Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 ^kCSSVIIUKl, WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgomes og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: íslensk Upplýsingatækni ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 852 4098 Internetþjónusta: Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038 Iþróttafrétlaritari: Jónas Freysson (James Fryer) Auglýsingar: Hjörtur Hjartarson 864 3228 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og Magnús Magnússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskrlftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuðl. Verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 Gísli Einarsson, Eg er ekki áhyggjufullur maður að upp- ritstjóri. lagi enda er það yfirleitt svo að sé ég full- tu- þá er það af einhverju öðru en áhyggjum og kemur þessu máli ekki við. Samt sem áður er það eitt sem valdið hefur mér hugarangri síðustu ellefu árin eða allt ffá því að byrjað var að skipuleggja Krismitökupartíið á Þingvöllum um næstu helgi. Það er að segja hver á að svara í símann fyrir mig á meðan á hátíðinni stendur. Fram til þessa hefur Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður, leik- kona, umhverfiselskandi, grasæta og símamær annast þetta verk. Hún hefur tilkynnt það hverjum sem heyra vill að ég hafi slökkt á símanum, sé utan þjónustusvæðis eða allar mínar rásir þræl- uppteknar. Ég tek það reyndar ffam að ég treysti svosem ýms- um betur til að ganga í mín störf, ef ég gæti valið, en sit uppi með Kolbrúnu án þess að hafa nokkuð til málanna að leggja. Um helgina verður hún hinsvegar upptekin á Þingvöllum að stýra Guðsdýrðarkarnivali og hvað á ég þá til bragðs að taka? Síðan kemur það á daginn eftir að ég er búinn að velta mér upp úr þessu vandamáli í ellefu ár að mínar hörmungar eru hjóm eitt hjá því sem aðrir verða að þola. Núna kemur það sumsé upp úr dúrnum að það á að svipta tæpan helming þjóðarinnar ferða- ffelsi. Það hefur nefhilega verið ákveðið að setja höfuðborgar- svæðið í einangrun næstkomandi sunnudagskvöld. Hvalfjarðar- göngum verður lokað með lögregluvaldi og girt fyrir alla um- ferð um Kjalarnes. Einmitt á þeim tíma þegar flestir Reykvík- ingar væru að öllu eðlilegu á leiðinni heim til sín úr sumarbú- stöðum eða af tjaldsvæðum á Vesturlandi. Reykvíkingar og þeirra nágrannar hafa því um þrennt að velja; sitja heima, aka skjálfandi um Suðurland eða fara með Kolbrúnu á Þingvelli. Hvílíkt val! Sjálfur ætlaði ég ekki til Þingvalla um helgina þó óviðjafhan- leg salernisaðstaða sé í boði og þrátt fyrir ítrekuð tilmæli upp á hundrað síður frá Kristnihátíðarnefnd þá ætla ég mér að sitja heima á mínum Gústafsberg án Kolbrúnar og án Júlíusar Haf- stein. Ég tek það hinsvegar fram að það er ekki sökum trúleysis sem ég ætla að halda mig heima við. Ég tel mig eiga að jafnaði vinsamleg samskipti við Guð al- máttugan þótt við séum ekki endilega saman í veislum um hverja helgi. Eg vil líka alveg eins hitta hann í einrúmi þegar hann er ekki upptekinn á útihátíðum. Auðvitað má segja sem svo að mér sé ekki vorkunn þar sem ég geti þá allteins farið eitthvert annað. En hverju á maður svosem að treysta? Nú bíð ég bara eftir tilkynningu ffá aðstandendum Færeyskra daga í Olafsvík þess efnis að Norðurlandsvegi verði lokað við Olafsvíkurvegamót meðan hátíðarhöldin standa yfir. Þá geri ég ráð fyrir að Gilsfjarðarbrúin verði víggirt vegna hestamóts Glaðs í Dölum. Borgarfjarðarbraut verður væntan- lega grafin í sundur vegna Handverkssýningar í Borgarnesi og ég slæ því föstu að ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs verði aflýst útaf golffnóti í Stykkishólmi. Þá má einnig búast við að settir verði upp vegartálmar í Kolgrafarfirðinum vegna göngu- ferðar í Grundarfirði. Gísli Einarsson, innilokaður. Ferða frelsi skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is egill@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Metsala á sementi Sala á sementi frá Sementsverk- smiðjunni í maí var 15.407 tonn og var heilum 28,4% yfir áætlun. Þetta er jafnffamt mesta sala á sem- entd í maímánuði allt frá því verk- smiðjan hóf rekstur sinn fyrir rúm- lega 40 árum. Eldra met í maí var 14.351 tonn árið 1974. Sementssala það sem af er árinu er nú orðin rúmlega 44.000 tonn eða 10,3% yfir áætlun. Sala yfir- standandi mánaðar er áætluð 13.500 tonn en stefnir í að verða 10% meiri. -SSv. Góð aðsókn að FVA Mjög góð aðsókn er að FVA þetta árið og hafa heldur fleiri nemendur sótt um skólavist en á sama tíma í fyrra. Alls hafa borist 691 umsókn, þar af eru 180 frá nemendum sem luku grunnskóla nú í vor. Aðsókn að deildum skól- ans á Snæfellsnesi er einnig mjög góð, 30 nemendur sóttu um nám í Stykkishólmi og 25 í Snæfellsbæ. Færri komast að en vilja í verk- námsdeildir skólans, en einungis er hægt að vera með 12 nemendur saman í hóp. 24 nemendur verða í grunndeild rafiðna, 24 á fyrstu önn í málmiðngreinum og 12 nemend- ur verða í grunndeild tréiðna, auk þess eru nemendur í framhalds- námi í öllum þessum deildum. Enn og aftur skapast þó vanda- mál með heimavistarpláss. Tæp- lega helmingur þeirra sem sóttu um koma ekki til með að fá pláss þar sem heimavistin tekur aðeins 64 nemendur, en 120 sóttu um. Þetta sýrúr enn og aftur nauðsyn þess að fjölga heimavistarplássum og vonast stjórnendur skólans til að árangur af baráttu þeirra fyrir því verði sýnilegur áður en næsta skólaár er liðið. SÓK Gjaldskýli Hvaljjarðarganganna Eldfim efiii í athugun Bæjarstjórn Akraness sendi frá sér erindi fyrir nokkru síðan, þar sem hún lýsti yfir áhyggjum sínum af því að flutningur á eldfimum efhum væri leyfður í gegnum Hvalfjarðar- göngin. A bæjarstjómarfundi þann 9.maí tók Sigríður Gróa Kristjáns- dóttir, bæjarfulltrúi málið upp og spurði hvar það væri statt. Nú er verið að skoða málið frá öllum hlið- um. Það er svo lögreglustjórinn í Reykjavík sem gefur endanlegt svar í málinu.”Að bílar fari með eldfim effd í gegnum göngin er að sjálf- sögðu áhyggjuefni og vonumst við til að það leysist farsællega sem allra fyrst.” Sigríður Gróa segist þó ekki vita með hvaða hætti málið verði leyst. Segir bæði mögulegt að flutn- ingarnir yrðu bannaðir á ákveðnum tíma sólarhrings þegar umferðin er hvað minnst og að þessum bílum yrði einfaldlega ekki leyft að keyra í gegn. SÓK -------—a-B~s---- Þjóðlendumálin í undirbúningi Að sögn Kristins Torfasonar for- manns óbyggðanefiidar kemur til greina að neíhdin taki Snæfells- og Hnappadalssýslu fljódega til meðferðar. Þetta yrði þó aldrei fyrr en á næsta ári að sögn Krist- ins. I samtali blaðamanns við Valgarð Halldórsson ffamkæmdastjóra Hér- aðsnefhdar Snæfellinga kom ffam að Héraðsnefndin telur ástæðu til að fara að huga að því hvemig þjóð- lendumálin lúta að svæðinu. Af því tilefni mrm Óskar Sigurðsson lög- fræðingur Bændasamtaka Islands mæta til skrafs og ráðagerða á fund Héraðsneftidar í þessari viku. Eins og ljóst er af þeirri umfjöllun sem málefni þjóðlendna hafa fengið í fjölmiðlum undanfama mánuði er hér um vandmeðfarið málefni að ræða. Að sögn Valgarðs hefur því Héraðsnefndin ákveðið að stíga fyrstu skrefin í að kynna sér hvemig slík mál horfa við þessu svæði. EA Umferðarslys við Bekanstaði Umferðarslys varð á móts við bæinn Bekanstaði á sunnu- dag. Fólksbíl var ekið aftan á sendiferðabíl með þeim afleið- ingum að sá síðarnefndi fór út af veginum og endaði ofan í skurði. Ökumaður hans rif- beinsbrotnaði en ökumaður fólksbílsins og farþegi í sendí- ferðabílnum hlutu minniháttar meiðsl og fengu að fara heim að lokinni skoðun á Sjúkrahúsi Akraness. SÓK Mikil umferð um Vesturland Miðað við síðustu helgi í júní var óvenju mikil umferð ferða- fólks um Vesturland um liðna helgi. Hjá Speli fengust ekki gefnar upp umferðartölur í Hvalfjarðargöng en 13 þúsund bílar fóru um Kjalarnes um helgina sem gefur skýra mynd af umferðarþunganum um göngin og Hvalfjörð. I umdæmi Borgarneslögreglu urðu þrátt fyrír þessa miklu umferð fá ó- höpp. Þó þurfti að flytja öku- mann bifreiðar með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík eftir bíl- veltu við Álftá á Mýrum á laug- ardag. Sarna dag varð aftaná- keyrsla á Akranesvegi við bæinn Ós og þurfti að flytja einn á sjúkrahus eftir slysið. Við Bek- anstaði varð aftanákeyrsla á sunnudag og þurfti að flytja 3 á Sjúkrahús Akraness eftir það ó- happ. Að sögn lögreglu gekk um- ferðin í heild sína vel miðað við þann mikla fjölda fólks sem var á ferðinni og dvaldi á tjaldstæð- um og sumarhúsahverfum á svæðínu. MM Milljón í arð Akraneskaupstaður fékk ríf- lega 1,1 milljón króna í arð á síðasta ári af fjárfestingu sinni í Speli hf., hlutafélagi um gerð og rekstur Hvalfjarðarganga. Arðgreiðslan nemurum 14% af heildarhlutafé bæjaríns sem er rétt tæpar 8,5 milljónir að nafn- verði. SSv. Sláttur hafinn I síðustu viku hófu nokkrir bændur í Borgarfirði og á Snæ- fellsnesi slátt. Spretta hefur þó verið lítil undanfarnar vikur sökum þurrka og eftirtekja því verið lítil. Vætan síðustu daga er því bændum kærkomin og gera má ráð fyrir að margir hefji heyskap af krafti í næsta þurrki. MM Vilja bús í búðir “A að leyfa sölu bjórs og létt- vína í matvöraversíunum” var spurning vikunnar á Skessu- hornsvefnum í síðustu viku. 284 lesendur tóku þátt í kosning- unni og var niðurstaðan afger- andi; 190 kjósendur (67%) eru fylgjandi málinu. Helmingi færri kjósendur; 94 (33%) eru á móti. Það er því ljóst að lesendur Skessuhomsvefjarins vilja geta nálgast bjór og léttvín eins og aðrar neysluvömr í næstu búð, fremur en að gera sér ferð í rík- isrekna sérverslun. Ný netkostnig hefur þegar hafið göngu sína og stendur hún yfir í viku. Spurt er um sígilt hitamál sem hefur verið ofarlega á baugi undanfarið; hvort Island eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Öllum er frjálst að taka þátt í netkosningunni og getur hver Jesandi kosið einu sinni. Kosn- ingin fer fram á forsíðu Skessu- hornsvefjarins og er slóðin wwvtskessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.