Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2000, Síða 1

Skessuhorn - 16.11.2000, Síða 1
Vmnuslys í Ólafsvík Þyrla Landhelgisgæslunar sótti á mánudag slasaðan mann til O- lafsvíkur. Maðurinn sem er rúm- lega þrítugur var að vinna um borð í bát í Olafsvíkurhöín. O- happið varð með þeim hætti að verið var að hífa fiskikör um borð í bátinn og klemmdist maðurinn milli þeirra og lestarlúgu. Ohapp- ið varð klukkan 10.30 um morg- uninn og var þyrla Landhelgis- gæslunnar fengin til að flytja hinn slasaða undir læknishendur á Landsspítalann í Fossvogi. Hann fékk mikið höfuðhögg, skarst á höfði og hlaut slæmt handleggs- brot. Meiðsli mannsins reyndust minni en óttast var og er líðan hans eftir atvikum. IH Þráttfyrir ai óvenju dauft hafi verið yfir fiskveiðum undanfamar vikur hefur landaður afli aukist íflestum höfiium á Vesturlandi. Mynd: IH / Ovenju dauít í fiskveiðum Mikill samdráttur var í þorskafla fyrstu mánuði þessa kvótaárs og segja margir sjómenn við Breiða- íjörð ástandið óvenju slæmt. Töl- ur Hagstofunnar fyrir september- mánuð 1999 og 2000 sýna veru- legan samdrátt í lönduðum afla í Rifshöfn, eða úr 662 tonnum í fyrra í 515 tonn í september s.l. Þar munar mest um samdrátt í þorski sem fór úr 518 tonnum í 326 tonn í ár. Að nokkru skýrist þessi sveifla af því að í september var Hamar eini báturinn sem var gerður út á troll því Rifsnes var í endurbyggingu í Póllandi. Rifs- nesið fiskaði um 90 tonn í sept- ember síðastliðnum en báðir þessir bátar lönduðu um 270 tonnum á sama tíma í fyrra. Þá var einnig nokkur samdráttur í Grundarfirði en þar var í september í fyrra landað 1.373 tonnum á móti 1.216 í september s.l. Þar er einnig mikil niðursveifla á þorskinum eða úr 599 tonnum í 380 tonn í ár. I báðum þessum höfnum er afli smá- báta greinilega miklu lélegri í ár en í fyrra. Það vegur einnig nokkuð í Grundarfirði að togarinn Klakkur var á karfaveiðum og landaði erlend- is og einnig var togarinn Hringur talsvert ffá veiðum vegna bilunar. Olafsvíkurhöfn kemur heldur bet- ur út en þar var afli í september heldur meiri en í fyrra eða 601 tonn á móti 466 í fyrra. Það vekur athygli að þorskur er 90 tonnum meiri í ár en auk þess er talsverð aukning í öðrum tegundum og munar þar mestu um skarkola, sandkola og skrapflúru. Stykkishólmur er á þessum tíma alveg í jafnvægi enda þar mest verið í skelinni og er mismunur í septem- ber á milli ára nánast enginn. A Amarstapa er staða þessa sam- anburðar afleit þar sem í september komu aðeins 24 tonn á land á móti 68 tonnum á sama tíma í fyrra. A Akranesi er talsverð aukning í september þetta ár frá því síðasta, eða úr 1.709 tonnum í 2.171 tonn í ár. Þó þar sé einnig um að ræða tölu- verðan samdrátt í þorskveiðum þá er aukningin aðallega í karfa. Sé farið yfir stöðuna eftír höfnum fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að allsstaðar er um aukningu að ræða nema á Amarstapa þar sem landaður afli fyrstu níu mánuðina í fyrra var 1388 tonn á móti 1103 tonnum í ár. Þá er einnig samdráttur í Rifi um 90 tonn milli ára þessa níu fyrstu mán- uði ársins. A Akranesi var landað um 19.000 tonnum meiri afla í ár en í fyrra og er það nánast eingöngu aukning á loðnu. Það er aukning í Stykkishólmi og Grundarfirði um tæp 1100 tonn og er nærri helming- ur þess þorskur á báðum stöðum. Svipuð aukning er í Olafsvík en þar er töluverð aukning í lönduðum þorski, eða um 800 tonn. Sjómenn segja septembermánuð hafa verið slæman í fyrra og kemur því ekkert á óvart þó samanburður sé ekkert sérlega slæmur milli ára. Enn er mjög tregt fiskirí og búist við að samanburður okóbermánaðanna í fyrra og í ár sé talsvert óhagstæðari. IH Þœr mæðgur; Iris Annannsdóttir og Ama Rún Þórðardóttir fi-á Kjalvararstöðum, eiga það til að bregða sér saman bœjarleið á honum Skjóna. Menn þurfa ekki að vera háir í loftinu, eða eldri en ársgamlir, tilþess aðfá að sitja á hnakknefinu hjá mSmmu sinni ef hrossið er taugasterkt. Myndin var tekin í haust. Mynd MM Fyrirmyndamemendur studdir Skólanefnd Akraneskaupstaðar lagði til á síðasta fundi sínum að settur yrði á fót starfshópur sem hefði það hlutverk að kanna hvern- ig skólarnir koma til móts við nem- endur með mikla námsgetu auk þess sem hann á að kanna hvaða leiðir eru nýttar í dag og hvernig megi bæta skólastarf með hagsmuni þessara nemenda í huga. Skóla- nefhd lagði til að leitað yrði eftir tilnefningu eins fulltrúa frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands, eins frá hvorum grunnskóla, Sigrún Árna- dóttir kæmi til með að starfa í hópnum fyrir hönd skólanefndar og Sigurveig Sigurðardóttir fyrir hönd ráðgjafarþjónustu skólaskrif- stofunnar. Menningar- og skóla- fulltrúa var falið að kalla hópinn saman. SOK Hættulegur vegarkatli Um síðustu helgi varð enn eitt umferðaróhappið á Borgaríjarð- arbraut í nágrenni vegamótanna að Varmalandi í Stafholtstungum þar sem bifireið fór útaf, valt og hafhaði ofaní vegskurði. Ekki urðu slys á fólki. Helgina þar áður gjöreyðilagðist jeppabifreið í þverbrekkunum við Varmaland þar sem ökumaðurinn slapp með skrámur. Ekki er nema hálfit ann- að ár síðan alvarlegt slys varð á sama stað sem kostaði m.a. eitt mannslíf. Blaðamaður Skessuhorns spurði Theodór Þórðarson lögregluþjón í Borgarnesi um hvort tölur lægju fyr- ir um fjölda umferðarslysa á þessum hættulega vegarkafla. “Samkvæmt okkar skrám hafa orðið 16 umferðar- óhöpp á undanförnum 6 árum á kafl- anum Kljáfoss til vegamótanna við Baulu. Þar af hafa flest óhöppin orð- ið í nágrenni afleggjarans að Varma- landi, eða frá Arnarholti til Stafholts- veggja. Þetta er mjög hættulegt svæði og full ástæða til að ráðist verði í lagfæringar á veginum á þessu svæði”, sagði Theodór. Samkvæmt upplýsingum úr dagbókum lögreglu og frá Umferðarráði, hefur einn maður látist í þessum slysum og a.m.k. 9 hafa slasast, misjafnlega mikið þó. Umferðarslys gera sjaldan boð á undan sér en óneitanlega er talsvert meiri hætta á að þau verði þar sem aðstæður eru þannig að allt leggst á eitt, þ.e. krappar beygjur, blindhæð, brekka og gamamót á ein- ungis rúmlega 50 metra vegarkafla. MM

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.