Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2000, Qupperneq 6

Skessuhorn - 29.06.2000, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 26. JUNI 2000 ^saúiíoBRI Foreldrafélag Grundaskóla: Umferðaröryggi við skólann verði auldð Vesturland hf. kaupir hlut í Islenskri upplýsingatækni Fyrsta fjárfesting eignarhaldsfélagsins en fleiri eru í bígerð Stefán Sveinbjömsson og Magmts Magmísson undirrita kaup eignarhaldsfélagsins Vest- urlands hf. á þi-iðjungs hlut í Islenskri upplýsingatækni. Hjá þeim sitja Gylfi Gíslasm stjómarformaður IU ög Bjarki Már Karlsson yfvrmaður vefdeildar. Foreldrafélag Grundaskóla hefur sent bæjaryfírvöldum á Akranesi bréf, þar sem farið er fram á að umferðaröryggi bama í nágrenni skólans verið tekið til skoðunar og úrbætur gerðar. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara, bendir foreldrafélagið m.a. á stóraukna umferð í nágrenni skólans, t.d. um Innnesveg vegna tilkomu Hvalfjarðarganga og einnig um Garðagmnd vegna aukins íbúafjölda í Jörundarholti og Nýverið ákvað bæjarráð Stykk- ishólms að leggja hálfa milljón króna í verkefhið “Nýting heita vatnsins til heilsutengdrar þjónustu”. Verkefinið snýst um nýtingu heita vatnsins á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. “Verkefninu hefur miðað vel áfram og fram hafa komið ýmsar hugmyndir um hvemig eigi að nýta vatnið,” sagði Ásthildur Sturludóttir starfsmaður verkefnisins. “Fjár- veitingin verður nýtt til að þróa tilkomu Leynisbrautar. “Einnig benda þau á ferðir skólabarna á milli Grundaskóla og Iþrótta- miðstöðvar á Jaðarsbökkum,“ segir bæjarritari. Umferðarmál heyra undir byggingarnefnd og hefur bæjarráð óskað eftir því við nefndina að hún skoði þessar ábendingar og geri tillögur til bæjarráðs um úrbætur, þar sem fram komi kostnaðar- áætlanir fyrir hugsanlegar fram- kvæmdir. SSv framkomnar hugmyndir og að gera kostnaðaráætlun. Ráðgert er að ljúka undirbúningsvinnu í septem- ber og þá verður væntanlega lögð fram tilbúin viðskiptáætlun. Til- gangurinn með þessu verkefhi er að markaðssetja Stykkishólm sem heilsulind. Talið er að efnasam- setningin í vatninu, sem er ríkt af söltum og uppleysanlegum efnum, sé svipuð og í lindunum í Baden Baden og Dauðahafinu.” EE Eignarhaldsfélagið Vesturland hf. sem stofhað var í lok síðasta árs keypti í liðinni viku um þriðjungs hlut í Islenskri upplýsingatækni ehf. í Borgamesi. Um leið vom kaupin fýrsta fjárfesting eignar- haldsfélagsins ffá stofhun þess. Að sögn forráðamanna Vestur- lands hf fór vel á að fyrsta fjárfest- ing félagsins væri í Islenskri upp- lýsingatækni þar sem um hrein- ræktað vestlenskt fyrirtæki er að ræða sem starfar í geira sem mik- ill vöxtur er, þ.e. í upplýsinga- tækni. Stjórn eignarhaldsfélagsins Vest- urlands hf. hefur nú mótað sér fjár- festingastefnu til að vinna eftir. Hlutverk félagsins er einkum að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða, fela í sér ný- mæli í atvinnulífi og eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á Vesturlandi. Stofnhlutafé sjóðsins er 71,3 milljónir króna og stendur til að auka það, að sögn Stefáns Svein- björnssonar stjórnarmanns í sjóðn- um. Núverandi eigendur Vestur- lands hf. eru Kaupþing, sparisjóð- imir á Vesturlandi, Byggðastofnun auk flestra sveitarfélaga á Vestur- landi. Tengiliður sjóðsins við um- sækjendur er Stefán Sveinbjömsson hjá Sparisjóði Mýrasýslu. Aðrir í stjórn hans em Stefán Kalmansson, formaður, Kristján Hreinsson, Olaf- ur Kristjánsson og Vilhjálmur Vil- hjálmsson. Að sögn Stefáns Svein- bjömssonar hefur stjóm sjóðsins, auk kaupa á hlut í Islenskri upplýs- ingatækni ehf., nú til skoðunar tvær viðskiptahugmyndir á Vesturlandi. * Mikil vöxtur IU Að sögn eigenda Islenskrar upp- lýsingatækni em kaup Vesturlands hf. á þriðjungs hlut í fyrirtækinu mikil viðurkenning á því starfi sem þar fer ffam. IU er nú tveggja og hálfs árs gamalt og hófst starfsemi fyrirtækisins með útgáfu Skessu- homs sem um mitt síðasta ár sam- einaðist Vefsmiðju Vesturlands. Frá því hefur vöxtur fyrirtækisins verið hraður og starfa nú í allt 15 manns hjá fyrirtækinu. Nafhi þess var ný- lega breytt úr Skessuhomi til að laga það að breyttri og aukinni starfsemi. Efrir umfangi er nú hægt að tví- skipta rekstri fyrirtækisins. Annars vegar er það almenn Internetþjón- usta og veflausnir fyrir fyrirtæki, stofhanir og sveitarfélög og hins vegar frétta- og útgáfuþjónustu. Fyrirtækið annast rekstur og viðhald Vesturlandsvefjarins sem fengið hef- ur góðar undirtektir og dóma not- enda. Auk þess að gefa út héraðs- fréttablað Vestlendinga, Skessu- hom, annast fréttadeild fyrirtækisins frá því í vetur þjónustu fyrir útvarp og sjónvarp. Að sögn Magnúsar Magnússonar ffamkvæmdastjóra ís- lenskrar upplýsingatækni fer þessi tvíþætti rekstur vel saman. “Sem dæmi um hagræði af samrekstrinum má nefna að miðlun ffétta á Netinu er stöðugt samstarfsverkefni ffétta- deildar sem annast útvegun ffétta og vefdeildar sem sér um tæknihliðina”. Fyrirtækið er í dag í stakk búið til að bjóða fyrirtækjum heildarlausnir í markaðssetningu, eða allt ffá útgáfu og prentun á bæklingum og öðm kynningarefni til gagna- grunnstengdra vefsíðna og kynning- ar á Intemetinu. “Við höfum nú ráðið markaðsffæðing til að annast sölumál og ráðgjöf til viðskiptavina hvað snertir vefmál og tengda þjón- ustu. Meðal verkefna hans er mark- aðssetning á þjónustu sem snertir vistun og keyrslu léna og vefsíðna og ffamleiðslu heimasíðna. Fyrirtækið er því í dag bæði tækni- og faglega samkeppnishæft við keppinauta hvar sem er á landinu á því sviði. Meðal nýjunga í veflausnum má nefna að við getum nú boðið viðskiptavinum okkar upp á fullkomna verslunarvefi auk svokallaðra virkra síðna þar sem starfsmenn fyrirtækja geta sjálfir uppfært efhi sinna vefsvæða án sér- stakrar kunnáttu í forritun. Þetta hafa bæði fyrirtæki og sveitarfélög nýtt sér í auknum mæli. I dag er fyr- irtækið því eitt af stærri fyrirtækjum á landsbyggðinni í margmiðlun og útgáfuþjónustu”, sagði Magnús að lokum. GE Heilsutengd fer- ðaþjónusta Ibúðarhúsið og allt innbú gjöreyðilagðist í eldinum. Mynd: GE Nýtt íbúðarhús varð eldi að bráð Nýtt íbúðarhús brann til kaldra kola á bænum Sælingdalstungu í Dölum aðfararnótt sunnudags. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp en eigendur hússins, ung hjón, misstu allt sitt í brunanum. Húsið er nýbyggt og höfðu hjónin aðeins búið þar í einn og hálfan mánuð þegar eldsvoðinn varð. Gestir á tjaldsvæðinu á Laugum í Sælingsdal urðu varir við eldinn um fjögurleytið um nóttina. Þegar slökkvilið Dalasýslu kom á staðinn stuttu efrir að það var kallað út hafði eldurinn náð að breiðast um allt húsið. Varð því við lítið ráðið og brann nánast allt sem brunnið gat. Að sögn lögreglunnar í Búðardal eru eldsupptök enn ókunn en málið er í rannsókn. GE Verðum að lifa með rígningiinni - segir verkstjóri á Vatnaheiði Hafnar eru framkævmdir við lagningu vegarstæðisins yfir Vatnaheiði en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið 15. nóvember 2001, “Við erum búnir að vera hérna í 10 daga og höfum verið í undirfyllingum, enda mikið um mýrar á svæðinu,” segir Eysteinn Dofrason staðarverkstjóri hjá Suðurverk sem sér um vegagerði- na. “I verklýsingunni er gert ráð fyrir að mikið verði um sig í mýrunum og þær þurfa sinn tíma til að síga áður en hægt verður að fylla alveg í þær. Þetta hefur gengið ágætlega, enda búið að vera blíðviðri. Veðurspáin næstu daga lofar að vísu ekki góðu en við reynum bara að lifa með veðrinu, jafht góðviðri sem rigningu.” EE Frá framkvœmdum á Vatnaheiði. Mynd: EE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.