Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 29.06.2000, Blaðsíða 5
t ■ r oallSJUllu... J FIMMTUDAGUR 29. JUM 2000 > : Helstu ástæður fyrir því að einhver velur sér iðngrein að ævistarfi eru þær að viðkom- andi er í æsku haldinn svokallaðri Skífu- blindu sem er náskyld lesblindu, en lýsir sér þannig að tölustafir á klukku leggjast í flakk, þannig að 8 hefur sætaskipti við 12,3 við 5, 2 við 9 o.s.frv. Þetta plagar iðnarmanninn kannski ekki svo ýkja mikið, en þann sem hugsanlega hefur ætlað að kaupa af honum þjónustuna þess mun meira. Annar ágalli iðnaðarmanna, sínu verri Skífublindunni, er Almanakstregða. Renna þá saman í einn hrærigraut ár, mánuðir, vik- ur og dagar svo úr verður eitt allsheijar kaos. Hafa færustu vísindamenn sálarfræðinnar reynt að að skilgreina Almanakstregðuna en allir hlaupið frá hálfkláruðu verki, ýmist lagst í drykkjuskap eða verið vistaðir albijál- aðir á stoftiun. Hver kannast ekki við að hafa beðið eftír iðnaðarmanni, stjáklandi innan við glugga eins og jómfrú í miðaldaævintýri sem væntir komu riddarans á hvíta hestin- um. Munurinn er sá að í ævintýrinu skilar riddarinn sér fyrir rest en í núinu er eins víst að iðnaðarmaðurinn birtíst alls ekki. Eru þó heimreiðar nútímans drekafríar með öllu, í versta falli rafgirtar. Rambi nú iðnaðarmenn á staðinn þar sem þeirra var vænst þarf það ekki að þýða að áhyggjur séu allar fyrir bí, eins og ég mun koma að hér litlu síðar. Þannig var að á síðasta ári ákváðum við hjón- in að byggja nýtt fjós, annarsvegar tíl að létta okkur puðið, hinsvegar til að losa héraðs- dýralækni við mæðusvipinn sem hann setur upp við árlega ijósaskoðun. Svo er líka hálf þjóðin á fjárfestingarfylleríi, því ekki að detta í það líka? Arkitekt setti nokkur strik á blöð og kallaði teikningar, þokkalega var sá haldinn með kaup á meðan. Verktaki tók grunn, sá hafði að vísu kosið Samfylkinguna í síðustu kosningum, það hafði arkitekinn líka gert. Spurning hvort skepnur þrífast í þvílíku fjósi. Til allrar Guðs lukku fannst byggingameistari sem ekki var krati. Sá boð- aði komu sína og sinna manna í júní, það væri viss fyrirhyggja fólgin í því að hafa sum- arið fyrir sér. Mætir meistari svo í endaðan ágúst með tvo smiði og segir að nú þurfi að hafa hraðann á, það sé að koma vetur. Þetta voru svo sem engin ný sannindi fyrir mér, það haustar alltaf um þetta leyti. Skildi hann svo smiðina eftir ásamt nokkrum spýtum og naglapakka. Hurfu þeir nú ofaní grunninn með spýtumar og naglana. Um hádegisbil komu þeir upp aftur, annarsvegar til að mat- ast, hinsvegar til að fá með sér handlangara niður í grunninn. Sýndu þeir sérstakan á- huga á danskri kaupakonu okkar hjóna. Nú vom góð ráð dýr. Sú danska hafði verið ráð- inn í gegnum ráðningarstofu fyrir austan §all, og hafði ráðningarstofan sent okkur heljarmikinn doðrant um samskipti ffum- byggja við erlent vinnuafl. Mundi ég nú allt í einu eftir klásúlu einhversstaðar í smáa letr- inu, þar sem harðbannað er að sýna útlend- um vinnukrafti kynferðislegt áreiti. Rauk nú verðlag á góðum ráðum upp úr öllu valdi. Annar smiðurinn (sem hér eftir verður nefndur Bósi) er nefnilega héraðsfrægur kvennamaður sem hefur margoft hoggið stór skörð í meydóma erlendra vinnukvenna gegnum tíðina. Svo rammt kvað að kappan- um á tímabili að Norðurlandaráð og samtök- in “Skandinavisk samfund imod konslig u- forskamhed” gáfu út sérstaka viðvörun útaf honum. Sá ég nú að sakleysi kaupakonunnar væri stefnt í hreinan voða í nálægð Bósa. Kallaði ég því hinn smiðinn (sem hér eftir verður nefndur Herrauður) á eintal og bað hann að gerast siðgæðisvörður í grunninum. Skyldi hann aldrei sleppa Bósa úr augsýn og beita hamri og hjólsög ef Bósi sýndi minnsta dónaskap. Lofaði Herrauður öllu fögru. Dag- inn eftir kom ég oní grunn, þar var Bósi einn að vinnu. “Hvar eru Herrauður og sú danska?,” spurði ég. “ Inní hlöðu,” svaraði Bósi og glottí, “vissirðu ekki að Herrauður er hálfur Skagfirðingur?” Ég hafði ekki minnsta grun um það, hálfur Skagfirðingur er helm- ingi kvensamari en Borgfirðingur í besta stuði. Þegar ég þeytti upp hlöðudyrunum kom ég auðvitað alltof seint til að afstýra ó- sköpunum. Þarna voru Herrauður og sú danska í rýgresisrúllunni, búin að stórspilla fóðrinu. Af tillitssemi við gamlar konur og börn sem kynnu að lesa þennan pistil ætla ég ekki að fara út í nánari lýsingar á aðkom- unni. En mikið varð mér rórra eftír að Bósi, sem hafði komið á eftir mér mér inní hlöðuna sagði: “Það er enginn skaðabótaskyldur þeg- ar áreitið er svona rosalega gagnkvæmt.” Bjartmar Hannesson framköjlu! Ilmu í ctu um leið legum leik I; illiiill;; Komið á Fœreyska daga í Olafsvík um ■ "., - i i Mikið verður um að vera m.a: s ' A fostudag: • Málverkasýning Daða GuðBjörnsso • Erindi um Færéyjár og mynclasýnin;. _ Bensínstöðin, Stykkishólmi Bókaskemman, Akranesi 1 1 ■ * 1 | FRAMKÖLLUNARPJÓNUSTAH EHF. * BHÚ/VRTORGI, 310 BORGARNESI - S. 437-1055 _ _ Kf. Steingr.fj., Drangsnesi Auglýsing Um deiliskipulag í Leirár- og Meiahreppi Borgarfj arðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Hafnar í Leirár- og Melahreppi Borgarfjarðarsýslu. Tillagan nær til 13 hektara lands. í tillögunni er gert ráð fyrir 34 ffístundahúsum. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum liggur ffamrni hjá oddvita Leirár- og Melahrepps Neðra-Skarði frá 06.07.2000 til 03.08.2000 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 17.08.2000 og skulu þær vera skriflegar. Skipulags og byggingarfulltrúi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.