Skessuhorn - 14.12.2000, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 50. tbl. 3. árg. 14. desember 2000 Kr. 250 í lausasölu
Síðasta blað aldarinnar
Næsta tölublað Skessuhorns, jólablað ársins, verður það síðasta á þess-
ari öld. Fyrsta tölublað nýrrar aldar kemur út föstudaginn 5. janúar n.k.
Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 21. desember og þurfa auglýsingar og
annað efni að berast í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 19. des.
GE
Markaðsdeild fyrir
jámblendi flyst til Islands
Ákveðið hefur verið að markaðs-
deild í Kíslimálmdeild Elkem
flytjist til Islands. Nýr fram-
kvæmdastjóri Islenska járn-
blendifélagsins, Frank Björk-
lund, verður yfirmaður jám-
blendi- sviðsins innan Elkem
samtímis því sem hann tekur við
framkvæmdastjórastarfinu hjá
Islenska jámblendifélaginu hf.
I Kíslimálmdeild Elkem, sem ís-
lenska járnblendifélagið hf. heyrir
undir eru 5 aðrar járnblendi- og
kísilmálmverksmiðjur. Kísilmálm-
deildinni var nýverið skipt upp í
þrjú svið eftir mörkuðum en þau
eru kísilmálmsvið, járnblendisvið
og málmsteypusvið. í tilkynningu deildarinnar muni styrkja félagið í
frá Járnblendifélaginu segir að þess markaðssókn til frambúðar.
sé vænst að flutningur markaðs- K.K.
Magmís Kristjánsson meö kindina sem varðjýrir barðinu á lágfótu. Mynd: GE
Dýrbítur vaxandi
vandamál
Margir bændur á Vesturlandi
hafa áhyggjur af sýnilegum
vexti tófustofhsins sem meðal
annars stafar af því að minni á-
hersla hefur verið lögð á það
undanfarin ár að vinna greni.
Um síðustu helgi heimti Magn-
ús Kristjánsson bóndi á Höskulds-
stöðum í Laxárdal á sem greini-
lega var dýrbitin. Magnús spraut-
aði ána með fúkkalyfjum og telur
að hún muni jafna sig en í mörg-
um tilfellum dregur dýrbit ærnar
til dauða.
Magnús telur að tófan sé vax-
andi vandamál í Dölunum.
“Maður er að sjá miklu meira af
tófum og ummerki urn að hún
hafi verið á ferðinni heldur en
var. Þetta eru náttúrulega afleið-
ingar af því að hún var friðuð á
Vestfjörðum og einnig er það
bara þannig að það er ekki staðið
nógu vel og skipulega að því að
halda henni í skefjum,” segir
Magnús. GE
Eins og fram hefur komið í ffétt-
um var 12 starfsmönnum í sérvöru-
deild Haraldar Böðvarssonar hf. sagt
upp störfum fyrir rúmri viku þar sem
fyrir liggur ákvörðun um að sameina
sérvinnsluna að hluta ti! hefðbund-
inni vinnslu fiskafurða. Starfsfólkinu
var gert kunnugt um uppsagnimar á
fimmtudags morgni en ekki var gef-
ið upp hverjir hefðu misst vinnuna.
Uppsagnarbréfin vom sett í póst eft-
ir starfsmannafundinn á fimmtudeg-
inum 30. nóvember en ekkert þeirra
var borið út þann daginn og ekkert á
föstudeginum. Það var svo ekki fyrr
en eftir helgina sem þau komust til
skila. Samkvæmt heimildum Skessu-
homs fór einn starfsmanna fyrirtæk-
isins á pósthúsið til þess að athuga
hvort hann ætti þar bréf á föstudeg-
inum en fékk neikvætt svar. Hans
beið svo tilkynning um uppsagnar-
bréf í póstkassanum eftir helgina.
Olli þetta að vonum miklum óróa
meðal starfsfólks auk þess sem gildi
uppsagnanna frestast um mánuð.
Haraldi Böðvarssyni hf. ber því
skylda til að hafa starfsmennina 12 á
launum einum mánuði lengur en ella
hefði orðið.
“Astæðan fyrir því er að tilkynning
um uppsögn á að berast til viðkom-
andi launþega fyrir mánaðamót og
það gerðist ekki í þessu tilfelli. Upp-
sögnin sem slík er gild en það frest-
ast um mánuð að hún taki gildi” seg-
ir Guðmundur Páll Jónsson, starfs-
mannastjóri fyrirtækisins. “Eg og El-
ínbjörg Magnúsdóttir, fulltrúi
Verkalýðsfélagsins, emm búin að
hitta fólkið þar sem við fómm sam-
eiginlega í gegnum þessa hluti og
hvaða réttur gildir við þessar aðstæð-
ur. Við hjá HB stóðum í þeirri mein-
ingu að bréfin yrðu borin út seinni
part fimmtudagsins. Við ætlum
okkur þó ekki að gera ágreiningsmál
úr þessu því þjónustan hjá íslands-
pósti hefúr hingað til verið til fyrir-
myndar. Auðvitað geta alltaf komið
upp vandamál en maður tekur tillit
til þess ef viðeigandi skýringar fást.
Eg er búinn að tala við þau á póstin-
um og við ræddum um að þetta
kæmi ekki fyrir aftur.” Guðmundur
segir sökina að hluta til liggja hjá
þeim sjálfum. “Til þess að vera alveg
öraggir hefðum við þurft að vera fyrr
á ferðinni. Reynt var ffarn á síðustu
stundu að komast hjá því að grípa til
þessara aðgerða en það gekk ekki
upp.”
Ljóst er að aukin íjárútlát fylgja
því óhjákvæmilega að hafa 12 manns
í vinnu í heilan mánuð og ekki er víst
að næg vinna sé fyrir alla. ‘Vonandi
liggja þó einhver verkefni fyrir. Um
leið og það varð ljóst að við þyrftum
að grípa til svona aðgerða fram-
kvæmdum við hlutina og það breytir
ekki öllu hvort það er mánuðinum
fyrr eða seinna.” SÓK
Uppsagnarbréfin bárust
ekld á réttum túna
Verið velkomin!
Sími 430 5533
rnruTím oq
Laugardaga 10-19
Sunnudaga 13-18