Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.12.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 Penninn________________________________ I Skessuhorni þ. 23. nóv. er frásögn af bænda- fundi í Breiðabliki á Snæfellsnesi. Þar var eftirfar- andi haft eftir Sveini Guðjónssyni á Stekkjarvöll- um: “Eg sagði það nú þegar mjólkurbúið var lagt af í Borgarnesi þá yrðum við Snæfellingar einfald- lega skornir af. Þessi aðgerð var byggðarglæpur. Það er óþolandi þegar atvinnutækifæri eru með þessum hætti flutt af landsbyggðinni til Reykja- víkur.” Sem betur fer hefur þessi spádómur Sveins (og raunar fleiri Snæfellinga) ekki ræst, því þeim hef- ur haldist betur á framleiðslurétti sínum en öðr- um svæðum við Faxaflóa. Og, ef einhverjum þyk- ir það skipta máli, þá fluttust störfin í Borgarnesi ekki til Reykjavíkur. Flest lögðust þau af en fjölg- að var á Selfossi um 1-2 störf en 2 - 3 í Búðar- dal. Það er hins vegar lítil huggun því ágæta fólki, sem starfaði í samlaginu. Þó mun fáum eða eng- um hafa verið sagt upp fyrr en nokkrum árum síðar. Ég fullyrði að engum þótti gaman að komast að þeirri niðurstöðu að rétt væri að úrelda sam- lagið, þvert á móti. Það var alveg hundleiðinlegt. En af hverju þá? Rifjum upp ummæli Aðalsteins Hákonarsonar, Tillam að umhmsunarefhi lögg. endurskoðanda K.B. á opnum fundi þar sem þetta var rætt. Hann sagði að félagið tæki mikla áhættu með því að nota ekki þetta tækifæri til að losa fjármagn og minntist um leið á ó- skemmtilega reynslu sína af gjaldþroti kaupfé- lags. Einnig lágu fyrir sterkar vísbendingar um að unnt yrði að greiða bændum um tveimur kr. meira fyrir mjólkurlítrann ef vinnsla væri lögð af í Borgamesi og þá ekki einungis bændum á þessu svæði heldur á öllu Suður- og Vesturlandi og það hefur fyllilega gengið eftir. Ætla má að sá ávinn- ingur nemi um 200.000,- kr á meðalbú á ári. Gemm nú ráð fyrir að Kaupfélagið hefði kom- ist í þrot en samlagið verið starfrækt áfram. Mun fleiri hefðu misst störf sín, lánardrottnar K.B. (þ.m.t. bændur og aðrir eigendur innistæðna og afurðainnleggs) hefðu tapað fé, bændur fengið minna fyrir mjólkina til frambúðar og atvinnulíf byggðarlagsins að drjúgum hluta verið í upp- námi. Auðvitað gemr enginn fullyrt neitt um þessa atburðarás, en hættan blasti við og henni var af- stýrt. Það er svo önnur saga hvort þeir fjármunir, sem runnu til K.B. í tengslum við úreldingu sam- lagsins, hefðu getað nýst betur en raunin varð, en það snertir þetta um- ræðuefni ekki nema ó- beint. Þá er ég kominn að tillögu minni að um- hugsunarefni fyrir þá, sem láta sig atvinnu og byggðamál varða og/eða telja úreldingu samlags- ins í Borgarnesi glæp- samlega ofbeldisaðgerð. * Hvers vegna er bætt afkoma kúabænda ekki tal- in ávinningur fyrir atvinnulíf og byggðaþróun? * Og hvers vegna telst það ekki líka ávinningur að stærsti vinnuveitandi á svæðinu fái nokkur hund- ruð milljónir króna til að endurskipuleggja ijár- mál sín þegar í óefhi stefnir? Að lokum, Sveini og öðrum til hugarhægðar vegna breytinga á mjólkureftirlitinu: Neyðar- þjónustufulltrúi vegna bilana í mjalta- og kæli- kerfum verður staðsettur á þessu svæði og þjón- ustan öll á að verða markvissari. Guðmundur Þorsteinsson Opið bréftil Bæjarráðs Akraness: ■Penninn__________________________Sérleyfisakstur Akranes - Reykiavík í D.V! þriðjudaginn 21. nóv. s.l. og í Skessuhorni 2 3. nóv. s.l. eru fréttir um að bæjarráð Akraness hafi samþykkt tillögu frá Gunnari Sigurðssyni bæjar- fulltrúa um að fela bæjarstjóra að óska nú þegar eft- ir viðræðum við S.VR. um hugsanlegt samstarf um fólksflutninga milli Akraness og Reykjavíkur. Þessi tillöguflumingur og samþykkt bæjarráðs kemur mér mjög á óvart, vægast sagt. Eg hóf sérleyfisakstur milli Akraness og Reykja- víkur fyrir tæpum 30 árum síðan. Þá og allt þar til Akraborgin hætti siglingum stundaði ég þennan akstur í samkeppni við ríkisstyrkta flutninga Akra- borgarinnar. Þegar Hvalfjarðargöngin voru opn- uð, var gerð tilraun til að ná sérleyfinu af mér sem tókst ekki og hefi ég rekið sérleyfið til þessa án nokkurra styrkja ffá Akraneskaupstað. Almenningssamgöngur í þéttbýli njóta víðast hvar styrkja viðkomandi bæjarfélaga svo mun og vera um S.VR. Ég hlýt því að spyrja, er mein- ing bæjarráðs að Reykvíkingar eigi að fara að greiða niður almenningssamgöngur til Akraness og/eða ætla Akurnesingar að fara að greiða nið- ur fólksfluminga milli Akraness og Reykjavíkur. Ef það er ætlun bæjarráðs að fá aukna þjónusm á þessari leið og greiða fyrir það úr bæjarsjóði, þá lýsi ég því hér með yfir að ég er tilbúinn að fjölga ferðum og auka þjónusm og óska hér með eftir viðræðum við bæjarráð þar uin. I greinargerð með tillögu Gunnars mun koma ffam að verð fargjalda og ferðatíðni þjóni ekki hagsmunum bæjarbúa. Hér skal til upplýsinga gerður svolítill saman- burður á verðurn. Rvk.-Akranes Sérl.bifr. H.P. 1.000.- Norðurleið 1.000,- Sæm. Sigmundss. 900,- Rvk.-Borgarnes 1.300,- 1.300,- 1.200.- BÓRGARP JfiRÖUR' Norðurleið og H.P. aka ekki niður á Akranes, svo þeirra gjald er að Hvalfjarðargöngum að norð- an, samanborið við mitt gjald niður á Akranes. Einnig er hægt að kaupa 20 fargjalda kort hjá mér og er fargjald þá kr. 700,- Ferðatíðni á Akranes er nú 5 ferðir á dag alla virka daga. Fyrsta ferð af Akranesi er kl. 07:00 og síðasta ferð úr Reykjavík kl. 21:30. Könnun sem gerð var á nýtingu þess- ara ferða fyrr á þessu ári og stóð í einn mánuð leiddi í ljós að meðalljöldi farþega var 7 farþegar í ferð. Þannig má ljóst vera að þó fargjald þyki hátt þá gefur þessi akstur ekki mikið og fjölgun ferða og lægra fargjald gengur engan veginn upp að öðru óbreyttu. Ég átti fund með bæjarráði Akraness snemma á þessu ári. Þar kynnti ég hugmyndir að breytingum á áætlun sem fólust í því að tengja sam- an ferðir til Akraness og Borgamess. Það varð niðurstaðan að bæjarráð gerði ekki athugasemdir við áform mín. Frá því að þessi fúndur var hald- inn hefi ég ekkert heyrt frá bæjarráðsmönnum um þessi mál. Sá fréttaflutningur sem vísað er til í upphafi þessarar greinar kemur því mjög á óvart. Það er vægást sagt einkennilegt að ábyrgir og reyndir sveitarstjómarmenn eins og Gunnar Sig- urðsson skuli rjúka til með tillöguflutning af þessu tagi án þess að hugað sé að viðræðum við þann sem annast þessa flutninga nú. Ferðatíðni á milli Akra- ness og Reykjavíkur er sambærileg eða betri en til staða af líkri stærð og líkri fjarlægð frá Reykjavík. - Hangir hér eitthvað annað á spýtunni.? - Þeir Akurnesingar sem þessa þjónustu nota nú hafa sýnt mér og bifreiðastjórum mínum þakk- læti og skilning nær undantekningalaust. Síð- ustu ár hefir sérleyfisakstur dregist verulega sam- an ffá því sem áður var. Kemur þar margt til, en aukin bifreiðaeign fólks ásamt betri vegum ræður sennilega mestu í þessari þróun. Þessi þróun hefir svo leitt til þess að sérleyfishöfum hefir fækkað, t. d. má nefna að þegar ég hóf sérleyf- isakstur þá voru 5 sérleyfi á svæði því sem ég þjóna til Reykjavíkur. Á Snæfellsnesi og í Dölum vom 4 sérleyfi en er nú eitt. Þessu lík er staðan víða um land. Það hefir fleira verið sameinað en sérleyfi, sameining sveitarfélaga o.s.frv. Nýverið var Gunnar Sigurðsson í viðtali í útvarpi og kom þar m.a. ffam hjá honum að sameina þjTÍti sveit- arfélög á Vesturlandi mun meira en nú er. Er þessi tillöguflutningur hans í takt við þau á- form ? Borgamesi 3. desember 2000 Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi Penninn_____________________________ Sunnudaginn 2. desember voru árlegir að- ventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar og Borgarfyarðarprófastsdæmis haldnir í Reykholts- kirkju. Kammerkór Vesturlands sem stofnaður var fyrir rúmu ári kom þar fram í fyrsta sinn á sjálf- stæðum tónleikum. Á dagskránni voru jólasöngv- ar og valin verk úr trúarlegum tónbókmenntum, sumt verk sem flestir þekkja eða kannast við, en önnur sem fáheyrðari eru í lifandi flutningi hér í héraði. Meðal annars voru fagurlega fluttar fjórar lofgjörðir til Maríu Guðsmóður, sem án efa hafa snortið viðkvæma strengi í hjörtum allra er geyma í huga sér minningu um góða og ást- ríka móður. Sérstakt var það við tónleikana, að inn á milli þeirra verka er kórinn flutti fengu einstakir kór- félagar tækifæri til að flytja einsöngsverk, dúetta og kvartetta , ýmist með eða án stuðnings kórs- ins. Allir skiluðu þeir þessum hlutverkum vel og sumir með miklum ágætum, enda eru í kórnum margar mjög fallegar og vel þjálfaðar raddir, sem þarna fengu tækifæri til að njóta sín og gleðja áheyrendur með fjölbreyttri dagskrá. Flutningur kórsins var í heild samstilltur og hljómaði vel, tónninn hlýr og glaðlegur, enda var auðvelt að sjá hversu kórfélagar nutu þess að syngja saman og leyfa áheyrendum að njóta dá- Aðventutónleikar í Reykholtskirkju Kammerkór Vesturlands sémda tónlistarinnar með sér. Sérstaldega þótti mér mikið koma til flutnings kórsins á mótettunni „Warum“ eftir Brahms, en hæst reis hann þó að mínu mati í „Hall- elujakór" úr Messíasi eftir Hándel, sem á- heyrendur þökkuðu með því að rísa úr sætum og kalla eftir endurtekningu. Kórinn naut góðs stuðnings fjögurra hljóðfæraleikara, Jacek Tosik Warszawiak lék á orgel, Eva Tosik Warszawiak og Z- bigniew Dubik á fiðlur og Asgeir H. Steingrfmsson á trompet. Framlag þeirra gaf flumingnum styrk og þrótt, en einnig innileika og yl þar sem það átti við og jók þannig á áhrifamátt flutningsins sem náði með því sterk- ar til tilfinninga áheyrenda. Dagrún Hjartardóttir stjórnaði kórnum af lát- leysi og mildri festu og hefur tekist að ná miklum og glæsilegum árangri á skömmum tíma. Er á- stæða til að óska henni og kórnum til hamingju með góða upphafstónleika og það var glaður hópur áheyrenda sem gekk út úr Reykholtskirkju því að sú helga tilfinning sem fylgir jólum hafði srmgið sig inn í hjörtu þeirra og hugi. Því héldu menn brosandi heim. En eins og endranær þarf í upphafi endinn að skoða. Til þess að fylgja þessum árangri eftir þarf að halda á, setja markið hátt og kanna nýjar slóð- ir og nema fleiri lönd í veröld tónlistarinnar. Meðal íslenskra tónverka er margan fjársjóð að finna, sem vert er að draga fram. Léttleiki og gleði kórsins mun án efa geta notið sfn í flutningi léttrar klassískrar tónlistar og því má búa til lang- an óskalista yfir það sem gaman væri að heyra kórinn flytja okkur íbúum Vesturlands. Við get- um strax farið að hlakka til. Með þessum tónleikum má segja að Tónlistar- félag Borgarfjarðar sé að uppskera árangur langs og farsæls starfs og forystu og frumkvæðis að stofnun tónlistarskóla, því að stærstur hluti kór- félaga hefur notið söngkennslu og þjálfunar í skólanum. Snorri Þorsteinsson ffieyqqrðshorniC Yrkingar Stefan Jóhannesson færði Hey- garðshorninu þessar snjöllu vísur. Ráðherrakoss Hann Guðni hjá kúnni í kerktkum var Þau kysstust, ég veit ekkifleira. Það jylgdi ei sögti hvort frömdu þtm þerr forleik að einhvaju meira. Fullkominn piparsveinn Haukur glaður ávallt er endafátt til baga. Kynlíf hann í hendi sér hefur flesta daga. Vetur sumar vor og haust vart hann sást með konum. Og þvt veldur efalaust úilitið á honum. Málþvottahúsið Á netinu rekur maður nokkur, Jef Braekmans að nafhi, málþvottahús fyrir íslenska tungu. Þar er meðal annars að ftnna þessi snjallyrði. Aikido: snúðvígi (Tækni aikido byggist á n^ítingu hringhreyfingar) alcohol: andlögur, andvatn altar: fórnarborð, véborð ballet: fimdans Barcelona: B-arsalir hikini: tvípjödur Sjónauki: fjaraugu, firðaugu (a combination of Dutch: ‘verreki- jker’ (far-watcher) and Icelandic ‘gleraugu’ Boxhanski: slagvetdingur Capuchino: frauðkragakaffi, kragakaffi, freyðikaffi Kathólskur: Páfahlýðinn Gasgríma: andarsáld Bensín: vélsmeti BenSínstöð: fydlistöð Gíraffi: úlbarði (ULfaldi + hlé- BARÐI), kranahind, tröllhind Golf: kylfufimi Golfari: fimkylfungur Górilla: rauinapi Grúppía: baksviðshóra Gúllas: smalaspað Sígauni: Flakkindverji Synir Nokkrir menn voru saman komnir til að spila póker. Meðal þeirra var maður að nafni Guðmundur. Þeg- ar líða tekur á kvöldið fara þeir að tala iihi syni sína og em flestir þeirra afar stoltir af sonurn síntiin. Þegar Guðmundur þarf að skreppa á klósettið byrja félagar hans að pískra: “Aumingja Guðmundur,” segir Halli. “Sonur hans er hár- greiðslumaður og hommi. Engin franníð í því. Sonur minn er efni- legur á tjármálamarkaðnum. Hann er ekki nema 29 ára og þegar hann fór í afinæli til yinar síns um dag- inn gaf hann honum glænýjan BMW.” Þá segir Siggi: “Það er ná ekkert, sonur minn er orðinn mjög uðjiuikill á fasteignamarkaðnum, aðeins 27 ára, og þegar hann fór í afrnæli hjá félaga súium um daginn gaf hann honum nýja ibúð í Skerjafirðinum.” I þessu kemur Guðmundur af klósettinu: “Missti ég af einhverju ?” “Nei,” segja pókerfélagarnir. “Við héldum á- fram að tala um strákana okkar.” “Já,” segir Guðmundur. “Eg verð nú að viðurkenna að ég varð ftTÍr vonbrigðum þegar strákurinn minn kom út úr skápnum, en hann plumar sig vei. Hann er ineð tvo í takinu núna. Annar gaf honum glænýjan BMW og hinn gaf hon- um íbúð í Skerjafirðimnn.”

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.