Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2000, Qupperneq 4

Skessuhorn - 07.12.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 olUi33UMO.w Fékk góða hugmynd yfir morgunverðinum Jóhannes Eyberg þróar rúllubaggamerkingar Jóhannes Eyberg Ragnarsson er ungur og framtakssamur bóndi á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Jóhannes er nýkominn heim frá London þar sem hann heilsaði upp á vélaframleiðendur og kynnti þeim hugmynd sem vakn- aði hjá honum eitt sinn er hann sat við morgunverðarborðið heima hjá sér. Mönnum dettur sjálfsagt ýmislegt í hug við eld- húsborðið en þarna kviknaði frá- bær hugmynd. Jóhannes var með Cheerios pakka á borðinu ásamt öðru. An þess að vera nokkuð sérstakt að hugsa tók hann eftir því hvernig fram- leiðsludagurinn var stimplaður á pakkann. Já einmitt. - Þetta þarf ég á heyrúllumar mínar. “Hugmyndin er um merkingar á heyrúllubagga. Eftir heyskap sum- arsins eigum við kannski 800 rúllur í hvítu plasti og vitum ekkert hvað er í þeim. Margir eru að merkja þetta með tússpennum á eftir og það er aukavinna. Þessa vinnu vann dóttir mín en þegar hún fór að heiman til að vinna fýrir sér og sinni Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Skessuhoms lét Versl- unarmannafélag Akraness gera könnun á framtíð verslunar á Akranesi dagana 22.-25. nóvem- ber síðastliðinn. Urtakið var 250 manns og var það unnið upp úr símaskránni. Af fyrrgreindum fjölda svömðu 165 einstaklingar könnuninni og allir útreikningar vom miðaðir við svarhlutfall. Niðurstöður könnunarinnar voru nokkuð athyglisverðar en fram kom að 87% Skagamanna versla meira á Akranesi en í Reykja- vík og 61% sögðust kanna vöruúr- val á Akranesi fyrst. Astæðan fyrir því að fólk verslar frekar í Reykja- vík reyndist vera sú að það telur að þar sé meira vöraúrval og ódýrari vörur. Lengri opnunartími verslana í skólagöngu varð bara að finna eitt- hvað annað. Þannig að ég fékk þessa hugmynd af Cheerios pakkan- um og hef verið að nota hana í tvö ár og hefur reynst mér vel”. Uppfinningin er sú að Jóhannes Eyberg smíðaði sér prentara sem prentar upplýsinga á baggann. Þannig getur hann prentað bæjar- nafnið, dagsetningu, númerið á spildunni eða þurrefnisinnihald eða hvaða typlýsingar sem hann kýs að nota. I framhaldi af þessu setti Jó- hannes Eyberg sig í samband við Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri sem er prófessor í heyverkun. Bjarna leist mjög vel á þessa hug- mynd og þá lá beint við að setja sig í samband við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og þeir urðu mjög hrifnir. Jóhannes fékk síðan pen- ingastyrk úr Framleiðnisjóði land- búnaðarins til að framkvæma þessa hugmynd. “Síðastliðið vor komst ég svo í samband við Iðntæknistofnun og þeim leist svo vel á þessa hugmynd að þeir hafa verið síðan að hjálpa mér að gera meira úr henni og Reykjavík hafði engin áhrif á hvar 85,5% aðspurðra verslaði og aðeins 3 5 % sögðust gera sér sérstaka ferð til Reykjavíkur til að versla. Meiri- hlutinn var ekki hlynntur opnun verslana á Akranesi á sunnudögum í desember en flestir vildu hafa opið til fjögur á laugardögum. I könnuninni kemur fram skipting á milli sérverslana og aldursdreifing þeirra sem könnuninni svöraðu. Könnunin var unnin af útskrift- arnemum í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi og þakkar VA þeim gott samstarf. Einnig má taka fram að þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar niðurstöður könn- unarinnar era velkomnir á skrif- stofu félagsins að Kirkjubraut 40 á Akranesi en hún er opin á milli klukkan 11 og 13:30 alla virka daga. SÓK koma henni á framfæri. Það leiddi svo til þess að við fóram út til London í endaðan nóvember ég og Hörður Baldvinsson hjá Iðntækni- stofnun. Þar skoðuðum við stóra landbúnaðarsýningu og komumst í samband við tvö fyrirtæki sem sýndu þessu mikinn áhuga og vora mjög jákvæð. Við erum síðan í á- framhaldandi viðræðum við þá um áframhaldandi þróun og fram- leiðslu á þessum búnaði. Einn bóndi uppi á Islandi getur náttúru- lega ekki þróað svona búnað í það horf sem þyrftí. Þar koma að mörg tæknileg atriði eins og það að koma þessu inn í tölvuforrit þannig að stjórna megi merkingunni úr dráttarvélinni. Sá búnaður sem ég hef þróað og notað kallar á það að ég þarf að fara út og skipta um merkingu. Það er ákaflega mikil- vægt að koma þessari hugmynd inn hjá framleiðendum vélanna þannig að gert verði ráð fyrir honum í tölv- unni sem til staðar er í pökkunar- vélunum.” Algjör nýjung Búnaður eins og sá sem Jóhannes Eyberg hefur hannað er algjörlega óþekktur erlendis og er hann þar með algjör brautryðjandi á þessu sviði. Það gerir þetta spennandi eins og hann orðaði það. En er nauðsyn- legt að merkja þessar heyrúllur svo nákvæmlega? “Það er orðið svo mik- ið atriði núna að vita nákvæmlega um heyið sem maður er að gefa. Núna er komin gæðastýring í sauð- fjárrækt sem leggur á mann meiri kröfur, þannig að maður verður að standa sig ef maður ætlar á ná al- mennilegum árangri. Það sama á Gyða L Jómdóttir Litirog leir Næstkomandi laugardag opn- ar Gyða L. Jónsdóttír sýningu í listasetrinu Kirkjuhvoli á Akra- nesi. Þar sýnir hún vatnslita- myndir og höggmyndir. Gyða er fædd árið 1943 og ólst hún upp á Akranesi. Hún nam við Myndlista- og handíða- skóla íslands og höggmyndalist við School of Art í London auk sem sem hún stundaði nám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöíh. Þetta er fyrsta einkasýning Gyðu en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýning- unni lýkur 17. desember og er Listasetrið opið alla daga nema mánudaga, ffá kl. 15.00 til 18.00. GE Jóhannes Eyberg bóndi, þúsundþjalasmiður og uppfinningamaíur. Mynd IH 87% Skagamanna versla meira á Akranesi auðvitað við í kúabúskapnum maður túnum. Lélegra heyið getur maður verður að vita alveg upp á hár hvaða notað í geldneytið en nýbornar kýr hey maður er að gefa þeim. Hey á verða að fá besta heyið og þá verður Islandi er svo misjafnt, sumt er af maður að vita hvar það hey er”. góðum túnum og annað af lélegum IH Skólameistari boðaði til fimdar Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, boð- aði nemendur og foreldra þeirra til fundar síðastliðinn fimmtudag. Tilgangur hans var sá að fjalla um þá stöðu sem upp er komin vegna verkfalls fram- haldsskólakennara sem hófst þann 7, nóvember. Síðasti kennsludagur átti að vera síðastliðinn föstudag og próf áttu að hefjast þann 4. desember. A fundinum hvatti Þórir nem- endur til að reyna að halda sínu striki og nota tímann í verkfallinu vel til verkefnavinnu og lesturs. Hann sagði jafnframt að skól- inn myndi gera allt sem í hans valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að þær rúmlega tíu vikur sem búnar voru af skólanum ónýtist. Það verður hins vegar að öllum líkind- um til þess að aukið álag verður á nemendum þegar skóli hefst á ný og því er mikilvægt fyrir nemend- ur að vera við öllu búnir. Þórir sagði að það væra nemendur sem væru raunveruleg fórnarlömb verkfallsins og ef til vill yrði hægt að meta einhverja áfanga út ffá þeirri vinnu sem þegar hefði verið unnin á önninni. Nemendur í verklegu námi eru þó einna verst staddir því það er erfiðleikum bundið að skerða kennslutíma þeirra. Fundurinn var ágætlega sóttur og að honum loknum gafet fund- argestum tækifæri til þess að spyrja spurninga og nýttu margir sér það enda ríkir mikil óvissa um allt sem viðkemur verkfallinu. SÓK Þórir Olafsson boðaSi nemendur og foreldra/forráðamenn þeitra áfitnd í liðinni viku Starfshópur um einsetningu Á síðasta bæjarráðsfundi í Borg- arbyggð var samþykkt að skipa starfshóp til að halda utan um breytingar vegna einsetningar Grunnskólans í Borgarbyggð. Hlutverk hans verður að hafa yfir- sýn yfir alla þætti einsetningarinn- ar, samþætta breytingar og tryggja upplýsingaflæði milli aðila. Starfs- hópurinn verður skipaður skóla- stjóra grunnskólans, skólastjóra Tónlistarskólans, bæjarstjóra, í- þrótta- og æskulýðsfulltrúa, full- trúa kennara, fulltrúa Umf. Skalla- gríms, fulltrúa foreldrafélags og fulltrúum fræðslu- og menningar- málanefhdar og tómstundanefndar. GE 5. desember kl 02:05-Meybam- Þyngd:3095-Lengd:52 cm. Foreldrar: Hulda Bima Baldursdóttir og Einar Jónsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. Nýfeddir Vesdendingar era boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum era ferðar hamingjuóskir. _ 5. desember kl 03:59-Meybam- Þyngd:4395-Lengd:54 cm. Foreldrar: Bima Björk Níelsdóttir og Sveinbjöni Olafiir Sigurðarson, Grundatfirði. Ljósmóðir: Lóa Kristimdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.