Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2000, Síða 9

Skessuhorn - 16.11.2000, Síða 9
^ntasunui.. FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 9 Hagyrðingar á Hvanneyri Fimmtudagskvöldið 9. nóvember síðastliðinn hélt annar bekkur Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri skemmtikvöld fyrir staðamienn og nærsveitunga í matsal skólans og var aðsókn prýðileg og ekki mörg auð sæti í salnum þegar skemmtunin hófst. Nokkrir hagyrðingar héraðsins vora til kvaddir að skemmta gesmm og vora það þeir Helgi Björnsson á Snartastöðum, Dagbjarmr, vísna- hirðir okkar Skessuhyminga, á Refs- stöðum, Vigfús Pétursson í Hægindi og Unnur Halldórsdóttir í Shellinu en stjómandi var Kristján Snorrason aurasál í Búnaðarbankanum. Auk þess flutti einn nemenda skólans á- varp í líki Guðna Agústssonar og Gísli Einarsson ritstjóri ræddi nokk- uð um nútíð, fortíð og framtíð ís- lensks landbúnaðar. Fyrsta viðfangs- efni hagyrðinganna var að lýsa sjálf- um sér og hver öðrum og hafði Dag- bjarmr þetta að segja um Unni: Þó hiín kannske mætti megri tniði ég við tísktispil, er hún okkur flestum fegri ogfinnst mér þurfa nokkuð til! Unnur hafði eftirfarandi að segja um Kristján Snorrason sem er í hljómsveitinni Upplyftingu: Stjáni býðitr kostakjör krónur margarfer t hendur á 'óllitm sviðum eykurjjör fyrir Upplyftingu víða stendur. Fólk skemmti sér prýðilega á Hvaimeyri, eins og sjá má. I ljósasláptunum Emil, ævintýri hans og fleira skemmtilegt í Kleppjárnsreykjaskóla Sú hefð hefur skapast þrjú und- anfarin ár á þesssum tíma árs, að norræn bókasöfn hafa bundist samtökum um að efna til viku í söfnunum með yfirskriftinni, „I ljósaskipmnum“. Samstarfsnefnd velur ár hvert eitt megininntak vikunnar og í samræmi við það texta úr skáld- verki norræns höfundar, sem les- inn er á öllum söfhunum í ljósa- skipmnum fyrsta dag þessarar norrænu viku. Ekki eru nema örfá ár síðan lesinn var kafli úr Egils- sögu við slíkt tækifæri. Nú er inn- tak vikunnar „norræn börn“ og af því tilefni var sl. mánudag lesinn kafli úr Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Svo vitnað sé í orð samstarfs- nefndarinnar varðandi inntak vik- unnar, þá segir þar: “Við viljum beina sjónum að barninu og stöðu þess í heiminum, sambandi þess við fjölskylduna, vini sína og aðra fullorðna. Emil er á vissan hátt fulltrúi allra glaðra og frjálsra barna í norrænum barnabókum. Hann á ánægjulega æsku, um- kringdur fólki sem þykir innilega vænt um hann og semr honum á- kveðin mörk, en gefur honum um leið tækifæri til að svala ævintýra- þorsta sínurn. Með slíkan bak- grunn er ekki undarlegt að Emil skyldi verða oddviti í sinni sveit. Við teljum einnig að við hefðum ekki getað valið betri fulltrúa fyr- ir norrænar barnabókmenntir en Astrid Lindgren. Bækur hennar hafa verið lesnar af kynslóðum barna og fullorðinna á öllum Norðurlöndum og flestir Norð- urlandabúar þekkja sögupersón- urnar sem hún hefur skapað. Astrid Lindgren varð 93 ára 14. nóvember. Við teljum það vel við hæfi að heiðra hana á þann hátt að þúsundir barna og fullorð- inna á Norðurlöndum hlusti á kafla úr einni af þekkmsm bókum hennar." I Kleppjárnsreykjaskóla kom sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar, Þórann Gestsdóttir, í skólann og las kafla úr Emil fyrir alla nem- endur. Einnig var eldri nemend- um af leikskólanum Hnoðrabóli boðið að koma og hlusta. Nem- endur úr 10. bekk fluttu smtta kynningu á Astrid Lindgren og heimalandi hennar Svíþjóð og einnig var útnefndur sá nemandi skólans sem mest líkist Emil í Kattholti. Að loknum lestrinum voru yngri hlustendurnir beðnir um að teikna það sem þeim þótti áhrifaríkast í kaflanum um Emil. Eldri nemendur skólans tóku þátt í að undirbúa vikuna í skóla- safninu. Kynntir vora í máli og myndurn norrænu höfundarnir Thorbjörn Egner, H.C. Ander- sen, Tove Janson, Guðrún Helga- dóttir, Gunnar Helgason, Sören Olsson auk Astrid Lindgren eins og áður er nefnt. Gefið var út blað í skólanum, unninn myndbands- þátmr um prakkara og prakkara- strik, könnun gerð á- vinsældum nokkurra ofangreindra höfunda og verka þeirra, lesið úr verkun- um með leikrænum tilburðum og myndskreytingum, unnin auglýs- ingaveggspjöld og bókalistar. JE/MM Hagyrðingamir Unnur, Vigfiís, Kristján, Helgi og Dagbjartur. Myná.GE Kristján hefur raunar off haldið því fram að alþjóðleg þýðing á nafni hljómsveitarinnar sé ,,Vi- agra“ og er ekki ástæða til að rengja það. Löggæsla og dómsmál voru nokkuð til umræðu og hafði Helgi þessa ráðleggingu fram að færa til þeirra sem búa yfir einlægum brotavilja: Lögreglan hún á víst enn við auraleysi að glíma, af sér hijóta ættu menn á yfirvinnutíma. Unnur var mjög hrifin af ný- breytni dómsmálaráðherra í lög- gæslumálum: Sólveig Péturs sýnist keik, sínum hrókum teflir, hún í dúkknlísuleik löggæsluna eflir. Nýafstaðið kirkjuþing kom til umræðu og hafði Vigfús þetta til mála að leggja: Þegar enginn er með stæla eða rýfur kirkjugriðinn, bíðttr einn við biskups hæla. Bara til að eflafriðinn. Varla er hægt að hugsa sér að halda svo hagyrðingakvöld á þess- um stað að nýlokinni örlagaþrang- inni ákvörðun Guðna Agústssonar um innflutning nýs kúakyns að það mál kæmi ekki til umræðu og er fyrst sjónarhorn Helga: Upp reis Guðni æði snar, undirfeldi lengi var, kyssti á granir kýrinnar kossinn vænan Júdasar. Dagbjarti þótti einsýnt að þessi ákvörðun væri of seint á ferðinni enda hefðu landnámsmenn frekar flutt með sér fengnar kvígur en full- vaxin naut og ávarpaði landbúnað- arráðherra á þessa leið: Gleymskan íþér Guðni minn getur valdið tárum. Við fluttum norsku fóstrin inn fyrir þúsund árum. Nýbyggingu Kaupfélagsins bar lítilsháttar á góma og lagði Helgi þetta til mála: Smíðuð herleg höllin var höfð úr efnifínu, eflaust KB eyðirþar æfikvöldi sínu. Dagbjartur hafði orð á að á sín- um æskuárum hefðu allar nauðsynj- ar fengist í Kaupfélaginu en það sem fékkst á bensínstöðvum fyrir utan bensín og smurolíur var yfir- leitt einhver óþarfi sem fólk vantaði ekki. Nú væri þetta umsnúið, allar nauðsynjar fengjust á bensínstöðv- um en fjiilmargur óþarfi í Kaupfé- laginu og það sem slíkt hætt að reka sláturhús: A bensínstöðvum landsins má nauðsyn flestafá að fengnu gjaldi, það er ekki vafi. Núfinnst mér bara þetta sem aðeins skortir á að Unnur gerist sláturleyfishafi. Unnur hefur fengist við nám- skeið í vísnagerð og barst það að- eins í tal manna á meðal en ekki leist Vgfúsi nema í meðallagi á það: Vist er maður klaufi og klunni sem kemur ekki neinu á blað en að kveða undir Unni. Aldrei skal ég gera það! Fleira verður ekki tíundað að sinni en hafið heila þökk fyrir Hvanneyringar. Rotnunarþefur úr þró Sementsverksmiðjunnar hf. Það hefur að undanförnu verið deilt á Björgun hf í Reykjavík fyrir landbrot og spjöll á lífríki sjávar- botnsdýra, með lítt grundaðri sand- og möldælingu úr sjó sem stendur á eldgömlu leyfi, og annarra kvikinda sem ofar eru í sjónum hér vítt og breitt um Faxaflóann. I leiðinni er deilt á viðkomandi ráðuneyti og yf- irmenn þeirra fyrir sofandahátt og aðgerðarleysi. Það væri fróðlegt, ef einhverjum tækist að reikna út hvað mörgum tonnum af sílum, krabba, krossfiski og öðrum kvikindum sem skríða um sjávarbotninn hér í Faxaflóa M/S Sóley dælir upp, einkunt og sér í lagi með skeljasandinum, í þró Sementsverksmiðjunnar hf í hverri uppdælingu sem framkvæmd er, sem síðan v'argfuglinn sækir í, þó aðeins örlítið brot af öllu magninu, og síðan spýtir salmonellu skothríð úr háloftunum yfir nágrennið. Slík- ur er sóðaskapurinn! Það er orðið tímabært, og það fyrir mörgum áruin síðan, að setja Sandþró Semetitsverksmið/umuir bf. þil í skeljasandsþróna um helming, sem sagt þvert og net á súlur á þann hluta þróar sem er í notkun, en leggja torf eða sá í þann hluta þró- ar sem ekki er í notkun. Þannig má hefta sandfok uppúr þrónni í suð- austan átt og í leiðinni að hefta að- gengi vargfugls á sandinn með net- væðingunni, að vísu þýðir þetta aukin rotnunarfnyk! Með því að setja net á súlur eða staura er vargfuglinum bægt frá sandinum og því fæðubúri sem þar er, í þúsundatali ýmist á sandinum sjálfum eða flögrandi yfir það þétt að dregur fyrir sól þó skíni glatt. Eg þykist vita að þessi skrif mín séu torskilin fyrir ráðamenn við- komandi fyrirtækis Sementsverk- smiðjunnar hf, enda hafa þeir gefið út á prenti að þeir finni ekki fyluna af sandinum, kannski með aulcnum rotnunarfhyk auðnist þeim að finna ilminn. Vonandi. Með þökk fyrir birtinguna í Skessuhorni. Akranesi 9. nóv. 2000. Asmundur Uni Guðmundsson Suðurgötu 124.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.