Skessuhorn - 27.07.2000, Side 5
5
< t( if lr 1 > r » 1 r \ O ,r i r * /; ? '» ■ I"! *>■> *•. 6 / I ^
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000
Þá er runninn upp sá tími sem sveitavargur-
inn upplifir sem stundir brotinna drifskafta,
sprunginna hjólbarða og tapaðra tinda, semsé
heyannir. Undirritaður er nýbúinn að stilla út-
varpið á gömlu gufuna til að ná veðurspánni, en
lítur síðan út um eldhúsglugga og fer að telja
hænsni sem vappa í varpa. Við teljum alltaf hæn-
urnar minnst tvisvar á dag eftir að fjórir óknytta-
strákar að sunnan skutu með loftriffli tvær hænur
hér útí hænsnakofa að kvöldi til fyrr í sumar. Vík-
ingasveit þessi dvaldi helgarlangt í sumarhúsi afa
síns hér eigi allíjarri. Þetta voru svona skoppara-
strákar, klæddir eftir þeirri tísku sem upprunnin
er í svertingjahverfum í Guðseiginlandi. Múnder-
ing þessi samanstendur af hettupeysu, húfupott-
loki og brókum þannig tilsniðnum að íseta dregst
með jörðu. Skoppararnir ganga álútir og með
rykkjum því þeir hafa hlustað alltof lengi á svo-
kallaða rapptónlist og er jafnvægis skyn þeirra
því allt úr lagi gengið. Endurhæfingu mætti þó ef-
laust framkvæma á skoppurum með því að hyssa
upp um þá buxurnar, láta þá svo hlusta á Geir-
mund Valtýsson non stop í þrjár vikur. Munu þá
dissararnir halda göngulaginu taktföstu og ganga
uppréttari en áður. Oft er illmögulegt að skilja
hvað skopparar eru að basla við að segja. Þó eru
tvö orð sem skiljast greinilega og eru skoppurum
gríðarlega töm á tungu, en það eru orðin “fökk jú”.
Undirritaður er nú ekki sterkur í erlendum
tungumálum, en ímyndar sér að þetta þýði góðan
daginn upp á amerísku, eða frómar óskir um góða
heilsu fram yfir næsta bögg.
Víkur nú sögunni aftur að hænsnatalningu.
Haninn var sérstaklega upptendraður kynferðis-
lega í þetta skiptið, en hænurnar aftur á móti ó-
venju daufar til samfara, hlupu þær því undan
þvers og kruss, þurfti því teljari að byrja talningu
upp á nýtt aftur og aftur. Loks tók hanahelvítið
pásu, gladdist ég nú gríðarlega og sá ff am á niður-
stöðu talningar innan stundar. Þá dundu ósköpin
yfir. Smárútu var ekið heim að bænum og virtust
hænurnar hræddari við bílinn en kynóðan árgal-
ann. Frestaðist því talningin um óákveðinn tíma.
Var ég nú við að brotna niður andlega og bresta í
grát, hef ég þó ekki fellt tár síðan ég komst að því
að Gísli S Einarsson alþingismaður er skyldur
mér. Jæja, útúr bílnum stígur Jóhannes nokkur
systrungur þess sem þetta ritar. Jóhannes hefur
það að atvinnu að hressa við sárlasnar Zetor drátt-
arvélar og ruglaðar rúllubaggamaskínur, en er
rútubílstjóri í frístundum. Þegar Jóhannes gekk í
bæinn sá ég að hann var rennblautur upp á mið
lær, berfættur í bandaskóm, og minnti útgangur-
inn helst á nafna hans, Jóhannes skírara nýskrið-
inn upp úr ánni Jórdan frá því að svissa heiðingj-
um úr villutrú yfir í kristindóm. Reyndar má
halda samanburði á þeim nöfnum áfram því mér
finnst Jóhannes frændi skýrari en ýmsir aðrir Jó-
hannesar, t.d. Jóhannes á fóðurbílnum og Jó-
hannes hjá Neytendasamtökunum, en þeir eru
nú báðir kratar. “Hvar lentir þú ofaní, eftir
langvarandi þurrka?” spurði ég. “Bíllinn strand-
aði smá í Norðlingafljótinu, ég var að koma með
starfsfólk Skessuhorns ofan af Arnarvatnsheiði,
það var þar í sumarferð” sagði Jóhannes. Nú var
kominn tími á að móðgast hressilega, fara í sum-
arferð án þess að bjóða pistlahöfundum með,
bölvaðar nánasir og grútar geta þetta verið. “Og
allir blindfullir auðvitað?” spurði ég. “Eitthvað var
það nú með vín” sagði Jóhannes “en ekki mikið”.
Ég sá greinilega að hann var að ljúga. Sjálfsagt
verið beðinn um að þegja yfir sukkinu, enda
reyndi hann að beina talinu frá sjóðdrukknu
Skessuhomsliðinu með því að útskýra fyrir mér
muninn á Welger RP 200 og Welger RP 200S
með breiðri sópvindu. “Svo auðvitað”, sagði ég“
þegar þú stoppaðir í ánni, þá hefur allt liðið tryllst
af hræðslu, mðst út og í ána og þeir sem ekki
lentu á hrokasund, þeir strönduðu á grynningum
og þú hefur þurft að draga allt liðið á land og veita
því áfallahjálp, þess vegna ertu svona blautur”.
“Nei”, sagði Jóhannes, en mér fannst nei-ið ekki
nógu afgerandi, svo eg tók það sem samþykki. “-
Hvurnig er það?”, spurði ég, “ertu svangur, viltu
borða?” “ Ja ég er nú búinn að borða en ég er samt
svangur” sagði Jóhannes. “Var það ekki með
nesti?”, spurði ég . “Það var nú með soldið af
brauði” ansaði hann. Kræst maður, þetta sá ég nú
alveg fyrir mér, það hafa allir verið komnir á rass-
gatið sökum ölvunar áður en lagt var af stað úr
Borgarnesi, sá fyllsti verið sendur út í Geirabakarí
til að kaupa snúða, vínarbrauð og skúffuköku til að
hafa með í ferðina, en ekki getað gert sig skiljan-
legan, afgreiðslustúlkan haldið að þetta væri
venjulegur hestamaður, og sendiboðinn komið til
baka með fullan höldupoka með gömlu fransk-
brauði. “Heldurðu að þetta hafi ekki verið svona?”
spurði ég. “Það veit ég ekkert um” sagði Jóhannes
“þetta var allaveganna of gott í útigang”. Síðan fór
hann að útskýra fyrir mér muninn á smiti og leka
í pakkdósum. “Hvar er liðið núna?” Spurði ég. “Ég
skildi það eftir í Húsafelli” var svarið. Auðvitað fer
það í Húsafell, hugsaði ég, þar er ekkert búið að
taka til síðan sukkið var sem mest um daginn, og
þá er líka hægt að segja frá því í Skessuhorni að
það hafi verið einhverjir andskotar að sunnan sem
svínuðu allt út þarna framfrá. Nú var dagur að
kveldi kominn, Jóhannes kvaddi og fór. Til að
geta sofnað þetta kvöld sleppti ég því að telja
kindur, ég taldi hænsni.
Bjartmar Hannesson
Síðsumarssýning kynbótahrossa á Vesturlandi verður
haldin að Vindási, félagssvæði hestamannafélagsins
Skugga, 11. ágúst.
Síðasti skráningardagur er áætlaður föstudagurinn
4. ágúst og er tekið við skráningum í síma 437-1215.
e
S
Búnadarsamtök Vesturlands
BORGARBYGGB
Auglýsing
liskipulag landspildu 1
um deiliskipulag landspildu úr lögbýlinu
Bjargi í Borgarbyggö.
Um er að ræða byggingareiti fyrir skemmu og þrjú
sumarhús til útleigu fyrir bændagistingu.
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, er hér með lýst eftir atnugasemdum við
ofangreint deiliskipulag.
Tillagan mun liggia frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbvgeðar frá 26. iúlí
2000 til 23. ágúst 2000. 8
Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 6. september 2000
og skulu þær vera skriflegar.
Borgarnesi Í7.júlí 2000
Byggingarfulltrúinn í Borgarbyggð
/ VSS7
HÓTEÍ: ATVINNA
BOKGARNES
| Starfsfólk óskast til þrifa á herbergjum og
I í uppvask frá 1. ágúst
I Upplýsingar í síma 437 1119
Starf' i London
íMf
g Bamgóð manneskja, 18 ára eða eldri, óskast á
I íslenskt/enskt heimili til að aðstoða við bamagæslu
f og heimilisstörf. Þrjú böm, 6,4 og 3 ára, þau eldri
| í skóla. Þarf að geta byrjað í ágústlok. Góð laun
1 fyrir fullt starf. Reyklaust heimli.
Nánari upplýsingar í síma 557 2381 og 896 8587
Vantar afleysingafólk
Óskum eftir starfsfólki til
afleysinga á helgarvaktir
í veitingastofu, verslun og sjoppu
V Símar 430 5550-430 5555 -430 5566 J