Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 27.07.2000, Blaðsíða 7
§S1SSÖH©Bí i FIMMTUDAGUR 27. JULI 2000 7 Gefiur varamannaskýlinu langt nef! Slær í gegn á fertugsaldri Þrátt fyrir að Haraldur Hinriksson hafi verið við- loðandi meistaraflokk Skagamanna í knattspyrnu með hléum allt frá árinu 1987 hefur varamannaskýl- ið nánast verið hans annað heimili á Skaganum. En ekki lengur! Þessi 32 ára skotvissi útherji er að leika betur en nokkru sinni fyrr og á drjúgan þátt í því að Skagamenn eru nú þar sem þeir eru í deildinni. Þrjú glæsileg mörk hans í íjór- um deildarleikjum Skaga- manna, gegn Fram, Kefla- vík og nú síðast Leiftri, hafa undirstrikað að aldur er afstætt hugtak í knatt- spymunni ef líkamsástand og metnaður er í lagi. Það voru sennilega ekki margir sem spáðu því að Haraldur myndi eiga fast sæti í byrjunarliði Skaga- manna við upphafi Islands- móts. Eftir að hafa leikið tvö síðustu sumur með Skallagrími og átt erfitt með að fóta sig í aðalliði Akurnesinga í rúman ára- tug áttu flestir von á því að varamannaskýlið biði hans enn einu sinni. En loksins snerist gæfan á sveif með rakaranum hár- beitta. Lagt hart að mér “Eg hef sennilega aldrei lagt eins hart að mér og í ár og ég varð því kátur þegar Oli Þórðar gaf mér tækifæri í byrjunarliðinu,” sagði um” ef hann ekki stendur sig. “Óli er fínn þjálfari og hefur mjög gott lag á að brýna menn til dáða. Hann er sigurvegari að upplagi og leggur of- urkapp á að innræta leikmönnum það hug- arfar. Eg held t.d. að enginn efist um að Fylkismenn búa vel að því starfi sem hann lagði grunn að í Ar- bænvun.” Haraldur bankaði fyrst á dyr meistara- flokks árið 1987, þá 19 ára gamall. Hann lék leik og leik en gafst upp á biðinni eftir tækifærinu og skipti yfir í Skallagrím árið 1990. Ári síðar var hann aftur kominn í raðir Skagamanna og lék drjúgan hluta leikj- anna árið sem liðið lék í gömlu 2. deildinni. Tækifærunum fór fækkandi á árunum 1992 og 1993 og svo fór að Haraldur hélt á ný í Borgames og lék þar 1994 og 1995. En aftur lá leið- in á heimaslóðir og ein af stæstu stundum ferilsins var er Haraldur var í byrjunarliði í úrslitaleiknum fræga gegn KR 1996. Sumarið 1997 er hinn “skrautlegi” Ivan Golac stýrði Skagamönnum varð Harald- ur fyrir því að fótbrotna. I kjölfarið skipti hann yfir í Skallagrím í þriðja sinn og lék þar 1998 og 1999. Rakarinn hárbeitti kveður varamannaskýlið með stœl, en veit tnanna best að efhann ekki stendur sig er skýlið rétt handan hliðarlínunnar. Mynd: SSv. Haraldur er Skessuhorn ræddi við hann. “Eg var staðráðinn í að nýta tækifærið út í ystu æsar og eins og mál hafa þróast efast ég um að ég hafi leikið betur á ferlinum en einmitt nú.” Haraldur er þjálfaranum þakklát- ur en hann gerir sér líka fulla grein fyrir því að það er engrar miskunn- ar að vænta hjá “Hvítanestrukkn- A í liðinni viku kynnti Mál og bent á ýmis náttúrufyrirbæri eins Á bakhlið kortsins eru lýsingar menning nýtt sérkort af Snæfells- og ölkeldur, gíga, hveri, hella og og litmyndir af helstu náttúruperl- nesi í mælikvarðanum 1:100.000. fossa. Gaman er geta þess að á um Snæfellsness, kort af þéttbýlis- Kortið er eitt ítarlegasta sérkort kortinu ern upplýsingar um stöðum svæðisins, jarðfræðikort af sem gefið hefur verið út á Islandi strönduð skip á utanverðu nesinu Snæfellsnesi og nýleg loftmynd af og inniheldur það fjölmargar upp- og ér greint frá nöfhum þeirra og Snæfellsjökli. Þar er einnig að lýsingar fyrir ferðamenn, m.a. um strandárum. finna ítarlega vegalengdatöflu þar gististaði, tjaldstæði, söfn, sund- A kortinu eru nýjustu upplýsing- sem tilgreindar eru vegalengdir til laugar og aðra þjónustu sem ekki ar um vegakerfi Snæfellsness og Snæfellsness og milli helstu staða. hefur áður sést á íslenskum landa- tilgreint hvaða vegir eru enn mal- Höfundur sérkortsins er Ólafur kortum. Nægif þar að nefha upp- árbornir og hverjir hafa fengið Valsson kortagerðarmaður, en Örn lýsingar um bátsferðir, hvalaskoð- bundið slitlag. Vegirnir hafa auk Sigurðsson iandfræðingur ritstýrði un, hákarlaverkun, golfvelli, skíða- þess verið GPS niældír og er kort- verkinu. svæði og hringsjár. Auk þess er ið uppfært í samræmi við það. MM Fýluferð í Þórsmörk Kalastaðakotsland undir írístundabyggð Starfsmannafélag Sjúkrahúss Akraness lagði af stað í Bása í Þórs- mörk með tæplega sjötíu manna hóp síðastliðinn föstudag í helli- rigningu. Rigningin jókst efdr því sem austar dró og við afleggjarann í Þórsmörk var orðið ljóst að ámar voru ófærar. 37 mm úrkoma hafði mælst á fimmtudeginum og 47 mm úrkoma á föstudag. Efdr at- kvæðagreiðslu var ákveðið að snúa við og halda heim á leið, enda spáði áffamhaldandi rigningu dag- inn efrir. Það var því þreyttur og svekktur hópur sem kom tíl Akra- ness um miðnætti á föstudagskvöld efrir langa setu í rútunni. SÓK Bæjarráði Akraness barst á dögunum bréf frá oddvita Hvalfjarðar- strandahrepps, þar sem óskað var staðfestingar á breytingu á svæðisskipu- lagi sunnan Skarðsheiðar. Breytingin felst í því að hluti Kalastaðakotslands er tekinn undir frístundabyggð í stað skógar- og landbúnaðarsvæðis áður. Bæjarráð gerði engar athugasemdir við breytinguna. SÓK Ferðir fadaðra og alraðra Félagsmálastjóranum á Akranesi hefur nú verið falið að annast gerð út- boðsgagna fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. I útboðsgögnunum verður gert ráð fyrir að aksturinn komi einnig til með að þjóna þörfum aldraðra sem nýta sér dagvist á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara, var á síðasta fundi bæjarráðs falið að rita stjóm Höfða bréf þar sem óskað yrði eftir samstarfi um aksturinn. A réttum stað á röngum tíma En hvað hefur valdið því að Har- aldur er núna fyrst að sýna sitt rétta andlit? “Á því kunna að vera ýmsar skýringar. Eflaust hef ég ekki verið orðinn nógu góður í fyrstu atrennu en síðan var ég einfaldlega réttur maður á réttum stað en á röngum tíma þegar Skagaliðið var að springa út 1992 og 1993. Þar var valinn maður í hverju rúmi og ekki hlaupið að því að festa sig í sessi. Þetta sama lið var að stofni til það sama og vann tvöfalt árið 1996.” Er það ekki sérkennileg tilfinning að “slá í gegn” á fertugsaldrinum? “Eg vil nú ekki líta svo á að ég sé að slá í gegn. En ég nýt augnabliksins til hins ítrasta. Eg hef verið með Skagaliðinu á ýmsum tímapunktum undanfarin 13 ár en hef sjaldan þótt eins gaman og nú. Auðvitað spilar inn í að ég er að leika meira en ég hef gert áður en hópurinn er líka mjög skemmtileg blanda yngri manna og eldri og reyndari jaxla.” Eitt í lokin, bestu Skagamennim- ir sem þú hefur leikið með? “Sig- urður Jónsson kemur fyrstur upp í hugann og svo sennilega tvíburarn- ir, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Annars hef ég verið samferða svo mörgum góðum leikmönnum að það er varla vinnandi vegur að tína einstaka menn þar úr,” segir Har- aldur að lokum. -SSv. .___________________ * * Kirkjukór Grundarfíarðar: Kirkjukór Grundarfjarðar heki- ur í 10 daga söngferðalag til Ung- verjalnnds og Austurríkis í ágúst næstkomandi. Kórinn inun koma fram þrisvar sinnum og flvtja bæði kírkjulega og veraldlega tónlist. I samtali við Skessuhorn ságði Frið- rik Yigtiir Stefánsson, organisti og stjórnandi kórsins að allir væru orðnir spenntir enda hefði undir- búningur ferðarinnar staðið í þrjú ár. Rúmlega 30 manna hópur heldurutan. “Við komum frain á kristnihátíð í Búdapest og serú gestakór við úngyerska messu í kaþolskri kirkju,” sagði Friðrik Vlgnir. Kór- inn inun einnig koma ffain í Vodi- vkirkju í Vín en þar heldur Friðrik ■ Á.'■ TV...:; ; Á; ■ : y .. / vv;ýV■ Vignir orgeltónleika og ætlar að spila jafnt verk eftir Bach sem og orgelverk eftir íslenska höfunda. Þessi þrjú ár sem undirbúning- urinn hefur staðið hefur hópúrinn verið óþreytandi við fiáröflun og sagði Friðrik V’ignir hana hafa géngið nokkuð vel. “Við höfum fjármagnað þessa ferð meðal ann- ars méð laufabrauðsgerð og eínnig höfum við komið fram á írskum þjóðlagakvöldum á krám og þá jafnvel slegið upp léttu balli. Sá söngur hefur ekki verið beint und- ír merkjum kirkjukórsins heldur höfum við kallað okkur “The holy people,” ságði Friðrik Vignír Stef- ánsson. K.K. (fóníeilq Agúst Olafsson bariton og Sigurður Marteinsson píanóleikari Halda tónleika í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 27. júlínk. kl. 20:30 Á efnisskránni eru verk eftir: Franz Schubert, Oskar Merikanto, Gunnar Reyni Sveinsson, Karl O. Runólfsson, Arni Björnsson, Sigfús Halldórrson og fleiri. Aðgangseyrir kr. 500,- fyrir 14 ára og eldri Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju 2000

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.