Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.12.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 aiki:s3imu>~ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Fax: (Borgomcs) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA íslensk@islensk.ís ritstjori@skessuhorn.i internet@islensk. sigrun@skessuhorn. ingihans@skessuhorn. hjortur@skessuhorn.i bokhold@skessuhorn.is Útgeiondi: Islensk upplýsingotækni 430 2200 Fromkv.stjóri: Mognús Mognússon 894 8998 Ritstjúri og úbm: Gisli Einorsson 892 4098 Internetþjúnusto: Bjorki Mór Karlsson 899 2298 Bloðomenn: Sigrún Kristjúnsd., Akronesi 862 1310 Ingi Hons Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingor: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 Fjúrmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 430 2200 Prúforknlestur: Ásthildur Magnúsdúttir og fleiri Umbrot: Tölvert Prentun: isofoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 A sjúkra- beði Gísli Einarsson, ritstjóri. Kæri lesandi. Ég kveð þig með söknuði og tár á hvörmum. Svona til ör- yggis. Því það er afar hæpið, þér að segja, að þú eigir eftir að heyra mig né sjá efdr þetta. Ég er nefnilega haldinn afar sjaldgæfum sjúkdómi sem reyndar hefur ekki enn fengist viðurkenndur af læknum en samkvæmt mínum eigin rannsóknum er hann án efa bráðdrep- andi. Ég lifi þó í veikri von um að ég tóri þar sem ég er annál- að hraustmenni en ég tel þó engar líkur á að ég nái aftur fullri heilsu og ef að líkum lætur verð ég að minnsta kosti 100% ör- yrki hér eftir. Ég er með öðrum orðum haldinn heiftarlegu jólaofnæmi! Það fór að bera á þessu seinni part sumars þegar byrjað var að auglýsa jólavarning í gríð og erg. Upp ffá því var farið að ofsækja mig af fólki sem er að selja jólakort, jólapappír og jóla guðmávitahvað, að vísu allt í þágu góðs málefnis og hreinu hjarta. Síðan hefur þetta stigmagnast og náði hámarki þegar ég var nærri hálsbrotnaður við að flækja hægri fótinn í jólaseríu heimilisins sem búið var að draga ffam á gólf. Fyrr um morg- uninn hafði ég fundið jólaköngul í haffagrautnum mínum og uppáhalds hálsbindið mitt var komið í strimla og endurunnið í músastiga. Ofan á allt annað vakna ég og sofna með jólalög og bjöllu- hljóm suðandi fyrir eyrunum. Ég er fyrir löngu kominn með í magann af því að bragðprófa misvellukkaðar tilraunajóla- smákökur konunnar og fyrir löngu er búið að troða öllu skótaui heimilisins upp í glugga, þar með talið gömlu fjósastíg- vélunum mínum. Það er samt ekki nóg með það að ég þurfi að þola þessar raunir á mínu eigin heimili. Sjálf þjóðkirkjan hefur snúist gegn mér. Ég hefði getað skilið það þótt ffamhaldsskólakennarar landsins hefðu veist að mér með þessum hætti og á skipulegan hátt veifað framan í mig jólaskrauti. Ég hefði hugsanlega átt það skilið ffá þeim, en kirkjunni, Guð almáttugur hjálpi mér. Ég sem puðaði árum saman við að slá kirkjugarðinn í minni sókn, mér til syndaaflausnar. Samt sem áður tók kirkjan upp á þeim óskunda að heita verðlaunum þeim sem mest gæti farið í taugarnar á mér með því að hengja upp allskonar dinglumdangl þréttán mánuðum fyrir jól. Kirkjan er með öðrum orðum að hvetja kaupmenn og víxlara til að ala gullkálfinn sem best á sjálffi föstunni. Nú er það alls ekki svö að ég sé í eðli mínu mótfallinn jólun- um og ædi að fara að vinna í að þau verði afnumin. Síður en svo. Ég er í raun afskaplega hlynntur jólunum, það er að segja ef ég fæ einhverntíma frið fyrir öllu þessu jólaveseni til að komast í jólaskap. Hóflega notuð jól gleðja mannsins hjarta, hefði Salomon heitinn sagt og ég tek undir það. Gísli Einarsson ofiiæmissjiíklingur Jámblendiverksmiðjan á Grundartanga Rafmagnsleysi Rafinagnslaust varð á stóriðju- svæðinu á Grundartanga síðast- liðinn miðvikudag í nokkrar klukkustundir. Orsökin var bil- un í spennistöðinni á Brennimel sem stafaði af því að einn spenn- irinn í stöðinni sprakk. Fljódega náðist að koma raf- magni á álverið en Járnblendiverk- smiðjan var rafmagnslaus í nokkrar Á mánudaginn s.l. fögnuðu Hólmarar nýjum golfskála sem Golfklúbburirm Mostri keypti frá Akranesi. Golfskálinn gegndi áður hlutverki kennslustofu sem sett var upp til bráðabirgða við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Ofluga krana þurfti til að hífa hús- ið á og af bíl og voru fengnir til þessa kranar frá Skóflunni á Akra- nesi. Eftir að hafa sett Golfskálan niður í Stykkishólmi var tækifærið notað til að flytja lögreglustöðina í Gallar hafa komið frarn á því efini sem valið var til þess að klæða ný- byggingu Grundaskóla sem byggð var fyrir fjórum árum síðan. Málið hefur ítrekað verið tekið fyrir í bæjarráði og nýverið var Skúla Lýðssyni, bygginga- og skipulags- fulltrúa falið að ræða við efhis- framleiðanda um þátttöku í við- gerð á múmum. Áður hafði bæjar- ráð fengið skýrslu Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins, greinargerð efhisframleiðanda kerfisins og hönnuðar auk bréfc þess iðnmeistara sem sá um verk- lega framkvæmd múrklæðningar- innar. Að sögn Guðbjarts Hannessonar, skolastjóra Grundaskóla, eru skemmdimar á múmum einna mest áberandi á þeirri hlið hússins sem að- alinngangurinn er. “I ljós koma sprungur í múmum og litaútfelling auk þess sem sprungur em á köntum í kringum hurðir. Ásetning ímúrsins, sem var upphaflega frá Sérsteypunni en er núna ffamleiddur af fyrirtæki í klukkustundir. Ekki varð þó tjón á búnaði verksmiðjunnar eins og ótt- ast var um tíma. Síðastliðinn mánudag fór síðan rafmagnið af Akraneskaupstað. Or- sökin var sú að öryggi í spenni í að- veitustöðinni brann. Ekki tók nema rúma klukkustunda að koma raf- magni á staðinn að nýju. Stykkishólmi til Grundarfjarðar þar sem hún mun enn um sinn gegna sama hlutverki og hún gegndi áður í Hólminum. Þetta einkennilega hús sem byggt var sem bráðabirgðahús í Stykkishólmi er 6 metra breitt og 17 metra langt. Það er flumingafyrirtækið Ragnar og Ásgeir sem annast flutning húss- ins. Þetta er talsverð yfirferð hjá kranabílunum á Akranesi síðastlið- inn sólarhring. Svo er lestin auð- vitað í lögreglufylgd. IH Reykjavík sem hefur einkaleyfi á þessu, virðist ekki hafa tekist al- mennilega. Það sem verið er að gera núna er að það er verið að rannsaka hvar mistökin liggja. Verið er að kanna hvort þetta sé efnið sjálft, hönnunin, ásetningin og þar ffam eftir götunum. Bygginga- og skipu- lagsfulltrúinn hefur verið að safiia þessum upplýsingum saman og leita til viðkomandi aðila. Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins er einnig búin að rannsaka málið og sér hún á þessu ýmsa galla.” Guðbjartur segir ljós að fara þurfi út í viðgerð á múmum. “Það verður væntanlega gert næsta sumar. Auk þess er þetta það ljótt að við viljum fá byggingima málaða líka. Það liggur ekki fyrir hvað viðgerðin kemur til með að kosta. Það stendur nú ekki til að skipta um múrklæðningu á allri byggingunni en það gæti þurff að gera við ákveðna bletti og svo að mála. Þannig að enn hefur ekki verið gerð nein áætlun um hvað kemur til með að kosta að bæta úr þessu.” SÓK * Olína gefur út Geisladiskur Olínu Gunn- laugsdóttur á Okrum í Snæfells- bæ, sem heitir einfaldlega O- LINA, kemur út á næstu dögum. Hann hefur að geyna 19 f'rum- samin lög og texta Olínu, og var tekinn upp í Stúdíói Staðarsveit- ar, staðsettu á Hellnum, síðast- liðinn vetur. Utgáfutónleikar af þessu til- efni verða í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b, laugardaginn 9.des. kl. 22.00. Auk þess verða kynningartón- leikar í veitingahúsinu Álafoss Föt Bezt, í Mosfellsbæ. Ingunn væntan- leg á Akranes Sturlaugur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf., segist bjart- sýnn á að skip fyrirtækisins, Ing- unn, sem hefur verið í smfðum í Chile undanfarna mánuði verði afhent í vikunni. “Áhöfnin er þegar komin til Chile og ég á von á því að þeir sigli skipinu heim núna á næsm dögum. Að þeirra sögn er skipið glæsilegt” segir Sturlaugur. Upphaflega stóð til að afhenda skipið mun fyrr en í ljós kom að nauðsynlegt var að lengja það og seinkaði því afhendingardeginum talsvert. SÓK Smygl Pólskur maður á finuntugs- aldri, Andrzej Prajs að naffiii, var handtekinn síðastlíðinn laugar- dag fyrir að smygla til landsins tæpum 100 lítrum af sterku á- fengi. Áfengið fannst urn borð í skipinu ms Dellach þegar það kom til Akraneshafnar en Andrezj var í áhöfn skipsins. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Vesturlands síðastliðinn þriðjudag og þar var Andrezj sakfelldur og dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í ríkis- sjóð auk málskostnaðar. Þá var smyglvamingurinn gerður upp- tækur. GE Salt á götum Talsvert hefur verið kvartað undan saltaustri á götur í einstök- um þéttbýlisstöðum á VTestur- landi. Meðal annars sagði maður nokkur sem Skessuhom ræddi við í Borgarnesi að þetta væri í raun ófremdarástand þar sem salti væri ausið daglega á göturn- ar og síðan settist það á bílana en aðstæða til þvotta væri ekki til staðar eftir að færi að frysta. GE * Alyktun samþykkt Eftirfarandi ályktun var samþykkt í Grundaskóla á kennarafundi 1. des. 2000: “Kennarar og skólastjórar Grundaskóla lýsa yfir fullum stuðningj við kjarakröfur fram- haídsskólakennara í kjaradeilu við ríkisvaldið. Við teljum jafnfraint rnikil- vægt að ríkisstjórn Islands fylgi eftir góðum áformum og fögrum orðum um eflingu menntunar m.a. með stórbættum launum kennara.” GE GE j LögreglustöSin setn flutt varfrá Stykkishólmi til Grundarflaríar Húsaflakk Gallar á Grundaskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.