Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 07.12.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 5 g2ESSIiH©ERI Fjórtán konur útskrifuðust úr Menntasmiójunni síðastliðinn fimmtudag. Hér eru þær ásamt skólastjru sinni, Birnu Gunnlaugsdóttur sem er lengst til hægri á myndinni. Mynd: SÓK Fyrsti árgangurinn úr Mennta- smiðju kvenna útskrifaður Síðastliðinn fimmtudag voru skólaslit í Menntasmiðju kvenna á Akranesi. Þar voru brautskráðar 14 konur en upphaflega hófu sextán þar nám í haust. Ekki er enn ljóst hvort framhald verður á starfsemi menntasmiðjunnar þar sem fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 2001 er enn ekki fullmótuð. Konurnar þórtán hafa lagt sig allar fram í vet- ur og ljóst er að það hefur verið mikil breyting fyrir margar þeirra að setjast á skólabekk. Það var því stoltur hópur kvenna sem gekk í hinsta sinn um dyr gamla stúku- hússins þennan fimmtudag. Fréttir herma að sumar þeirra ætli sér að hefja nám í Fjölbrautaskóla Vestur- lands en allar hafa þær öðlast reynslu sem þær koma til með að búa að lengi. SÓK Endurbætur á veginum út á Öndverðames Vegagerð á Ondverðamesi Það eru margir sem leggja leið sína út á Ondverðarnes enda gam- an að koma þangað. Nú að und- anförnu hefur verið unnið að end- urbótum að veginum þangað, enda var hann víða orðinn grófur. Þessi vegur er annars ágætt dæmi um vegslóða eins og þeir voru og vegur eins og þessi á einmitt að vera tiltölulega greiður og hlykkj- ast um landið eins og því hentar. Flestum sem fara um þennan veg þykir skemmtilegt að læðast um þetta fallega svæði. Vegslóði hef- ur svo legið frá þessum vegi út að Skálasnagavita. Sá vegur hefur aðeins verið fær torfærutækjum. Nú er hins vegar unnið að upp- byggingu slóðans svo hann verði öllum fær. Þó ekki sé langt að ganga fram á Skálasnaga munu margir fagna því að þarna verði akfær vegur. IH Jólaverslun fer vel af stað Mikið var um að vera í rniðbæ Akraness síðastliðna helgi og að sögn Sævars Haukdal, talsmanns verslunareigenda og eiganda Hljómsýnar, fór jófavcrslunin vel af stað. “Hún fer bara þokkalega af stað og hjá mér fer jólavertíðin öllu betur af stað en í fyrra. En mesta verslunin er þó yfirleitt síð- ustu tíu dagana fyrir jól.” Sævar segir helgina hafa verið mjög skemmtilega en öllum brottflutt- um Akurnesingum var sent boðskort um að vera viðstaddir hátíðahöldin í miðbænum. “Það var svona áhugahópur meðal kaupmanna sem stóð fyrir því og þessu var rosalega vel tekið. Fólk var meðal annars að tala um það hvað hefði verið hlýlegt að fá handskrifað persónulegt boðskort” segir Sævar en kortin voru á þriðja þúsund. “Eg var nú ekki niðri í bæ sjálfur en ég heyrði að þar hefði verið mikil gleði þar sem margir voru að hittast eftir langan tíma. Þetta var vel auglýst alla helgina og fólk kom víða að, meðal annars frá Keflavík bara til þess að láta taka mynd af sér með jólasveininum og svona.” Það voru Sævar Haukdal einnig kaupmenn sem stóðu fyrir myndatökunni og raunar flestu því sem um var að vera. Þeir eru þó ekki hættir enn því um næstu helgi koma jólasveinarnir aftur í bæinn þar sem þeir nmnti m.a. síga niður af Landsbankanum og gefa börn- unuin gjafir. Auk þess kemur Laddi í bæinn og mun Skúli raf- virki t.d. aðstoða Sævar við að selja raftæki í Hljómsýn. Sigurgeir Erlendsson bakari og Gísli Sumarliðason framkvæmdastjóri Geirabakarís í einni hinna nýju íbiíða. Mynd: GE Skagaleikflokkurinn friimsýnir um helgina Anton Ottesen og Guðbjörg Amadóttir í hlutverkum sínum. Á laugardagskvöld- ið verður leikritið Rommí frumsýnt í Rein á Akranesi. Leikritið er eftir bandarískan höfund, D.L. Coburn, en það er Skagaleikflokkur- inn sem stendur fyrir þessari sýningu. Per- sónur verksins eru tvær, maður og kona, sem leikin eru af þeim Guðbjörgu Árnadótt- ur og Antoni Ottesen. Hermann Guðmundsson, félagi í Skagaleikflokknum, leikstýrir. “Leikritið fjallar í stuttu máli um karl og konu sem bæði eru á vistheimili. Karlinn er mikill spilamaður og hann fær hana til að spila við sig og kennir henni rommí” segir Guð- björg Arnadóttir, formaður Skaga- leikflokksins og aðalleikari. “Þetta fjallar svona um þeirra samskipti og við fáum aðeins að kynnast þeirra aðstæðum á milli þess sem hún er að mala hann í rommíinu.” Þegar er búið að negla niður þrjár sýningar í Rein en Guðbjörg segir að framhaldið verði að ráðast af aðsókn. “Sviðsmyndin er lítil svo það er eiginlega hægt að fara með þetta verk hvert sem er. Það getur vel verið að við leggjumst í flakk en við ætlum að sjá til hvernig undir- tektirnar verða.” Það ætti nú að vera flestum ljóst að það er Skagaleikflokkurinn sem á sök á þeim fjölmörgu dularfullu smáauglýsingum sem birtar hafa verið í Póstinum undanfarnar vik- ur. “Það er leikstjórinn okkar hann Hermann sem er upphafsmaðurinn að þessu. Furðumargir lesa þessar smáauglýsingar og hafa verið að velta fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi. Þetta virkaði vel og ég vona að þetta verði til þess að fólk hugsi: “Já, ég verð að fara að sjá sýning- una!” Þetta verður svona kaffileik- hús þannig að hægt verður að fá veitingar og leiksýningu svona í jólastressinu. Fólk getur svo setið áfram eftir leiksýninguna og spjall- Bakaríi breytt í íbúðarhúsnæði Undanfarna mánuði hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í gamla bakaríinu við Egilsgötu í Borgar- nesi og hefur nú verið lokið við að breyta því í íbúðarhúsnæði. Húsið hefur tekið algjörum stakka- skiptum og ekki hægt að sjá að því hafi upphaflega verið ætlað annað hlutverk. I húsinu eru fjórar íbúð- ir frá 60 - 114 m2, allar til sölu til- búnar undir tréverk. Að sögn Sigurgeirs Erlendsson- ar bakara hefur nú þegar verið mikið spurt um íbúðirnar en þær voru til sýnis fyrir almenning síð- astliðinn sunnudag. Kvaðst hann búast við að ekki liði á löngu þar til þær væru allar seldar enda mikill skortur á íbúðarhúsnæði í Borgar- nesi. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.