Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JUNI 2000 Viðgerðir á girðingum eru með- al þess sem teljast til viðhalds og vorverka á flestum sveitaheimilum og raunar víðar. Hjá félagsskap nokkrum var maður kosinn í girð- inganefnd en mætti slælega til starfa. Um svipað leyti var sami maður kosinn í varastjóm veiðifé- lags og varð það Sigfusi Jónssyni tilefni eftirfarandi hugleiðingar: Þó geri hann ei við girðingar, gleymum ekki hinu! Hann komst til vegs og virðingar í veiðifélaginu. Trjáreki hefur lengi verið talinn til hlunninda og mikil búbót að góðu rekatré eins og segir í þessari gömlu vísu: Súlurýju rak í Vog rétt upp í hann Sigurð, nettar tíu álnir og ettir því á digurð. Annað algengt og þarft vorverk er að dreifa skít eða eins og segir í fomum sögum „aka skarni á hóla“ og mætti þá taka sér í munn orð Káins: Ef einhver sér mig ekki vera að moka það ég orða þannig hlýt þá er orðið hart um skít. Eins og gengur em nákvæmar tímamælingar lítt í heiðri hafðar í annríki vordaganna og geta eflaust ýmsir tekið undir með Rósberg Snædal: Dofnar skinn og daprast trú, dvín að sinni bragur. Læknir minn og líkn ertþú langi vinnudagur. Anna M. Sigurðardóttir í Saurbæ á Kjalarnesi orti einhvemtíman að vorlagi í þurrkatíð: Sólin rofi sindrar úr, senn erfátt til baga. Gefðu milda gróðrarskúr Guð minn nœstu daga. Sumum hefur fundist undanfarið að gróðrinum veitti ekki af meiri úrkomu en þó veðrið hafi off verið blítt era þó víða fannir í fjöllum. Bjargey Amórsdóttir kvað á ferð um Borgarfjörð: Ennþá glœstu fjöllin fom fannar geyma vetur og hið skarpa Skessuhom skýin vangað getur. Margir hafa sungið sólinni lof og dýrð í gegnum árin og mætti vel rifja hér upp vísu Sigurðar Breið- ljörð: Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. A sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Því miður man ég ekki hver syngur sólinni lof á þennan hátt: Sólin málar leiðir lands, Ijósin háleit skína. Hennar strjálast geislaglans gegnum sálu mína. Jónsmessunótt hefur lengi verið þekkt fyrir lækningamátt daggar- innar og Kristján Arnason ímynd- aði sér orðræður pars nokkurs á Jónsmessunótt á eftirfarandi hátt og hefur nú karldýrið upp raust sína: KLeddu þig beybí úr klútunum skjótt því komin er miðnæturstund, í dógginni liggjum við nakin í nótt og njótumst hér úti á grund. Eins og gengur er kvenkynið raunsærra á ýmsan hátt eins og svar konunnar ber vott um: Ég er áfloti áferlegum túr þúfierð ekki að gera neitt Ijótt, svo er hún déskoti drullug og súr, döggin á Jómsmessunótt. Það era alltaf nokkur tíðindi þegar prestaskipti verða í sóknum og nýr prestur tekur við umsorgun syndugra sálna hinna villuráfandi heimasauða og fyrir margt löngu var kveðið vestur á Skógaströnd: Skógstrendingum fénast flest ferþað eftir vonum. Gaf oss drottinn Guðmund prest, en gjalda verður honum. Þegar séra Guðjón Hálfdánarson fékk Saurbæ í Eyjafirði kom hann frá að þjóna Krossþingum í Land- eyjum og var þá nokkuð roskinn. Þá kvað Jónas Jónasson í Villinga- dal: Loks þegar snjóinn leysti í ár lands umflóann kunnan, kom með lóum, grettur, grár, grallaraspói að sunnan. Friðrika Friðriksdóttir á Ulfá tók upp hanskann fyrir séra Guðjón og kvað um Jónas: Búskap þó að basli við, brags íflóa hnýtur. Fiðurlóu loðir við leiður spóaskítur. Herra Sigurbjörn Einarsson var um tíma prestur á Skógaströnd áður en hann hvarf til starfa í Reykjavík en þegar hann fór kvað Olöf Sveinbjamardóttir á Rauða- mel: „Sigurbjöm fékk andans arf, eifinnst hans jafnoki. Hann þyrfii að hafa stærra starf -á ströndinni dugirpoki. ” Að endingu kemur hér ein gull- falleg vísa eftir Rósberg G. Snædal enda um margt gott að velja úr þeirri smiðju: Þar sem streymir lítil lind Ijúft er þeirn sem trega. Tíminn geymir gamla synd grajna heimullega.- Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt S 435 1367 Um mannvíg og mildlvægi heyskapar mm Nú er hinn gamli mánuður - heyannir - rétt að byrja; bjargræðistíminn þegar á reið og ríður að eng- inn liggi á liði sínu. Rannsóknir síðari tíma hafa leitt í ljós mikilvægi þess að draga ekki sláttinn og að halda sig fast að honum meðan stendur ella þurfi að gjalda fyrir með ýmsum kostnaði og óþægindum er fram kemur á næsta vetur. Hann Jónas á Skriðuklaustri Pét- ursson, tilraunastjóri og alþingismaður, en bóndi þó fyrst og ffemst, orðaði staðreyndina snyrtilega: bú- skapur er heyskapur. Breymi Hrafna-Flóka hinn fyrsta vetur á Islandi hefur lengi verið höfð í minnum og gjaman tekin sem dæmi um vonda búskaparhætti. Hann á að hafa verið svo upptekinn af veiðum í hinu nýja gózen-landi að hann gætti þess ekki að afla fóðurs fyrir bústofn sinn fyrsta sumarið, svo bústofninn féll einfaldlega vetur- inn eftir. Af þessum sökum hefur Flóki aldrei verið flokkaður með hyggnum bændum. En það þurfti svo sem engar rannsóknir til þess að leiða rök að mikilvægi þess að sinna heyskap af alúð - að búskapur væri heyskapur. Hyggnir bændur vora löngu búnir að finna það út, meðal annars Flosi bóndi á Svínafelli í Oræfum. Flosi lenti sem kunnugt er með fleiram í útistöðum við syni Njáls á Bergþórs- hvoli. Tilefnið er aukaatriði þessarar greinar. Hávaði varð á Alþingi en eftir utandagskráramræður tókst að setja niður deilur. Friðurinn var skammvinnur því til orðaskaks kom á milli Flosa og Skarphéðins um kyn- ferði Njáls og raunar Flosa líka. Drógust menn því í deilandi hópa að nýju. Flokkur Flosa hélt fund í Almannagjá. Þar var á- kveðið að skiljast ekki við málið fyrr en “aðrir hvárir hníga fyrir öðram”, og “... þeir bræðr era allir vegnir, Njálssynir”. Viðstaddir sóra Flosa hollustueiða um að fara að Njálssonum. Skyldi unnið á þeim “með eldi ok járni ok ganga eigi fyrr ffá en þeir (væru) allir dauð- ir”. Flosi gerði tillögu um að til skarar yrði látið skríða í ágústlok, og segir þá m.a. þessa myljandi góðu setn- ingu: “Mun ek nú ok á kveða, hverja atferð vér skulum hafa, ok er þat mitt ráð, at hverr maðr ríði heim af þingi ok sjái um bú sitt í sumar, meðan töður manna era undir”... Mér finnst þessi ákvörðun Flosa bónda á Svínafelli lýsa ákaflega næmum skilningi á mikilvægi heyskapar: Hann mat fóðuröflun til heimila þeirra stórbænda, er honum höfðu heitið samstarfi, sínu meira en fjörvi ellegar afdrif nokkurra óknyttastráka útí Landeyjum. Nei, nú reið sem sagt á að einhenda sér að heyskapn- um og slá mannvígum á frest uns borgið væri lífs- björginni næsta vetur. Með þessari djörfu gerð sinni hefði Flosi bóndi á Svínafelli átt að verða hin óumdeilda fyrirmynd ís- lenskra bænda um aldir. Það er mjög miður að frægð hans skyldi eingöngu verða bundin við það að hafa lát- ið bera eld að bænum á Bergþórshvoli og hinar grimmilegu afleiðingar þess. En nú spretta grösin og heyannir era framundan. Geram eins og Flosi: Látum fátt, og helst ekkert trafla okkur á meðan “töður era undir”. Ef þarf gefst nógur tími seinna til þess að atast í nágrannanum. Bjami Guðmundsson Hvanneyri Jafiitefli við Fram Skagamenn vora í ágætu formi þegar þeir mættu Fram í sjöundu umferð Islandsmótsins í knatt- spyrnu á Akranesvelli síðastliðinn fimmtudag. Leikurinn byrjaði vel þegar Haraldur Hinriksson, besti maður leiksins, kom Skagamönn- um yfir í fyrri hálfleik með glæsi- legu marki, 1-0. Þá seig heldur á ó- gæfuhliðina hjá Akumesingum, því Framarar skoraðu tvö næstu mörk og var í báðum tilfellum um mistök í vöm Skagamanna að ræða. Það var svo Alexander Högnason sem jafnaði metin stuttu áður en flautað var til leiksloka. Skagamenn-2, Fram-2. SÓK Iþróttahátíð Grundar^arðar Fjölmenn íþróttahátfð var haldin í Grandarfirði síðastliðna helgi þar sem keppt var í fótbolta og frjálsum íþróttum. Til leiks vora mættir um 200 keppendur sem allir era innan raða HSH. Keppt var í flokki unglinga 13 til 21 árs, barna 12 ára og yngri og í fótboltanum var keppni á milli 5., 6. og 7. flokka. I unglingaflokki vora gefin stig og verðlaun en ekki í barnaflokki. I héraðsmóti sem haldið var á sunnudeginum var hinsvegar keppt um stigatölu í frjálsum íþróttum og vora einstak- lingum veitt verðlaun en keppnis- félögin unnu sér inn stig. Að sögn aðstandenda keppninnar tókst vel til, gott veður var alla keppnisdag- ana og mikil þátttökugleði ríkti hjá leikmönnum og foreldrum þeirra. Búnaðarbankinn í Grandarfirði og Stykkishólmi styrktu mótið og Matvöruverslunin Tangi í Grund- arfirði bauð til grillveislu. EE Héraðsmót UMSB Héraðsmót UMSB í ffjálsum íþróttum var haldið helgina 24. - 25 júní. Þátttaka var minni en oft áður en mótið tókst að öðra leyti í alla staði vel. Sól og blíða var báða dagana og hefur það heilmikið að segja. Keppt var í öllum aldursflokk- um í ftjálsum íþróttum auk þess sem félagar úr Iþróttafélaginu Kveldúlfi komu með vaskt lið og tóku þátt í mótinu. Starfsíþróttanefnd UMSB skipu- lagði tvær starfsíþróttagreinar fyrir mótið og var góð þátttaka í þeim. Á laugardeginum gafst keppendum og starfsfólki kostur á að taka þátt í jurtagreiningu og á sunnudag var keppt í starfshlaupi sem byggðist upp á því að hlaupa ákveðna vega- lengd leysa nokkrar þrautir s.s. negla í spítu, ganga á planka, hlaupa hringi og fl. Við hverja þraut átti síðan að svara spumingu sem keppendur fengu á blaði. dag. Framundan eru mörg verkefni hjá Ungmennasambandi Borgar- fjarðar, má þar helst nefiia tvö meistaramót í frjálsum íþróttum. Meistaramót 12 - 14 ára verður haldið á Laugarvatni en Meistara- mót 15-22 ára verður haldið í Mosfellsbæ, bæði mótin fara ffam helgina 15.-16. júlí. Um verslun- armannahelgina er stefnan tekin á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Tálknafirði, Pat- reksfirði og Bíldudal. Stefnt er að því að fara með sem fjölmennastan hóp þangað. Veronika

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.