Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2000, Qupperneq 14

Skessuhorn - 27.07.2000, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 27. JULI 2000 gBESSUH©BB5 Liðin tvö áðnr m leikurinn hófst. Efmyndin prentast vel má sjá kafftkönnu eina mikla sem að sjálfsógðu inni- hélt te. Mynd: K.K. Langbesta krikketlið landsins Á laugardag fór fram úrslitaleikur íslands- mótsins í krikket á íþróttavellinum í Stykkis- hólmi. Áttust við Ungmennafélagið Glaum- ur og KKKR eða Kylfan, krikketklúbbur Reykjavíkur í fjörugum leik sem lauk með glæslegum sigri heimamanna sem unnu með 60 stigum gegn 46. Þóttu úrslitin koma nokkuð á óvart þar sem Glaumverjar höfðu að sögn haft takmarkaðan tíma til æfinga. Þar sem liðin tvö eru ekki aðilar að ISI var um óopinbert Islandsmót að ræða en engu að síður mun þetta vera í fyrsta skiptið sem leik- ið er um Islandsmeistaratign í krikketi. Það breytir heldur engu um efrirtektarverðan ár- angur Ungmennafélagsins Glaums að sam- kvæmt heimildum blaðsins munu um þessar mundir vera ámóta mörg krikketlið á landinu og tóku þátt í fyrsta Islandsmótinu í knatt- spymu. Er þess vænst að uppgangur krikket- íþróttarinnar hér á landi verði ekki minni en fótboltans þegar ffam líða stundir. K.K. Öflugar í golfinu Kvennastarf Golfklúbbs Borgarness Vinsældir að aukast I sumar sem endranær hefur verið í gangi öfl- ugt starf hjá konunum í Golfklúbbi Borgamess. Alls era um 20 þeirra virkar í klúbbnum og er sumardagskráin í nokkuð föstum skorðum. Að sögn Þóra Björgvinsdóttur formanns kvennanefndar Golfklúbbsins era þrír megin- viðburðir í starfinu í sumar en þar af era tveir þegar afstaðnir. Fyrsti viðburðurinn var þegar haldið var boðsmót þann 10. júní þar sem kon- um úr Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði var boðið í Borgames. Styrktaraðili þess móts var K. Karlsson heildsali. Á kvennadaginn 19. júní var síðan haldið svokallað Clarins mót en hefð er fyrir því að mót sé haldið þennan dag. Mót- ið var með léttu yfirbragði og ýmislegt glens og grín í gangi. Þetta mót var að sjálfsögðu styrkt af fyrirtækjum í eigu kvenna í Borgamesi. Þar má fremsta telja Snyrtistofu Jennýar Lind en einnig gaf Blómabúð Dóra öllum keppend- um rauða rós. Síðasti viðburður jr sumarsins verður síðan innanfé- lagsmót sem haldið verður 14. ágúst næstkom- andi, en Glimir ehf. í Borgamesi mun verða styrktaraðili þess móts. „Við konumar í klúbbnum hittumst alltaf á mánudögum auk þess sem við erum með hóp- tíma með kennslu á miðvikudögum. Starfið eflist með hverju árinu sem h'ður og vinsældir golfiþróttarinnar era alltaf að aukast meðal kvenna á öllum aldri. Það er til dæmis alltaf mjög góð þátttaka í mómm hjá okkur”, sagði Þóra í samtali við blaðamann. „Við höfum not- ið mikils velvilja hjá Ingu Lára og Björgvini Oskari staðarhöldurum á golfvellinum í Borg- amesi og það er virkilega góður andi hjá okk- ur”, bætti Þóra við. Að lokum vill Þóra koma því á ffamfæri að nýir félagar era innilega boðnir velkomnir hvort sem þeir koma úr Borgamesi eða nærsveitum. EA Frá Clarins mótinu 19.júní, glaðbeittir keppendur ásamt styrktaraðila mótsins Jmnýju Lind. Úrslit í Boltaleik Framkölhm- arþjónustunnar í Borgamesi liggja nú fyrir. Þeir sem hrepptu vinninga em: Anna Kristinsdóttir, Fífusund Ama Einarsdóttir, Borgarvík 12 Ami Páll Þorbjömsson, Borg á Mýrum Asa Haraldsdóttir, Þórólfsgata 15 Asdts H. Bjamadóttir, Hvanneyri Auður Eiríksdóttir.; Glitsstaðir Auður Oskarsdóttir Bára Einarsdóttir, Sólbyrgi, 320 Reykholt Bergþóra Tómasdóttir, Gunnlaugsgata 2 Birgir Gíslason, Þórólfsgata 19a Bima Hltn, Re'ttarbolt 8 Bima Pálsdóttir, Mánabraut 6a Bjarki Gunnarsson, Brekku Björg H. Kristófersdóttir, Berugata 30 Björgvin Kristbjömsson, Bónhóll Brynjólfur Gíslason, Stafholt Dómhildur Jónsdóttir, Þórunnargata 7 Dóra Gísladóttir, Garðavtk 9 Elías Jóhannesson, Ferjubakka IV Elva Jónmundsdóttir, Amþórsholt Flemning Róbert, Varmalandsskóli Guðbjartur, Mýrarbraut 35 Guðljörg, Kveldúlfsgata 26 Guðfinna Indriðadóttir, Skipanes GuðleifAndrésdóttir, Gunnlaugsgata 12 Guðmundur Guðmundss., Kveldúlfsgata 21 Guðmundur Sigurðsson, Helgugata 13 Guðmundur Snorri Sigfússon, Hvanneyri Guðný Grendal, Krossnes Guðrún + Atli Steinar, Austurbolt 3 Guðrún Bergmann, Sólbrekka Hafdts Pétursdóttir, Hvanneyri Helga Guðmars., Þorsteinsgata la Hildur Traustad., Hús 3, Andaktlsárvirkjun Hrönn Helgadóttir, Amarklettur 14 Hmnd Þorgeirsd., Brekku, Borgarfj.sveit Hugrún Lilja, Hæll, Flókadal Ingibjörg Gunnarsdóttir.; Borgarbraut 7 Jón Bragi, Silfurtún 14c Jón Ragnar Gunnarsson, Kópnesbraut 6 Jórunn Guðsteinsdóttir, Höfðaholt 1 Júlíana Jónsdóttir.; Kveldúlfsgata 11 Karítas Heiða Lárusdóttir, Réttarholti 2 Karitas, Einarsnes Kristfh'ður Bjömsd., Hofsstöðum, Hálsasveit Kristinn Eysteins., Lækjartún 2 Loftur V. Bjamason, Helluhóll 10 Maggý Sig., Borgarbraut 3 Magnea Helgadóttir, Hlíð, Reykholti Nanna Einarsdóttir, Klettavík 11 Oddný Björk Bjömsdóttir, Rauðanes 2 Olafía Jónsdóttir, Víkurtún 7, Hólmavík Ólafur Sig., Garðavík 7 Olafur Steinþórsson, Berugata 2 Olína Gísladóttir, Kveldúlfsgata 8 Olöf Geirsdóttir, Skúlagata 14 Olöf Guðmundsdóttir, Hundastapa Ósk Jónsdóttir Pétur Már Jónsson, Hrafnaklettur 6 Ragnar Gunnarsson, Böðvarsgata 6 Ragnheiður Runólfsd., Vitabr. 9, Hólmavík Sesselja Birgisdóttir.; Vatnsholt 6, 230 KEF Sigríður Huld Skúlad., Steintún, Dalabyggð Sigrún O Sig., Borgarvík 5 Sigurborg Jónsdóttir, Þorsteinsgata 9 Sigurður Sigurðsson, Borgarvík 13 Sigurrós G. Þórðardóttir, Hafnarbraut 31 Sólrún A. Rafnsdóttir, Kjartansgata 6 Steinunn Bjamadóttir, Gunnlaugsgata 7 Svanhildur Karlsdóttir, Þórðargata 2 Svavar Dór Ragnarsson, Gautavík 29-31 Þórarinn Sig., Fálkaklettur 2 Þórdís Sigurbjömsdóttir, Hrísum, Flókadal Þórður Jónsson, Þórðargata 2 Þorkell Már Einarsson, Amarklettur 12 Þorsteinn Jakobsson, Brautarholt 2 Þröstur Ránar, Brautatholt 2, Olafsvtk Tinna Borg Amfinnsd., Bakkakot 2, Bifröst Valdís Magnúsdóttir, Hvanneyri Vignir Öm Pálss., Lækjart. 11, Hólmavík Nánari upplýsingar í Framköllunarþjónustunni í síma 437 105$, Æfingaferð Sundfélagsins til Frakklands Kjúldingar voru kanínur 17. maí í vor hélt elsti hópur sundfólks frá Sundfélagi Akraness (unglingar 14-19 ára) í æfingabúðir til Frakklands. Flogið var til Barcelona á Spáni og ferðast með rúm til Canet í Roussilion héraði sem er við Miðjarðarhafið í þriggja tíma keyrslu ffá Barcelona. Bærinn Canet er strandbær, þar búa um 5 - 7 þúsund manns yfir veturinn en á sumrin stóreykst fólksfjöldinn og fer í um 20 þúsund manns og það- an af meira. Allar aðstæður til sundæfinga vora mjög góðar, 50 metra útilaug og þreksalur, svo ekki sé talað um veðurfarið, því þennan hálfa mánuð sem sundfólkið dvaldi í Frakklandi var hitastigið 18 - 28°C og sól flesta daga að undanteknum degin- um sem við komum. Æfingar vora stundaðar af kappi, tvær á dag að jafnaði. Flesta daga var vaknað kl. 06:00 og æft ffá kl. 07 - 9:30 og ffá 14 - 16. Dvalið var á hótel Europa í ná- grenni laugarinnar, í íbúðaklasa sem heitir Jamaica. Höfðum við til afhota 4 íbúðir og vora 4 -5 í hverri íbúð. Hópurinn var í fullu fæði á hótelinu. Morgunmatur var með hefðbundnum hætti en hádegis- og kvöldmatur vora þríréttaðir og tók það nokkrar máltíðir fyrir hópinn að venjast því að sitja í 45 mínútur við matarborðið og láta þjóna sér, en það vandist allvel. Maturinn var ágætur að mati fullorðinna í hópnum, en ungling- amir vora misánægðir, fannst t.d. ffönsku kjúklingarnir nokkuð ein- kennilegir. Kjúklingarnir voru reyndar kanínur, en það var ekki upplýst fyrr en í lok ferðarinnar. Helgina 26-28. maí var nokkuð sterkt sundmót í lauginni. Þar vora keppendur frá mörgum þjóðum og nokkrir ffægir sundmenn svo sem Evrópumeistari árin 1998 og 1999, Stephan Perrot frá Frakklandi, Cloudia Poll frá Costa Rica, Olympíumeistari í Atlanta, Alex- ander Popov (Rússi) sem æfir í Ástralíu, 12-faldur Evrópumeistari og 4-faldur Olympíumeistari. Einnig var ísienski Olympíuhópur- inn ásamt hópi úr Sundfélaginu Ægi. Hluti unglinganna fékk að taka þátt í mótinu ásamt krökkum úr Ægi og Ólympíuhópnum. Gekk þeim í heild sinni vel, þótt ekki hafi verið sett nein Islandsmet eða lág- mörk slegin fyrir Ólympíuleikana í Ástralíu. Hvað afþreyingu varðaði í ferð- inni þá var fyrirhugað að fara í vatnagarð í nágrenninu, en þegar í ljós kom að hann opnaði ekki fyrr en um miðjan júní lá við að hópur- inn þyrfti á áfallahjálp að halda, slík voru vonbrigðin. Því er þannig háttað með sumarfríin og opnun staða fyrir ferðamennina í Frakk- landi að nánast ekkert gerist fyrr en í byrjun júní. Vegna mikilla æfinga og sund- mótsins vannst ekki mikill tími til að skoða sig um, þó var farið á ströndina og hoppað í trambolíni með tilheyrandi loftköstum og rambað í búðir og smávegis annað gert sér til dundurs. Slegið var upp spilakvöldi með Ægir-ingum og Olympíuhópnum íslenska undir beram himni í blíðunni. F.kU fer miklum sögum af spilaafrekum hópsins, en sumir sátu fastar við borðin en aðrir og uppskára verð- laun þess vegna. Ferðinni lauk með heimkomu ffá Barcelona þann 30. maí, og vora nokkur viðbrigði fyrir hópinn að koma í kuldann á Islandi svo ekki sé talað um kuldann sem var helgina eftir á IA - Essó mótinu sem krakk- arnir tóku þátt í og stóðu sig vel að vanda. Æfingaferð sem þessi er í huga okkar fararstjóra og stjórnenda sundfélagsins afar mikilvæg fyrir krakkana til að byggja þau upp fyr- ir átökin sem iðkun sundíþróttar- innar krefst, en fáar íþróttagreinar krefjast jafhmikils af iðkendum sín- um og sundið gerir. Ferðin var fjármögnuð með á- heitum af Faxaflóasundinu sem eldri iðkendur Sundfélags Akraness fara árlega. Velunnurum félagsins era hér með færðar bestu þakkir fyrir góðan stuðning við Stmdfélag Akraness. Án þess stuðnings væri ekki hægt að halda úti jafii þrótt- miklu starfi og ratrn ber vitni eða gera unglingunum kleift að fara í æfingaferðir eins og hér er greint ffá. Faxaflóasund ársins 2000 er fyr- irhugað á næstu dögum, eða strax og veður og sjávarstraumar leyfa. Sundkrakkar munu á næstunni leita eftir áheitum hjá einstaklingum og fyrirtækjum, vonast er eftir góðum móttökum þeim til handa eins og undanfarin ár. Katrín Leifsdóttir, fararstjóri. Jón Pálmi Pálsson, fararstjóri. Sigurlín Þorbergsdóttir, þjálfari.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.