nokkrir menn úr Borgamesi, sem vissu af ferð
minni. Þeir komu á móti mér en biðu vegna
þess að þeir vildu ekki ríða lengra. Mér var
tjáð að restina af leiðinni að Vindási væri búið
að “laga”... en viti menn; þar var búið að setja
mjög grófa möl sem engin von er að bindist
eða þéttist ofan á stórgrýtið og stóðu stóru
grjótin víða upp úr. Eftir stutt stopp í Vindási
hélt leið mín áfram og fór ég með þjóðvegi
no. 1 í átt frá Borgarnesi. Þegar ég var 16 ára
lenti ég í því að það keyrði bíll á mig þar sem
ég var ríðandi og varð að lóga hestinum á
staðnum. Eg slapp svo til ómeiddur. Þessu
gleymi ég seint og var þess vegna ónotatil-
finning í mér þegar ég mætti flutningabílum
aðeins 1-5 metra ffá mér. Ef reiðhjálmurinn
hefði ekki verið tryggilega festur á mig með
ólum hefði hann sennilega fokið út í skurð
vegna vindhviðanna ffá þessum farartækjum.
Hestarnir tóku þessu furðu vel en einn af
fylgdarmönnum mínum sagði að litlu hefði
mátt muna að hann, ásamt hesti sínum, hefði
orðið fyrir bíl fyrir skömmu; endur höfðu
flogið upp úr skurði sem liggur meðffam
reiðveginum, hestinum hafði brugðið og
hann stokkið aðeins til hliðar. En þetta “að-
eins” dugði til þess að hann var kominn upp
á þjóðveg og hvínandi bremsuhljóð hljómuðu
þegar bíll gat með naumindum forðað hugs-
anlegu stórslysi. Er ég kem upp fyrir Beigalda
tekur aftur við þetta sérstaka val á ofaníburði;
egglaga grjót, heldur smærra þó, en tilvalið til
að stingast inn í hófa hestanna og valda
meiðslum. Síðasti spölurinn var upp með
Gufuá og heim að Stað, gullfalleg leið og vin-
sæl, sem hlúa mætti betur að.
Hestamennska er trúlega ein fjölmennasta
íþrótt á landinu og reiðvegamál eru því mjög
mikilvægur þáttur, sérstaklega í kringum
þéttbýli og nálægt þjóðvegum. Ef maður
keyrir um Suðurland í uppsveitum eða hvar
sem er, eru nánast allsstaðar góðir reiðvegir,
þ.e.a.s. ekki alveg við þjóðveginn og í þeim
ofaníburður úr ffekar fínu efni sem smám
saman þjappast og myndar mjúkar götur sem
hestur getur notið sín á og tekið ffamförum í
þjálfun. Sömu sögu er að segja af stóru átaki í
Skagafirði. Af hverju er þetta ekki svona í
Borgarfirði?!?
Eitt er víst að ef reiðvegagerð er með þeim
hætti sem ég lýsti hér fyrr í þessari grein
freistast sumir knapar til að ríða í vegköntum
þar sem slysahættan er margföld og einhverj-
ar skemmdir verða á malbiksköntum. Reið-
vegagerð á ekki að miðast við það eingöngu
að hesturinn “komist” einhvernveginn og
einhverntíma ffá stað A til staðar B. Líkt og
allir vita sem ferðast með bifreiðum er tölu-
verður munur á að aka á malbiki eða á gróf-
um malarvegum. Á ég þar bæði við tímann
sem slík ökuferð tekur, slit á biffeiðinni og á-
nægjuna af ökuferðinni. Allt það sama á við
í hestamennsku og reiðvegagerð. Guð forði
mér þó ffá að biðja um malbikaða reiðvegi -
en ofaníburður sem hægt er að “ríða” gang-
tegund eins og tölt á án þess að slasa sig eða
hrossið væri til bóta sem og vegarstæði sem
eru hættulaus hrossum, knöpum og bílaum-
ferð.
Eg tel afar brýnt að menn snúi bökum sam-
an og vinni betur að þessum málum. Sveita-
stjórn, bæjarstjórn, reiðveganefhd og hesta-
mannafélög á svæðinu þurfa að funda og það
strax og gera
framtíðarskipu-
lag. Inni í því
skipulagi þarf
að vera tímaá-
ætlun og verká-
ætlun, þ.e.a.s.
samráð við
landeigendur
um leiðir, of-
aníburð o.fl.
Eitt er víst að ef
þessu er ekki
sýndur sómi og metnaður er vegið að öryggi
hesta og knapa. Reiðvegagerð með áður-
greindum hætti lýsir virðingarleysi eða
skilningsleysi gagnvart því ágæta fólki sem
stundar þessa heilbrigðu og þroskandi tóm-
stundariðju. Eg tek ffam að uppbygging á
hesthúsasvæðinu sjálfu á Vindási er þeim sem
þar að komu til sóma, en það er ekki nóg. Það
þarf að semja við landeigendur um að hlúa að
eldri leiðum þannig að hægt sé að forðast
þjóðvegi eins og mögulegt er og þar sem nýir
akvegir eru lagðir þarf að sjálfsögðu að gera
ráð fyrir reiðvegum og best væri að þeir væru
þannig staðsettir að akvegir (sem bfllinn “á”)
og reiðvegir (sem hesturinn “á”) væru sitt
hvoru megin vegagirðingar. Þannig hyrfi öll
slysahætta vegna bflaumferðar.
Gott dæmi um algert aðgerðarleysi í þess-
um málum er nýi vegurinn í Bæjarsveit
(Borgarfjarðarbraut) þar sem hvergi er gert
ráð fyrir reiðvegi og meira að segja marggirt
yfir eldri veg sem hefði þó verið hægt að nota
að hluta til.
Með kveðju og um leið kröfu um örugga
og hestvæna reiðvegi í Borgarfirði
Benedikt G. Líndal, tamningamaður á Stað.
Benedikt G. Líndal