Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.12.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 49. tbl. 3. árg. 7. desember 2000 Kr. 250 í lausasölu Alltaf von á góöu! / Islensk eríðagreining semur við SHA Samþykktur hefur verið samn- ingur milli Sjúkrahúss Akraness og Islenskrar erfðagreiningar um vinnslu upplýsinga fyrir miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Að sögn Guðna Tryggvasonar for- Atvinnugarðar í Borgarbyggð? Atvinnuráðgjöf Vesturlands er þessa dagana að kanna grund- völl fyrir starfrækslu atvinnu- garða og/eða þróunarseturs í Borgarbyggð. Ef af verður eru líkur á að atvinnugörðunum verður fundinn staður í gamla kaupfélagshúsinu að Egils- götu 11. Hugmyndafræðin sem atvinnu- garðarnir byggja á er þekkt víða um heirn og hefur gefist vel. Hún bytggir á að fyrirtæki og einstak- lingar sem starfa á svipuðu sviði sameinist um að vinna á einum stað, þó hver um sig með afmark- aða vinnuaðstöðu en með sam- vinnu um hluta aðstöðu og rekstrar. Hugsanlegt er einnig að viðkomandi aðilar starfi saman að markaðsmálum eða einstökum þróunarverkefnum. Að sögn Vífils Karlssonar hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands er verkefnið enn á hugmyndastigi en nú þegar hefur það vakið um- talsverðan áhuga fyrirtækja og einstaklinga. GE manns stjórnar Sjúkrahúss Akra- ness er einnig gert ráð fyrir að sjúkrahúsið geti unnið að ákveðn- um þróunarverkefnum fyrir Is- lenska erfðagreiningu. “Það er ljóst að þarna verða til mörg spennandi verkefni og miklir möguleikar. Það er ekki ljóst á þessari stundu hversu umfangs- mikið starf sjúkrahússins fyrir Is- lenska erfðagreiningu verður en við stefnum að því að þessi samn- ingur muni fjölga störfum hér hjá okkur,” segir Guðni. Sjúkrahús Akraness mun vera fyrsta heilbrigðisstofnunin sem samþykkir samning við Islenska erfðagreiningu en nokkrar aðrar munu vera undir það búnar að undirrita samninga innan tíðar. GE Tæpum helmingi sagt upp Síðastliðinn miðvikudag var 12 starfsmönnum í Islenskt franskt eld- hús hf. sagt upp störfum en hjá fyrir- tækinu störfuðu 26 manns. Að sögn Sturlaugs Sturlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Haraldar Böðvarssonar hf., er ástæðan fyrir uppsögnunum fyrst og ffemst hagræðing í sér- vinnsludeild fyrirtækisins. “Við ædum okkur að reyna að tengja betur hefð- bundna vinnslu og þessa sérvinnslu. Auðvitað er markmið okkar það að reyna að finna farveg fyrir þá einstak- linga sem var sagt upp en við getum eklá lofað neinu ennþá.” Sturlaugur segir að ekki megi búast við fleiri upp- sögnum innan fyrirtækisins á næst- unni. “Það er auðvitað alltaf erfitt stund að þurfa að gera svona lagað en þetta er samt sem áður staðreyndin í dag. Svo verður bara að koma í ljós hver framtíðin verður í þessu. Við höf- um verið með fólláð nokkuð vel upp- lýst í þessari deild og sögðum á fundi fyrir skömmu, þar sem við kynntum á- kveðna stöðu sem við stóðum ffammi Siffí *. Hi fyrir þá, að á þeirri stundu gætum við ekki lofað fólki vinnu eftir áramót. Þannig að við höfum verið með starfs- fólk okkar nokkuð vel upplýst og að sjálfsögðu einnig fulltrúa verkalýðsfé- lagsins og aðra þá aðila sem tengjast þessum uppsögnum.” SOK Snæfellsbær “Hástökkvari ársins” í nýjasta hefti Vísbendingar sem kom út í lok nóvember er fjallað um fjárhag og rekstur sveitarfélaga. Draumasveitarfélagið Vísbending hefur undanfarin ár vegið og metið nokkra þætti í rekstri sveitarfélag- anna til þess að komast að raun um í hvaða sveitarfélagi er fysilegast að búa. Oft hafa deilur orðið út af nið- urstöðum þessara úttekta og sýnist þá sitt hverjum. Sá staðall sem kall- aður er draumasveitarfélagið er á- kveðinn mælikvarði sent byggður er á forsendum úr opinberum tölum. I nóvemberheffi Vísbendingar segir. “Á mælikvarða draumasveitarfé- lagsins hafa sveitarfélög verið að fá verri einkunn á milli ára bæði í ár og á síðasta ári. Arið 1997 var meðal- einkunnin 4,75 í fyrra var hún 4,53 en í ár er hún 4,26. Astæðan er auk- in skuldasöfhun, meiri skattpíning og miklir fólksflutningar. Eins og undanfarin ár kemur Seltjarnames- kaupstaður langbest út úr þessum samanburði, fær 7,5 í einkunn sem er hærra en á síðasta ári Sveitarfé- lagið Olfus kemur einnig sterkt út úr þessari einkunnagjöf enda með lægstu skuldabyrði á hvern íbúa allra sveitarfélaga. Sérstaklega má veita því athygli að Reykjavík fellur úr öðm sæti listans í það þrettánda og lækkar um næstum tvo heila á milli ára. Hástökkvari listans er án nokkurs vafa Snæfellsbær sem undanfarin tvö ár hefur vermt neðsta sæti listans en er nú í því fjórða með 5,2 í einkunn sem er ve! yfir meðaltalinu. Það sem veldur er fyrst og fremst stöðugleiki í fólksfjölda en einnig þá hefur bæði hlutfall reksturs málaflokka og fjár- festinga af skatttekjum verið nær mörkum draumasveitarfélagsins en nokkru sinni áður”. Þessi niðurstaða blaðsins hlýtur að vera fagnaðarefrú fyrir íbúa Snæfells- bæjar. En gaman er að enda hér á skemmtilegu upphafi þeirra Vís- beningamanna. “Svo virðist sem hvert einasta sveitarfélag hér á landi, eða svo til, hafi sinn djöful að draga. Ef það er ekki fólksfækkun þá er það fólksfjölgun”. IH 't&0> Pokémon pizzaiillioð 16"m.einni áleggstegund ehtíi :co -<o veitingar 4305555 !lo -CD jin 'hZ Lb- CD

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.